Þjóðólfur - 09.06.1899, Side 1

Þjóðólfur - 09.06.1899, Side 1
ÞJÓÐÓLFUR. 51. árg Reykjavík, föstudaginn 9. júní 1899. Nr. 28. W T H U LE "*• er útbreiddasta lífsábyrgðarfélag á Norðurlöndum Lág iðgjöld, hár bonus, enginn aukakostnaður, þýðingarmikil hhmnindi fyrir sjúklinga. THULE er stjórnað undir yfirumsjón sænsku ríkisstjórnar- innar. Upplýsingar um THULE fást ókeypis hjá umboðsmönnum félagsins og aðalumboðs- manninum. BERNHARÐ LAXDAL, Patrekshrði. Kirkjurækni - Kristindómur -Bindindið sumra okkar. Eptir „Humanus". Það eru tvær ritgerðir í slðustu »Aldamót- mm«, sem hljóta að vekja athygli hvers hugsandi manns, sem les þær. Það er fyrirlestur séra Friðriks Bergmanns um kristindómslífið hér á landi og ræða séra Jóns Bjarnasonar um bindindi. Þær vekjasvo margarnýjar hugsanir, nýjar spurningar, víðtækar hugleiðingar um siðferðislegt og andlegt líf þjóðar vorrar, af því að þær eru einarðari, berorðari og snerta meir almennt líf manna en venja hefur verið til í hugleiðingum annara kirkju- legra tfmarita vorra. I. Séra Friðrik Bergmann kemst að þeirri nið- urstöðu í fyrirlestri sínum, að kristindómurinn sé stórum í apturför hér á landi. Merki þess eru að hans dómi, að kirkjuræknin sé svo lítil, altarisgöngur lítt ræktar, líknarstofn- anir engar, kirkjurnar fari fækkandi og nærri allir menntaðir Islendingar séu trúlausir, að prestunum undanskildum. Það mun vera rétt, að sönn kirkjurækni sé 1 apturför hér á landi. En er það vottur um, að kristindómur manna sé verri fyrir það, en áð- ur eða í apturför? Það þarf alls ekki að vera. Allar kristilegar skyldur og dyggðir má rækja ■eins vel fyrir það, þó að hugir manna snúist frá ræðum prestanna, eins og þær eru orðnar al- mennt hér á landi, kaldar, tilfinningalausar, and- lausar, illa lesnar ritningargreina-þulur eða lýsing- -ar úr hinni fornu helgu sögu hinnar fyrstu kristni, án þess að reynt sé að setja þær í samband við nútíðarinnar líf eða lagaðar eptir hennar kröfum ■og þörfum. — Þetta mun einnig eins fjör- miklum og andríkum prédikara og Friðrik Berg- mann skiljast, því að hann vítir mjög íslenzku prestana fyrir þennan »syndsamlega prédikunar- máta þeirra«, eins og hann kemst að orði og kallar haun skrípamynd. Það er furða, segir hann, »að íslendingar skuli ekki vera steinhætt- ir að sækja helgar tíðir fyrir lifandi löngu«. Fyrst svo er og það er rétt athugað — skyldi þá kirkjurækni, eins og kristindómskenningunni nú er hagað hér á landi, vera vottur þess, að kristindómurinn sé í aþturför? Mér skilst svo, að niðurstaðan verði öfug og gleðilegri, — að alþýða manna geri hærri og göfugri kröfur til prestanna, vilji sannari og verulegri krist- indóm meira lifandi og efnisríkri, meira vekj- andi en þurrar, útþynntar ritningarskýringar eða hávært orðaglamur í ytri kristilegum búningi. Það sanna er, að menn eru farnir að finna I til þess, að prestarnir eru ekki eins og þeir eiga að vera, fullnægja ekki þeim þörfum og kristin- dómskröfum, sem farnar eru að gera vart við sig einnig hjá okkur, sannari göfugri og mann- eskjulegri, meira bundnar við hið verulega líf en áður hafa verið ríkjandi hér á landi. . Prestarnir eru farnir að verða aptur úr, en ekki alþýða manna. Og hvar eru orsakirnar til þess? Hversvegna eru íslenzkir prestar »orðnir að athlægi ogkomnirí fyrirlitning«, eins ogBergmann kemst að orði. Af því að það eru alltof marg ir kallaðir en fáir útvaldir. Af því að það hef- ur verið fjöldi presta, sem hafa ekki fundið neina innri köllun til þess starfa og hafa ekki haft neinn æðri eða betri skilning á anda hins sanna kristindóms zn margur óbreyttur leik- maður. En svo er annað, sem um leið kemur til greina, þegar um orsakirnar til áhugaleysis og andleysis sumra presta er að ræða. Hvernig er sú andlega fræðsla, sem þeir fá á prestaskólan- um okkar? Enginn mun bregða þeim mönnum, sem að honum standa, um trúleysi eða andvara- leysi. Og þeir menn, sem hafa verið kennarar við prestaskólann hafa og kennt kristin fræði við latínuskólann okkar. Hvernig stendur þá á því, að starf þeirra hefur ekki borið betur ávöxt en svo, að allur þorri menntaðra manna á að vera »trúlaus«, eins og Bergmann kemst að orði ? Kennslan er mestmegnis vísindalegar, hárfínar ritningarskýringar, eins og ræður prestanna bera keirn af. Biflían er lesin vísindalega, og meiri áherzla lögð á kunnáttu og lærdóm í kirkjusögu fyrri alda en á auðgun sjálfstæðrar hugsunar og skilning á sambandi kristindómsins við hið veru- lega líf mannanna og nútímans. Hinn dauði bókstafur verður því meir ríkjandi í ræðum prestanna, en hinn lifandi andi hinnar fögru kenn- ingar Krists, sem alltaf hlýtur að hrífa, vekja og göfga mannsins sál, þegar hún er heimfærð lát- laust án ytra tildurs upp á mannlegt líf, eins og það á að vera1). En menn eru ekki »trúlausir«, þó að menn beri ekki kristindóminn utan á sér, þó að menn fari ekki í kirkju til andlausra presta, þó menn »útbásuneri« það ekki með því að setja á sig kristilegan stimpil og einfeldningssvip, sýni sig við altarisgöngu, kyrji sálma 1 kirkjunum og láti prestana »kommandera« sér til að biðja. Það er ekki það fyrsta og helzta, eins og Bergmann segir, »að kenna fólkinu að dýrka guð á hverj- um helgum degi«, heldur í lífinu, við vinnu sína á hverjum degi í heiðarlegri framkomu og um- burðarlyndi og mannkærleika. En allt þetta kemur þögult og hljótt og læsir sig fastar í sálu mannsins við lestur ritningarinnar í einrúmi og i) Til skýringar skal þess getið, að oss er kunnugt um, að kennslan við prestaskólann hefur nú á síðustu árum beinzt í þá átt, er höf. leggur áherzlu á, og verður efiaust frekar eptirleiðis, eins og nauðsynlegt er. Ritstj. góðra guðsorðabóka, enundirumlandi ritningarþul- um prestanna eða við hávært tilfinningarlaust vand- lætingarglamur. En leggjum nú kirkjuræknis-mælikvarða Bergmanns á þá, sem næstir okkur eru — á Reykja- víkurbúa. Kirkjuræknin er mikil, helgar tfðir mætavel sóttar — troðfull hús við morgunguðs- þjónustur, hádegismessurvel sóttar og kvöldguðs- þjónustur ekki síður. Eptir þessu ætti bæjarfólk að veramætavel kristið — að minnstakostiáhelgum dögum. Eptirþví ættu kristilegar dyggðir, auðmýkt og lítillæti, umburðarlyndi og sannleiksást, elska til náungans og sjálfsafneitun að vera margfalt meiri í höfuðstaðnum heldur en á flestum öðr- um stöðum úti um landið, þar sem kirkjurnar eru ekki eins vel sóttar. Það væri gleðilegt, ef svo reyndist, er hið innra hugarfar og hjartalag væri lagt á vogirnar. En það er naumast á það treystandi að gera kirkjurækni að mælisnúru kristindómsástandsins og kristilegra dyggða í hverju byggðarlagi. Það er meira aðlaðandi og tælandi í hlýrri, prýðilegri og bjartgóðri dóm- kirkju, meira tildur fyrir augað og eyrað, heldur en í dimmum og köldum og illa hirtum sveita- kirkjum. Yfirleitt: menn þuría ekki að vera trúlaus- ir eða illa kristnir, þó að þeir sækji ekki kirkju — og aptur á rnóti það ber engan sérlegan vott um kiistilegt hugarfar og kristilegar dyggð- ir, þó að menn sækji kirkju á helgum dögum. Það er ekki á ytri, opinberum mannfundum, sem menn allt í einu sýna sig vel kristna einn dag í vikunni; það er hið innra eðli mannsins, sem er hið sama, hvort sem hann fer í kirkju eða ekki, er verðurað vera mælisnúran fyrir kristilegum hugsunarhætti og það er ekki neinn maður til þess settur, hvorki prestur eða annar, til að d æ m a það eða stimpla, hvort þessi einstakling- ur, þetta félag, þetta mannfélag, þessi þjóð sé kristileg eða illa kristin. Sandmistrið af Landinu. Álitamál getur það verið, hvort rétt sé að sinna öðru eins og því, er hr. Eyjúlfur Guðmunds- son í Hvammi, einvaldi þeirra Landmanna, sand- æðisfulltrúi „Bf. Suðura", m. m., hefur nýlega gef- ið auvirðunni „Isaf.“ inn, og nefnir Landnám, (Sandryk lægi nær að nefna það). Margir munu álíta það eitt fyllstu ástæðu til að virða ritverk þetta eigi viðlits, að hann skríður svo lágt að rita í blað, sem hver þjóðlegur ísl. bóndi nú muntelja sér óvirðing að hafa mök við. Og svo á þetta „sandryk" hans í engu skylt við „Landnám" í „Þjóð“. 3—4. En herra E. G. læzt taka sér til- efni af þeirri grein minni, og þar sem mér er eigi annað kunnugt, en að maðurinn hafi verið talinn merkur (eg læt eigi svo sem eg kannist ekkert við hann), þá vil eg eigi láta hann gjalda þess, að hann hefur fallið í forarvilpuna hjá Ísafoldar-Birni. í greininni »Landnám« lagði eg til: ad rækta arðvænlegustu jarðirnar í stað þeirra, er eyddust, Og óltfrœnle«ast væri á; ad í stað þess að strita við hina Ó7nðrádanlegu sanda í austurhluta Suðura. skyldi nema land í betri sveitum til að bæta það upp, er tapast á hinum staðnum; að beita sínum litlu kröptum til að hjálpa náttúrunnií þjónustu mann-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.