Þjóðólfur - 29.06.1900, Qupperneq 4
120
hin nýja valtýska náðarsól eigi enn eptir að skína
á ritstj. stj.málgagnsins, og þá sé gott að hann geti
skammtað sér sjáifur launin, sem einn af Islands
fjármálastjórum ásamt bændúm!] þá eru það íslenzk-
ir bændur og atvinnuveitendur [heyr!] sem verða að
afla launa handa þeim [eg held það sé dýrmætt, handa
þeirn embættismönnum, sem „sýna að þeir vita, að
jafnvel þótt“ fjármálin séu í versta ólagi, þá geti
þeir alltaf haft nóg að bíta og brenna] og að það
borgar sig bezt að greiða fyrir þeim afla“ [nfl, að
brauðbítirnir, embættismennirmr, þekkji sinn vitjunar-
tíma, og styðji að því í orði og verki, að öll stjórn
fjármála Islands komist úr höndum þessarar ofboð
litlu „samkundu", sem enginn veit hvar er].
Öll Isafoldargreinin er jafnviturleg og jafnvel
rituð, sem þetta sýnishorn, er hér hefur verið tek-
ið með ofurlitlum athugasemdum. Að „ísafold"
flytur annað eins erkirugl, sýnir ljósast, hve djúpt og
lágt hún er fallin. En sumum þykir sennilegast,
að höfuðpaurinn sjálfur hafi skrifað þetta, því að
hann sé í seinni tíð orðinn bersýnilega ófær að
hugsa og rita og hljóti að vera orðinn eitthvað bilaður
í höfðinu. Og eru allar líkur fyrir, að það álit
manna hafi við góð rök að styðjast.
£ptlrmseli,
Hinn x. þ. m. (júní) andaðist hjá syni sínum að
Stóru-Skógum í Stafholtstungum Sigrídur Guðmunds-
dóttir frá Grenjum og Sigríðar Asmundardóttur hrepp-
stjóra frá Elínarhöfða Jörgenssonar Hanssonar
Klingenbergs hins auðga á Krossi á Akranesi (-þ1785)
Jörgenssonar; sá Jörgen var ættaður frá Hamborg.
Sigríður var fædd á Grenjum 1829 og ólst þar upp hjá
móður sinni,, þar til hún giptist Guðmundi bónda á
Litla-Fjalli, Ásbjarnarsyni frá Melshúsum á Skaga.
Pau eignuðuðust 12 börn, og lifa nú aðeins 4, eitt
af þeim er Árni bóndi í Stóru-Skógum. — Sigríður
var umhyggjusöm móðir og vel látin af öllum, er
hana þekktu; hún var skýr vel og minnug og all-
vel fróð í ættum og sögum. Guðmundur, maður
Sigríðar lifir enn, og er nú til heimilis í Einarsnesi.
____________ (70-
Hinn 8. þ. m. (júní) andaðist að heimili sínu
Stórahofi í Gnúpverjahrepp Vigfús Pálsson, er
þar bjó lengi, en var hættur að búa fyrir nokkrum
árum. Vigfús sál. var á 80. aldursári, er hann lézt.
Hafði verið hinn mesti atorkumaður, bætti mjög
jörð sína og bjó mesta sómabúi. Hreppstjóri varhann
um nokkur ár, og hinn röggsamasti í allri sveitarstjórn.
Honum var jafnan viðbrugðið fyrir ráðdeild og hrein-
lyndi, kjark og skörungskap, og var jafnan í miklu
áliti. Allan síðari hluta sinnar var hann þjáður
af meinsemd (krabbameini í kinninni), þjáðist mjög
mikið og lengi; en bar það með stakri karlmennsku.
Kona Vigfúsar var Katrín Þorsteinsdóttir frá
Vindási, sem enn lifir. Þau áttu 2 dætur, Vilborgu
kona Sigfúsar Sigurðssonar á Stórahofi, og Sigríði
konu Þorsteins Jónssonar á Húsatóptum. (V.).
Leiðrétting. I eptirmælum Ofeigs heit. í Fjalli
í 28. tölubl. Þjóðólfs hafa fallið úr nokkrar línur,
og á þar að standa: „En fyrri kona Ofeigs Vig-
fússonar ríka og móðir Ofeigs yngra var Ingun
Eiríksdóttir dannebrogsmanns á Reykjum á Skeiðum
Vigfússonar og síðari konu hans Guðrúnar Kolbeins-
dóttur prests í Miðdal Þorsteinssonar. — Var Ingun
heitin eptir fyrri konu Eiríks Ingunni Eiríksdóttur
frá Bolholti Jónssonar o. s. frv., eins og sagt er í
eptirmælunum.
JMT Þjóðólfur kemur tvisvar í
næstu viku, þriðjudagr og föstudag.
Látúnsbúin svipa með nafninu „JónSvein-
bjömsson" á stéttinni hefur tapazt hér í bænum,
Finnandi skili svipunni annaðhvoit til Jóns Magn-
ússonar kaupm. á Laugaveg eða á skrifstofu Þjóðólfs.
sem aftappað er hér, seljum
við undirritaðir fyrst um sinn:
í smákaupum \2 fl. á 1 2 aura,
ístærri —'\2 fl. á 1 1 aura.
Reykjavík ‘9/6—1900.
J. G. Halberg. W. Ó. Breiðfjörð.
Th. Thorsteinsson,
IIHIHIIHIIIIIl
■niimmniinmmm mhiiii
Glasgow-prentsmiðjan
tekur til prentunar fyrir mjög væga borgun,
allskonar blöð, og smáritlinga, einnig bæk-
ur, reikningaeyðublöð, kvittanir, bréfhausa,
grafskriptir, erfiljóð, markaskrár o. m.
fl. Með því að prentsmiðjan hefur mik-
ið og margbreytt letur, þar á meðal
mikið af skrautletri, getur hún leyst
prentunina jafn smekklegaaf hendi
sem aðrar prentsmiðjur hér í
bænum, og auk þess
töluvert ódýrar.
I»eir, sem þurfa að láta prenta ýmislegt
smávegis, geta hvergi komizt að betri kjörum en í
GLASGOW-PRENTSMIÐJUNNI.
Yín, vindlar og reyktóbak
frá
Kjœr & Soxnmerfeldt
fæst hjá
Steingrími Johnsen.
Ætíð nægar birgöir.
Chartreuse
Og
Benediktiner púlver
á 1 krónu hver pakki.
Ur þessu má búa til »likör«
dldungis samkynja hinum ekta.
Bröd r. Berg.
Amagertorv 14. Köbenhavn.
Saltfiskur
vel verkaður, stór og smár, og ýsa, verður
keyptur í sumar fyrir þeninga við verzlunina
„EDINBORG" í Keflavík, Stokkseyri og
Reykjavík.
Ásgeir Sigurðsson.
Smátt te
á 1 krónu 60 aura pundið.
Þetta smágerða te, sem hr. Bernhard Phil-
ipsen hefur haft til sölu meir en 20 ár, er
eingöngu sald úr hinum fínustu tetegundum og
fæst nú jafn á-gœtlega gott hjá
Brödr. Berg.
Amagertorv 14. Köbenhavn.
Kristján Þorgrímsson
s e 1 u r:
ELDAVÉLAR og OFNA frá beztu
verksmiðju í Danmörku fyrir innkaups-
verð, að viðbættri fragt. Þeir, sem
vilja panta þessar vörur, þurfa ekki
að borga þær fyrirfram, aðeins lítinn
hluta til tryggingar því, að þær verði
keyptar, þegar þær koma.
0
11
*»»
0
SUNDMAGAR
vel verkaðir verða keyptir fyrir þeninga við
verzl. „EDINBORG" í Keflavík, Stokkseyri
og Reykjavík.
ÁSGEIR SIG URÐSSON.
VOTTORÐ.
Eg undirrituð hef mörg ár þjáðst af
móðursýki, hjartslætti og þar af leiðandi
taugaveiklun. Hef eg leitað margra lækna,
an árangurslaust. Loksins kom mér til hug-
er að reyna Kína-lífs-elixír frá Waldemar
Petersen í Frederikshavn, og er eg hafði brúk-
að úr 2 flöskum, fann eg stóran bata.
Þúfu í Ölfusi.
Ólafía Guðniundsdóttir.
KINA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestum katip-
mönnum á íslandi.
, Til þess að vera vissir um, að fá hinn elcta.
Kína-lífs-elixír, eru kanpendur beðnir að líta vel
V.P.
eptir því, að—þý" standi á flöskunum I grænu lakki,
og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku-
miðanum: Kínverji með glas I hendi, og firma-
nafnið Waldemar Petersen, Nyvej 16, Köbenhavn
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Glasgow-prentsmiðjan