Þjóðólfur - 16.05.1900, Blaðsíða 2
I
ast er sllk skurðagerð aðeins kák og ekkert ann-
að, enda þótt það hjálpi stöku sinnum í svip.
Þessir smásktirðir, ef skurðir geta heitið, hafa
tíðast ekkert frárennsli; en vatnið, er þeir bera
með sér, fer á glæður, þar sem þeir enda, og
opt eruþeir grónirsaman eptir 2—4 ár. A stórum
svæðum vantar alla aðalskurði, og meðan svo
er, þarf eigi að vænta, að veruleg framræsla geti
átt sér stað. Það sem því fyrst og fremst rlður
á er, að gerðir séu öflugir skurðir, affærslu-
skurð ir nokkuð vlða, einkum þó þar, sem land-
ið er lægst. Þessir aðal affærsluskurðir, sem
gera þarf um Flóann, þurfa að hata góða fram-
rás, annaðhvort í Ölfusá, eða fram í sjó. Þessir
skurðir þurfa að vera fleiri þúsund faðmar á lengd,
— sumir þeirra 4—6 þúsund faðmar, — og 8—
12 fet á breitt að ofan. Þegar þessir einstöku
afíærsluskurðir eru gerðir, og þá þarf að gera
sem fyrst, er kominn tími til að gera frekari
gangskör að framræslunni, og þurka jörðina ept-
ir því, er þurfa þykir. En framræslan á þessum
víðlendu mýrarsvæðum, bæði í Flóanum og víðar,
hlýtur ætíð að verða kostnaðarsöm, einkum þar,
sem landið er flatt eða hallalítið. Sem dæmi
skal eg nefna skurð í Sandvíkurhreppnum, sem
byrjað er á fyrir nokkru, en sem þarf að lengja
og endurbæta. Hann verður þá verkinu er lok-
ið, allt að 7 þúsund föðmum á lengd og 8—10
fet á breidd að ofan. Það varðar miklu, að þess-
ir affærsluskurðir, sem og allir aðrir skurðir, séu
vandaðir að allri gerð, og lagðir á hagkvæmum
stöðum. Til þess að verkið eða framræslan fari
vel úr hendi, og komi að fullum notum, þurfa
bændur um fram allt, að sýna samheldni og fé-
lagsskap. Hina stærri aðalskurði, sem liggja um
iörrtb margra jarða, þurfa menn að gera í félagi,
undir góðri verkstjórn. Þegar hver sker eða ræsir
fram, aðeins fyrir sínu landi, eins og stundum
ber við, getur svo farið, að verkið við það líði
baga, og framræslan fyrir þá sök lendi í hálf-
gerðum handaskolum, og komi eigi að fulltim
notum. Tíma og tækifæri er spillt, og peningum
eytt í ráðleysi. Þegar um hina stærri skurði er
að ræða, — affærsluskurðina, — sem minnst hef-
ur verið á, að gera þyrtti, verður bezt að fela
einstökum mönnum alla umsjón með þeim,
og aðal- eða yfirverkstjórnina. Verkamönnunum
er bezt að skipta í smáhópa, eptir ástæðum og
fyrirkomulagi verksins, og sé tilnefndur maður
í hverjum hóp, er sjái yfir og stjórni. Búnaðar-
félög sveitanna, ættu að leggja fram einhvern styrk
til þessara skurðagerða af sjóði sínum, eða styrk
þeim, er þau fá af landssjóði, Áður en verkið
er byrjað, þarf að fara fram skoðun og mæling,
og gera áætlun um kostnaðinn. Njóti fyrirtækið
styrks af opinberu fé, auk þess, sem hreppsbún-
aðarfélagið leggur því, þá leiðir það af sjáltu
sér. að verkið verður að takast út, er því er lokið.
Yfir höfuð varðar það mjög miklu, að öll þau
verk og fyrtæki, hvort heldur eru skurðir eða
annað, sem kosta töluvert og lengi eiga að standa
og gera gagn, séu hyggilega stofnuð, og vand-
virknislega af hendi leyst. Þetta verður vel að
hafa hugfast strax í byrjun, og leggja því aðeins
út í fyrirtækið, að það, eptir áliti skynbærra
manna, geti komið að notum og borgað sig.
Sé um stór framræslufyrirtæki að ræða, ættu
hlutaðeigendur að leita álits og upplýsinga hjá
»Búnaðarfélagi Islands«, eða stjórn þess, og gæti
þá svo farið, að það tæki að sér aðal umsjónina
með verkinu, og teldi eg það vel við eiga.
H.
Það, sem minnst hefur verið á framræslu
hér á undan, er eins og séð verður, miðað við
ræslu á mýrarflóum og engjalöndum. Þeir eru
nú margir, er hafa þá skoðun, að ef jörðin (út-
jörð) sé ræst fram, hætti hún að spretta. Þetta
er að nokkru leyti rétt, þó ekki ávallt eða ætíð.
Sú jörð, sem er blaut, og vön vatni frá aldaöðli,
hættir að spretta vel, um lengri eða skemmri tíma,
ef hún er gerþurkuð, meðon breytingjarðvegs-
ins fer fram og nýr plöntugróði er að myndast.
3°
Þetta á sér þó því aðeins stað, að jörðin sé ekki
tekin til yrkingar, plægð eða brotin, og borinn
á hana áburður. Það er því undir ýmsum kring-
umstæðum vandasamt, að ræsa fram eða þurka á
fullkominn hátt, llkt og um ræktað land væri að
ræða, blautlendar þjóttu- og mosamýrar, ef þeim
er annars ætlað að spretta, nema því að eins, að
þeim séu veitt einhvér áburðarefni, annaðhvort
föst eða fljótandi, t. d. veitt á þær nægu vatni.
En hér að framan, þar sem minnst var á fram-
ræsluna, er alls eigi gert ráð fyrir fullkominni
framræslu, eða þeirri ræslu, sem yrkt land kref-
ur. En það sem eg einkum og sér í lagi miða við,
er það, að útjörð, og þó helzt blautar mýrar eða
engjar, sem notaðar eru til slægna, séu ræstar
svo fram, að heyskapur verði stundaður á þeim,
sakir vatns eða vatnsfylli. Eramræslan verður,
að mmnsta kosti að vera svo fullkomin, að
vatnið ekki hindri menn frá að standa við
verk, eða með öðrum orðum, að það ekki
valdi verkatöfum til muna um hásláttinn. En
til þess að það megi verða, þurfa marga og
öfluga skuiði, að minnsta kosti um Flóann, og
svo mun víðar vera. Skurðirnir þurfa að vera
svo margir ogstórir, að þeir að sumrinu um hey-
annir, geti flutt vatnið brott á tiltölulega skömm-
um tfma, þegar rigningaköst koma, og allt ætl-
ar í kaf að keyra. Og fyrst af öllu þarf að gera
affærsluskurðifia, og á þeim verður að byrja, er
um framræslu er að ræða, hvort heldur er í stærri
eða minni stíl. — Auk þess, sem framræslan létt-
ir undir með heyskapnum, og styður að betri
heyverkun, er eigi óhugsandi, að hún geti haft
einhver bætandi áhrif á veðuráttuna.
Það er auðsætt, að þar sem landið er mjög
fiatt og hallalltið, og framræsla þess mjög ó-
fullkomin, hlýtur mjög mikill hluti þess vatns, er
kemur niður, að gufa upp aptur, áður en það
nær að síga niður eða renna burt. En til þess
að það geti orðið, krefst eigi lítill hiti. Hitinn,
sem eyðist við uppgufunina, er því tapaður fjár-
sjóður fyrir það mesta, og getur því eigi komið
að gagni jarðveginum eða jurtagróðanum. Fyrir
því er það nauðsynlegt, að vatninu sé greiddur
vegur, til þess það geti runnið burt, sem fyrstog
fljótast, þegar það gerir ekki gagn, heldur þvert
á móti ógagn. En jafnframt því, sem landið er
ræst fram, verða menn að hafa betri stjórn á
vatninu, en verið hefur, og láta það eigi ráða
sér sjálft, Þegar vatnsins er þörf, og það getur
gert gagn, skal því haldið, og notað eins og bezt
á við. En þá tíma, sem’ það ekki bætir, eða
jafnvel gerir skaða, ber að hleypa því af. En
til þess það verði gert, þarf skurði á hentugum
stöðum, fleiri eða færri eptir landslagi, halla o.
s. frv. Komist framræslan í það horf, sem tal-
ið verður æskilegt, er á allt er litið, getur ekki
hjá því farið, að það hefði góð áhrif á veðurátt-
una. Loptið verður þurrara, jarðvegurinn lausari,
og nyti því hitans betur, það færi minna for-
görðum eða til ónýtis af honum en áður var.
Það hefur því afarmikla þýðingu, að ræsa jörð-
ina fram, svo vel sem auðið er, og bezt á við
undir ýmsum kringumstæðum, eins og áður er
tekið fram, verður að haga framræslunni eptir
því, hvers konar jörð það er, sem um er að ræða.
Nú er hér verið að ræða um blautar mýrar og
flóa, þar sem votlendisjurtir vaxa og þrífast. Þessa
jörð má ekki gerþurka, eins og áður er sagt,
nema því að eins, að hún sé tekin til fullkominn-
ar ræktunar. Framræslan verður því að miðast
við það, að hægt sé að stunda þar heyskap að
sumrinu, enda hvernig sem viðrar. En svo er eitt
enn, sem kemurtil greina ogþarf að athuga, og það
er áveita eða vatnsveiting á þetta land. Skal
minnst á það atriði nokkrutn orðum í næsta
kafla.
Stóra rúsínan — stóri bankínn,
Það er svo sem engin nýlunda, að Dana-
málgagnið hér í bænum leitist við að sarga inn
í almenning hvað ofan í annað ýmsum óþjóðleg-
um og varúðarverðum kenningum, er vildarmenn
þess hafa spýtt í það, til að láta það stagast á.
Staglið og sargið væri í sjálfu sér mjög afsakan-
legt, ef um það væri að ræða að beina skilningi fólksá
rétta og skynsamlega braut. En þ a ð hlutverk
tekur málgagnið sjaldnast að sér. Það hefur
optast einstaklega gott lag á því að fara í öfuga
endann á málunum, taka að sér þáhliðina, sem
ver gegnir, og höggva þar í sama farið, með'
sömu orðunum og sama skilningsleysinu viku
eptir viku, mánuð eptir mánuð. Það er alveg
eins og það sé fyrirmunun. En kátlegast
er þó, hvað málgagnið lætur drýgindalega,
sjálfsagt til að glepja fáfróðum sýn, og telja
þeim trú um, að allt sé mesta speki, sem
málgagnið sjálft flytur, en allt bláber heimska
hjá öllum öðrum, sem aðra skoðun hafa. Þess-
ari yfirlætisfroðu á fólkið svo að kyngja án þess
að kynna sér málefnin. En almenningur er nú
ekki svo grænn, sem Dana-málgagnið hyggur.
Hann -kann furðanlega vel að greina sannleika
frá ósannindum, skynsemi frá lokleysu. Dómur
Danamálgagnsins um sjálft sig verður því harla
léttur á metunum, því að vestheimskur gorgeir hef-
ur aldrei verið og verður aldrei þungur í vigtina.
Það er hreinasta sultarfæða og sannkallaður vand-
ræðamatur til frambúðar fyrir stjórnarmálgaagnið.
Það dræpist hreint og beint úr hor af þessum
vesturheimsku flautum, öðru eins þunnmeti, á hverri
viku, ef rúslnugrauturinn danski héldi ekki í því
líftórunni.
Nú er einnig sfór rúsína í vændum, sem til-
vinnandi er fyrir málgagnið að fá á diskinn sinn.
Og þessi rúsína er stóri hlutafélagsbanldnn danski.
Þar er björgunarhringurinn, sem á að forða oss
öllu fári, draga oss á »þurt land« í efnalegu til-
liti. En ef hann í þess stað drægi oss niður,
drægi oss »til vatns«, hvenær mundi oss þá skjóta
upp aptur? Dana-málgagnið er núna slðast 10.
þ. m. að gylla fyrirtæki þetta, eptir því sem það
hefur vit og vilja til. Meira verður ekki af því
heimtað. Því er meinilla við, að Þjóðólfur hefur
sýnt frarn á ómótmælanlega, að markmið þessa
stóra, danska banka,íslandsbanka(!!) svo kallaða, er
alls ekki aðstyðja landbúnaðinn íslenzka. Hlutverk
bankans liggur á öðru svæði, því að hann á að-
allega að verða »disconto« — eða víxilbanki, en
ekki það sem kallað er »hypotek« — eðaveðlána-
banki. Málgagnið getur sannfærzt um þetta, ef
það nennir að líta í bráðabirgðarreglugerð þá,
er forsprakkar fyrirtækisins gáfu út næstl. sumar.
En nú segir málgagnið, að þótt bankinn sé
ekki beinlínis ætlaður landbúnaðinum til nota,
þá verði hann það óbeinlínis með því að kippa
verzluninni í lag, því að hún sé fóturinn undir
landbúnaðinum og enginn hafi enn dirfzt að
efast um, að banki þessi yrði verzlun lands-
ins til mikilla framfara. Vitnar það meðal
annars máli sínu til sönnunar í álit kaupmanna
hér í bænum næstl. sumar, og er feikilega hreyk-
ið af því. En nú er þess að gæta, að málið var
lítt kunnugt, lítt hugsað og svo sem ekkert rætt
um það leyti, er þetta kaupmannaálit kom í ljós.
Það hefur skýrzt mikið sfðan, margir agnúar á
því fundizt, er þá var ekki veitt eptirtekt. Ept-
ir því sem hagur landsbankans stóð þá, mátti til
vorkunnar virða, þótt menn litu þá mest á þetta,
»slagorð« eða einkunnarorð: »öfluga peningastofn-
un í landinu«, sem síðan hefur verið veifað ótæpt
til að kitla íhugunarleysi manna, svo að menn
festi ekki augun á öðru en þessu eina: »pening-
ar, peningar inn í landið«, því að slíkar glósur
eru svo auðsagðar og glæsilegar í skjótu bragði.
En þegar fárið var að brjóta þessa »öflugu pen-
ingastofnun« til mergjar, þá komu annmarkarnir
í Ijós, þeir annmarkar, sem gerðu fyrirtæki þetta
mjög ísjárvert, já, háskalegt frá íslenzku sjónar-
miði. Jafnvel sumir þeirra kaupmanna, er mælt
höfðu með þessu í fyrstu urðu á báðum áttum
við nánari íhugun, og vér vitum, að minnsta
kosti um einn þeirra, að hann er alls ekki trú-
1