Þjóðólfur - 07.09.1900, Side 2

Þjóðólfur - 07.09.1900, Side 2
IÓ2 hluti þjóðarinnar væri orðinn á einu máli um stjórnarskrárbreyting. Það væri mjög varúðar- vert að þröngva upp á þjóðina breytingu, að eins með eins atkvæðis meiri hluta, og vitnaði til orða Hörrings ráðgjafa um, að stjórninni þætti mjög viðurhlutamikið að samþykkja breytingu á stjórn- arskránni með svo litlum meiri hluta á þingi; það yrði að minnsta kosti 2/3 að vera með breyt- ingunni, til þess áð menn gætu skoðað hana nokkurnveginn samhljóða vilja þjóðarinnar. Þeir ritstj. Isafoldar voru sífellt að klifa á því, að Tr. vildi enga stjórnarbót, og reyndu að hártoga orð hans ög snúa út úr þeim á ýmsan hátt, en Tr. skaut máli sínu optar en einu sinni til fundarins og bað menn að minnast þess, hvað hann hefði sagt, gagnvart væntanlegum rangfærslum Isafold- armannanna, sem alþekktir væru að því að grípa í endann á hverju máli, og snúa því um eptir eigin geðþótta. Leitaðist aðalritstj. Isaf. við að bera það af sér með þeirri óskammfeilni, að hann hefði ekkert skammað Tr. í blaði sínueðarang- fært neitt, en þeirri afsökun var tekið með ópi og háreysti af fundarmönnum, og varð þá B. svo reiður, að hann hlemmdi fótunum hart að gólfi. Að vísu var það ekki kurteist af fundarmönnum að láta karlinum vanþóknun sína á framkomu hans gegn Tr. og atfigrli blaðs hans yfirleitt 1 ljósi á þennan hátt. Én hvaða kurteisi verðskuld- ar einnig svona fólk, sem er svo djarft að þræta fyrir það á almennum fundi, sem hverju barni, er blaðið hefur lesið liggur i augum uppi. B. J. 'ætti að minnsta kosti að þekkja Reykjavíkurbúa Svo, að þáð tjáir ekki að bjóða þeim allan þrem- ilinn. Þeir kunna réttilega að meta framkomu blaðs hang í þessari kosningarbaráttu gegn Tr. G. Hefur Þjóðólfur t. d. beitt sömu meðulum gagnvarf Jóni Jenssyni? Því fer harlafjarri. En vér getum ekki látið þess ógetið, að framkoma þessa þingmannsefnis (J. J.) á fundinum virtist oss mjög óviðurkvæmileg, einkum í stjórnarskrár- málinu, þar sem hann var að skamma endur- skoðuðu stjórnarskrána, er hann átti að þakka þingmennsku sína hér í Reykjavík 1894, því að hann náði þá beinlínis kosningu sakir þess, að hann lofaði að fylgja því frumvarpi fastlega. En árið eptir snerist hann algerlega á móti því og nú á fundinum var hann að hæla sér af því að hann hefði »yfirgefið líkið«(!!) nfl. stjórnmálastefnu Benedikts heit. Sveinssonar. Séu þetta ekki ó- virðuleg og óviðurkvæmileg ummæli í munni þessa manns, Jóns Jenssonar, þá vitum vér ekki, hvað á að nefnast því nafni. Önnur eins ummæli eru auk þess mjög óviturleg og menntuðum mönnum að öllu leyti ósamboðin. Þau eru að eins þeim til skammar, sem taka sér þau í munn. Yfirleitt var framkoma hr. J. J. á fundi þessum mjög bágborin og bar Tr. þar sýnilega sigur úr býtum, enda létu fundarmenn það greinilega í ljósi á ýmsan hátt, og stuðlaði meðal annars að því framkoma Isafoldarmanna með Hjálmar apt- an f; hef ðu þeir átt að hafa vit á því, að hafa sig ekki jafnmikið frammi, eins og þeir gerðu, því að þeir spilltu stórum sínu máli, af því að þeir töluðu með þjósti og frekju í Tryggva garð, en alls ekki með sannfærandi rökum. Varð hon- um því auðvelt að vinda allar árásir þeirra af sér, enda tókst honum það mjög liðlega, eins og t. d. gagnvart Hj. Sig. um smjörlíkistollinn og þeim ásökunum, að Tr. vildi styðja að auðsafni á einstakra manna hendur, en hugsaði ekki um fjöldann. Sýndi Tr. fram á það með skýrum rökum, að þetta væri einmitt þvert á móti því, sem hann hefði barizt fyrir alla sína tíð, hann hefði einmitt barizt fyrir því, að sem flestir nytu hags af framfarafyrirtækjum þeim, er hann hefði komið á laggirnar t. d. þilskipaútveginum o. s. frv. Nokkrar umræður urðu á fundinum um fréttaþráðarmálið, lagaskólamálið og stórabanka- málið, en urðu snubbóttar, með því að fundur- inn hafði staðið lengi. Var honum slitið um kl. n */», og voru þá margir gengnir burtu áður. Kom flestum þeim, er fundinn sóttu og ekki voru áður fylgjandi öðru þingmannsefninu fremur en hinu, saman um, að Tr. hefði mjög aukið fylgi sitt með framkomu sinni þar, og sögðu, að þeir væru alráðnir í að greiða honum atkvæði við væntan- lega þingkosningu hér 12. þ. m. — En hinir kvað hafa verið súrir á svipinn og vondaufari eptir en áður, að þeim tækist að koma hr. Jóni Jenssyni hér að. Hafa þeir síðan verið á sífelld- um þönum um bæinn, en leynileg fundarhöld á hverjum degi til að kanna liðið og skipta með sér verkum, og er nánara skýrt frá einum sllkum fundi hér aptar í blaðinu, af kunnugum manni. Austan úr sveitum. 1. Ur Arnessýslu er ritað 30. f. m.: Margar og misjafnar þykja okkur Arnesing- um tillögur Reykjavíkurblaðanna, þegar þau eru að úthluta okkur þingmannaefnin fyrir næsta kjör- tímabil. Isafold flutti síðast í júlí langa lofgerð- ar- og flærðargrein um þingsetu og búskap presta; vill það blað auðvitað fá sem mest afþeirri hjörð á þingið og er því óspart á lofinu um þá. En því er nú ver, að »IsafoId« hleypur á hundavaði, eins og optar, þar sem hún telur okkur bændum trú um það, að prestarnir megi skoðast af okk- ur sem bændur, þeir hafi að eins menntunina fram yfir okkur — og séu hennar vegna hæfari til þingsetu. — En okkur virðist nú sumum, að þeir hafi meira fram yfir okkur en menntunina eina saman. Vill ekki »ísafold« bæta því við lof- ið um búskap prestanna næst, að þeir sitja venju- lega eptirgjaldslaust á einni beztu jörðinni í presta- kallinu, og fá síðan árlega frá okkur x,ooo— 2,000 kr. i kaup, og búa þó að öllum jafnaði engu betur en bændur; er þetta búskaparhól um prestana því argasta villukerining hjá »ísafold«. »ísafold« segir, að bændur, sem hæfir væru til þingsetu, þykist ekki mega, eða geti ekki gefið sér tíma til þingfarar, og finnur blaðið ekkert að því; en ekki telur blaðið neitt torvelt fyrir prest- ana, sem það er að bögglast við að kalla bænd- ur, að gefa sig við þingmennsku, og það enda þó þeir þjóni 3—4 kirkjusóknum í ofanálag á bú- skapinn. — Þessi þingfíkn presta er í rauninni talandi vottur um það, að menn þessir hafa allt of lítið að gera. Það væri því bráðnauðsynlegt að fækka þeim um allan helming til þess að spekja þá dálítið í hinum prestlega verkahring þeirra. »Fjallkonan« segir okkur núna 6. ágúst, að við eigtim að kjósa Sigurð búfræðing á þing, af því að hann sé alkunnur og líklegur til mikils frama landbúnaðinum. Hvaðan er blaði þvf kom- in sú speki? Eru það búskaparhyggindi Sigurðar, sem blaðið byggir þessi meðmæli á eða hvað? Eg þekki Sigurð þennan ekkert, en eg hefi séð hann skrifa ósköpin öll í blöðin, en mér hefur einlægt fundizt hann ekkert segja með öllu sínu skrifi. Mér er sagt, að Sigurður þessi hafi verið til skamms tíma eldrauður og ákafur heimastjórnar- maður, en á meðmælum »ísafoldar« er hægt að sjá, að maðurinn hefur afklæðst þeim búningi, og er nú loksins — að minnsta kosti svona í svip- inn búinn að ná landi í hinum pólitiska faðmi hins »mæta« manns Bjarnar Jónssonar. »ísafold« er títt-töluð á kosningabralli, sem hún kallar vera hér í sýslunni. Blað þetta ætti að skammast sfn fyrir, að minnast nokkurn skap- aðan hlut á kosningar í þessu kjördæmi. Það er sem sé alkunnugt af blaðinu sjálfu, að enginn hefur lagt eins mikið kapp á, að afla einstökum mönnum fylgis í þessu kjördæmi og þetta blað hefur gert bæði leynt og ljóst. En allt fyrir það er þó óvíst, að »ísafold« takist að stíga á hálsinn á okkur öllum Arnesingum, því til eru hér enn þá, sem betur fer menn, sem þora eð hugsa og tala öðruvísi en eptir innblæstri »ísa- fpldar«, enda væri þjóðin þá og illa komin, ef hún léti öll beygjist undir hæla þeirra Bjarnar Jónssonar og Einars »ágæta samverkamanns«.— Það getur því vel skeð, að svo fari, að »ísa« litla fái heim aptur til sín 1 hreiðrið af smark- aðinum« blessaðan prestinn eða þá consúl- entinn, eða hvað hann nú er kallaður á fína málinu hinn kandídatinn hennar; það er líklega rétta nafnið þetta, því hann er þó líklega ekki hræða í varpi hvort eð er; gæti hann þákann- ske komið upp mjólkurbúi fyrir eigin reikning á næsta ári ög sýnt okkur svo verklegan hagn- að af þeirri framkvæmd, .því »skrifunum hans« trúum við hvort sem er ekki allir. Þau eru of lausalopaleg til þess, og of mikill vaðallinn í þeim. Að endingu mun eg að dæmi »ísafoldar«- manna undirskrifa mig í þetta sinn Karl í koti. H. Annar merkur maður í Árnessýslu ritar á þessa leið 31. f. m.: Nú líður bráðum að þeim tíma, að Árnes- ingar eins og fleiri eiga að fara að kjósa þing- mannsefni sín, og þyrftu þeir sjálfsagt ekki að vera lengi í vafa um, hverja kjósa ætti, ef þeir færu algerlega eptir ráðum »ísafoldar«, því það opt er hún búin að tyggja upp og jagstaglast á sínum miklu, góðu hæfileikamönnum, sem eru Magnús prestur á Torfastöðum og Sigurður búfr. frá Langholti. Því skal ekki neitað, að þeir eru eflaust nýtir menn f sinni stöðu, en um þing- mennskuhæfileika þeirra kunna fáir að dæma, þar eð báðir eru óreyndir. Þó þykir sumum Sigurður ekki sem stefnufastastur í hinu mikla stjórnarskrár- máli, því í fyrra á þingmálafundinum í Hraun- gerði fannst sumum hann tala algerlega á móti valtýskunni, en einmitt þá kom hann með hana í dularklæðum,’og auðvitað hefði »ísaf.« ekki sett hann á »skrá« hjá sér, ef hann væri heima- stjórnaj-maður, og auðvitað verður það helzt, sem spillir fyrir Sig. að hann komist að fyrir þetta kjördæmi, að »ísaf.« hampar honum svo mjög framan í kjósendur hér, því að ráðum hennar munu sárfáir fara, og fyrir óþarfa afskipti henn- ar af kosningunum hér og óverðskuldaðar hnút- ur, sem hún kastar að Símoni á Fossi o. fl. bæði frá ýmsum fréttasnötum og eigin brjósti, mun fækka kaupendum að þeirri stjórnardulu hér um pláss, því fáar horbeljur hafa orðið eldri í Ár- nessýslu en 16—18 vetra, hvað þá, ef þær eru stritlur f tilbót. Þegar eg les »ísaf.« um þessar mundir, dett- ur mér opt í hug Þorgerður gamla á Hala, skap- vargurinn mikli, því opt hafði hún tvo hvoptana og talaði sittmeð hvorurn. Þá er »ísaf.« talar um sína vildarmenn er lofið og hólið svo mikið um þá, að þeir eiga að vera næstum því syndlausir og flekklausir, en þá um mótstöðumenn henn- ar er að ræða, hrúgar hún saman svo miklum fúkyrðum, að slíkt sæmdi betur verstu götu- strákum, en menntuðum mönnum, sem eiga að vera. Alþingiskosningar. 1. Nú er komin frétt um kosningar í 2 kjör- dæmum. I Vestur-Skaptafellssýslu varkosinn 1. þ. m. Guðlaugur Guðmundsson sýsiu- maður með rúmum 50 atkv. Dr. Jón Þorkelsson (yngri) fékk að sögn 8 atkv. Aðrir ekki í kjöri. I Mýrasýslu var kjörfundur haldinn 3. þ. m. Kosningu hiaut Magnús Andrés- son fyrv. prófastur á Gilsbakka með 87 atkv. Séra Einar prófastur Friðgeirsson á Borg, er þar var einnig í kjöri, fékk 32 atkv. Bæði þessi kjördæmi hafa áður sent Valtý- inga á þing, svo að því leyti hafá þeir ekkert unnið við þessar kosningar. En atkvæðagreiðslu- munurinn, einkum í Vestur-Skaptafellssýslu, er þð

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.