Þjóðólfur - 05.11.1898, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 05.11.1898, Blaðsíða 6
206 um og legg það á, að hann falli með sæmd, án þess að hafa saurgað skjöld sinn með því að gerast málamaður í liði óvinanna og drottins- sviki þjóðar sinnar. Hann verður að standa frjáls og óháður öllum, eins og hann hefur opt- ast staðið, en geti hann það ekki af eigin ratn- leik, er réttast fyrir hann að reka hart niður merkið, svo að það standi eptir, þá er hann fellur, eins og Þórður Folason gerði í Stikla- staðaorustu. Þá fellur Þjóðólfur við góðan orðstí. Að svo mæltu þakkar Þjóðólfur löndum sínum fyrir alla tryggð og hollustu næstliðna hálfa öld og fyrir allan þann stuðning, er þeir hafa veitt honum í orði og verki þessi mörgu ár. Og hann þykíst sannfærður um, að næstu 50 ár verði enn tíðindaríkari í sögu landsius og þýðingarmeiri fyrir framfarir þjóðarinnar og vel- gengni í öllum. greinum, heldur en næstliðin 50 ár hafa verið, og að allt verði hér öðruvísi og fegurra umhorfs, allt líf þjóðarinnar miklubjart- ara og skemmtilegra um miðja 20. öld, en það er nú, hvort sem Þjóðólfur verður þá kominn undir græna torfu eða ekki. En hann vonast eptir að geta haldið 100 ára afrnæli sitt árið 1948, hvort sem sú von rætist eða ekki. Til viðauka við það, sein hér hefur sagt verið, skal þess getið, að Þjóðólfur hefur meðal annars staðið ver að vígi eu sum önnur blöð, er honum hafa verið samtíða að þvi leyti, að hann hefur aldrei haft sína eigin prentsmiðju, og þess vegna orðið að vera upp á aðra kom- inn, að því er prentun snerti og opt orðið að kaupa hana dýrum dómum. Fyrstu 33 árgang- ar hans (frá 1848 til ársloka 1881) voru prent- aðir í landsprentsmiðjuuni, er varð eign Einars prentara Þórðarsonar 1876. Frá ársbyrjun 1882 til ársloka 1884 var Þjóðólfur prentaður í prent- smiðju Isafoldar, að undanskildu einu blaði í febr. 1883, er preutað var í prentsmiðju Einars. Um nýár 1885 fiutti Þjóðólfur í prentsmiðju Sigin. Guðmundssonar, en hún brann 12. marz s. á., og þá hvarí' Þjóðólfur aptur í Isafoldar- prentsmiðju. Þar var hann prentaður til júlí- loka s. á., en ept.ir það hjá Sigmundi í hinni nýju preutsmiðju, er hann keypti þá eptir brun- ann, en í byrjun júnímánaðar 1887 seldi Sig- mundur prentsmiðjuna Sigfúsi Eymundssyni bók- sala og Sigurði Jónssyni járnsmið. Var svo Þjóðólfur prentaður áfram í sömu prentsmiðjunni í raun réttri til ársloka 1897, þótt eigendaskipti yrðu aptur að henni í maímánuði 1890, og nefndist þá „Félagsprentsmiðja“. Var Þorleifur Jónsson ritstj. Þjóðólfs einn meðeigandi þeirrar prent- smiðju, svo að það var að eins frá því í maí 1890 til ársloka 1891 — er Þorleifur sleppti blaðinu — að Þjóðólfur gat talizt prentaður í sinni eigin prentsmiðju að nokkru leyti. Frá næstliðnu nýári (1898) hefur Þjóðólfur verið prentaður í prentsmiðju Einars Benediktssonar m álafærslum anns. Hannes Þorsteinsson. þ jóðólf;ur. Útbreiðsla Þ>jóðólfs. V e R S U kaupendur Þjóðólfs hafi verið margir fyrsta árið, er hann var uppi, verður eigi séð með vissu, en að lík- indum hafa þeir eigi verið fleiri en 6—700. Þeim m.un hafa fjölgað til muna annað árið (1849—50), einkum eptir að Þjóðólfur kom úr siglingunni vorið 1850, og 3. árið (1850—51) vita menn með vissu, að kaupendur hans voru 800 (sbr. Þjóðólf 4. árg. bls. 293). Aptur á móti hafa þeir lítið fjölgað 4. árið (1851—52), er meðfram mun hafa stafað af því, að blaðið kom ekki út allan síðari helming ársins 1851, svo að margir hugðu það dautt vera. Þó gat Sveinbjörn afhent eptirmanni sínum 859 kaup- endur að nafninu til haustið 1852, en Jón Guð- mundsson segir, að þeir hafi í rauninni eigi orðið nema 700—750 (sbr. Þjóðólf 6. árg. bls. 192), og er það allskiljanlegt, því að við rit- stjóraskipti mun það nokkurnveginn föst regla, að sá er frá fer fremur oftelji en vantelji kaup- endurna í hendur eptirmannsins, þannig að þeir séu taldir sem vissir kaupendur, sem blaðið er sent til, þótt þeir ef til vill eigi hafi pantað það, auk þess sem sumir kunna að nota sér það, þá er nýr ritstjóri kemur að blaðinu, og segjast eigi hafa verið kaupendur þess hjá hinum fyr- veranda, þótt þeir í raun og veru hafi verið það. En það má samt telja áreiðanlegt, að vissir kaupendur Þjóðólfs, þá er Sveinbjörn sleppti honum, hafi verið um 800 eða fast að því. Fyrsta ár Jóns Guðmundssonar (sumarið 1853) segir hann, að kaupendurnir séu orðnir rúm 900 og 1854 voru þeir 1139 eða um 1100 áreiðanlega vissir (sbr. Þjóðólf 6. árg. bls. 192) og 1855 1230 og er það allálitlegur vöxtur á 3 árum. En úr því munu kaupendur eigi hafa fjölgað til muna í tíð Jóns Guðmundssonar. Það hefur verið langmestur skriðurinn að því leyti þessi fyrstu ár hans. 1855 var upplag blaðsins 1300 (Þjóðólfur 7. árg. bls. 102). Haustið 1856 sögðu 100 kaupendur sig úr blað- inu, og upplagið var það ár ekki nema 1200. 1857 fjölguðu þeir aptur nokkuð, og voru þá um sumarið 1248 (sbr. Viðaukabl. 13. júní 1857). í ársbyrjun 1858 voru kaupendurnir 1260, og fjölguðu nokkuð á því ári, svo að þá seldust rúm 1280 eintök. Mun það hafa verið einna hæst kaupendatala, er Þjóðólfur hafði á dögum Jóns Guðmundssonar. 1859 fækkuðu kaupend- urnir nokkuð, en voru þó rúm 1200 í ársbyrjun 1860 og litlu færri árið eptir. 1862 munu þeir hafa verið eitthvað svipað eða á 12. hundraðinu, og mun þessi fækkun, þótt lítil væri, hafa stafað meðfram af samkeppni „íslendings“, en þá er hann var undir lok liðinn munu kaupendur hafa fjölgað dálitið, og 1866 voru þeir 1245 (sbr. Þjóðólf 18. árg. bls. 97). Frá síðustu árum Jóns Guðmundssonar vantar skýrslu um kaup- endafjölda, en heldur munu þeir hafa f'ækkað en fjölgað á árunum 1866—70, þvi að í nóvem- ber 1871 segir ritstj. að þeim hafi fækkað enn að nýju vestanlands (sbr. Þjóðólf 24. árg. bls. 9). Þó munu kaupendur hafa verið nálægt 1200, eða eitthvað á 12. hundraðinu, þá er sóra Matt- hías tók við ritstjórninni 1874, og þeirri kaup- endatölu mun blaðið hafa haldið í tíð hans, eða hér um bil. Eigi er mór heldur fullkunnugt, hversu marga kaupendur blaðið hafi haft, er Jón Ólafsson tók við því 1883 af Kr. Ó. Þorg ríms- syni. Að vísu segist hann hafa keypt blaðið „í niðurlægingarstandi“ og segist hafa 1400 kaupendur 1885, síðasta árið sem hann hafði ritstjórn þess á hendi, svo að af því mætti ráða, að kaupendum hafi fjölgað eitthvað í hans tíð, og er sennilegt, að svo hafi verið, þótt eg vilji ekkert um það fullyrða, því að það er stundum valt að reiða sig uin of á þess konar framtal. Meðan Þorleifur var ritstj. blaðsins, munu kaupendur hafa heldur fjölgað en hitt, enda voru veltiár hin síðari ritstjórnarár hans 1888—91, en langmest mun haí’a kveðið að fjölgun kaupenda að siðasta árgangi hans 1891, því að marga fýsti að sjá bókmenntasögu dr. Finns Jónssonar, sem lofað var árið 1890, sem ókeypis fylgiriti með blaðinu næsta ár. Voru menn þá óvanir öllum kaupbæti og gerðu sér miklar vonir um rit þetta, svo að margir nýir áskrifendur bættust við haustið 1890 og fram eptir vetrinum 1891. En þá er menn sáu fyrri hluta bókarinnar, munu vonir sumra nokkuð hafa brugðizt. En þá er Þorleifur afhenti blaðið við ársbyrjun 1892, gat hann sýnt miklu meiri kaupendafjölda, en hann hafði áður haft. En sakir þess, að þetta var að eins stundaruppþot, mest vegna bókmenntasögunnar, voru kaupendur blaðsins eigi jafn staðgóðir, sem ella mundi. Afhenti Þorleifur um 1700—1750 vissa kaup- endur, þótt nokkru fleiri væru taldir að nafninu til. 1893 var kaupendatalan litlu hærri, en hefur smátt og smátt aukizt síðan, hér um bil jafnstöðugt, þótt nokkur áraskipti hafi verið að því. Mun það eigi reynast ofhátt framtal, þótt eg segi, að kaupendurnir séu nú (5. nóv. 1898) rúm 2000, euda geta prentsmiðjurnar vottað, hve mikið hefur verið lagt upp af blaðinu, og ætti það að vera nokkurnveginn viss mæli- kvarði, þá er nær allt saman er sent út og enguin nema vissum kaupendum, því að eg hef aldrei séð mér leik á borði í því, að látaprenta mörg hundruð eintök fram yfir réttan kaupenda- fjölda blaðsins. Eg hygg, að inér sé því óhætt að fullyrða, að útbreiðsla blaðsins sé nú mun meiri en hún hefur nokkru sinni áður verið, þrátt fyrir hina stórkostlegu og óeðlilegu sam- keppni á síðustu árum, og er það rauplaust mælt. Hvort kaupendur blaðsins fjölga úr þessu, skal eg láta ósagt. Eg uni þvi allvel, meðan eg er við blaðið, að eg geti haldið því, sem það hefur nú, og það vonast eg til að geta. Eg legg meiri áherzlu á góð skil, en marga kaup- endur að nafninu, þótt bezt sé, að hvorttveggja fari saman. Eg hef enga ánægju af að borga burðargjald á ári hverju fyrir þá menn, sem aldrei standa í skiluin, þótt eg geti talið þá sem kaupendur blaðsins. Að svo mæltu vonast Þjóðólfur til, að menn sýni honum góð skil ept- irleiðis, jafnframt því sem inargir nýir og á- reiðanlegir menn bætist við á kaupendaskrá hans. II. Þ.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.