Þjóðólfur - 05.11.1898, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 05.11.1898, Blaðsíða 3
1 -SS 1848 — 5. NÓYEMBEB — 1898. miðjan þann mánuð átti Þjóðólfur að koma ut, og þá var það að stiptsyfirvöldin heimtuðu að sjá próförk af honum, áður en hann yrði prentaður, því að kvisazt hafði, að þar ættu að korna at- hugaverðar greinar um skólauppþotið og kirkju- hneykslið. Þá var Þorsteinn Jónsson (síðar sýslumaður í Arnessýslu) settur stiptamtmaður. Varð það loks úrskurður hans og Helga bisk- ups Thordersen 20. febr. 1850, að þeir bönnuðu prentun Þjóðólfs í prentsmiðjunni „að sinni“, og kváðust hafa gert ráðstöfun til, að það tölubl. blaðsins, sem búið var að setja, yrði eigi prent- að þar, og fékk Helgi prentari jafnframt skipun um, að hann mætti ekki prenta þetta tölubl., um leið og honum var tilkynnt, að hann mætti framvegis ekki prenta neitt, sem stiptsyfirvöldin hefðu ekki kynnt sér áður. Svona var nú preutfrelsið hér á landi um miðja öldina. Stipts- yfirvöldin ætluðu þannig að kyrkja Þjóðólf í greip sinni, svo að hann risi aldrei upp aptur. Og margur heíði hallað sér á eyrað fyrir fullt og allt af veigaminna tilræði. En Þjóðólfur var harðari i horn að taka en þau hugðu, og var honum lengra líf hugað, en að deyja svona skyndilega. Að visu hefði Sveinbjörn þá verið tæpt staddur, og lífi Þjóðólfs liklega lokið, ef hann hefði ekki notið drengilegrar hjálpar manna, er unnu blaðinu og þótti aðferð stipts- yfirvaldanna hin lúalegasta. Skutu þá bændur kringum Reykjavik saman 100 rd. á einum sólarhring, og tveir rneun lánuðu séra Svein- birni 100 dalina hvor. Réð hann þá af að sigla til Hafnar í marzmánuði, því að hann fékk enga róttingu mála sinna hjá stiptsyfirvöldunum. Lét hann prenta þetta (tvöfalda) númer blaðsins í Höfn 25. apríl og nefndi það „Hljóðólf11 af ástæðum þeim, sem fyr eru greindar. Svo kærði hann þetta atferli stiptsyfirvaldanna fyrir dóinsmálaráðherranum, og heimtaði skaðabætur, en fókk ekkert svar; en 12. des. s. á. ritaði dómsmálaráðherrann stiptsyfirvöldunum og setti ofan í við þau fyxir tilvikið, því að þetta þrent- unarbann hefði verið óheimilt. En eigi er þar minnzt á neinar skaðabætur til Sveinbjarnar. Þá er hann kom heim aptur um vorið 1850 stefndi hann stiptsyfirvöldunum fyrir sættanefnd (sbr. Þjóðólf II bls. 139), en sættir komustekki á, og treystist þá Sveinbjörn ekki til að halda málinu til streitu. Yar nú Trampe greifi orðinn stiptamtmaður, og var hanu það liðlegri en fyrirrennari hans, að Sveinbjörn fékk nú að láta prenta blaðið, þó gegn því, að prentunar- kostnaður fyrir hverja örk yrði greiddur fyrir- fram. Kom fyrsta blað Þjóðólfs eptir sigling- una út í Reykjavík 15. júní 1850 (dagsetningin 15. marz á þ»í tölublaði er skökk). En þrautir Þjóðólfs voru ekki enn á enda. Sveinbjörn hraðaði svo útgáfu 3. árgangsins, er hófst 5. nóv. 1850, að honum var lokið 30. júní 1851. Mun honuin hafa verið gefin bending um, að Þjóðólfur yrði eigi prentaður lengur en til þess tíma, og getur vel verið, að vangreiðsla á preut- unarkostnaði hafi átt nokkurn þátt í þvi. En svo mikið er víst, að haun fékkst ekki prentað- ur i prentsmiðjunni allan síðari hluta ársins 1851. Og er svo að sjá, sem þá hafi lífi Þjóð- ólfs hættast verið. En hann reis samt á fætur eptir nýár 1852. Þá voru „Nýtíðindin11 komin á kreik (í des. 1851) í stað Landstíðindanna, er lognazt höfðu út af í maímánuði. Nýtíðindin voru höfðingjablað, „gefin út að tilhlutun stiptis- ins“ (Þjóðólfur IV 295), og munu hafa verið stofnuð, þá er menn fóru að renna grun í, að Þjóðólfur mundi eigi vera aldauða, en eiun um hituna mátti hann ekki vera. Samkomulagið milli Þjóðólfs og nýja blaðsins var þó hið sæmi- sæmilegast-a fyrst um sinn, enda var Sveinbjörn nú orðinn stilltari og farinn að koma sér betur við stiptamtið, svo að Trampe ritaði jafnvel í blaðið (14. maí 1852). Er það eptirtektavert í sambandi við það, er síðar gerðist. A Þing- vallafundinum þá um sumarið (1852) samdist svo um, að Sveinbjörn sleppti ritstjórn og út- gáfu Þjóðólfs við lok 4. árgangs, en Jón Guð- tnundsson exam. jur., er þá var embættislaus, tæki við, en eigi er þess getið, að það væri reglulegt kaup, enda er sennilegt, að Jón hafi eigi greitt Sveinbirni neina þóknun fyrir af- hending blaðsins, því að blaðastarf á þeim ár- um var ekki talinn svo ábatasamur atvinnuveg- ur, að hann gengi kaupum og sölum. Kvaddi Sveinbjörn lesendur blaðsins á síðasta sumardag 1852. Ritstjórn Sveinbjaruar á Þjóðólfi þarf eg ekki að lýsa með mörgum orðum. Það er sjálf- sagt eigi ofsagt, að honum var mest og bezt að þakka, að Þjóðólfur dó ekki á 2. eða 3. ári. Sveinbjörn hafði marga þá kosti, sem góður blaðamaður þarf að hafa. Hann rit.aði lipurt og skemmtilega og við alþýðuhæfi. Hann gat og verið allhnyttinn 1 orðum, er því var að skipta, en stundum varð fyndni hans smekklaus og gamanið hégómlegt, svo að það mundi nú kallað „humbug" ef svo væri ritað, en þá var það ágætt, til þess að fá fólkið til að lesa, til að vekja það og láta það hlæja. Sveinbjörn var einmitt þessi „vekjari1*, er kom á réttum tíma, þá er þjóðin var að rumska, og hann ýtti dug- lega við lienni í bili. En til þess að þjarka á- fram í sömu þófaramylnunni ár eptir ár, og halda fólkinu vakandi, þegar það fór að dotta aptur, til þess mun hann alls eigi hafa verið fallinn. Hann vantaði nóga staðfestu, nógu ein- beitt frjálslyndi, nógu mikið þrek og járnharðan vilja til þess. Þar bar Jón Cruðmundsson höfuð og herðar yfir hann, þótt hann væri stirðari að rita og kynni ekki að gera að gamni sínu. En Sveinbjörn hefði samt farið með heiðri og sóma frá blaðamennskunni, ef hann hefði ekki gert það leiðinlega glappaskot, rétt eptir að hann sleppti Þjóðólfi, að takast á hendur ritstjórn og út-gáíu á nýju blaði, er var stofnað að tilhlutun háyfirvaldanna til þess að hnekkja Þjóðólfi. Þetta verður ekki úr skafið, þótt óþægilegt sé að geta þess. Svo var mál með vexti, að „Ný- tíðindi11, er verið hafði got-t blað að ýmsu leyti og farið varlega, hætti að koma út í desember 1852 eptir eins árs tilveru, og þykjast menn þá vita, að Sveinbjörn hafi þá þegar verið ráðiun af stiptamtmanni til að stofna uýtt blað fyrir þeirra hönd, með því Maguús Grimsson, ritstj. Nýtíðindanna, hafi eigi þótt nögu ötull eða fylgi- spakur við skoðanir höfðingjanna, og svo mikið er vist, að þetta nýja hlað, er nefndist „Ing- ólfur“, tók beinlínis við af Nýtíðindunum, og kom fyrst út i janúar 1853. Var Sveinbjörn ritstjóri þess og útgefandi. Að blaðið hafi eigi verið stofnað til bandalags við Þjóðólf eða honuin 203 til styrktar, sést bezt- á þvi, að ritstj. lýsti því yfir þegar í fyrsta tölublaði, eða réttara sagt bauðst til þess, að taka við alvarlegum og sóma- samlegum svörum á móti Þjóðólfi. Var eðli- legt að Jóni Guðmundssyni fyndist fátt um, svona að vörmu spori eptir að hann hafði tekið við Þjóðólfi af þessum sama manni, enda fer hann allhörðum orðum um Sveinbjörn og hin undarlegu sinnaskipti hans. Segir hann meðal annars, að hann hafi lá.tið segja sér það þrem sinnum og orðið að trúa því, að hinn fyrri á- byrgðarmaður Þjóðólfs og þjóðfundarmaður væri nú búinn að gefa sig falan háyfirvaldinu, stipt- amtmanni og konungsfulltrúa þjóðfundarins, greifa Trampe, fyrir svo sem 80 rd. þóknun ár- lega og árs gjaldfrest á prentunarkostnaðinum til þess að halda úti blaði fyrir „stjórnina11 og höfuðstaðinn á móti Þjóðólfi, barni sjálfs haus og blaði lýðsins o. s. frv. (sbr. Þjóðólf 5. árg. bls. 30—32). Og það var satt hjá Jóni, að þetta var mjög óviðkunnanlegt, og enda óviður- kvæmilegt, þótt eigi sé svo að skilja, að marg- ur hafi gert. sig sekau i öðru eins og þessu og snúizt jafn skyndilega á áttinni. En Sveinbjörn stóð svo einkennilega illa að vígi í þessu efni, sakir þess að hann átti svo sögulegri „fortíð“ á bak að sjá við Þjóðólf og mátti muna of- sóknirnar gegn honum af hálfu þeirra valds- manna, er hann hélt nú skildi íyrir. Það sést og ljósast, að Þjóðólís-Sveinbjörn og Ingólfs- Sveinbjörn nutu ekki jafnmikillar hylli hjáþjóð- inní, því að Ingólfur sálaðist eptir rúm 2 ár (vorið 1855), en Þjóðólfur dafnaði. Eltu þeir optast grátt silfur meðan þeir voru uppi báðir samt,* en þjóðin var Þjóðólfs-megin, og þess vegna varð hanu hlutskarpari. Fyrstu 6 ár Þjóðólfs höfðu þannig verið uppi 4 blöð í höfuð- staðnum, er öll leituðust við að steypa honum t-il grunna, þótt eigi t-ækist, af því að þau skorti fylgi þjóðarinnar. Fyrsta blað Þjóðólfs, er Jón Guðmundsson var ritstjóri að, kom út 10. nóvember 1852, en hið síðasta 18. apríl 1874. Hann var því rit- stjóri blaðsins 211/,, ár, og hefur enginn annar ritstjóri hans verið þriðjung þess tíma við blaðið, enn sem komið er. Það liggur í hlutarins eðli, að hér getur ekki orðið um neina sögu blaðsins að ræða á svo löngu timabili. En eg hef tekið fyrstu ár blaðsins nokkru ítarlegar, af því að þau voru tíðindaríkust, að því er blaðið sjálft snerti og tilveru þess, en síðar gekk allt skapfeldlegar að því leyti og prentun á Þjóðólfi var ekki hept til muna í tið Jóns Guðmundssonar. En þá er ] hann tók við blaðinu í fyrstu, varð hann þó að ganga að því að borga prentunarkostnaðinn á hverri örk jafnóðum út í hönd, og telur hann þann kostnað um 20 dali, en síðar mun þet-ta hafa liðkazt nokkuð, og hann fengið nokkurn gjaldfrest á borguninni. Þá er hann tók við blaðinu hækkaði hann verð þess upp í 1 ríkis- dal, en stækkaði það um leið þannig, að ein heil örk kom einu sinni eða tvisvar í mánuði, alls 18 arkir um árið, og þeirri stærð og því *) Einkum voru skammirnar i Ingólfi til Þjóðólfs langar og svæsnar, svo að Jón neyddist til að stefna Sveinbirni 1854, er þó var eigi venja hans. En sættir komust á.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.