Þjóðólfur - 05.11.1898, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 05.11.1898, Blaðsíða 5
1848 — 5. NÓVEMBER — 1898. 205 rósum sem embættismaður, hefði haun naumast getið sér þanu orðstír, er hann hefur getið sér meðal þjóðarinnar. Einhverjar ástæður liggja til alls. En Jón hefði aldrei orðið nein hrákasleikja, þótt hann hefði komizt í gott embætti, eins og menn hafa séð dæmi til um suma, er áður hafa verið „eldrauðir“ og komizt síðar i mjúkinn hjá stjórninni. Það lá svo íjærri skapferli hans og skoðanafestu, að leggjast nokkurn tíma svo lágt. Hann var harðsnúinn andvígismaður allrar kúg- unar og gerræðis af stjórnarinnar hálfu til æfi- loka. A hinum síðari árum, er hann hafði rit- stjórn Þjóðólfs á hendi, ritaði hann svo svæsna grein um dönsku stjórnina og hið nýstofnaða landshöfðingjaembætti (Þjóðólfur 29. ágúst 1872), að nærri lá, að sakamál yrði hafið gegn honum og fékk hann hótunarbréf frá stjórninni um, að hann yrði sviptur málafærslumannssýslaninni, ef þetta kæmi fyrir optar, en Jón slakaði hvergi til og birti þetta ráðherrabréf ásamt landshöfðiugja- bréfi um sama efni með athugasemdum í Þjóð- ólfi 22. okt., 5. nóv. og 23. nóv. 1872. Á haus aldri (hann var þá hálfsjötugur) mundu einhverj- ir hafa beðið um „gott veður“. En Jón var eng- inn heigull. Af því að hann var svo tann- hvass og óvæginn í blaðinu, þegar því var að skipta, og honum þótti eitthvað aðfinningarvert, þá var hann eigi elskaður af heldri mönnum hér í höfuðstaðnum, en margir virtu þó mannkosti hans, einurð, þol og þrautseigju. Út um land naut hann aptur á móti mikillar hylli. Vinuu- þreki hans og elju við ritstörf var við brugðið. Var hann sístarfandi og jafnan miklum önnum kafinn. Þótti mörgum, sem sáu þennan fatlaða mann, sem hann mundi eigi vera til mikillar j áreynslu. En þeir sem þekktu hann- vissu, að þar bjó harðvítug sál í hrörlegum líkama, og að það var meira en meðalmanns verk að leysa þau verk af hendi, er hann leysti. Hann var að mörgu leyti mikilmenni, hvernig sem sagan síðar kann að dæma um framkomu hans yfirleitt, eða stjórn hans á blaðinu. Eg hef skoðað haun frá minu sjónarmiði, og eptir því sem mér hefur virzt sannast og réttast, en persónulega þekkti eg hann ekki og sá hann aldrei. En eg get ekki bundizt þess, að lýsa því yfir hreinskilnis- lega, að sem blaðstjóra tek eg hann að öllu samanlögðu frain yfir alla þá, er þann starfa hafa haft á hendi næstliðin 50 ár, ekki af þvi, að hann var ritstjóri Þjóðólfs svo langa hríð, og hélt honum rösklega uppi, heldur af því, að hann var maður, maður með kjarki og sannfær- ingu, er eigi gekk kaupum og sölum, né þyrlað- ist til og frá, eptir því hvaðan vindurinn blés. Árið 1874 tók séra Matthías Jochumsson við Þjóðólfi, eins og fyr er sagt. Þá var þjóð- hátíðarvíma í fólki, og Þjóðólfur varð einnig til muna snortinn af henni, eins og eðlilegt var, með því að ritstjóri hans var höfuðskáld þjóðhá- tíðarinnar. Það var þá, sem séra Matthías var til fulls viðurkenndur, sem þjóðskáld. Við byrjun 27. árg., haustið 1874, st.ækkaði Þjóðólfur í broti, af því að útgefandanum þót-ti blaðið „óhentugt að formi og of lítið“ eptir því sem hann sjálfur sagði. Koinu þá út 32 tölu- blöð á ári og verðið hækkaði upp í 3 kr. (úr 2 kr. 66 a.). Hafði séra Matthías blaðið á hendi j 6Y2 ár og seldi það haustið 1880 Kristjáni Ó. Þorgrímssyni bóksala. Erá stofnun blaðsins til | þess tíma, höfðu árgangaskipti þess verið um máDaðamótiu okt.—nóv. ár hvert, en með því að I hinn siðasti árgangur (32. árg.), er séra Matt- hías gaf út, varð nokkuð síðbær, svo að síðasta blað hans kom ekki út fyr en 27. nóv. 1880, þá gaf hinn nýi eigandi út. eitt millibilsblað (ll.des.), og því næst hófst 33. árg. með nýári 1881, og hefur Þjóðólfur síðan fylgt almanaksárinu. Þau 2 ár (1881—82), sem Kristján hafði útgáfu blaðs- ins á hendi, hélt það sömu stærð og sama verði sem fyr. Voru þá ýmsir menn ritstjórar þess og ritendur, þar á rneðal: Egill Egilson í Glasgow, Jónas Jónasson prestaskólastúdent (nú prófastur á Hrafnagili), Steingrímur Thorsteinsson og siðast Gestur Pálsson (haustið 1882) og ef til vill fleiri, sem mér er ekki kunnugt um, því að eigi stóð neitt ritstjóranafn á blaðinu þessi árin. Undir árslokin 1882 keypti Jón Olafsson alþingismaður eignar- og útgáfurétt að Þjóðólfi af Kr. Ó. Þorgrímssyni, og tók við ritstjórn hans um nýár 1883, en blaðið „Skuld“, er Jón hafði gefið út, hætti og rann saman við Þjóðólf, þannig, að 35. árg. hans (1883) átti einnig að gilda sem 6. árg. Skuldar og var þá í sama broti, sem hún hafði verið, er var nokkru stærra en hið fyrverandi brot Þjóðólfs. Við næsta ný- ár (1884) varð alger breyting á blaðinu, brotið minnkað til muna og blöðunum fjölgað, svo að þau urðu 50 á ári, eða næstum eitt á viku. En verð árgangsins var þá hækkað upp í 4 kr. og hefur það haldizt óbreytt síðan, þótt blaðið hafi stækkað. Jón Ólafsson hafði Þjóðólf í höndum 3 ár (1883—85). Var á þeim árum ófriður allmikill milli Þjóðólfs og stjórnarblaðsins „Suðra“, er Gestur Pálsson st.ýrði. Studdu það blað flestir stjórnarsinnar og æztu embættismenn í Reykja- vík. En líf þess lék þó löngum á veikum þræði. Þá var það haustið 1884, að Þjóðólfur var allt í einu sviptur þeim réttiudum, er hann hafði haft síðan 1859, að birta opinberar auglýsingar, og ákvað landshöfðingi (í umboði ráðgjafa) að þær skyldu birt-ast í „Suðra“ frá nýári 1885. Þetta var auðvitað gert til að hnekkja Þjóðólfi. Um það leyti mun þessi einkennilega smásálar- lega ráðstöfuu eigi hafa bakað Þjóðólfi stórkost- legt fjártjón i bili, en eptir því, hversu þessar opinberu auglýsingar hafa aukizt feikilega á síðustu árum, þá nemur það afarmiklu fé alls, er Þjóðólfur hefur þannig ólöglega verið sviptur síðan 1885, ekki að eins beinlínis, heldur miklu fremur og meir óbeinlínis, með því að þessar opinberu auglýsingar þurfa margir að sjá, og kaupa ef til vill að eins þeirra vegna það blað, er slíkar auglýsingar flytur, enda hefur það ein- mitt sannast á blaði því, er erfði þær frá Suðra, og flytur þær nú, þvi að það mun naumast of- hermt, þótt sagt sé, að meginstyrkur þess blaðs, að því er kaupeudafjölda snerti, sé einmitt fólg- inn í þessum eiukaréttindum, auk hinna beinu tekna af þeim, er eigi hafa verið smávægilegar síðustu árin. — Þessi landshöfðingjaráðstöfuu frá 1884 var einnig að því leyti eiukennileg, að Suðri hafði sárfáa kaupendur, svo að það hefur eigi verið af umönnun fyrir útbreiðslu auglýs- inganna, að þessi breyting var gerð, heldur að eins af smásálarskap yfirvaldanna og persónu- legri óvild gegn þáverandi ritstjóra Þjóðólfs, samfara meðhaldi með óskabarni þeirra, Suðra. í árslok 1885 seldi Jón Ólafsson eignar- °g útgáfurétt að Þjóðólfi, en Þorleifur Jónsson cand. phil. keypti. Tók hann við ritstjórninni um nýár 1886. Eptir það varð Þjóðólfur viku- blað eða rúmlega þó, og við ársbyrjun 1888 var brot hans stækkað dálítið og tölublöðin urðu 60 á ári, þ. e. blaðið kom út tvisvar í viku 8 sinn- um á ári. Framan af árinu 1889 var Páll Briem (síðar amtmaður) ritstjóri og ábyrgðarmaður Þjóðólfs í veikiudum Þorleifs. I janúarmánuði 1891 seldi Þorleifur blaðið hinum núverandi ritstjóra þess og eiganda, er þetta ritar, og tók eg við ritstjórninni við nýár 1892. Það eru því nú tæp 7 ár, sem eg hef haft blaðið á hendi, og er það lengur en nokkur hinna ritstjóra hans hefur við það verið, að Jóni Guðmundssyni einum undanskildum. Yið ársbyrjun 1898 stækkaði Þjóðólfur til muna (um fullan þriðjung) án þess verðið hækkaði. Mun verða látið sitja .við þessa stærð fyrst um sinn, enda má hún þykja viðunandi, þar eð blaðið er nú hór um bil þrefalt stærra en það var á dögum Jóns Guðmundssonar og miklu meira en helmingi stærra en það var fyrir 15 árum. Það leiðir af sjálfu sér, að eg hef ekki lagt hér neinn dóm á ritstjórn þeirra fyrirrennara minna, sein nú eru á lífi, því að um það eiga aðrir að dæma. Sama er að segja um ritstjórn mína á blaðinu. Það á ekki við, að eg leggi nokkurn dóm á hana. En það þykist eg geta sagt með sanni, án þess að móðga nokkurn fyr- irrennara minn, að hylli blaðsins hefur eigi þorrið, síðan eg tók við, og að það stendur nú engu ver að vígi í hinni afarmiklu samkeppni á síðari árum, heldur en það gerði um 1890, og var þó samkeppnin þá veigaminni en hún er nú. Að minnsta kosti hefur útbreiðsla blaðsins nú síðustu áriu verið drjúgum meiri en fyr. Og eigi mun það fara fjarri, að það sé nú útbreidd- asta vikublað laudsins. Það getur vel verið, að þetta sé ekki mér eða ritstjórn minni á blaðinu að þaltka, en eigi get eg samt verið svo hæ- verskur, að eigna þetta að öllu leyti öðrum á- stæðum. Að minnsta kosti virtist mér blað- ið ekki standa á svo föstum og tryggum fótum, er eg tók við því, eins og eg hafði hugsað, en eigi hirði eg að greina hér þær ástæður, er til þess lágu. Eg þori óhræddur að skírskota til álits þjóðarinnar um það, hvernig mér hafi tek- izt að stýra Þjóðólfi yfir brim og boða í minni tíð, en persónulega áfellisdóma keppinaut-a minna eða andstæðinga met eg að engu. Þjóðólfur er kominn klaklaust fram á þennan dag, og eg vona, að hann geti verið á ferli nokkur ár enn við sömu heilsu, og ef allt fer með felldu. Hann finuur ekki nein ellimörk á sér enn. o<r er eigi svo fótfúinn, að hránýir hvítvoðungar geti umsvifalaust lagt hann að velli. Hann hefur svo marga hildi háð hingað til við harð- snúna og óárennilega keppinauta, án þess að hopa fyrir, að það væri minnkun fyrir hann, að láta kögurbörn verða sér að fótakefli úr þessu. En auðvitað liggur framtið hans að mestu leyti í höndum þjóðarinnar, sem hann hefur barizt fyrir um fimm áratugi, og skal því engu um það spáð, hvort honum auðnast að halda uppi merkinu lengur eða skemur. Það getur vel verið, að hann lifi' 50 ár enn eða lengur, en I hveuær sem hann hnígur að velli, þá mæli eg

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.