Þjóðólfur - 24.02.1899, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.02.1899, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR. 51. árg. Reykjavík, föstudaginn 24. febrúar 1899. Nr. 9. Um vatnsveitingar á Jótlandi. Eptir Sigurð Sigurðsson. I. Það var í aprílmánuði og fyrri hluta maí í fyrra, að eg ferðaðist um Jótland, til þess með- al annars, að kynnast vatnsveitingum þar. Aprílmánuður er voryrkjumánuðurinn í Dan- mörku. Þá fer fram plæging, herfing og yfir höfuð allur undirbúningur jarðvinnunnar, áður en sáð er í hana. I þessum mánuði, eða seinni hluta hans, er einnig byrjað að veita á, þar sem það er tíðkað. Jótland er yfir höfuð flatt land, en þó eigi slétt, heldur með stærri og mmni mishæð- um, öldum og hólum. Þar eru engin íjöll; annar hæsti hnúkurinn þar er rúm 500 fet á hæð, Milli hæðanna myndast dalir og eptir J)eim renna árnar, sem flestar eru stuttar og vatnslitlar. Lengst þeirra er Gudená, er rennur TÚt í Randersfjörðinn, og þar næst er Stórá og Skérná. Með fram ánum liggja engjar á mörg- um stöðum, sem veitt er á, Á Vestur-Jótlandi eru vatnsveitingarnar einkum almennar, og um það mitt á nokkrum stöðum. Á Austur- og Norð- ur-Jótlandi eru þær aptur á móti mjög sjaldgæf- ar, að minnsta kosti í stórum stíl. — Tíðast eru þessar vatnsveitingar einfaldar og kostnaðarlitlar; en á sumum stöðum hefur aptur á móti verið lagt allmikið í kostnað til þess að fá þeim fram- gengt. Viðast hvar er hallinn lítill, og því er það, að þar sem engjarnar liggja hátt, sem veitt er á, hefur orðið að gera langa aðfærsluskurði. ■Stíflur og annar þesskonar útbúnaður er ávallt af tré, og á einstöku stað allrammgerðum, enda þótt árnar, sem stíflurnar eru settar í, séu lygn- ar, og eigi sérlega vatnsmiklar. Aðalreglan er sú, að veita á, bæði haust og "vor. Haustáveitan er einkum til þess gerð að færa jörðinni áburð, en voráveitan til þess að vökva. Voráveitan byrjar vanalega seinni hluta .aprílmánaðar og fyrst í maí, eptir veðuráttu. — Aptur er veitt á 4—6 daga í senn, og hleypt af á milli. Annars haga menn sér eptir því, hvern- ig á stendur með veður. Ef það eru þurkar miklir, eður frost að nóttunni, þá er vatninu •ekki sleppt fyr en breytingu gerir á veðrinu. Á :sumum stöðum nota margir bændur vatnið úr sama skurðinum. Eru þá samdar reglur um notkun þess, er öllum ber að fylgja og mega þeir þá ekki halda vatninu fram yfir ákveðinn tíma, sem til er tekinn í reglunum. Að haust- inu byrja vatnsveitingarnar seinni hluta september ■og fyrst 1 október, og er þeim svo haldið áfram ■öðruhverju, og á einstaka stað stöðugt þar til frost byrja fyrir alvöru. Á einum stað, sem eg kom var vatnið látið liggja yfir engjunum allan veturinn. Fyrir utan þessar aðalreglur, að veita á bæði haust og vor o. s. frv., þá haga menn áveitunni eptir því, hvort það er tún eða engi, sem veitt er á. Á túnin er að eins veitt til þess að vökva, og það einungis í þurkatíð að vorinu. Vanalega er veitt á með skurðum, en þaðeruog notaðar aðrar aðferðir, er seinna verður minnzt á. Þegar um stærri vatnsveitingafyrirtæki er að ræða, mynda allir hlutaðeigendur eitt félag, og láta svo framkvæma verkið í félagi. Félagið tek- ur lán til að fá verkinu framgengt, er endur- gelzt á 15—20 árum. Tryggingin fyrir endur- borgun lánsins, eroptast sjálfskuldarábyrgð gefin af viðkomandi félagi, það er með öðrum orð- um, að það ábyrgist einn fyrir alla og allir fyrir einn. Félagsstjórnin stendur fyrir öllum fram- kvæmdum og heldur reikninga félagsins. Á þenn- an hátt hafa á nokkrum stöðum verið framkvæmd kostnaðar- og vandasöm vatnsveitingafyrirtæki. Vatnið í flestum ánum er gott og frjóefna- ríkt, þrátt fyrir það þó það sé stutt að runnið. Þetta kemur af því, að árnar renna gegn um yrkt lönd: akra. tún og engi, á ýmsum stöðum og þess utan renna í þær ótal smálækir, er flytja með sér áburðarefni. Á þennan hátt tá þær og taka með sér smátt og smátt töluverðan forðaaf jurtanærandi efnum, sem seinna notast, og koma plöntunum að gagni. Um Sturlungu-ritgerð Bj'órns rektors Ólsen’s. Síðan Guðbr. sál. Vigfússon fyrir 40 árum gaf út »Ttmatal« sitt í Islendinga sögum, hefur víst ekkert rannsóknarrit verið samið og prentað á vorri tungu jafn merkilegt og þetta. Og þar eð aðrir, sem betur eru til þess fallnir, hafa ekki enn minnzt á ritið, leyfi eg mér, sem gamall vinur Sturlungu, að minnast á bók þessa — því ritið er heil bók, yfir 400 bls. — með fáeinum orðum. Þesskonar ritlýsing, sem hér um ræðir er lítt kunn alþýðu hér á landi, og enda ný að mestu á Norðurlöndum, og tilheyrir þeirri nú- tímans vísindagrein, sem á ensku kallast higher criticism. Þykir mér fyrir því ekki óeðlilegt eða meir en við má búast, að fáir verði fyrsf um sinn til að rita um bók þessa, sízt tóm sæmdarorð. Og þó er eg á þeirri skoðun, að höf. hafi hér reist sér álitlegan minnisvarða, sem lengi muni með sér bera vott um skarpskyggni hans og gerhygli, eins í sagnfræðilegum sem sál- fræðilegum skilningi. Auk þess er ritið, þarsem þvl varð við komið, skýrt og skemmtilega samið. Að renna djúpt í efnið mundi skjótt gera mig hraunfastan, svo er rannsókn höf. um til- orðning Sturlungu flókin og margbrotin, sakir allra eðlishátta hins mikla safns, og ekki síður sakir hinna ótölulega mörgu skoðana, sem áður hafa gerðar verið og höf. varð að svara. Skal eg því tilfæra orðrétt niðurlag höf. sjálfs í enda bókarinnar. Hann segir (bls. 507): sNiðurstaða þessar rannsóknar er þá sú sem nú skal greina: Sturlungusafnið er til orðið á fyrstu árum 14. aldarinnar. Höfundur þess virðist vera einn af Narfasonum, líklegast Þórðr. Handritið 122 A er 1 flestum atriðum samhljóða þessu frumriti Sturlungusafnsins. Um miðja öldina tók Þor- steinn ábóti böllótt afskript af hinu upprunalega safn. ffænda sinna og jók inn í það sögu Þorgils skarða. 122 B er aptur beinlínis eða óbeinlínis afskript af Sturlungu Þorsteins ábóta.c í hinum 15 köflum ritverks síns hefur höf. fært rök fyrir aldri og tilorðning hinna 10 eða 11 sérstöku parta eða sagna Sturlungu eptir því, sem líkindi til finnast og leyfa. Þar hjá ályktar hann. hvað hann getur, um heimildir og höfunda hverrar sögu fyrir sig, og sýnir jafnframt afstöðu einnar sögu við aðrar. Nærfærni höf. og skarpleiki er mjög víða aðdáanlegur, þótt víða verði hann að láta sér lynda líkindi ein eða jafnvel tilgátur. Svo er t. d. víðast um það, hver samið hafi lögurnar; svo hafa vorir fornu sagnamenn verið varkárir, að forðast það ódæði(!?) að láta nafns síns getið — gagnstætt tízku vorra tíma — að optast er ómögulegt þá að ákveða með fullri vissu. Enda bætist hér við slæmur galli, og hann hann er sá, að flestar sögur hafa verið umfjall- aðar meira eða minnaeptir frumhöfundana liðna. En víða kemst höf. ritsins, að því er mér virðist nálægt sönnunarvissu í þessu efni. Þannig er nálega fullsannað af höf. — og það fyrir löngu — að Þórður Hítnesingur hafi samið Þorgils sögu skarða1). Líka er mjög sennilegt, að saga Hvamms-Sturlu sé af völdum Snorra sonar hans runnin. Þó mun mörgum þykja líklegt, að fleiri hafi um hana íjallað. Um sögu Áróns er mjög skarplega ritað og sama gildir um sögu Hrafns, sem hlýtur að vera runnin frá Seldælum, frænd- um Hrafns. eins og Áróns saga mun runnin frá bróðursyni Áróns. En hörðustu hnetu reyn- ir höf. að brjóta, þar sem rannsaka þurfti til- orðning Islendingasögu Sturlu Þórðarsonar (mið- bik Sturlungu). Sagan er upprunalega samin af Sturlu, flest eflaust af sjálfum honum, en samkv. rökfærslu höf. hefur hún síðast verið blönduð fleiri sögum. Er sá kafli allra frumlegastur. — Hann finnur þar í innlimaðan þátt um Mosfell- inga (til Gizurar biskups), og annan um Hauk- dæli. (frá Teiti fóstra Ara til Gizurar jarls), og loks ótal innskot og kafla úr sögu Gizurar jarls og Skagfirðinga. Og þótt þessara þátta og sagna sé hvergi minnst, er illhægt að efast um að þetta eigi við fullrök að styðjast. Sama gildir um sögu Þórðar kakala, sem höf. sannar að sé ekki eptir Sturlu, heldur líklega runnin frá Dufgus- sonum, einkum Svarthöfða. I þessari sögu og eins í niðurlagi safnsins, eru víða smáþættir sam- settir frá sjónarmiði ýmist Skagfirðinga eða Sunn- lendinga (Gizurar vina). Höf. færir fullgild rök fyrir, að Sturla hafi dáið frá hálfgerðri sögu sinni, þeirri er hann hafði í upphafi ætlazt til, að yrði saga alls landsins frá upphafi afa hans og nafna, til þess er landið fékk lagaskipti, en að hann hafi fallið frá, þar sem Þórðar saga tekur við. Um Guðm. sögu hins dýra, og einkum um sögu Guðm. biskups Arasonar, er og langt mál, en eg læt þessar bendingar duga. Þykist egviss 1). Vér má þó, að einhver hafi aukið söguna á tveim eða fl. stöðum, ef til vill maður sem sýnst hefur að Þórður tali helzt mikið um sjálfan sig — eg á við þar sem Þórði er heldur niðrað en hitt. M

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.