Þjóðólfur - 05.11.1898, Blaðsíða 7

Þjóðólfur - 05.11.1898, Blaðsíða 7
1848 — 5. NOVEMBER 1898. 207 Ritstjórar Þjóðólfs. 1848—1898. Stutt æfiágrip. ^^©QcralbjlxrcR (r)sillíliipaiiiiii®[R fæddur í Görðuin á Akranesi 25. septeinber 1815. Poreldrar: Hallgrímur prestur Jónssou (f 9. sept. 1825), bróðurson Skúla landfógeta og síð- ' ari kona hans Guðrún (f 13. marz 1863) Egils- dóttir bónda í Njarðvík Sveinbjarnarsonar. Eptir lát föður síns fór Sveinbjörn til móður- bróður síns, Sveinbjarnar Egilssonar, er þá var kennari við Bessastaðaskóla og bjó á Eyvindar- stöðum á Álptanesi, og lærði hjá honum undir skóla, kom í Bessastaðaskóla 1830 og var út- skrifaður þaðan 1834 með bezta vitnisburði, dvaldi svo næstu 5 ár hjá móðurbróður sínum á Eyvindarstöðum og kenndi þar piltum undir skóla á vetrum, en veik 1839 að Ytra-Hólmi til Hannesar prófast-s Stephensen og var þar 3 ár við kennslu, en 9. október 1842 var hann vígður af Steingrími biskupi aðstoðarprestur til séra Péturs Jónssonar á Kálfatjörn. Haustið 1845 var hann feDginn til að þjóna dómkirkju- brauðinu i Reykjavík við ut-anför séra Helga Thordersen til biskupsvígslu, og þjónaði hann þvi næstavetur (1845—46), eu veik apt.ur suður að Kálfatjörn vorið 1846, og var þar aðstoðar- prestur þangað til vorið 1849, að hann lét af prestsskap og flutti til Reykjavíkur. Haustið áður stofnaði hann ásamt fleirum mönnum blaðið Þjóðólf og tókst þá þegar á hendur ritstjórn hans. Kom fyrsta númerið út 5. nóvember þá um haustið. VeturÍDn 1850 sigldi Sveinbjörn til Kaupmannahafnar og gaf þar út eitt tvöfalt blað (2. árg. nr. 30—31) af Þjóðólfi. Var það prentað þar 25. apríl 1850 og nefndist „Hljóð- ólfur“. Hafði Sveinbirni verið bannað að prenta blað þetta í landsprentsmiðjunni hér. 1851 sat hann á þjóðfundinum, sem annar fulltrúi Borg- firðinga, en haustið 1852 sleppti hann ritstjórn og útgáfu Þjóðólfs, er hann hafði haft á hendi 4 ár, en gerðist þá þegar (um nýár 1853) rit- stjóri annars blaðs, er þá var sett á stofn og „Ingólfur" nefndist, en það lifði að eins rúm 2 ár og kom síðasta blað þess út 30. maí 1855. Fór þá séra Sveinbjörn uorður á Akureyri það vor og gerðist aðstoðarprestur Hallgríms pró- fasts Thorlaoiusar á Hrafnagili, flutti að Munka- þverá 1858 og bjó þar, unz hann flutti að Glæsi- bæ, er lionum var veittur 15. maí 1860, og þar audaðist. hann á nýársdag 1863 á 48. aldursári, og var greptraður 13. s. m. — Séra Sveinbjörn var tvíkvæntur. Pyrri kona hans var Sigríður dótt.ir Péturs Ottesens sýslumanns í Mýrasýslu, og áttu þau einn son, er dó ungur. Síðari kona hans var Margrét Narfadóttir bónda á Auðnuin á Vatnsleysuströnd Erlendssonar, og voruþeirra börn: Sveinbjörn Gestur, nú skólakennari í Ár- ósum á Jótlandi, Gretha kona Kristjáns Á- mundasonar söðlasmiðs á Kárastöðum í Þing- vallasveit, Sigríður, Kristín og Steingrímur. Stutt æfiágrip séra Sveinbjarnar er prentað í 2. árg. Norðanfara 1863 nr. 7—8, og eru þar talin rit. þau, sem prentuð eru eptir hann. I „Dansk biografisk Lexicon11 VI 516—17 hefur Kr. Kaalund einnig ritað stutta grein um hann. fæddur í Melshúsum við Reykjavík 10. desem- ber* 1807. Eoreldrar: Guðmundur Bernharðs- son og Ingunn Guðmundsdóttir prests i Reykja- dal Guðmundssonar. Hann ólst upp að nokkru leyti (frá 7. ári til fermingaraldurs) hjá James Bjering kaupmanni Reykjavik, lærði undir skóla hjá Þorvaldi prófasti Böðvarssyni, er þá var prestur á Melum, kom í Bessastaðaskóla haustið 1824, og var þar nokkuð á annan vetur, en varð þá að fara úr skóla, sakir meinsemdar, er hann fékk i fótinn, og gekk haDn við hækju jafnan síðan. Eptir það var hann nokkra, hríð við skriptir hjá Sigurði Thorgrimsen landfógeta, en komst aio í skóla aptur og var útskrifaður 1832 með bezta vitnisburði, var svo á skrifstofu Ulstrups land- og bæjarfógeta og settur til að gegna því embætti um tíma 1836, en 1835 hafði hann fengið umboð yfir Kirkjubæjarklausturs- jörðum, og reisti bú á Kirkjubæ á Síðu 1837. Bjó hann þar 10 ár, unz hann sleppti umboð- | inu 1847 og flutti til Reykjavikur. Var þá í j fyrstu aðstoðarmaður St.efáns Gunnlaugssonar land- og bæjarfógeta, en fór utan 1848, og sat. þá á grundvallarlagaþinginu veturinn 1848—49, sem kjörinn íulltrúi af konungi fyrir Islands hönd, ásamt 4 öðrum lslendingum. Sumarið 1849 kom hann út aptur og var þá settur sýslu- maður í Skapt.afellssýslu, en fór utan aptur 1850 og tók þá próf í dönskum lögum 5. maí 1851 með 1. einkunn í báðum prófum, kom út sam- sumars og sat 4 þjóðfundinum það ár sem full- trúi Skaptfellinga. Að þeim fundi loknum var hann kjörinu ásamt Jóni Sigurðssyni og Eggert sýslumanni Briem til að fara á konungsfund og bera fram ávarp þjóðfundarmanna um frjálsara stjórnarfyrirkomulag. Lét Jón það ekki aptra för sinni, þótt hann yrði að sleppa embættisínu þá um haustið. Kom hann svo út aptur 1852 embættislaus, eri tókst á hendur útgáfu og rit- stjórn Þjóðólfs í nóvembermánuði s. á. og hafði j hana á hendi þangað til i aprílmánuði 1874. 30. júlí 1858 var hann skipaður inálsfærslumað- ur við yfirréttinn, og hafði þá sýslan á hendi til dauðadags. Hann sat á 11 fyrstu þingunum (1845—1867) sem þjóðkjörinn þingmaður fyrir Skaptafellssýslu og var forseti alþingis 1859 og 1861. Haustið 1874 var hann kjörinn þingmað- ur Vestmanneyinga, en honum entist eigi aldur til að sitja á hinu fyrsta löggjafarþingi. Hann brá sér snöggva ferð til Kaupmannahafnar vet- urinn 1868—69 og aptur veturiun 1873—74, og þá mest í erindagerðum fyrir verzlunarfélag í Reykjavík, er hafizt hafði þá fyrir 2 árum að mestu leyti fyrir forgöngu hans, og var hann *) Pæðingardagur Jóns hefur áður ranglega verið talinn 15. desember, en þotta er tekið eptir prests- þjónustubók Reykjavikurprestakalls, Fyrri kona Guð- mundar hét Guðrún Erlendsdóttir, og bjuggu þau á Kringlu iGrimsnesi, Var þeirra son Arnþór stúdent (f. 16. sept. 1785, útskrifaður úr skóla 1809, drukkn- aði i Vestmannaeyjum 22. april 1815). Var Guð- mundur á sjötugsaldri, er hann kvæntist Ingunni. aðalforstöðuniaður þess síðustu 2 árin, semhann lifði, en hann ándaðist, i Reykjavík 31. maí 1875. — Hann var kvæntur Hólmfríði (ý 25. nóv. 1876) Þorvaldsdóttur prófasts Böðvarssonar og eru börn þeirra: Þorvaldur héraðslæknir á Isa- firði, Sigurður fangavörður við hegniugarhúsið í Reykjavík og frú Kristín Krabbe kona dr. med. Haraldar Krabbe í Kaupmaunahöfn. Æfisaga Jóns Guðmundssonar (eptir séra Þorvald Bjarnarson á Melstað) er prentuð í 7. árg. Andvara 1881 og fylgir þar mynd hans. Stutt æfiágrip hans er einnig í „Danskbiografisk Lexicon11 VI 280--281 eptir Kr. Kaalund bóka- vörð. fæddur í Skógum í Þorskafirði 11. nóvember 1835. Foreldrar: Jochum bóndi Magnússon og Þóra Einarsdóttir bónda í Skáleyjum Olafssonar. Hann ólgt upp hjá foreldrum sínum, þangað til hann var 12 ára, var síðan hjá móðurbróður sínum séra Guðmundi Einarssyui, er þá var að- stoðarprestur í Flatey, eu síðar prestur á Kvenna- brekku. Um tvítugsaldur var ákveðið, að hann skyldi leggja stund á verzlun og í því skyni dvaldi hann í Kaupmannahöfn veturinn 1856— 57 til að nema verzlunarfræði, en féll það nám lítt og hvarf heim aptur. Fór hann þá að læra undir skóla hjá Brynjólfi Benedictsen stúdent og kaupmanni í Flatey og fyrir tilstyrk hans og Olafs prófasts Johusen á Stað á Reykjanesi komst hann i lærða skólann haust.ið 1859 og settist þá í 3. bekk A, útskrifaðist 1863 með 1. ein- kunn, tók próf f forspjallsvísindum við presta- skólaim 1864 og embættispróf þar 1865 með 1. einkunn, fékk Kjalaruesþing 23. ágúst 1866, og var prestvígður 12. maí 1867, bjó á léns- jörðunni Móum, fékk Hjaltabakka 10. maí 1870, en fór þaugað ekki og fékk leyfi til að vera kyr, lét af prestskap 1873 og sigldi þá til Eng- lands, en kom út aptur í marzmánuði 1874 og keypti þá eignar- og útgáfurétt að Þjóðólfi, tók við ritstjórn hans í aprílmánuði s. á., og hafði hana á hendi þangað til 1 nóvember 1880, að hann afhenti eignar og útgáfurétt blaðsins Kr. 0. Þorgrímssyni bóksala, fiutti vorið 1881 að Odda á Rangárvöllum, er hann hafði fengið veitingu fyrir 19. ágúst árið áður (1880), en Akureyrarprestakall var honum veitt 25. mai 1886 og flutti þangað vorið 1887 ; hefur hann haldið það einbætti síðan. — Hann hefur opt brugðið sér til útlanda, einkum tilEnglands, og til heiinssýningarinnar í Chicago fór hann sumarið 1893. — Séra Matthías er þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Elín Sigríður Knudsen, dóttir j Diðriks Lárussonar Knudsen og Önuu Aniku | (f. Hölter). Hún dó 1868. Önnur kona hans var Ingveldur dóttir Ólafs prófasts Johnsen að J Stað á Reykjanesi. Hún dó 1871. Þriðjakona hans er Guðrún Runólfsdóttir hreppstjóra í Saur- bæ á Kjalamesi Þórðarsonar, og eiga þau börn mörg. Eitt þeirra er Steingrímur stud. med. við háskólann. Ljóðmæli séra Matthíasar eru prentuð í Reykjavík 1884. önnur skáldrit hans, sem á prent, hafa komið,-' eru: „Útilegumennirnir“ („Skugga-Sveinn“), „Helgi magri“, „Grettisljóð11, „Vesturfararnir“, „Þjóðviljinn11, þýðing á Frið-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.