Þjóðólfur - 30.11.1900, Page 3
213
fremst dr. Gudmundsson sjálfur (nfl. Valtýr) og
Hallgrímur biskup, sem talið er til gildis, að hann
sé tengdafaðir Thomsens konsúls, er hafi getið sér
svo mikinn orðstír við dönsku stúdentaförina hing-
að í sumar. Þriðja ráðgjafaefnið er taliðj: Brun(!)
amtmaður frá Eyjafirði(l), er vera mun Páll Briem.
Þessir þrír mega því lifa í voninni. Nr. i mun
fara nærri um, hvernig horfurnar eru. Greinar-
höf. gefur og í skyn, að hlaupi einhver snurða á
valtýskuna i sumar komanda eða á væntanlegu
aukaþingi 1902(1) þá verði líklega Goos ráðgjafi
að ómaka sig hingað og semja við alþingi um
breytingarnar, því að annars muni málið illa far-
ið o. s. frv.
Við grein doktorsins sjálts (»Politiken« i.nóv.)
er lítið að athuga, því að frásögn hans um kosn-
ingaúrslitin er að eins byggð á hinum öfuga
útreikningi Isafoldar og tómum ímyndunum. Hann
sér það vonandi, þegar á þing kemur, hversu
fylgismenn hans verða einhuga. Einkennilegt er
það, að doktorinn er alltaf að tala um frumvarp-
ið sitt frá 1897, sem bráðlifandi(l) eins og bar-
áttan sé nú háð um það, þótt allir viti, að það
var steindrepið á þinginu 1897. Hann mótmælir
því og harðlega, að þetta frumvarp sitt (sálaða
frumvarpið(l)) sé nokkurt stjórnarfrumvarp eða
stjórnartilboð, og kemur það í nokkuð beina mót-
sögn við mál^agnið hans, sem ávallt er að tönnl-
ast á stjórnartilboðinu frá 1897(1), er Valtýr hafi-
verið sendur með á þing. En Valtýr vill eiga
frumvarpið einn. Skyldi honum vera farinn að
virðast tvísýnn heiðurinn af því hér heima, að
koma hvað eptir annað fram á fulltrúaþingi Is-
leudinga sem vikadrengur dönsku stjórnarinnar?
Hver veit. Ónotin í garð Þjóðólfs tökum vér
oss ekki nærri, því að það er engin furða, þótt
doktorinn hafi enga ofurást á honum. Hann
hefur verið svo sár þyrnir í iljum doktorsins, þegar
hann hefur verið að spígspora ofan á landsrétt-
indum Islands, að það hefur ekki tafið svo lítið
fyrir manninum á þessari pólitisku krossferð bans
til fyrirheitna landsins — ráðgjafasætisins. Og
enn er markið engu eða litlu nær en 1897. En
Þjóðólfur hefur aldrei Danafjandi verið, en hitt
-er satt, að hann hefur aldrei verið Danastjórnar-
sleikja og ætlar sér ekki að verða, enda tullyrða
margir, að dr. Valtýr og ísafold hafi bæði feng-
ið einkarétt fyrir Island til að bera það nafn.
Og mun þá hagsmuna Danastjórnar vera nægi-
lega vel gætt hér á landi. Ritstj.
F r æ ð i 1 e i t.
Það happ hlotnaðist mér í dag, að fá sem
umbúð blað af Isaf. frá 21. þ. m. Eg hefi nfl.
ánægju af sannsýnandi (realistiskum) skáldskap, og
þar rakst eg á grein, er sýnir (forestiller) einn
kunningja, Björn nokkurn Jónsson, svo vel, að
nð betri sýning getur varla. I lýsingunni á
B. M. Ó. og framkomu hans í stafsetningarmál-
inn, leiðir skáldið Björn þennan Jónsson fram á
sjónarsviðið, eins og hann er: sem sjúkling eða
-ástríðumann, er ekki hefur taumhald á geði sínu
og tilhneigingum. Hann fær »hviður« og sóttin
elnar eða rénar öðru hvoru eptir kringumstæðum;
enda er þetta ástand B. J. fyrir löngu orðið að
þjóðsögu. Þannig gekk saga um heilsu-ástand
hans á tímabilinu milli 12. og 22. sept. síðastl., með
eðlilegum tilbreytingum eptir vegalengd: Sunn-
an Hellisheiðar: »Björn er enn á róli, en talið
víst hann leggist, ef Hannes nær kosningu«.
Milli Hellish. og Þjórsár: »B. kvað vera lagztur,
en talið víst hann deyi, ef H. nær kosningu«.
Og austan Þjórsár: »B. er sagður dauður, en
talið víst hann gangi aptur, ef H. nær kosningu«.
Og þessu líkar sögur hafa opt gengið um hann.
Þar sem lýst er fundarhaldinú í Breiðfjörðs-
Eúsi 20. þ. m., sem eg var við staddur, og undir-
búningi þess — auðvitað þvert öfugt við það,
■sem átti sér stað — er öll frásögnin, aðferðin
«g hvatirnar, sem rektor og fundarmönnum eru
eignaðar, svo aðdáanlega sannbjörnskt, eins og
Björn hefði samið það sjálfur, leiddur af sínum
eigin tilfinningum: allt byggist á falskri »fore-
stilling« og ódrengshætti.
Mér fer nú eins og mörgum öðrum, að mig
fýsir að vita nafn höfundarins, er eg sé listavel
samið mál. Getið þér, hr. ritstjóri, frætt mig
um, hver gert muni hafa þetta björnsýnandi lista-
verk, greinina: »Mans-umskiptingurinn«?
Bóndi í grenndinni.
*
* *
Hinum háttv. spyrjanda er fljótsvarað, því
að fingraför Bjarnar Jónssonar eru alstaðar auð-
þekkt. Það er ávallt sama snildin, sama listin
í öllU, sem hann lætur frá sér fara, og það var
eðlilegt, að honuni tækist vel að lýsa »mans-
umskipting«, því að hver er sínum hnútum kunn-
ugastur. Spyrjandinn þarf alls ekkert ^ð furða
sig á skáldskapnum, andagiptinni og stílfegurð-
inni hjá B. J., því að hann hefur lengi lötrað
seigt karlinn sem smekkmaður og orðsnillingur.
Hann hefur lengi skáld verið, þótt hann hafi
ekki ort eða »orkt«, sem talin er röng mynd á
einum stað, en rétt mynd á öðrum(l) í fyrirmynd-
arorðabókinni hans. Hann þekkir víst orðtæk -
ið: salténd ertu skáld« í vissu sambandi, þá er
einhverjum fer eitthvað frámunalega klaufalega
úr hendi eða farið er með ósannindi. Björn
Jónsson er frægasta »skáld« landsins í þeirri
merkingu orðsins. Ritstj.
Póstskipið ,Ceres‘ (kapt. Jacobsen
ekki Oest-Jacobsen) kom hingað að kveldi 26.
þ. m. Með henni kom Hallgr. Melsteð lands-
bókasafnsvörður úr skemmtiferð suður í löndum.
Hafði farið til Lundúna og Parísar og þaðan til
Norður-Ítalíu og Vínarborgar. Einnig kom með
skipinu kaupmaður Björn Kristjánsson og Th.
Thorsteinsson, Guðm. Ólsen verzlunarm., Karl
Finsen o. fl.
,Skálholt‘ er væntanlegt hingað í næstu
viku aukaferð. Átti að leggja af stað frá Höfn
21. þ. m. koma við í Leith — til að taka þar ensk-
ar vörur, er »Ceres« gat ekki tekið—og á 3 hafn-
ir í Færeyjum. Hingað kemur því ekkert skip
um nýársleytið frá því »savneinaða« eins og 1 fyrra.
Skipstjóraskipti eiga að verða á »Laura«.
Christiansen, sem mörg ár hefur verið skipstjóri
hennar hættir, og tekur við öðru skipi, (»Louise«)
sem verður í förum í Eystrasalti (millum Königs-
borg og Hafnar). Ekki er enn fullvíst, hver við
skipstjórn á »Lauru« tekur. Christiansen var all-
duglegur sjómaður og heppinn í förum, en átti
ekki miklum vinsældum að fagna almennt; leit
út fyrir, að hann kynni betur við sig 1 Færeyj-
umen hér og dvaldist »Lauru« þar optdrjúgum.
í raun réttri mundum vér einnig með ánægju
sjá á bak »Lauru« úr förum hingað, því að bæði
er hún mjög seinfara og að mjörgu leyti óhent-
ugt og óþægilegt farþegaskip, þótt gott sjóskip
sé að ýmsu leyti.
Dómur í barsmlðamáli séra Halldórs Björns-
sonar fyr prests í Presthólum, er uppkveðinn í
hæstarétti. Sekt prests lækkuð úr 200 kr. niður
í 100 kr., en skaðabætur sömu sem í yfirrétti
(120 kr.). Sækjandi málsins var P. G. C. Jensen,
en Hindenburg verjandi.
Íslenzka sýningardeildln á Parfs-
arsýningunni hefur fengið hæstu verðlaun (»grand
prix«) hjá sýningarstjórninni.
Fjárskaðar allmiklir urðu sumstaðarhér
sunnanlands í ofsaveðrinu 2. þ. m. Meðal ann-
ars missti Sæmundur bóndi í Stakkavík í Selvogi
um 60 fullorðið fjár í sjóinn, flæddi þar á skeri.
Hjá Grími bónda Eiríkssyni f Gröf í Grímsnesi
fórust rúm 40 lömb, er hröktu þar í ós einn. Átti
hann um helming þeirra sjálfur, en hinn helming-
in Guðjón bóndi Finnsson á Reykjanesi þar í
sveit. í Kjós urðu og fjárskaðar (í Hækingsdal
og víðar).
Skiptjón. Fregn hefnr borizt um, að
gufuskipið »Egill«, er lengi hefur verið í förum
hér (einkum milli Noregs og Austfjarða) hafi
sokkið á ferð milli Björgvinar og Englands, en
skipverjum verið bjargað. Hafði annað skip rek-
izt á það og þannig sökkt þvf.
íslenzkir sagnaþættir.
Frá Árna Gíslasyni í Höfn, föður
Hafnarbræðra.
Arni Gíslason var fæddur 1726. Hann ólst
upp hjá föður sfnum séra Gfsla Gíslasyni gamla
á Desjarmýri (f 1784). Árni var höldamenni og
vildi eigi læra til prests; hann hét eptir Áma presti
Álfssyni í Heydölum, móðurafa sínum. Hann var
allt að 3 álnum á hæð og sæmilega gildur, bar
sig hvorki mikillega né stoltlega; hann var held-
ur mjór um niðurandlitið (eins og fleiri, sem kall-
aðir voru hamramir); hann hafði dökkt hár, grá-
leit augu og greindarleg; hann var fremur fáskipt-
mn og hægur í viðmóti; heldur var hann trassa-
fenginn og hirti eigi um mikinn gróða; hann var
letingi, en tröllaukinn að burðum og bezti sjóliði;
hann var liðugt skáld og var opt skemmtilegt að
tala við hann, ef vel lá á honum og var hann
þægilegur við flesta aðkomandi.
Þegar Árni var í föðurgarði var eitt vor mjög
hart í ári; lenti þá Þórunn í Hvannstóði í Borg-
arfirði, ekkja Hallgríms, er þar var, til Gísla prests
að Desjamýri með eitt barnið; hún var þar helzt
við niðriverk og gekk um beina, var hún mesti
kvennskörungur; hún var hjá séra Gísla 2 eða
fleiri ár; þeim Árna syni hans kom vel saman og
átti hann með henni stúlku, er Þórunn hét. Árni
vildi sfðan eiga Þórunni, en faðir hans vildi ekki
lofa honum að taka saman við ekkjuna með börn-
um, svo fátæka, að börn hennar voru um tíma á
sveit; úr því varð Árni sem enginn vinur föður
síns, en séra Gísli vildi að hann fengi ríka gipt-
ingu, því hann þekkti son sinn sem letingja og
taldi hann á að ganga að eiga Guðlaugu (f. 1734)
frá Hafursá, dóttur Torfa stúdents á Stóra-Sand-
felli; hún var jarðeigandi; þau giptust og fóru að
búa í Höfn í Borgarfirði; gekk þeim í meðallagi
og áttu tvo drengi, Hjörleif og Jón.
Árni var bezti sjómaður eptir því, sem þá
var siður með sjómennsku og uppólust drengir
hans við sjósókn og fiskuðu opt vel einkum á
fullorðins árum; voru þeir bræður Jón og Hjör-
leifur optast tveir einir á sjó, án þess að hafa
aðra með sér; þó hlutarmaður væri hjá þeim, þá
var það optast verk hans að taka á móti fiskafla
og gera honum gott, fékk svo einn hlutinn af bátn-
um fyrir það. Árni var hálfstirður við konu sína
Guðlaugu, en ekki mátti hann heita slæmur við
hana. Hjörleifur Einarsson frá Hafursá, Þorvarðar-
sonar, barnlaus maður og fóstri Guðlaugar var hjá
þeim Árna. Það bar einhverju sinni við meðan
Hjörleifur var á lífi, að talað var um sitthvað inni
á palli í Höfn; eitt var það að Hjörleifur mundi
deyja, svo Guðlaug (hún lifði þó mann sinn og
bæði urðu gömul), en Árni yrði eptir í Höfn. Þá
kvað Árni:
Þá Lauga er og Leifi dauður
líka fallin kýr og sauður
uppi stend eg álnasnauður,
eitthvað mun eg bralla þó,
ræki vel að róa á sjó ;
gefst mér þá með gipting auður,
geðug verður snótin sú,
reisi eg aptur rausnarbú;
þó mun löstur á raunum rauður
að rækals kerlingin
hlutsöm í horni hvert og eitt sinn.
Eitt sinn var vinnukona á Desjarmýri að vefa
spjaldabönd inni í rúmi í baðstofunni seint á helgi-
degi; þá kom Árni inn og annar maður til. Árni
spurði: „Viltu ekki að eg kveði til þín vísu, svo
þú vefir betur“; hún kvaðst geta ofið án kveð-
skapar hans. Ámi kvað þó:
Ofið hefur fölsk og flá
fjandans heimskuálfur;