Þjóðólfur - 29.01.1902, Síða 3
19
aðir menn eins og t. d. dr. Valtý ætti
ekki að þurfa meira til þess að fylgjast
með því, sem fram fer í heiminum, en
að fara utan einu sinni og jafnvel tvis-
var á hverju ári, eins og heimastjórnar-
valdinu er ætlað. Og eitt af tvennu tel
eg þ^ð affara=ælla, að raðherrann þekki
fremur astandið á íslandi, svo hann sjái,
hvað því vanhagar um, heldur en þó hann
færi að þeysast á andlegum og verald-
legum „Eimreiðum" utan úr löndum.
Gætinn og djúphygginn maður í valda-
sessi heimastjórnarinnar væri hið bezta,
er vér gætum óskað Islandi nú til handa,
og mun betri en sleipur og slægur er-
lendur hcfðingi, þó hann í fyrstu flagg-
aði með öllum nýmælum heimsins.
Þetta er annars ekkert áhorfsmal fyr-
ir þjóðina; hún getur í engum vafa ver-
ið. Oski hún að komast nokkurn tima
af höndum erlenda valdsins og verða
sjalfrar sín í sérmálum sínum, þá á hún
að byrja á því strax, — það er ekki seinna
vænna. Ekki var síður alitamal með
Noreg 1814, þegar hann varð sjálfs sín,
hvort hann væri fær um það. Samt hef-
ur honum farnazt nógu vel, og hafði
hann þó ekki eins og vér haft löggjaf-
arþing til þess að reyna sig á heilan
mannsaldur aður. Vér værum sjálfsagt
lengra á leið komnir nú. hefðum vér
fengið fulla heimastjórn þegar á dögum
Jóns Sigurðssonar. Því það er með
sjálfsforræðið eins og annað þjóðunum
áríðandi, það er bezt að byrja sem fyrst,
svo ekki komi alltof mikið niður á ept-
irkomendunum, svo þeir eigi ekki allt-
of langt í land, þegar þeir leggjaútar-
unum. Nú höfum vér barizt svo lengi
fyrir formennskunni á fleytu vorri, að
það er ekki vert að láta þá baráttu í
arf eptir oss, ef oss nú bjóðast hin beztu
friðarkjör. Og vonandi er, að þjóðin
fari nú úr þessu að sjá við þeim mönn-
um, sem virðast aldrei vilja henni heilt,
en eru alltaf að reyna að draga hana
eins og asnann á eyrunum.
Sýnunr mönnum þessum, að vér get-
um komizt af án þeirra og kunnum sæmi-
lega að sjá fótum vorum forráð. Látum
þa una sínum sjalfsdýrðardraumum út af
fyrir sig og unnum þeim raðherratignar
í tunglinu, en ekki á íslandi. Innræti
þeirra virðist hvort sem er ekki svo ís-
lenzkt. Það sýnir sig nú sem fyr á dr.
Valtý, þessum hrökkál í íslenzkri pólitík.
26/n-1901. Ornólfur.
Konungsboðskapurinn
otr
undlrtektir JjjóOarinnar.
Svona langt erurn vér þá komnir í
heimastjórnarbaráttunni, svona stórt og
þýðingarmikið spor er þá stigið á þess-
ari li3rðsóttu leið, að vér höfum fengið
konunglegt fyrirheiti um að fá æztu stjórn
vora búsetta í landinti sjálfu, ef vér að
eins viljum; það ætti reyndar naumast
að þurfa að bæta því við, því að trauðla
viljum vér hyggja nokkurn islenzkan
mann svo mikinn ódreng, svo magnað-
an óþokka, að hann hafni með fyrirlitn-
ingu jafn mikilvægum umbótum, sem
hér eru í boði, og reyni að sporna af
ftrasta mætti gegn því að þjóð vor verði
sjalfri sér ráðandi. Svo langt afvega
er uaumast nokkur leiddur, að hannhljóti
ekki að viðurkenna,' hve afarmikill
niunur er a frumvarpi síðasta alþingis
með ráðgjafabúsetu í Höfn m. fl., og
frumvarpi því, sem í vændum er frá
sljórninni með raðgjafabúsetu hér o.
s- frv. Hitt er annað mál, þótt vér fa-
um ekki allra fyllstu sjálfstjórnarkröfum
vorum nm landstjóra hér með ráðgjöf-
Uni sér við hlið, framgengt að svo stöddu.
sem nú er í boði er svo mikilvægt,
svo stórkostlegt spor í áttina til algerðr-
ar heimastjórnar, að mismunurinn á því
og öfuga sporinu, er valtýskan ætlaði að
stíga, er eins mikill eins og á hvítu og
svörtu. Eptir birtingu konungsboðskaps-
ins getur enginn Hafnarstjórnarmaður
haldið því fram í alvöru, að hin svonefnda
„ valtýska" sé enn tórandi, og hafi hún ekki
verið margrotuð áður, þá ætti boðskapur-
inn að minnsta kosti að hafa gert alveg
út af við hana. Fyrir mannlegum sjónum
lítur að minnsta kosti svo út. En um
það er í sjálfu sér óþarft að deila. Það
liggur hverjum manni svo í augum uppi.
Oþarfter einnig að deila um það, hvorum
flokknum — heimastjórnar eða Hafnar-
stjórnarmönnum — er að þakka þessar
alitlegu horfur, sem nú eru á stjórnar-
bótarmáli voru, því að enginn mun dirf-
ast að neita því. að heimastjórnarflokk-
urinn hefur með 4 ára alvarlegri mót-
spyrnu gegn „valtýskunni “ varðveitt
þjóðina fyrir þessum ófögnuði og með
afskiptum sínum af málinu í sumar, sendi-
för Hannesar Hafsteins o. s. frv. aunn-
ið það, að konungsboðskapurinn er svo
álitlegur oss til handa, eins og hann er.
Um þetta þarf ekki að deila, enda
er það að eins aukaatriði í malinu, snert-
ir ekkert eðli þess eða kjarna i sjálfu
sér.
En hvað er þá deiluefnið millum flokk-
anna nú ? Getur það verið nokkuð, er
snertir aðalatriði eða merg málsins ? Vér
segjum nei, því að höfuðatriðið. þunga-
miðjan, mergurinn málsins er flutningur
valdsins inn í landið — ráðgjafabúseta
hér — eða flutningur þess út úr landinu
— ráðgjafabúseta í Höfn. Og milli þess
ætti ekki að vera erfitt að velja. Um
hið rnínara íyrirkomulag hinnar innlendu
stjórnar vorrar eða samband hennar við
raðaneytið ytra er að sjálfsögðu ekkert
ákveðið í konungsboðskapnum. Það er
að eins lauslega vikið á það í ritstjórn-
argreininni í „Politiken", sem auðvit-
að er samkvæmt skoðun raðaneytisins.
En alþingi er í sjálfsvald sett að búa^
þetta sem bezt og haganlegast úr garði
fyrir vora hönd, svo að eptirlit danska
raðaneytisinsmeðheimastjórn vorri, verði
að eins að nafninu til, en frekar ekki,
svo að segja megi að hag alríkisins sé
gætt, því að eptirlit getum vér hvort
sem er afdrei losazt fullkomlega við, með-
an vér erum í nokkru satnbandi við danska
rikið. Eins og malið horfir nú við væri
ekki hyggilegt að vekja miklar stælur
um þetta „nanara fyrirkomulag" nú fyr-
ir þing.
Aðalatriðid er þetta, sem hvtr mað-
ur hlýtur að skilja og verður að skilja,
að úr því að vér eigum ekki nú sem
stendur kost á landstjóra (jarli)= algerðri
heimastjórn, þá er einsætt að taka því
sem nœst kemst þessu fyrirkomulagi og
í boði er: búseta ráðherrans h tslandi en
hafna algerlega öllu Hafnarstjórnarkáki,
sem gengur í þveröfuga átt við heima-
stjórn. Um þetta œttu allir að geta orð-
ið sammála. Flokksmenn Valtýs œttu
ekki að vera í neinum vafa um, að nú
sé korninn tínn til að láta dr. Valtý
sigla sinn eiginn sjó, þennan mann, sem
í áheyrn Dana á opinberum fundi hef-
ur sagt, að hann vildi ekki hafa æztu
stjórnina búsetta annarstaðar en í Höfn,
þennan mann, sem haft hefur í hót-
ununi um, ,ið hann gæti með ofbeldi
komið í veg fyrir, að nokkuð annaðen
frumvarp hans(!) yrði lagalegasamþykkt
af þinginu (sbr. viðaukablaðið). Hvað
segja menn um annan eins leiðtoga í
fslenzkri pólitik ? Er það ekki svfvirð-
ing fyrir ísl. þjóðina, að nieðal hennar
skuli fyrirfinnast nokkur maiinsmynd, er
enn geti bundið trúss við Valtý og póli-
tík hans. Er ekki kominn tími til, að
þjóðin varpi af sér þessari Kaupmanna-
hafnarmöru, sem hefur troðið hana síð-
an 1897 með aðstoð skósveina sinna hér
heima. Geri þjóðin það ekki rækilega
nú við kosningarnar, þá sýnir það ekki
annað en það, að í henni er meira af
blóði frskra þræla en norskra höfðingja
og að henni þykir betra að afsala sér
réttindum og skríða undir jarðarmen hjá
erlendu valdi, heldur en að borga nokkra
aura fyrir að ráða sínum eigin málum
og ganga uppréttir. En vér vonum, að
þrælahugsunarhátturinn sé ekki ríkjandi
hjá þjóð vorri.
Nú verða allir góðir drengir að taka
höndum saman til þess að nota „hinn
rétta tíma" og ná þeim kostum fyrir
þjóð vora, sem unnt er að fá bezta, eins
og stendur.
Háttvirtu kjósendur!
Hafnið því valtýskunni—Hafnarstjórn-
inni — eindregið og óskorað, við kosning-
arnar í vor og kjósið engan þann á þing,
erekki afneitar skýrtogumsvifalaustHafn-
arstjórnarfrumvarpisíðastaalþingiseðaað-
alatriði þess — ráðgjafabúsetunni í Höfn.
Og ef þér hafið ekki þrek til að varpa al-
staðar af ykkur þeim mönnum, er at-
kvæði greiddu með þessu frumvarpi í sum-
ar, sem vissast væri þá takið af þeim eiða
þunga og alvarlega, svo alvarlega, að eng-
inn þeirra þori að svíkja, og afneiti Val
tý og öllu hans athæfi fyrir fullt og allt.
Þá en ekki fyr er nokkurnveginn um
hnútana búið, þótt malshátturinn segi,
að aldrei verði tóa trygg. Þessvegna
væri auðvitað langréttast að þjóðin lof-
aði öllum þeim fulltrúum, er Valtý fylgdu
á siðasta þingi að hvíla sig í þetta sinn.
En fyrir einlæga iðrun og yfirbótogtil
að greiða fyrir almennum samtökum í
þessu velferðarmáli munu heimastjórnar-
menn ekki hrinda frá sér höndum hinna
»betri manna« í hinum flokknum, er nú
vilja ganga í endurnýjungu lífdaganna,
taka höndum saman við heimastjórnar-
flokkinn og ganga óhikað, óskorað og
vafningalaust að prógrami hans við
nœstu kosniugar, sem með tilliti til kon-
ungsboðskapsins verður hreint og beint:
búseta æztu stjórnarinnar hér á landi
— ráðherra-búseta í Reykjavik með
því nanara fyrirkomulagi, sem þingið
sjalft akveður bezt og haganlegastgagn-
vart eptirliti alt íkisstjornarinnar og
heillaríkast fyrir land vort í nútíð og
framtíð.
Annað og meira getnr ekki komið til
greina að þessu sinni.
Fylkið yður nú landar góðir, sem einn
maður. um þetta „program" heimastjórn-
arflokksins við kosningarnar í vor, og
látið ekki lengur villa yður sjónir með
neinum rangfærslum,eða blekkingar grýl-
um, sem ef til vill verða hafðar á lopti
til að sundra, rugla. spilla og drepa ein-
ingu þjóðarinnar í þessu þýðingarmesta
velferðarmáli hennar. Það væri sorglegt,
ef sú Júdasariðja bæri nokkurn árangur.
Um konungsboðskapinn
flytur blaðið „Dannebrog",— er samhliða
„Politiken" er annað aðalmálgagn stjórn-
arinnar—- ritstjórnargrein 12. þ. m., og er
þar lögð aherzla á sömu atriði eins
og í „Politiken" og skýrt frá fyrirkomu-
lagi hinnar fyrirhuguðu innlendu stjórn-
ar a líkan liátt og þar. Skýrt er það
tekið fram í gri ininni, að ríkisraðið hafi
engin afskipti af sérmálum íslands.
Auðvitað bólar á dalitlum misskiln-
ingi f baðum þessum greinum í einstök-
nm atriðum t d. það, að ráðherrastjórn
búsett hér á landi sé alfullkomin sjálf-
stjórn, og landstjórafyrirkomulagið hafi
því enga kosti fram yfir þetta væntanlega
frumvarp stjórnarinnar 111. fl En þetta
er skiljanlegt frá dönsku sjónarmiði. Dan-
ir þykjast nú bjóða oss svo ágæta kosti,
að betur verði ekki gert. Vér erum
einnig mjög þakklátir stjórninni fyrir
þetta boð, og gátum naumast vænzt
þess betra. Þess vegna eigum vér nú
að hafa vit á að hagnýta oss það sem
bezt.
Uppfundning Marconi’s
fullkomnuð.
Þráðlaus hvftðskeyti þvert yflr Atlantshaf.
Þau stórmerku tíðindi hafa borizt hing-
að í enskum blöðum, að Marconi hafi nú
tekizt að senda þráðlaus hraðskeyti
þvert yfir Atlantshaf frá St.
Johná Nýfundnalandi til Corn-
wallis á Englandi. Segir svo frá í
merku Lundúnablaði (»Reynolds-Newspap-
er«) 19. þ. m., að Marconi hafi fyrir meir en
ári síðan verið sannfærður um það af til-
raunum sfnum, að þetta gæti tekizt, en lét
engan vita um það nenia tinnustu sína (ung-
frú J. B. Holman, dóttur dómara í Indíana),
er hann ætlar nú að kvongast eptir þetta
stórvirki. Blaðið getur þess, að Marconi
hafi nú fundið, að rafmagnsbylgjurnar
ganga ekki í beinni línti, eins og ætlað var
heldur f boga eptir bungu jarðarhnattarins,
og þess vegna hefur verið unnt að senda
hraðskeytið þessa feikilegu vegalengd. Enn-
fremtir segir Marconi, að sér hafi nú al-
gerlega tekizt að einangra svo skeytið, að
því verði ekki náð nema af hinum rétta
móttakanda.
Hve afarmikla þýðingu og byltingu þessi
stórkostlega uppfundning eða fullkomnun
hennar hafi í framtfðinni er ekki unnt að
lýsa. Hún er fvrsta frámfarastórvirki 20.
aldarinnar, þótt grundvöllur þess væri lagð-
ur á gömlu öldinni. Vonandi, að vér Is-
lendingar innan skamms fáum að njóta
góðs af þessari þráðlausu hraðritan, sem
er margfallt ódýrari, en með gömlu að-
ferðinni, þótt skeytin berist ekki jafnhratt,
etin sem kornið er. En það gerir minna til.
Stjórnarskrármálið
í Stúdentafélaginu.
I sfðasta blaði er þess getið, sem fram
fór í stúdentafélaginu 20. þ. m., þar seni
eg hóf umræður um stjórnarskrármálið ept-
ii áskorun félagsstjórnarinnar, og hef eg þar
nokkru við að bæta.
Eg tók það fram í upphafi, að tfminn
væri ekki vel vaiinn, ef stjórnarsvarið skyldi
koma nú með skipinu, en við því bjóst eg
ekki, né aörir sem tóku til máls,- Aherzl-
an lá á því hjámér og fleirum, að sameina sig
nú um aðalkröfu, er báðir flokkar gætu att
saman, og hún væri, að fá landstjóra með
miðlunarfyrirkonmlaginu, til að afstýra þeim
ófögnuði, að flokkarnir væru að kaldhamra
»varaskeifurnar«; b á ð u m frumvörpum síð-
asta þings þyrfti að sleppa.
Fyllstu kröfurnar svo nefndu komu ekki
frá mér. Hitt tók eg mjög skýrt fram, að
spilla eigi bezta færinu, sem komið hefur,
með kröfum, jafnóaðgengilegum fyrir hverja
alríkisstjórn sem er. Beint í þessu efni reyn-
ir niest á greind og góðan htig kjósenda
næst.
Stjórnartilboðið nýja verður vonandi til
þess, að báðar »varaskeifurnar« detta úr
sögunni, og báðir flokkar geta þakkað sér
úrslitin, og þar sem nú epiir tveim helztu
málgögnum stjórnarinnar eru sárlitlar horf-
ur á því, að lándstjórinn faist um sinn, væri
fásinna að gera kappsmál úr því, eins og
stendur á.
Reykjavík 27. janúar 1902.
I’órh. lljftrnarson.
* *
Hérvið skal því að eins bætt, að »vara-
skeifa« heimastjórnarmanna hefur ekki ver-
ið hið svonelnda 10 manna eða tveggja
ráðgjafafrumvarpið í lieild sinni, heldurað-
alatriði þess— ráðgjafabúsetan hér,alveg