Þjóðólfur - 23.09.1898, Blaðsíða 2
174
um, hljóta allar útigangssveitir að leggjast í
eyði. En ekki tel eg búnaðinum það mikla
framför. Og svo er nú reynslan þessi, í
hið minnsta þau tæp 60 ár, sem eg hefhaft
vit á eptir að taka, að almennur fellir á sér
alls ekki stað, nema þegar harðindi og bjarg-
leysur standa lengur eða skemur fram eptir
sumri, og horfellir er, sem betur fer, að
verða fátíðari miklu en hann var áður.
Því skal þó eigi neitað, að til eru bænd-
ur svo skeytingar- og fyrirhyggjulausir, að
þeir bæði hirða fénað illa og ætla honum oflítið
fóður, en þetta, er, sem betur fer, að eins
örfáar undantekningar. En að gefa út al-
menn lög, mjög dýr í framkvæmdinAi og að
öðru leyti hér um bil óframkvæmanleg svo
í lagi geti farið, álít eg bæði ósanngjarnt og
vitlaust, þegar svo stendur á. Horfellislögin
frá 1884 ættu að vera nóg aðhald fyrirslíka
pilta, og þá var sannarlega ráð, að gera ráð-
stafanir til að þeim lögum væri betur hlýtt.
Eg vona því að næsta alþing fái fjölda bæna
um að nema lög þessi úr gildi, og að þeir,
sem eiga að framfylgja þeim geri það svo
mannúðlega og varlega, að þau verði ekki
áður búin að vinna mjög mikið tjón.
Útlendar fréttir.
Kaupmannahöfn, g. sept.
Danmörk. 2. sept. fóru fram al-
mennar kosningar (þ. e. a. s. allir kjósendur,
hærri og lægri) til landsþingsins, og sam-
kvæmt þeim munu vinstri- og jafnaðarmenn
vinna 5 sæti frá hægri mönnum. I dag eiga
hærri kjósendur að kjósa, en flestir þeirra
fylla flokk hægri manna, svo að andstæðing-
ar þeirra búast ekki við, að korna neinum
sinna rnanna að; það skyldi vera, ef þeir
ynnu í 2 kjördæmum hér í Höfn, og er þá
ætlun þeirra að korna Marstrand bakara að,
og yrði þá annaðhvor þeirra Matzens pró-
fessors eða Nellemanns gamla að víkja. '
Gegn þeim félögum, Hoim skraddara
og Larsen, á nú að hetja sakamál. Holrn
hefur afsalað sér sæti sínu í bæjarstjórninni
og þar með líka sagt af sér varaformennsk-
unni, en í hans stað er P. Knudsen kosinn
varaformaður.
Hermálaráðgjafinn hér, Tuxen, hefur með
samþykki hinna ráðgjafanna tekið úr ríkis-
sjóði c V2 miljón króna til þess að
kaupa sprengikúlur og önnur herföng
fyrir, þrátt fyrir það, að þingið þver-
neitaði að leggja fé til slíkra þarfa í vetur;
hvernig þeir góðu herrar fara að bjarga sér
úr þeirri klípu, þegar þingið kemur saman í
haust, er ekki gott að vita, en vel sýnir
þetta, hve lítið stjórnin kærir sig um samn-
ingana frá 1894. Annars gengur sú flugu-
fregn hér, að þeir Styhr og Rump syngi nú
á útgönguversinu sem ráðgjafar, og aðStyhr
taki við biskupsembætti sínu aptur, en Rump
setjist á hala sinn sem amtmaður í Vejle.
Drottningin varð 81 árs í fyrradag. Af
heilsu hennar ganga ýmsar lausafregnir, bæði
í innlendum og útlendum blöðum, og allar í
þá áttina, að hún eigi skammt eptir ólifað,
og þykir það benda til þess, að öll börn
hennar og margt annað skyldmenni er hér
samankomið, og það með litlum eða engum
fyrirvara. Víst er um það, að blöðin hér
segja, að ekki geti verið um meira en mán-
uði ólifaða að tala, og heyrzt hefur, að það
ætti að vera vatnssýki, sem að henni geng-
ur, en ekki sel eg það dýrara en eg keypti.
England: Loks eptir 13 ár hefur
Englendingum tekizt að hefna Gordons hers-
höfðingja, og ná aptur Khartum á Egypta-
landi. Eins og flestir muna, þá féll hann
þar árið 1885 fyrir *mahdianum« (þeim ept-
irvænta Messíasi), og hefur eptirmaður . hans
— hinn dó sem sé snögglega skömmu síðar
— haldizt við með sveitir sínar í Efra-Egypta-
landi síðan. Fyrir 3 árum byrjuðu Englend-
ingar að reyna að reka hann á braut þaðan
og tókst það loks til fulls 2. sept. síðastl., er
þeir unnu algerðan sigur á honum við Om-
durman; hann komst sjálfur á flótta við 150.
mann, en um 16000 af mönnum hans féllu,
en 500 af Englendingum. Herforingi Englend-
inga heitir Kitchener.
FrakkIar)d:Eins og lesendur Þjóðólfs
muna, þá las Cavaignac hermálaráðgjafi,
upp 3 bréf í sumar á þingi Frakka, og áttu
bréf þau að sanna sekt. Dreyfus; í tveim af
þeim stóð aðeins D., en í þriðja bréfinu stóð
Dreyfus fullu nafni. Nú hefur það komist
upp, að Henry ofursti, er var aðalvitnið gegn
Dreyfus, hefur falsað hið síðastnefnda bréf,
og sjalfur ritað það; Cavaignac lét kalla hann
fyrir sig, og játaði hann þá sökina á sig; var
var hann þá settur fastur, en skar sig á háls
í fangelsinu daginn eptir. Þetta hefur kom-
ið ákafri hreyfingu á málið og snúið huga
flestra þeirra, er áður voru andstæðir Dreyfus,
en Cavaignac þóttist engu að síður sannfærð-
ur um sekt Dreyfus, og setti sig þveröfugan
gegn því, að málið yrði endurskoðað, en var
ofurliði borinn í ríkisráðinu, og hefur nú sagt
af sér, en Zurlindén herforingi tekið við í
hans stað, og verður nú ekki annað séð, en
að málið verði innan skamms endurskoðað,
og kemst þá vonandi sannleikurinn fram.
Boisdeffre herforingi, er einnig vitnaði gegn
Dreyfus, og var yfirboði Henrys, hefur sagt
af sér, og síðustu fregnir segja, að du Paty
de Clam sé tekinn fastur. -— það virðist hafa
verið mál til komið með þann „kavallera" —
en Esterhazy sé flúinn.
Rússland: Eins og skrattinn úr sauð-
arleggnum kom bréf um daginn frá sjálfum
keisaranum til allra sendiherra í Pétursborg
og biður hann þá, að bera það upp, hvern
við sína stjórn, að stofna til fundar, þar sem
mæti sendiboðar frá hverju einasta ríki, til
þess að ræða og koma sér saman um
minnkun á þeim ógurlega herkostnaði og
herhaldi, sem hvílir nú eins og mara á hverri
þjóð; vill hann helzt afnema allt þar að lút-
andi, en koma á alríkja-úrskurðardómstól, til
þess að skera úr, er ósátt kemur upp ámilli
tveggja eða fleiri ríkja. Eins og nærri má
geta, þá kom það eins og reiðarslag yfir
menn, að slík tillaga skyldi koma úr þeirri
átt, og vakti mikla gleði meðal almennings,
og stjórnirnar tóku vel undir, en hvort sá
fundur, ef hann verður haldinn, fær nokkru
framgengt, skal ósagt; það er of mikil tor-
tryggni meðal þjóðanna, til þess að líkindi
séu til þess. Svíar og Danir hafa þegar
samþykkt, að taka þátt í fundinum, sem
heyrzt hefur, að keisarinn vilji að haldinn
verði í Kaupmannahöfn, og verður það þá
líklega með vorinu.
Þýzkaland: Nú hefur Vilhjálmur
keisari haldið tvær ræður, það gat ekki minna
verið. Samkvæmt annari vill hann beita
hegningarhúsvinnu gegn hverjum þeim, er
hvetur til verkfalls, með öðrum orðum, hann
vill taka fyrir munninn á foringjum jafnaðar-
manna og blöðum þeirra, og taka frá verka-
mönnum hið eina friðsama vopn þeirra gegn
yfirgangi auðkýfinganna; ekki fyrir það, það!
er lítið útlit fyrir, að hann nái tilgangi sín-
um, en — viljinn er þar. í hinni ræðunni
segir hann meðal annars, að hann vonaði,
að atvinnuvegir ættjarðarinnar vildu allir
taka saman höndum, en það væri að
eins mögulegt með verndun friðarins, en
þá verndun gæti að eins veitt her, sem við öllu
væri búinn! „Guð gefi, að oss verði ætíð
mögulegt með svo ágætu og vel viðhöldnu
vopni að sjá fyrir því, að friðurinn geti ríkt
í heiminum". Hvað skyldi „vor elskulegi,
keisaralegi bróðir og vinur“ á Rússlandi segja
við þessu ?
Það leikur orð á, að Þjóðverjar og Eng-
lendingar hafi gert samband sín á milli, en
eins og vant er um þess háttar hluti; þá veit
enginn, hvers efnis það er.
Holland: Vilhelmína, Hollandsdrottn-
ing, varð 18 ára 5. þ. m., og átti þá að
taka við stjórninni sjálf, en móðir hennaa
hefur stjórnað fyrir hana á meðan hún var
ómyndug; hefur hún nú verið krýnd í Am-
sterdam þessa daga með miklu hátíðahaldi.
Alltaf öðru hverju koma lausafregnir um
Andreé, en á þeim eru engar reiður hend-
andi, og ekkert af þeim skipum, sem ferð-
azt hafa um Norðuríshafið, kringum Spitz-
bergen og Frans-Jósepsland, hefur orðið vart
við hann,
Milli Bandamanna og Spánverja er nú
ófriðnum lokið og friðarskilmálarnir til bráða-
birgða þegar fastsettir og undirritaðir, og
hefir það gengið furðu fljótt og greiðlega.
Þessi eru aðalatriðin: 1.) Spánverjar sleppa
yfirráðum sínum yfir Kúba. 2.) Bandamenn
fá yfirráð yfir Portorico og öðrum eignum
Spánverja á Antillaeyjunum og þar að auki
Ladronaeyjunum. 3.) Bandamenn halda Man-
ila undir sér á meðan á friðarsamningum
stendur. 4.) Spánverjar eiga þegar í stað að
hypja sig burt af Kúba, Portorico og öðrum
Antillaeyjum. 5.) Bandamenn og Spánverj-
ar útnefna, hvorir fyrir sig, eigi fleiri en 5
menn, er semja eiga friðarskilmálana, og eiga
þeir að vera samankomnir í París fyrir 1.
október. — Þá eru loks síðustu eignir Spán-
verja í Vesturheimi gengnar úr greipum þeim ,
og geta þeir kennt sjálfum sér urn,
Það er talið víst, að ekki líði á löngu,
áður lát páfans í Róm, Leos 13. heyrist;.
hann talar lítið og óheyrilega, getur hvorki
hugsað, skrifað né gegnt embættisstörfum.
Viðauki: Þau hryllilegu tíðindi höfðu
spurzt til Skotlands, rétt áður en »Vesta« fór
þaðan, 13. þ. m. að ítalskur þorpari hefði
myrt keisaradrottninguna í Austurríki, Eliza-
betu frá Bayern, — stungið hana með rýt-
ing til bana. Frá nánari atvikum við þenn-
an svívirðilega glæp verður síðar skýrt betur.
Elizabet drottning var rúml. sextug að aldri
(f. 1837), fyrirtaks fríð kona sínum og há-
menntuð, en veikluð á geðsmunum síðari ár-
in af ýmsu mótlæti.
1