Þjóðólfur - 21.03.1899, Síða 1
ÞJÓÐÓLFUR.
51. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 21. marz 1899.
Nr. 13.
Suðræna stjarnan.
— Náttúran öll er svo köld og kyr
sem kirkja þögul, með auðum bekkjum.
Vindarnir læðast um ljósgeimsins dyr
og landbáran sefur i frosnum hlekkjum.
Allt er svo hljótt. Það er heilagt í kvöld.
Nú hyljast öll lífsins öfl og völd.
En hugur minn glæðist af auðn þess ytra —
1 anda jeg sje gegnum blámans tjöld,
finn strengina á heiðloptsins hörpum titra.
Jeg horfi á þig tindrandi töfrahöll;
hver taug mín er hrifin af skrautsins spili.
Nú glampa við opin gullportin öll,
og graikyrt hvert ský eins og málverk á þili.
Það glitrar á spegla um voga og völl —
og vegghá sig reisa hvítmöttluð fjöll.
Gólfið er íslagt og ofið með rósum,
en efst uppi í hvolfi, yfir svellum og mjöll,
er krónan með miljón af kvikandi ljósum.
Hún ljómar og skín út á ysta álm
af eldum með blikandi gimsteinaliti;
einn brennur þó ríkast á röðlanna hjálm
með rúbínsins loga, með smaragðsins gliti.
Suðræna stjarnan mín, stolt og há
sterkasta ljósið, sem hvelfingin á!
— Jeg elska þig, djásnið dýrðarbjarta,
demant á himinsins tignarbrá,
geisli af kærleik frá guðdómsins hjarta.
Hvað veldur að þú ert ást mín ein,
af öllum blómum í stjarnanna kransi?
Svo margt skin þó eplið á glitmeiðsins grein,
og gott er um sólbros í hnattanna dansi.
— Mín jarðneska hugsun, þitt himneska bál,
hittust eitt kvöld eins og tinna við stál,
og síðan man jeg þig, svipurihn fríði,
sje þig í draumi, við gleðinnar skál,
finnst allt, sem er fagurt, þjer einum til prýði.
Um þig kveður aldan og andvarans sog,
þjer ómar hvert ljóð, sem mitt hjarta á grafið,
til þín horfa loptsalsins þjótandi log,
til þin streymir sál mín, sem lindin í hafið.
Almáttka fegurð, hrein og há,
jeg hneigi þjer, ann þjer með brennandi þrá.
Stjörnudjásnið mitt dýrðarbjarta
demant á guðdómsins tignarbrá.
I jós, gegnum dauðadjúpið svarta.
Einar Benediktsson.
Útlendar fréttir.
Kaupm.höfn 4. marz.
Frakkland er viðburðanna land; þótt alstaðar
annarsstaðar sé hljótt, ber þar ætíð eitthvað til tið-
inda. Seinasti merkisviðburður þar syðra erlát Felix
Faure’s ríkisforseta. Hann andaðist snögglega
16. f. m.. kl. 10 um kvöldið; sýktist kl. 8. og
lézt tveim stundum síðar. En Frakkar eyða ekki
tímanum með dundi og draumórum; 1 r/2 degi
síðar hófðu þeir skipað sæti hins framliðna for-
seta nýjum manni, Emile Loubet, fyrrum ráð-
gjafa og nú forseta öldungaráðsins. Kosning
þessi kom þó engum óvænt, því að L. er marg-
þvældur og þaulæfður »politikus« og að þvíleyti
næstur til forsetatignarinnar, sem hann áður sat
í næst hæsta sessi sem forseti öldungaráðsins.
Þegar Faure dó, héldu margir, að fráfall
hans mundi stofna Frakklandi í hættu. Æsing-
arnar út af Dreyfusmálinu hafa raskað friði þjóð-
urinnar svo mjög, að menn hafa einatt óttast
stjórnarbylting og borgarastríð; hættan var þvx
meiri, sem keisara- og konungsinnar, Bonapart-
istar og Orleanistar, vitanlega brenna í skinninu
eptir tækifæri til þess að brjótast til valda og
eru því stöðugt á spöðunum; en það sýndi sig,
að lýðveldismennimir eru ofaná, og nýi forset-
inn var undir eins kosinn slykkjalaust.
Faure var enginn afbragðsmaður að gáfum
eða dugnaði, en lipurmenni, snyrtimaður mikill
og hafði lag á að umgangast háa og lága án
þess að rekast á. Alit hans og hylli á Frakk-
landi jókst sérstaklega við ferð hans til Rúss-
lands hér um árið; honum tókstloksins að veiða
upp úr Rússakeisara htð margþráða orð »alli-
ance«, með öðrum orðum, hann fékk keisara til
að lýsa því yfir opinberlega, að Frakkar og Rúss-
ar hefðu svarizt í fóstbræðralag. Það studdi og
veg Faure’s, að hann lifði rfkmannlega og horfði
ekki í skildinginn, eins og t. d. Grevy, sem var
mesti nirfill og því ætíð litinn hornauga af Frökkum,
sem eru skrautgjarnir og hégómlegir. F. var for-
ríkur, áður en hann varð forseti og gat þvl þótt
launin hrykkju ekki til, lifað og látið eins og
hann vildi.
Öðru máli er að gegna með nýja forsetann;
væri hann á Islandi með þeim efnum, sem hann
hefur, gæti hann reyndar staupað sig án þess að
fara á sveitina, hann á eitthvað nálægt 400 þús-
und krónur, en fyrir forsetann á Frakkl. eru þess-
ar reitur eins og krækiber í sjó. Hann er held-
ur ekki svo lipur í framgöngu sem Faure, en sem
stjórnmálamaður stendur hann sjálfsagt skör
framar.
Loubet er af bændafólki kominn; móðir
hans lifir enn og er á níræðisaldri; eptir mynd-
um af henni lítur hún út, eins og fátækleg sveita-
kona. Forsetinn er fæddur 31. desbr. 1838 í
Marsonne f fylkinu Drðme, las lög, gerðist mála-
færslumaður, seinna borgmeistari, kornst 1876
inn í fulltrúaþingið og 9 árum seinna inn í
öldungaráðið, 1892 ráðgjafaforseti, 1896 forseti
í öldungaráðinu og nú ríkisforseti.
Forsetakosningin fór fram 18. f. m., kl. x.
e. h. Það voru lýðveldismennirnir, frjálslyndu
flokkarnir, semstuddu Loubet, apturhaldsmennirnir
og nationalistarnir (þjóðvinirnir) studdu þar á
móti Meline, sem var ráðgjafaforseti næst á
undan Brisson. Loubet fékk 483 atkvæði, en
Meline að eins 279. Nationalistarnir hömuðust
og hótuðu L. öllu illu; þeir neru L. einkum þvf
í nasir, að framkoma hans í hinu svokallaða
Panamamáli hér um árið hefði hvergi nærri ver-
ið vítalaus, en annars var ekki mikið urn rnann-
inn að segja, því að hann kvað vera mesti sóma-
maður. Það urðu þó ekki nein veruleg brögð
að ólátum þessum fyrensama kvöldið, sem Faure
var jarðaður; þá brutust óróaseggirnir, þar á með-
al fremstur í flokki Paul Derouléde, þingmað-
ur og forseti hins svonefnda Þjóðvinafélags^ inn
í hermannagarð í París og hvöttu foringja og
dátana til þess að gera uppþot. En D. og fl.
voru teknir höndum og settir í varðhald og
verður nú höfðað mál á móti þeim og efþað
sannast, að D., sem hafði verið svæsnastur hafi
ætlað að æsa til stjórnarbyltingar, verður gaman-
ið honum grátt, þvi að eptir frakkneskum lögum
getur hann þá fengið sömu hegning sem Drey-
fus. Rannsóknirnar í málinu standa nú sem hæst,
stjórnin kvað ætla að nota tækifærið til þess að
róta eitthvað upp í Þjóðvinafélaginu og öðrum
svipuðum pólitiskum félögum.
Hæstiréttur hefur í gær fellt úrskurð um það
atriði, hvort mál Picquart’s ofursta skuli dæmt
af herrétti eða borgaralegum dómstól, Að því
er aðalákærurnar snertir, þar á meðal ákæruna
fyrir fölsun á bréfi Esterhazy til Schwartzkoppen
ofursta hins þjóðverska, ákveður hæstiréttur, að
P. skuli dæmdur við borgaralegan dómstól; her-
rétturinn fær þar á móti að svala sér á nokkr-
um smámunum, sem P. varla getur fengið neina
hegning fyrir. Hagur P.'s stendur þannig bet-
ur eptir en áður.
Til forseta í öldungaráðinu (senatinu) í stað
Loubet’s er kosinn Falliéres með 151 atkvæð-
um. Constans, sendiherra Frakka í Konstanti-
nopel, fékk 85 atkv. F. er 58 ára að aldri, var
upphaflega málafærslumaður, en hefur seinna set-
ið í ráðaneyti Ferry’s, Tirard’s og Freycinet’s.
Embætttismaður í utanríkisráðaneytinu Juss-
eraud er skipaður sendiherra Frakka í Kaup>-
mannahöfn.
Þingmaður Slésvíkinga Gustaf Jóhannsen
lagði nýlega áþýzka þinginu fyrirspurnfyrirstjórnina
út af ofsóknum í Slésvík. Hohenlohe ríkiskansl-
ari neitaði að svara og gekk út úr þingsalnum-
en umræðurnar urðu langar og það sýndi sig,
að mikill hluti þingmanna var andstæður stjóm-
inni í þessu máli og fór hörðum orðum um að-
ferð Köllers þar nyrðra.
Vilhjálmur keisari hefur nýlega haldið
ræðu, þar sem hann meðal annars talaði um
ferð sína til Jórsala, þegar hann stóð á Olíufjall-
inu og minntist þess, er Kristur hafði gert fyrir
mannkynið, ásetti hann sér að hjálpa Þjóðverj-