Þjóðólfur - 24.02.1899, Síða 2

Þjóðólfur - 24.02.1899, Síða 2
34 um, að flestum unnendum ísl. sagnfræði að fornu pyki sem mér ánægja og uppbygging að hug- leiða þetía skarpa, lipra og vandaða rit, því frem- ur sem menn betur skilja og eru fróðir í hinu stórmerkilega sagnakerfi, er vér köllum Sturl- ungu, en fyrrum var kallað »íslendingasögur«. t Matth. yochumsson. Frá útlöndum hafa borizt nýjar fréttir með ensku botnverplun- um, í blöðum er ná frá 5—14. þ. m. Helztu tíðindin er viðureign Bandamanna og uppreistar- manna á Filippseyjum. Aguinaldo foringi upp- reistarmanna hefur sagt Bandamönnum stríð á hendur, og að kveldi dags 4. þ. m. hófst orusta mikil á ýmsum stöðum í senn, allskamt frá Man- ila, og stóð bardaginn alla nóttina, þótt nokkurt hlé yrði á sakir myrkurs. Eptiri3 klukkustund- ir voru uppreisnarmenn hvarvetna á flótta reknir, þrátt fyrir allmikinn liðsmun, því að talið er, að 13000 Amerlkumenn bafi tekið þátt í orustu þessari gagnvart 20,000 uppreistarmönnum, en Ameríkumenn voru miklu betur búnir að skot- vopnum, enda hjálpuðu herskip þeirra til, og skutu stórskotum á vígi uppreisnarmanna við sjó fram, og gerðu sprengikúlur þeirra voðalegan usla. Sagt er, að 4000 uppreistarmenn hafi fallið í þess- um bardaga, en aðeins 56 af Bandamönnum, auk 3 hershöfðingja, en 8 hershöfðingjar og 200 manns særðust. Llk uppreisnarmanna lágu í svo þéttum hrúgum hingað og þangað, að naumast varð þverfótað fyrir mannabúkum, og á hrís- grjónaakri einum voru t. d. 180 manns dysjað- ir í sömu gröfinni. Eptir þessar ófarir er svo að sjá sem Aguinaldo hafi viljað friðmælast eða fá vopnahlé, en Otis yfirforingi Bandamannahersins þar á eyjunum svaraði þeim tilmælum svo, að hann hefði ekkert við Aguinaldo að tala, og vildi ekkert við hann semja. Mun hann ætla sér að ganga svo milli bols og höfuðs á uppreisnarmönn- um, að eigi þurfi að óttast þá framar. — Þingið í Washington samþykkti 6. þ. m. friðarskilmálana við Spánverja með 57 atkvæðum gegn 27, svo að þar voru að eins3 atkvæði umfram 2/3 hluta, er til löglegrar samþykktar þurfti. Var mælt, að atburðirnir á Filippseyjum hefði hert á sumum að samþykkja skilmálana, þótt margir væru ekki sem ánægðastir meðþá. En 10. þ. m. skrifaði forset- inn Mc. Kinley undir, oghefur jafnframt boðið að taka skuli nú til óspilltra málanna til að bæla niður uppreisnina á Filippseyjum fyrir fullt og allt. — A þingi Bandamanna hefur það komið í ljós, að fjárhirzla ríkisins er komin í r59 miljón doll- ara sjóðþurð, sakir ófriðarins við Spánverja, auk hinna 20 miljóna, er þeir eiga að greiða Spán- verjum fyrir Filippseyjar. Af Dreyfusmálinu er fátt nýtt að segja, en ásakanir Beaurepaire’s gagnvart sakamáladeild ó- gildingarréttarins, er áður hefur verið getið um, hafa reynzt með ölluósannar, og ekki annað en rógur einn, og hefur hann fengið þungar ávítur fyrir allt saman. Þó er svo að sjá, sem þessi á- burður hans um hlutdrægni dómaranna f saka- málsdeildinni hafi orðið til þess, að stjórnin lagði fyrir þingið lagafrumvarp um, að endurskoðun Dreyfusmálsins skuli framkvæmd af öllum ógildingaréttinum í einu lagi, en ekki að eins af sakamáladeildinni einni, og þetta var samþykkt eptir allharða mótspyrnu á þinginu með 332 atkvæðum gegn 216. Una meðhalds- menn Dreyfus breytingu þessari allilla, og segja, að öllum sanngijnis- og réttlætis frumreglum sé misboðið með sllku fyrirkomulagi. En stjóm- in hélt því fast fram, að þetta væri bráðnauðsyn- legt til að spekja þjóðina og hrinda öllum grun um hlutdrægni af dómurum sakamáladeildarinnar. En það euginn efi á, að endurskoðun málsins gengur Dreyfus síður f vil við þessa ráðstöfun, J)á er svo margir eiga um mál hans að fjalla, þar á meðal ýmsir, er jafnan hafa spomað gegn end- urskoðuninni af öllum mætti. Enn á ný er komin fregn um Andrée og félaga hans, ekki að þeir séu fundnir lifandi - heldur dauðir, nálægt Kramoyarsk í Sfberíu norðaustanverðri 7. þ. m. Hafa þarfundizt eins- konar leifar af loptfari og lík 3 manna þar hjá auk ýmiskonar verkfæra. Ætla menn, að þetta sé Andrée og félagar hans, er þar hafi látið líf sitt. Hefur Reuterskjöld, sendiherra Svfa í Péturs- borg, fengið hraðskeyti um þetta frá landstjóran- um í Austur-Síberíu, er kveðst hafa sent náma-um' sjónarmenn til að rannsaka þetta nánar. Hvort sem þessi fregn reynist rétt eða ekki, þá eruvíst allir orðnir úrkulavonar um Andrée úr þessu. Veturinn hefur verið ómunalega harður í Norður- Ameríku austanverðri, og snjókoman svo mikil, að samgöngur hafi algerlega teppzt víða. Nokkr- ir menn hafa frosið í hel af kuldanum. Látinn er 6. þ. m. úr hjartaslagi Caprivi greifi,fyrrum kanzlari Þýzkalandskeisara ogeptirmað ur Bismarks (1890—94) 68 ára gamall; ernfrem- ur er dáinn' Alfred erfðaprinz af Sachsen-Coburg- Gotha, sonarsonur Viktoríu drottningar og einka- son hertogans af Cambridge, að eins 25 ára gam- all. I blöðum frá Grimsby eru allharðar ásak- anir gagnvart Danastjórn út af því, hvernig hafi verið farið með enska fiskimenn (botnverpla) á Færeyjum sunnudaginn 5. þ. m. Fallbyssu- báturinn danski, sem þar er nú kominn til vam- ar, handsamaði þann dag 23 brezk fiskiskip inn á höfn eða í landhelgi á Fuglafirði þar í eyjun- um, og höfðu þau öll vörpur innanborðs, en sam- kvæmt lögum, er gengu í gildi 1. þ. m. varðar það sektum. En botnverplarnir báru fyrir sig, að þeir hefðu leitað hafnar sakir óveðurs. Fall- byssubáturinn skipaði þessum 23 að fylgja sér til Þórshafnar,en 3 þeirra sluppu á leiðinni og á 2 önnurj varð að skjóta til að halda þeim í réttri rás. Voru þau sektuð um 180 krónur og2iókr. hvort, en hin öll um 54 kr. hvert, og var jafn- framt skipað að hafa sig á burt þegar í stað. Nú hafa þessir fiskimenn kært þetta í Grímsby, og sagt, að þeir hafi orðið að standa úti sam- fleyttar 6 klukkustundir í kafaldshrfð, meðan þeir biðu sektadómsins, og hafi hermenn gætt þeirra á meðan, svo að þeir hafi ekkert mátt hreyfa sig sér til hita, og loks hafi þeim verið skipað burt úr Þórshöfn í hálfófæm veðri o. s. frv. Skora blöð- in í Grimsby á ensku stjómina að stemma stigu fyrir þessu ofbeldi(!) Danastjórnar við brezka þegna, og segja, að nauðsyn beri til, að stjórn þeirra sendi herskip þeim til verndar, og skírskota til þess, að þá er enskt herskip hafi komið til ís- lands í fyrra, þá hafi »Heimdallur« hvergi látið sjá sig. Botnvörpuskipin ensku eru nú all- mörg komin hér í flóann, hið fyrsta 14. þ. m. Þau hafa hugsað sér að maka hér krókinn við veiðar f landhelgi, áður en »Heimdallur« kæmi, enda er hans ekki von fyr en einhvern- tíma um eða eptir miðjan næsta mánuð. Enn sem komið er hafa þó botnvérplamir lítið aflað af heilagfiski og kola, en segja þorskgengd mikla í Miðnessjó. Sakir gæftaleysis að undanförnu hef- ur eigi orðið róið á sjó á opnum bátum þar syðra. En vegna yfirgangs hinna útlendu fiski- skipa, er vaða hér um öll mið og upp að lands- steinum mun afli innlendra manna verða lítils- háttar, þótt nægur fiskur væri fyrir. Það er kom- inn köttur 1 bólið Bjamar, þar sem ensku botn- verplarnir eru seztir að Jhér í flóanum, og þeir munu sitja hér sem fastast, þrátt fyrir allar að- gerðir »Heimdalls« og dönsku stjórnarinnar, allar bænarskrár og allt víl landsmanna. Dauð Og grafin er nú loks fiskiveið- asamþykktin sæla, sem lengi hefur verið í gildi hér við Faxaflóa, samþykktin fræga, sem bannaði mönnum að leggja þorskanet í sjó fyrir 1. apríl. Hún var algerlega kveðin niður á almennum héraðsfundi í Hafnarfirði í fyrra dag með 83 atkvæðum gegn i(!), og það er öldungis örvænt um, að hún rísi nokkru sinni upp aptur. — Munu það einkum hafa verið ensku botnverplarn- ir, er komu vitinu fyrir fólkið, svo að það hefur sannfærzt um, að eigi væri viðkunnanlegt að friða fiskinn fyrir þá, enda er eigi svo auðhlaup- ið að því, að gefa þorsktetrinu reglur um, hvern- ig hann eigi að haga sér, því að það er svo undurhætt við, að hann fari ekki eptir þeim og kæri sig kollóttan um allar samþykktir og tak- markanir. — Nú má leggja þorskanet f flóann 14. marz. því að lögin 12. nóv. 1875 eru enn í gildi. _____________ Sjónleikar. Leikféiagið er nú tekið að leika tvo nýja leika, sem reyndar hafa verið leiknir hér áður, en cigi jafnvel. Það er »Varaskeif- an« eptir Erik Bögh og »Hermannaglettur« eptir Hostrup. I fyrra leiknum leikur t. d. frú Þóra Sigurðardóttir konu Thorell’s stóreignabónda mjög lipurt og laglega. Árni Eiríksson og Sig- urður Magnússon leika þar einnig vel. En betur tekst þeim þó í slðara leiknum »Her- mannaglettunum«. Þar leikur Árni einkar vel gamla málsfærslumanninn Barding, en dálftið minni vangaveltur og minni líkamsskjálfti mundi þó eigi skemma leikinn. Þess ber að gæta, að hug- urinn ber karlinn hálfa leið, svo að hann á að ganga að mestu leyti óhaltur, þegar honum er mest niðri fyrir, en þess gætir Árni eigi jafnan. svo að þá ber jafnvel meira á heltinni en ella. En þetta eru að eins smáagnúar, er minna gætir og menn taka ekki eptir, af því að karlinn er svo- vel leikinn yfirleitt og gerfi hans ágætt, en það hefur mjög mikla þýðihgu í hverjum leik, sam- fara góðri svipbrigðalist (Mimik). Það geta menn t. d. séð vel í þessum leik með því að horfa á Mads (Kristján Þorgrímsson) er undir eins vek- ur hlátur, þá er hann kemur inn á leiksviðið, og áður en hann segir nokkurt orð. Menn sjá það jafnskjótt á útliti hans og stellingum þcim,. er hann setur andlitið í,að þetta ereinhver skrít- inn náungi, og Kristjáni tekst vel að gera Mads kýmilegan bæði til orðs og æðis. Sigurður Magn- ússon leikur sænska þjóninn prýðisvel, með einkennilega sænsku hljóðfalli í orðunum, sem vel fer á. Sem »Brown« er hann aðsúgsmikill og hvatskeytslegur, eins og á að vera, og leikur hann það hlutverk mjög fjörlega og hispurslaust. — Hjálmar Sigurðsson leikur mjög hjárænulegan »meistara«, sem meðal annars ætlar að biðja sér stúlku, en fer allt út um þúfur, sakir afkára- skapar, og ferst Hjálmari það alltsaman fremur náttúrlega, þótt hann geri meistarann heldur um of bjánalegan. Þykir fólki allmikið gaman að Hjálmari á leiksviðinu. — Að öllu samanlögðu eru Hermannaglet:tur<; mjög vel leiknar, og má ljós- lega sjá, að leikendum í félaginu er stórum ad fara fram, svo að margir þeirra eru nú færir um að taka að sér ýms hlutverk, án þess þau þurfi að vera steypt í sama mótinu. Mannalát, Með gufuskipinu „Colibri" frá Stafangri, er kom 19. þ. m. með salt til kaup- manna hér, fréttist, að H. Th. August 'lhomsen kaupmaður hefði andazt í Kaupm.höfn 8 þ. m. Hann var fæddur í Keflavík 14. okt. 1834, og var faðir hans Ditlev Thomsen þá kaupmaður þar, en stofnaði síðan verzlun í Reykjavík. Hann fórst með póstskipiun »Sölöven« 27. nóv. 1857,

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.