Þjóðólfur


Þjóðólfur - 24.02.1899, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 24.02.1899, Qupperneq 4
36 Hvar á íslandi cru flest ÚR, margbreyttust og ódýrust, sam- ankomin á einn stað? Fyrirlestur. Um I*að er hjá Pétri Hjaltested úrsmið í Reykjavík, sem í vetur hefur farið til útlanda til þess að geta sjálfnr VALIÐ bæði þá vöru oo AÐRAR handa skiptavinum sínum og boðið þær fyrir bezt verð. Ú R á boðstólum fyrir margar þús. kröna. GULLÚR, karla og kvennna 14 og 18 karat. — Gull-Double-ÚR. 14 kar. — Amerikönsk óþekkjan- leg frá ekta gullúrum. — Silfur- nikkel- stál- og Emaille-ÚR. Hin minnstu ÚR á Eins og úrin eru mismunandi að verði, þar sem þau eru frá 8 kr. til 150 kr. eins eru þau líka ó- lík að útliti, gæðum og skrauti. stærð við vestis-hnapp. Menn geta sent pantanir og sjálfir ákveðið verðið, því heita má, að úrin séu með einnar krónu verðmun frá átta til hundrað og fimmtíu króna, og eru þó mörg til af hverri gerð. Ennfremur til sölu: KLUKKUR, margbreyttar, frá 3—90 kr., þar á meðal hinar ágætu „SKIPKLUKKUR" fyr- ir að eins ö kr ÚRKEÐJUR af mörgum teg. fyrir samtals fleiri hundruð kr. mismun. verð. KAPSEL af ýmsri gerð. — Mjög mikið af EKTA SILFUR- munum fyrir karla og konur, þar á meðal allskonar Brjóstnælur. Trii, von og kærleik, má kaupa fyrir lítlð verð. Hljóðfæri: svo sem Guitarar frá 8—36 kr. Violin frá 6—30 kr. — Spiladósir, Líru- kassar, Harmonikur, Munnhörpur, Ocarinur, Flautur, Flagolettur, Accord-Zitherar, Columbia Zitherar o. fl. Loptþyngdarmælar — Hitamælar — Kíkirar.— Litmyndir — Litografi Allar pantanir eru fljótt og Kffi afgreiddar. Pétur Hjaltested. íslenzkan kvennbúning að fornu og nýju heldur Bríet Bjarnhéðinsdóttir FYRIRLESTUR að forfallalausu í Iðnaðarmannahúsinu sunnu- daginn 26. þ. m. kl. 5 síðd. Sýndar stúlkur í fornum skrautbúningum. Húsið opnað kl. 4 síðd. Inngöngumiðar fást á morgun og sunnu- daginn hjá kaupmönnunum Ben. S. Þórarinssyni og Þorkeli Þorkelssyni; sömuleiði* í Þingholts- stræti 18 og við innganginn. Ótrdlegt en satt. „Geri Björn bróðir betur" Kúttaraskipið „Sleipnir" ágætt sjóskip, að stærð 25 smálestir með tvennum seglum, 2 akkersfestum góðum, og 3 akkerum. Skip- ið sjálft og segl,. var endurbætt með nýju í vetur fyrir 2,200 kr., virt í „Skipaábyrgð- arfélagið við Faxaflóa" í vetur 4569 kr. Fæst nú til kaups fyrir 4000 kr., þar af er borgunarfrestur a 850 kr. með afborgun í 5 ár, og svo á meiri hluta verðsins til hausts- ins. Sá sem kaupir „Sleipnir" og borgar skilvíslega, fær í kaupbætur, eða gefins, Skonnerten „Agnes“ 30 smálestir að stærð’ með tvennum seglum í góðu standi og ný- legu þilfari og möstrum, 2 akkersfestum og 3 akkerum. Segl endurbætt í vetur. Skipið var í ábyrgð erlendis fyrir 3000 kr. næstliðið ár. — Bæði skipin eru nú albúin að fara til fiskveiða. Skipstjórar og hásetar ráðnir. — Ritstjóri vísar á. Alv'órumadur. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Dagskrár. 10 ekki til þess að sjá fýluleg andlit á meðan eg er að borða. — Vísaðu mér á gistihúsið eða láttu mig sjálfan finna það, því að Germelshausen líkist líklegast öðrum þorpum í því, að kráin er ekki langt frá kirkjunni og getur því látið kirkjuturninn vísa sér leiðina. Er það ekki satt?“ „Jú, það er satt“, sagði Geirþrúður, „en það er beðið eptir okkur heima, svo að þér þurfið ekki að vera hræddur um að þér gerið neitt ónæði". »Beðið eptir okkur? Nú, þú meinar eptir þér og Hinriki þínum? Jæja, Geirþrúður, ef þú vilt lofa mér að vera í dag í hans stað, þá verð eg hjá þér, þangað til þú sjálf býður mér að fara“. Þessi síðustu orð mælti hann svo innilega og þrýsti um leið litlu hendinni, sem hann hélt um, svo fast að Geirþrúður staðnæmdist allt í einu, hvessti augun á hann og spurði: „Viljið þér það í raun og veru?" „Já með gleði" kallaði ungi maðurinn upp yfir sig hrifinn af fegurð hennar. Geirþrúður svaraði því engu, en hélt gætilega áfram leíðar sinnar, eins og hún hugsaði um orð samferðamanns síns, þangað til hún staðnæmdist fyrir utan stórt hús, sem steinþrep og járn- grindur utan um lágu upp að. Síðan sagði hún hægt og gæti- lega, eins og áður: „Hérnabý eg, herra minn! Ef yður langar til, þá fylgið mér upp t'l föður míns, hann mun verða hreykinn af því að sjá yður við miðdegisborðið sitt“. Aður en Arnaldur gat svarað var skólakennarinn kominn út í dyrnar og gluggi var opnaður og gömul, vingjarnleg kona gægði«t út um hann og brosti til þeirra. Faðir stúlkunnar sagði vingjarnlega: 11 . „Nú, jæja, Geirþrúður, þarna komstu þó loksins, þú hefur verið lengi í burtu í dag og hvaða maður er þetta, sem er með þér?“ „Herra minn —". „Ætlið þið að standa þarna lengi fyrir utan? Komið þið' upp; maturinn er kominn á borðið og bíður eptir því, að hann verði borðaður. „En þetta er ekki Hinrik!" kallaði gamla konan út um gluggann, „hef eg ekki ávallt sagt, að hann myndi ekki koma aptur ?". „Jú, jú, það gerir ekkert til, þó hann komi ekki, það er nóg að þessi er hérna". Síðan sagði hann um leið og tók innilega í hönd hins ókunnuga manns: „Verið þér velkominn á heimili mitt, ungi maður, hvernig svo sem stúlkan hefur náð í yður. Komið þér nú; þegar búið’ er að borða getum við talað meira saman“. Hann veitti ekki hinum unga málara tíma til þess að segja neitt, en tók hann vingjarnlega við hönd sér og leiddi hana upp eptir gamla steinriðinu. Inni í húsinu var molluleg, jarðkennd lykt og þótt Arnald- ur vissi, að bændur væru vanir við innibyrgt lopt, þá var þessi lykt næstum því kynleg. Þar að auki voru hin mjóu göngt sem hann gekk um inn í stofuna, mjög hrörleg og vegglímið, sem dottið hafði úr veggnum, lá niðri á gólfinu, en hann hafðí ekki tíma til þess að hugsa um það, því að skólakennarinn opnaði í því bili dyrnar að stofunni, sem var lágt og fremur stórt herbergi og var þar inni gott lopt og hvítum sandi stráð á gólfið, en snjóhvítur borðdúkur var á borðinu og var allt þetta mjög ólíkt hrörlegu göngunum fyrir utan. Auk gömlu konunnar, sem nú hafði lokað glugganum

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.