Þjóðólfur


Þjóðólfur - 14.01.1898, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 14.01.1898, Qupperneq 4
son minn læra til prests; og hef varið öllumpen- ingum mínum handa honum, en nú hef eg í dag heyrt, hversu litla gleði móðir getur haft af því að láta son sinn prédika og þá fór eg að hugsa um, að ef hann Pétur minn yrði annar eins pokaprestur, þá væri öllum peningum mlnum var- ið til ónýtis«. Konan stóð upp og fór út og kandídatinn þrammaði sneyptur á eptir. Með vélum geta menn nú smíðað stígvél á 34 minútum. Á þessari litlu stund fer leðrið á milli 63 manna, sem allir gera eitthvað að því og 15 vélar eru notaðar til þess. Svo telst til, að á mínútu hverri fæðist 70 menn en 67 deyi. Þótt mismunurinn virðist svo lítill fæðast þó eptir þessu á ári 1,200,000 menn fleiri heldur en deyja. Það er í frásögur fært um Bismarck, að þeg- ar illa liggur á honum, eins og alla getur hent, leggja vandamenn hans fyrir framan hann öll þau firn af skrípamyndum af honum, sem hann hefur sjálfur safnað og eptir nokkrar mínútur heyrist hlát- urinn í kanzlaranum gamla um allt húsið. Mikils metinn frakkneskur bankastjóri, sem átti mikil auðæfi, dó af harmi þegar hann misti allt, sem hann átti, að undanteknum 100,000 kr. Fátækur bróðir hans var hinn eini erfingi hans og dó af fögnuði, þegar hann fékk tilkynn- ingu um arfinn. Þegar tekið er tillit til íbúafjöldans, þá eru flest- ir glæpamenn í italíu; þar eru framin 2470 morð á ári, því næst í Rússlandi 2400, og á Spáni 1600. Á Stóra-Bretlandi og Irlandi eru að meðal- tali dæmdir 16,402 sakadómar á 10 árum. I Frakk- landi eru 44 glæpamenn af hverjum 10,000 mönn- um, í Belgíu 24. Jómfrú Hansen (rík, en nokkuð gömul og ó- fríðj: Flaldið þér, að þér getið elskað mig, þeg- ar eg er orðin gömul og ljót ?“ Biðillinn (kurteislega): »Kæra jómfrú, þérget- ið að vísu orðið eldri, en þér getið ómögulega orðið ljótari.« ------------* Keisarinn í Cochin-Kina, Tn-Duc, hefur mjög einkennilega fjárhirzlu, því hann lætur alla pen- inga sína og verðbréf í holan trjástofn, sem flýt- ur á tjörn einni niður í hallargarðinum. I tjörn- inni eru 8 fullorðnir krókódílar, sem gæta þessar- ar markverðu fjárhirzlu keisarans. Leiðarvísír til lífsábyrgrðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Eg undirskrifaður, sem mörg ár hef þjáðst mjög af sjósótt og leitað ýmsra lækna, en árangurslaust, get vottað, að mér hefur reynzt Kína-Lífs-Elixírinn ágætt meðal gegn sjósótt. 2. febí. 1897. Guðjón Jónsson Tungu í Fljótshlíð. Kína-Lífs-Elixirinn fæst hjá flestum kaupmönnum á Islandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-Lífs-Elixir, eru kaupendur beðnir að lita vel eptir því, að —pP’ standi á flöskun- um í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, Danmark. LesT Jörðin Úlfarsfell í Mosfellssveit fæst keyptnú þegar, með ágætum skilmálum, og til ábúðar í næstkomandi íardögum. Lysthafendur snúi sér til undirritaðs, er gefur allar upplýsingar og semur um kaupin. Reykjavík 2. jan. 1898 Gísli Þorbjarnarson (búfræðingur) Atvinna fyrir trésmið fæst nú þegar hjá Rafni Sigurðssyni Ekta anilínlitir m r+ p 5 c fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og í verzlun p c ctí Sturlu Jónssonar 5. ctí -H Aðalstræti Nr. 14. r-h UJ ■J!4||u;|iub 'B4>i3 Mér undirskrifaðri var í haust dregin hvít gimbur x v. (lítil) með mínu marki: Miðhlutað bæði eyru. Endi var 1 öðru eyranu. Réttur eig- andi vitji andvirðis ofannefndrar kindar að frá- dregnum kostnaði og semji um markið. Draghálsi, 2. janúar 1898. Sigrídur Jónsdóttir. Kol og Steinolía fást bezt og ódýr- ust hjá Ásgeir Sigurðssyni. Norsk prædiken söndag e m. kl. 6 í Goodtemplarlokalet. D. Östiund, í Oddgeirshólum fást allskonar ritföng svo sem þessi: Blek, pennar, pennasköpt, blýantar, pappírog umslög, af mörgum teg. Skrifbækur með ís- lenzkum forskriítum á 0,20 a. Skrifbækur án forskrifta 0,12. Vasabækur á 0,16, 0,20, 0,25. I.akk, þerripappír og m. m. fl. — Allt mjög ódýrt. jfóhann Ögm. Oddsson. Sláttuvélar Mesne Bruk, Lillahammer. Hin langstærsta vélaverksmiðja í Noregi, stofnuð 1876. Allir ættu að kaupa vélar hjá þessari verksmiðju, því að þær eru áreiðanlega hin- ar beztu, er fengizt geta. Þegar pöntun er send verksmiðjunni, verða vélarnar sendar. Margar vélar hafa þegar verið keyptar af íslendingum. Bigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Dagskrár. IO II dugði ekki hin venjulega aðferð hans og þess vegna ákvað hann, að hann og félagar hans skyldu fara inn í húsið um dyrnar en ekki um gluggann, og það skyldi vera á þeim tíma, er heimil- isfólkið væri enn ekki háttað. Þegar Billy hafði lagt á ráðin voru þau í raun og veru mjög einföld. Hann fékk sér einkennisbúning lögreglustjóra handa sjálf- um sér og einkennisbúninga óbrotinna lögregluþjóna handa fé- lögum sínum ; einnig lét hann búa til góða eptirlíkingu af heim- ild til að handtaka Slider. Billy var foringi flokksins, og hinir fjórir félagar hans áttu nákvæmlega að hlýða honum í öllu, enda höfðu þeir óbifanlegt traust á snarræði Billys. Aformið var þannig: Þeir ætluðu að reyna á löglegan hátt að fá inngöngu i húsið um kl. 9. Lögreglustjórinn átti að handtaka Slider, sem auðvitað yrði reiður af því, en þeir von- uðu að hann bæri svo mikla virðingu fyrir lögunum, að hann mundi mótþróalaust gefa sig á vald þeirra; en á rneðan lög- reglustjórinn gætti fangans áttu tveir af lögregluþjónunurn að gæta þess, að enginn færi út úr húsinu og koma í veg fyrir, að Slider gæti sent bréf eða boð, en það var reyndar eigi líklegt að hann gerði það, af því að hann væri viss um, að þetta væri misskilningur, sem bráðlega yrði leiðréttur. Hinir tveir iögreglu- þjónarnir áttu síðan að rannsaka húsið og á þann hátt áttu þeir í laumi að stinga á sig dýrgripum þeim og peningum, er þeir gætu náð í. Því næst ætlaði lögreglustjórinn að segja Slider frá, að hann mundi ekki verða fluttur í fangelsi, en mætti ekki fara út úr húsinu. Billy ætlaði að nota þann tíma, sem liði, áð- ur en fregnin um hina ólöglegu handtöku kæmist til hins reglulega lögreglustjóra, til þess að leyna brellum sínum og komast sjálf- ur undan. Þetta áform var mjög kænlega hugsað, þótt það breyttist á ófyrirsjáanlegan hátt. Þegar þeir komu til hússins, lauk dyravörðurinn upp fyrir þeim skjálfandi; buðu þeir honum að loka járngrindunum og hlýddi hann því. Einn lögregluþjónninn tók þá lykilinn og varð eptir hjá dyraverðinum, sem varð mjög hræddur. Annar lögregluþjónn varð eptir við dyrnar, en lögreglu- stjórinn og hinir tveir lögregluþjónarnir fóru inn í húsið og" hringdu dyrabjöllunum við aðaldyrnar. Þjónninn, sem opnaði dyrnar hörfaði hræddur aptur á bak, er hann sá lögregluþjónana. Billy spurði hann þá, hvort Slider bankastjóri væri heima, og kvað þjónninn svo vera. Hann bauð þjóninum þá að fylgja sér og félögum sínum inn, án þess að sagt væri til þeirra áður. Slider sat í hægindastóli og heim- ilisfólk hans í kring um hann ; hann horfði tll dyranna, þegar þær opnuðust, án þess að barið væri á þær, eins og venjulegt var og varð náfölur, er hann sá lögregluþjónana. Áður en lög- reglustjórinn gat sagt nokkurt orð, bandaði hann höndunum og sagði: „Að vörmu spori"! og sneri sér síðan að konu sinni og sagði með lágri röddu: „Farðu með börnin inn í herbergi'þitt og vertu þar, þangað til eg kem; eg hefi erindi við þessa rnenn, en þú þarft ekki að verða hrædd; það er bráðum allt búið; eg hefi beðið þá um að tala við mig, en hefi alveg gleymt að segja þér frá því“ . Konan, sem var orðin náföl, tók börnin og gekk burt og Slider var nú einn eptir hjá Billy og félögum hans tveimur. Þá tók Billy til máls: „Mér þykir mjög leitt að verða að tilkynna yður, að eg

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.