Þjóðólfur - 05.11.1898, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 05.11.1898, Blaðsíða 4
H_ % 204 Þ JÓÐÓLFIÍR. verði hélt það til upphafs 9. árg. i nóvember 1856. Þá hækkaði verðið upp í 7 mörk (2 kr. 33 aura), en 2 heilar arkir bættust við og varð þá blaðatalan 40 (einfaldar arkir). Við byrjun 15. árg. (í nóv. 1862) urðu blöðin 48 og verðið 8 mörk (2 kr. 66 a.). Mun það liafa verið sam- keppnin við „íslending eldra“, er þeirri stækk- un olli, því að þá stóð sól hans hæst á lopti. Þessi núinerafjöldi stóð óhaggaður upp frá því, ineðan Jón Guðmunásson var við ritstjórnina, og til loka 26. árg. haustið 1874, að séra Matthías breytti broti blaðsins og númerafjölda. Þangað til hafði Þjóðólfur jaínan verið í sama brotinu (Sunnaufarabroti). Þá er Jón tók við ritstjórninni haustið 1852, voru „Nytíðindin“ tórandi, og gaf hanu þeim veganesti um leið og þau sjálf voru að „berja i nestið“. Kallaði hann þau „þokublað“, en Nýtíðindin kölluðu hann „18 arka Þjóðólf11 og átti það að vera til háðs, af því að Jón hafði sagt, að „hann treystist ekki til að hafa Þjóðólf minni en 18 arkir“. En „Nýtíðindin" voru þá að taka andvörpin og svo kom „Ingólfur“ við ársbyrjun 1853, eins og fyr er sagt. Þá er „Ingólfur11 var fallinn frá 1855, hafði Þjóð- ólfur enga keppinauta næstu 5 árin, því að blaðið „Norðri“, er hófst á Akureyri 1853, og kláðablaðið „Hirðir“, er hófst 1857, eru eigi teljandi að þessu leyti, því að hvorugt þeirra mun hafa verið stofnað til að hnekkja Þjóðólfi. En í marzmánuði 1860 dró upp bliku míkla og óvenjulega á blaðahimninum í höfuðstaðnum, og þóttust menn vita, að úr henni mundi koma steypiregn mikið, er sökkti Þjóðólfi niður í undirdjúpin, þvl að 8 liöfðingjar bæjarins tóku sig samau að gefa út nýtt blað, er ganga skyldi milli bols og höfuðs á Þjóðólfi, og þaðvarmjög sennilegt, að það gæti tekizt, því að bæði unnu að blaðinu svo margir ritfærir og menntaðir inenn, og svo var það i miklu stærra broti en Þjóðólfur, blöðin fleiri (24 tvöfaldar arkir, en 20 í Þjóðólfi) og verðið þó einu marki lægra, auk þess sein blaðið var vandaðra að prentun og ytra frágangi en Þjóðólfur. Það var svo sem auðséð, að hverju þessi blaðstofnun stefndi, enda var þetta hin langveigamesta og tilþrifamesta tilraun, er gerð var til að drepa Þjóðólf í tíð Jóns Guðmundssonar. Ábyrgðarmaður blaðsins var Benedikt Sveinsson yfirdómari, en útgefend- ur auk hans: Einar Þórðarson, Halldór Frið- rikssou, Jón Hjaltalín, Jón Póturssou, Páll Mel- steð og Pétur Gudjohnsen. Hinn 8. (Sigurður Melsteð) gekk úr skaptinu, þá er á átti að herða. Hór var þá valið lið og allóárennilegt fyrir gamla Þjóðólf að horfa í augu því, en hann rnissti samt ekki móðinn. Þetta nýja stórblað, eptir því sem þá mátti kalla, nefndist „Islend- ingur“ og kom fyrsta tölublað þess út 26. marz 1860. Leizt mörguin allefnilega á snáðann og spillti það ekki fyrir honum, að hann fór að dæmi Akureyrar-Norðra, og flutti neðanmálssög- ur í hverju blaði. Þótti fólki það skemmtiauki, einkurn þar eð sögurnar voru vel valdar og skemmtilegar. Margar góðar ritgerðir voru einnig í blaðinu, bæði fræðandi og leiðbeinandi, og yfirleitt var það hið bezta úr garði gert, og stóð mjög framarlega í þeirrar tiðar blaða- mennsku hér á landi, sem við var að búast, þá er svo margir góðir kraptar unnu að því. Mun Páll Melsteð hafa ritað einna mest í það þeirra nefndarmanna. En hvernig sem því var varið, þá náði blaðið aldrei neinni verulegri fótfestu hjá almenningi, og þótt skynsamari menn viður- kenndu, að það væri gott og gagnlegt blað, þá hafði allur þorri manna ekki mætur á því, er sjálfsagt hefur meðfram stafað af því, að það var gefið út af svo mörgum embættis- mönnum 1 Reykjavík. Það náði því ekki jafn- mikilli lýðhylli sem ella mundi, enda sparaði Jón Guðmundsson eigi nafnið „höfðingjablaðið“, þá er hann og „Islendingur11 fóru að verða saupsáttir, sem von bráðar varð. Þetta sem hér hefur verið á vikið í sambandi við það að útgefendurnir voru ofmargir, og útsending og innheimta blaðsins miklu lakari en á Þjóðólfi, varð þess valdandi, að Þjóðólfur sá það hniga í valinn og stóð jafnkeikur eptir tilræðið. Við lok 3. árg. í apríl 1863 var lífi íslendings í rauninni lokið og samtökunum slitið, en þeir Benedikt Sveinsson, Jón Pétursson og Jón Thoroddsen sýslumaður gáfu út einn árgang með sama nafni, en í minna broti 1864—65. Lengur treindist ekki lífið í þessu samlagsblaði, er átti að verða höfuðbani Þjóðólfs. Og útgef- endurnir töpuðu auk þess allmiklu fé við þetta fyrirtæki, því að þá er reikuingarnir voru gerðir upp við lát blaðsins 1863, var það komið í 700 ríkisdala skuld við prentsmiðjuna, og varð hver útgefandanna að greiða 100 dali af þeirri upp- hæð úr sínum vasa, samkvæmt sættagerð, auk þess sem enginn þeirra inun hafa fengið einn einasta eyri fyrir starf sitt við blaðið þessi 3 ár, og máttu það kallast þunnar „trakteringar“. Síðar varð Páll Melsteð meðritstjóri Þjóðólfs frá ársbyrjun 1866 þangað til í nóvember 1867, en þá samdi þeim ritstjóranum eigi lengur og Páll sagði Jóni upp þjónustu sinni við blaðið. Halldór Kr. Friðiiksson yfirkennari, er einnig haíði verið einn útgefandi Islendings, hafði síðar á hendi millibilsritstjórn Þjóðólfs tvisvar sinnum, þá er Jón var erlendis, bæði um áramótin 1868 —69 og aptur um áramótin 1873—74. - Frá því að íslendingur hætti 1865 og þangað til 1868, að „Baldur“ Jóns Olafssonar kom á kreik, var ekkert blað samferða Þjóðólfi í höfuðstaðn- um. En „Baldur“ var of bernskulega og hvatvís- lega ritaður til að vinna Þjóðólfi nokkurn geig, enda var hann ekki nema rúm 2 ár á ferli. Sama er að segja um blaðið „Gönguhrólf11, er sami maður fór að gefa út undir árslokin 1872. Það varð svo skammlíft (ein 14 tölublöð), að það getur naumast komið til greina. En gamlar væringar frá Baldri héldust þó við meðal rit- stjóranna. Meiri veigur var í stofnun blaðsins „Yíkverja“, er „nokkrir menn í Reykjavík“ tóku að gefa út í júnímánuði 1873. Var Jón Jóns- son landritari aðalhvatamaður og stuðnings- maður þess fyrirtækis, en Páll Melsteð ritstjóri blaðsins. Eigi kom það beinlínis fram, að það væri sett til höfuðs Þjóðólfi, en kærleikar voru samt engir þar á milli. Blaðið seldist dável, og hefði eflaust getað haldið lengur áfram, en eigendurnir afhentu það endurgjaldslaust með húð og hári árið eptir (í sept. 1874) BirniJóns- syni cand. phil. Þá var ísafold í heiminn bor- in, og hefði hún þvi að róttu lagi átt að halda 25 ára afmæli sitt 12. júní þ. á., því að þann dag var lögð undirstaða hennar, Víkverji, fyrir 25 árum (1873). Eins og fyr er getið, lét Jón Guðmundsson af ritstjórn Þjóðólfs í aprílmánuði 1874, og seldi þá blaðið séra Matthíasi Jochumssyni fyrir 1800 krónur. Var Jón þá tekinn að eldast og lýjast, sem eigi var furða. Kvaddi hann lesendur blaðs- ins og landa sína með mjög hlýjum og við- kvæmum orðum í síðasta tölublaðinu, er hann gaf út, 18. apríl 1874. Með því að J. G. var svo lengi ritstjóri Þjóðólfs og tók við honum í bernsku, er það hann, sem hefur markað stefnu hans og gefið honum þá festu í almenningsáliti og lýðhylli, er hann jafnan síðan hefur haft, framar flestum eða öllum öðrum blöðum, þrátt fyrir allmörg rit- stjóraskipti, er síðan hafa orðið. Að þessu leyti er og verður Jón Guðmundsson jatnan frumhöf- undur Þjóðólfs sem þjóðblaðs, þótt ritstjórn hans væri ábótavant að sumu leyti, og hafi tekið fram- fórum á vissan hátt siðan, eptir því sem tim- arnir hafa breyzt. En þeir gallar, sem voru á ritstjórn Jóns, t. d. stirður stíll og flókið orðfæri, unnust fyllilega upp við aðra kosti blaðsins, er bæði voru margir og góðir á þeim tímum, og þeim heiðri verður Jón aldrei sviptur, að hann hafi fyrstur hafið islenzka blaðamennsku til vegs og virðingar, og sýnt, að hún væri „vald“, sem menn ættu að óttast og virða, ef rétt væri að farið. Og hingað til hafa þeir blaðamenn, er mestir hafa þótzt í munni, eigi stigið hársbreidd frain yfir tær Jóns gamla Guðmundssonar, þá er öllu er á botninn hvolft. Þeir hafa ýmsir staðið honum framar í liðugum rithætti og skipu- legri meðferð efnisins, en enginn að einurð, vilja- þreki, sannarlegu frjálslyndi og drengskap við málstað sinn. Það getur verið, að sumum þyki þetta hart í samanburði við alla „ritstjórnar- snillinga“ nútimans og dánumenn í þeirri stétt, en eg þori óhræddur að leggja þetta álit mitt undir dóm sögunnar. En það sém gerði Jón Guðmundsson að þeim blaðamanni sem hann var, var ekki að eins uáttúrugreind hans og góðir hæfileikar að öðru leyti, heldur miklu í’remur lyndiseinkunn (,,karakter“) mannsins, harðfylgi, stakur dugnaður og mikil og margbreytt lífs- reynsla. Hann var enginn lausagopi eða mál- skrafsskjóða, er sagði eitt í dag og annað á morg- uu, því að hann var alvörugefinn maður, er lífið hafði tekið ómjúkum höndum á. Hann var bækl- aður frá unga aldri, og hugur hans hneigðist því snemma til alvarlegrar og nokkuð myrkrar skoðunar á lífinu. Svo bættist þar ofan á, að hann var beittur ofbeldi af Danastjórn, þá er hann var sviptur embætti, er hann fór sendiför- ina af hálfu landsmanna á konungs fund eptir þjóðfundinn 1851. Eptir það var hann jafnan í ónáð stjórnarinnar, sakir þess, að hann kunni lítt að hræsna og vildi eigi svíkja sannfæringu sína. Að visu var honum veitt málaflutnings- sýslanin við landsyfirréttinn 1858, en frekari á- heyrn fékk hann ekki. Sótti hann um 6 em- bætti eptir 1858, en fékk ekkert og er enginn vafi á, að bituryrði hans við stjórnina og stjórnar- völdin eiga rót sína að rekja til þessa atferlis hennar gagnvart honum. Jón Guðmundsson hefði aldrei orðið það sem hann var, ef títu- prjónar stjórnarinnar hefðu ekki stælt hann og hert í baráttunni. Hefði hann ávallt baðað i 1

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.