Þjóðólfur - 20.04.1900, Síða 1

Þjóðólfur - 20.04.1900, Síða 1
ÞJOÐOLFUR. 52. árg. Reykjavík, föstudaginn 20. apríl 1900. Nr. 18. wr T H U L E er útbreiddasta lífsábyrgðarfélag á Norðurlöndum. Lág iðgjöld, hár bonus, enginn aukakostnaður, þýðingarmikil hlunnindi fyrir sjúklinga. THULE er stjórnað undir yfirumsjón sænsku ríkisstjórnar- innar. Upplýsingar um THULE fást ókeypis hjá umboðsmönnum félagsins og aðalumboðs- manninum. BERNHARÐ LAXDAL. Patreksfirði. Flekkusótt(?) á 2 bæjum. Nýjar og- gleðilegar fregnir frá hér- aðsiækninum i Keflavik. Veikin ekki í Höfnunum. Eins og skýrt var frá á sérstökum fregn- miða frá Þjóðólfi 17. þ. m. hafð fretzt hing- að til bæjarins (eptir héraðslækninum hér) að „flekkusótt" eða „skarlatssótt (á dönsku ,,Skarlagensfeber“) væri komin á 2 bæi hér í Reykjavíkurlæknisumdæmi, Lónakot í Hraun- urn og Hliðsnes á Alptanesi, og hefði hún borizt á hinn fyrnefndu bæ sunnan úr Höfn- um, en þar hefði veikin flutzt í land úr ensku „trollurunum". Þóttu þetta hin mestu ófagn- aðartíðindi, sem von var, því að veikin er afarnæm og illkynjuð. Var því sjálfsagt og sérstaklega skylda blaðanna að vara menn sem fyrst við hættu þeirri, sem yfir vofði, og brýna læknana til að gera alvarlegar ráð- stafanir til varnar gegn útbreiðslu sóttarinnar. En nú eru sem betur fer komnar fregnir frá héraðslækninum í Keflavík, er munu friða hugi margra manna. Saga veikinnar er í stuttu máli þannig: 29. f. m. kom drengur frá Lónakoti í Hraunum suður að Kalmannstjörn í Höfnum, syðsta bænum þar, næst Reykjanesvitanum. Var faðir hans sjó- maður þar á bænum. Kveldið eptir að dreng- urinn kom þangað varð hann veikur af bólgu í hálsinum, en batnaði eptir nokkra daga (fékk meðul frá smáskammtalækni). Var svo farið með hann inn að Lóna- koti 8. þ. m. Undireins og hann kom heim lögðust 2 systkyn hans, en hið 3, stúlka á 14. ári, var send að Hliðsnesi á Álptanesi, átti að dvelja þar meðan hún gengi til spurninga í Görðum. Þá er hún var þangað komin fagðist hún, en ekki hefur frétzt, að fleira hafi sýkzt þar enn. Á páskadagskveldið var héraðslæknirinn í Reykjavík sóttur suður að Lónakoti, og þóttist brátt sjá, að flekkusótt væri í börnunum, og svo komst hann að raun um, að stúlkan í Hliðsnesi lá í sömu Veiki. Voru þá þegar gerðar ráðstafanir til að banna allar samgöngur við þessa 2 bæi, °g þá er læknirinn kom aptur til bæjarins, sendi landlæknir hraðboða suður í Keflavík hl Þórðar Thoroddsens læknis, og bauð hon- Urr> að fara suður f Hafnir til að kynna sér Ve>kina þar, og gera þær ráðstafanir, er þyrfti. Brá hann þegar við og reið suður þangað 17. þ. m. Daginn eptir (í fyrra dag) skrifaði hann landlækni skýrslu um þetta, er land- læknir hefur góðfúslega leyft oss að sjá. Sam- kvæmt þeirri skýrslu álítur Þ. Th., að jlekku- sóttsé ekki í-Höfnunum, og hafi ekki verið þar; hafi hann því ekki fundið ástæðu til að gera þar neinar sóttvarnarráðstafanir. Á Kalmannstjörn eru hjón með 6 börnum sínum, 1 vinnumanni og 4 útgerðarmönnum. Auk þess er þar „inn- tökuskip" með 7 mönnum og 1 hlutakona. Var það allt á fótum, er læknir kom þar, og ekki merki þess, að það hefði haft flekku- sótt; að eins 4 menn höfðu verið lasnir þar áður, eða um síðustu mánaðamót, þar á með- al einn maðurinn með þrota í nefi og hand- leggi og varð ígerð úr þrotanum á handleggn- um, en drer.gur 9 ára hafði fengið hálsbólgu og var við rúmið 2 daga. Ekki varð lækn- ir þess var, að veikindi væru þar á öðrum bæjum. Eptir þessu hefur rætzt beturúren á horfð- ist með veiki þessa, því að svo glöggur lækn- ir og gætinn sem Þórður Thoroddsen er, seg- ir auðvitað ekki annað en það, sem hann getur staðhæft. En hafi flekkusótt alls ekki gengið í Höfnunum, þá er ósennilegt, að drengurinn frá Lónakoti hafisótt hana þangað. Hér er því dálít- inn hnút að leysa fyrir læknana innbyrðis (sbr. skýrslu Guðm. læknis Björnssonar í ísafold í fyi'ra dag). En allur er varinn góður. Og það var sjálfsagt og rétt gert af héraðslækn- inum í Rvík að einangra þessa 2 bæi, Lóna- kot og Hliðsnes. Ætti því veiki þessi, hvort sem það er flekkusótt, eða önnur veiki henni lík, ekki að breiðast út þaðan, svo að von- andi er, að ekki verði frekar mein að henni. Er því ekki annað fyrir hendi en bíða átekta og sjá, hverju fram vindur. Það verður á á- byrgð héraðslæknisins í Keflavík, ef illa fer. En nú hljóta menn að trúa því, að veikin sé ekki og hafi ekki verið í Höfnunum. Hátíða- og víxlsöngur sérá Bjarna Þorsteinssonar eptir séra Stefdn M. Jónsson á Auðkúlu. Eg hefi nýlega eignazt hinn »ísl. hátíðasöng« séra Bjarna, og »sex sönglög« eptir hann. Þess kyns bækur eru sannarlegt nýmeti í ísl. bók- menntum, og veslings ísl. þjóðin, sem er þó svo auðug að skáldum og Jjóðasmiðum, lærðum og ólærðura, að á öðru hverju heimili má finna ein- hvern hagyrðing, karl eða konu, hún hefur þó til þessa mátt heita örsnauð að tónskáldum Eng- inn efi er þó á því, að ísl. þjóðin hafi af hendi náttúrunnar, þegið eins mikið af sönghæfileikum, sem aðrar þjóðir, og hún kveður og syngur flest sín ljóð, en að mestu með útlendum tónum, þó raddfærin séu innlend. Engin þjóð mun eiga jafnmarga ljóðsmiði að tiitölu, sem Islendingar, Og þó er ljóðagerð vor bundin hinu örðuga og margbreytta rími, en svo mun og engin þjóð, menntaþjóð, eiga tiltölulega færri lagsmiði að því er augljóst er, en ísl. þjóðin. Fram yfir miðja þessa öld, er eiginlega enginn til, er í sönglaga- gerð samsvari »hagyrðing« í ljóðagerð og þess vegna er ekkert samsvarandi orð til um það.*) Island á enga »MusikLiteratur« til, hún byij- ar þá fyrst nú að verða til, og fyr er eigi hægt að tala um nokkra ísl. sönglistarsögu, (M. Historie), eða að minnsta kosti myndi hún verða harla fá- tækleg, þrátt fyrir það, þó þjóðin hafi sungið ljóð, kvæði, sálma og rímur. Rímnalögin munu hin eina innlenda sönglagagerð, og tvísöngurinn hin eina innlenda fleirrómun; en þetta hvort- tveggja bendir á falið pund, sem bólað hefur á, að til væri í ísl. anda. — Alstaðar í heiminum hefur sönglistinni fleygt fram á þessari öld, og vér íslendingar höfum áþreifanlega hrifizt með straumnum, og eigum vér það mest að þakka 3 mönnum aldar vorrar, þeim Ara Sæmundsen, P. Guðjohnsen og Jónasi Helgasyni; en eins og vid var að búast, höfum vér eins og aðrar þjóðir lent í öfugstreymi nokkru og öfgum einnig í þessu tilliti; allt fagurt, satt og gott hér á jörðu má vanbrúka og er vanbrúkað og vanhelgað. Sér- staklega ber á vanhelguninni í hljóðfæratónlist- inni (Instrumental Musik). Einnig inn á þetta land er sú sýki komin, að skoða t. d. sjálfsagt, að allar ungar stúlkur, sem eru taldar eða telja sig sjálfar í heldri röð, læri á hljóðfæri (Piano, Guitar, Harmonium; Harmonikan þykir of auð- veld og gróf fyrir »dömur»), án tillits til hæfi- leika. Já, það hefur verið skoðað sem nokkurs- konar »dömu«einkenni að spila, sem megi svo hætta aðveratil, þegar »dömurnar« giptast. Þetta er nú »móðins«, og allir vilja vera »móðins«, hvernig sem klæðnaðurinn fer. Þetta kalla eg vanhelgun á hinni goðbornu list, sem ekki ætti að vera um hönd höfð nema af þeim, sem guð og náttúran hafa gefið til þess hæfa hönd, eyra og tilfinning. Það væri sannarlega óþarfur bar- lómur, að berja sér af því, að eigi »spiluðu« nógu margir. Oss vanhagar meir um tónskáldin til þess að geta sungið og spilað Ijóðin einnig med ísl. tónum. Um miðja þessa öld fer ögn að bera á hagtæningum: (Hin fáu þjóðlög vor frá eldri tímum eru óskráð, og þekkja menn því fáa höf- unda þeirra, að vfsu ersagt, að lagið við: »Ung- ur þótti eg með söng«, sé eptir Bjarna amtmann Thorarensen, sem þá heyrir til þessari öld). P. Guðjohnsen, Jónasi Helgasyni og síðar Helga Helgasyni, sem mest hefur gert og sumt mjög fagurt, Birni Kristjánssyni, séra Stefáni Thorar- ensen, Jóni Laxdal (»Sólskríkjan«, einkar snoturt), Beinteini, Árna Thorgteinsson og fáeinum fleirum. Allir þessir menn hafa án efa töluverða tónskáld- lega hæfiíleika, og tel eg vafalaust, að t. d. Helgi hefði mátt teljast í tónskáldaröð, ef staða hans og þar af leiðandi menntun sú, sem til þessa er *) Eg leyfi mér til bráðabirgða að búa til orð, er mér kom í hug fyrst þessa stund, það er „hag- tæningur", „hagtænn" og „tónhagur", hagur á tón eða tóna. „Tónn“ og tóni er gamalt ísl. orð. „Hag- tæningur" ætti þá að samsvara „hagyrðingur'1, „hag- tænn“ = „hagorður", „tónhagur" = „orðhagur". „Hagorður" þýðir, eins og allir vita, annað en „orð- hagur", eins ætti þá „hagtænn" að þýða annað en „tónhagur", „tónhagur" finnst mér gæti verið þýð- ing á „musikalsk" — „sönglaginn". Hljóðvarpið tón — tæn, er eins og í spón — spæn. Ohentugri eru samsetningar af hljóð — hljóm — róm — söng. — Sögnin yrði þá „tæna“ eptir 1. flokki veiku beyging- arinnar, sem þýddi þá það sama sem „componera".

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.