Þjóðólfur - 07.03.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 07.03.1902, Blaðsíða 1
54. árg. Reykjavík, föstudaginn 7. marz 1902. M 10. Kosningarnar í vor Og konungsboðskapurinn. Frekari kröfur óráðlegar. Að því er frétzt hefur víðsvegar af landinu, er konungsboðskapnum frá.io. janúar um ráðherra búsettan hér á landi hvarvetna vel tekið, einkum í flokki heimastjórnarmanna. Hafnarstjórnar- rnenn láta einnig í veðri vaka, að þeir saetti sig allvel við hann, hafa séð sér þann kost vænstan að ganga ekki í berhögg við hann, að minnsta kosti ekki fram yfir kosningar. En mikla áherzlu kvað þeir ei að sfður leggja á að komast nú fjölmennari á þing en hinir, annaðhvort til þess, að þeim verði eignuð endileg úrslit málsins, eða til þess að sundra öllu samkomulagi, er þeir sjá sér það fært, og þá ástæð- una telja flestir líklegri. Hinsvegar liggur það í hlutarins eðli og er sjálf- sögð skylda heimastjórnarmanna að kosta kapps um að geta haft yfirtök- in við Hafnarstjórnarflokkinn á næsta þingi, þvf að með því er girt fyrir óhappaleg úrslit málsins, er þjóð vor mundi aldrei bætur bíða, f jafngott horf sem það nú er komið, og jafngott tækifæri sem nú býðst til að ráða því til farsællegra lykta, fýrir land og lýð. Það væri hraparleg ógæfa, ef vér ís- lendingar værum þeir ólánsgeplar að kunna ekki að hagnýta oss hinn rétta tíma og láta málið fara í hundana, annaðhvort af blindu flokksofstæki, per- sónulegri heipt við einstaka menn eða öðrum enn verri hvötum. Vérgerum ekki ráð fyrir, að annað eins endemi komi fyrir á fulltrúaþingi íslendinga. En allur er varinn góður, og til þess «ru víti að varast þau. Hafnarstjórn- menn hafa opt sýnt það áður, að þeir hafa ekki verið svo »hjartveikilega sam- vizkusamir* þá er þeir hafa haft afl til að geta beitt sér eptir vild. Þess ‘Vegna er VÍSSðSt að tefla ekki átvær hœttur með þá pilta lengur, lofa þeim sem flestum að hýrast heima nú við kosningarnar, hversu fagurt sem þeir tala á kjörfundum. Jafnvel þótt stjórnarfyrirkomulag það, Sem nú er í boði fullnægi alls ekki hin- urn fyllstu kröfum þeirra heimastjórn- art«anna, er jafnan hafa talið og telja enn endurskoðunina frá i 893 og 94 ^ið a|'raæskilegasta, þá væri samt. hinmesta ^sinna, að hreyfa nú þeim kröfum (iandstjóra hér með ráðgjöfum sér við hl,ið) einmitt af þeirri ástæðu, að nú þá er vinstrimannastjórnin er komin til valda, er öldungis vonlaust um, að vér fáum þeim kröfum framgengt, er ganga lengra en þessi stjórn vill veita oss, °S nú hefur hún lýst því skýrt yfir, að það geti ekki komið til greina að veita oss landstjórafyrirkomulagið. Menn verða að gæta þess, að þessu vék allt öðru vísi við, meðan hægrimannastjórn- in sat að völdum í Danmörku og mikl- ar eða jafnvel vissar líkur voru fyrir, að frjálslynd stjórn—vinstrimannastjórn — mundi þá og þegar komast til valda. Meðan svo stóð var algerlega réttmætt og sjálfsagt af okkar hálfu að halda fast fram hinum fyllstu og ítrustu sjálf- stjórnarkröfum, þvert ofan f og þrátt fyrir stöðuga neitun hægrimannastjórn- arinnar, því að þá áttum vér í vænd- um, að með meiri sanngirni yrði litið á vort mál, er stjórnarskipti yrðu. En nú er ekki lengur á slíkri von að byggja. Nú getum vér alls ekki vænt þess, að minnsta kosti ekki í næstu framtíð, að sú ráðherrastjórn komist til valda í Danmörku, er vilji ganga nokkru fram- ar, en sú stjórn, sem nú situr við stýr- ið. Eins og það var öldungis rangt áður að tala um vonlausa, árangurs- lausa stjórnarskrárbaráttu hjá oss gagn- vart neitun hœgrimannastjórnarinnar, eins væri það réttmœtt itú að tala um vonlausa, árangurslausa baráttu fyr- i r fyllstu sj ál fstj órnarkröfum vorum, gagn- vart neitun vinstrimannastjórnarinnar. Tímarnir hafa breytzt að þessu leyti og vér hljóturn að taka tillit til þess. Vér verðum að láta oss nægja að ala þá von í brjósti, að upp úr því stjórnar- fyrirkomulagi, sem nú er f boði, rísi síðarmeir — hve langt eða skammt þess verður að bfða veit enginn — það stjórn- arfyrirkomulag, sem fylliHga samsvar- ar þörfum vorum og óskum um alfull- komna innlenda stjórn, því að það fyrir- komulag, sem vér nú eigum kost á, verð- ur vafalaust, ef skynsamlega er á hald- ið, það millistig, er vér verðum að stíga til fulls sjálfsforræðis. Rómaborg var ekki byggð á einum degi. Vér get- um ekki vænzt þess, að ná allt í einu efsta sporinu. Aðalatriðið er, að vér höldum í rétta átt, komumstsvo langt á rétta leið, sem unnt er, og það kom- umst vér með því að taka nú fegins- hendi við ráðherra, búsettum hér á landi, sjá hvernig það fyrirkomu- lag reynist og læra af því, svo að vér verðum síðar færari um að taka við meiru, ef oss kynni að standa það til boða, sem ekki er óhugsandi, ef vér hrindum nú ekki frá oss, því sem boð- ið er. Engum skynsömum, þjóðræknum ís- lendingi ætti því að blandast hugur um, að nú er einmitt tækifærið til að ná svo góðum sjálfstjórnarvísi fyrir þjóð vora, sem allir geta sætt sig við, og ekki hefur fyr verið völ á. Þessvegna væri fásinna mikil að brydda nú á ein- hverjum útúrdúrum, spenna t. d. bog- ann svo hatt, að allt brysti og eyða þannig málinu. En auðvitað er það skylda vor, að laga stjórnartilboðið svo, að það geti orðið sem bezt við vort hæfi, án þess að reka nokkra þá fleyga í málið, er gætu orðið því að falli hjá stjórninni, því að það verðutn vér að varast, og þess munu heimastjórnar- menn einnig gæta. En hinn flokkur- inn er til alls vís, samkvæmt framkomu sinni áður, því að í stað þess að ganga einlæglega og undanbragðalaust að » prógrammi« heimastj órnarflokksins, ráðherrabúsetu hér á landi, hefur Hafn- arstjórnarflokkurinn verið að flensa í kring um það með vöflum og vífilengj- um, út og suður, upp og niður, og það er ekki dyggð þess flokks að þakka, þótt hann hafi neyðzt til að lýsa því yfir, að hann mundi fylgja því. Neyð- in kennir naktri konu að spinna, og það verður margur að dansa, þótt hann dansi nauðugur. En hvernig sem því er varið, þá heitum vér á alla góða drengi nú við kosningarnar í vor, að gæta þess vel, hve afarþýðingarmiklar þær kosningar eru, og gefa ekki öðr- um atkvæði, en þeim, sem þekktir eru að staðfestu í stjórnarbótarmáli voru, mönnum, sem ekki hafa svikizt undan merkjunum, og afdráttarlaust munu fylgja því fram, að þessu velferðarmáli voru verði happasamlega til lykta ráð- ið á aukaþinginu í sumar, samkvæmt skýru prógrammi heimastjórnarflokks- ins. Þá getum vér verið hér um bil vissir um, að nýjar kosningar vorið 1903 falli á líkan hátt sem nú, og að endileg fullnaðarúrslit af hálfu þings og stjórnar fáist í málinu, þau fullnaðar- úrslit, sem allur þorri þjóðarinnar geti vel við unað. Og með árinu 1904 mun þá renna upp nýr tími, nýtt og happasælt tímabil í stjórn vorrar fá- mennu, fátæku og afskekktu eyjar. Árin 1902 og 1903 eiga að verða og hljóta að verða þýðingarmikil merk- isár í hinni pólitisku sögu lands vors. Það er oss sjálfum að kenna, ef vér gerum þau að óheillaárum. Frá útlöndum hafa borizt blöð til 26. f. m. Engin ný stórtíðindi. — Látinn er 15. f. m. Höruþ. samgöngumálaráðherra Dana, rúmlega sextugur (f. 22. maí 1841) nafnkunnur stjórnmálamaður, og lengi (1884—1901) ritstjóri „Pólitiken’s", er hann stofnaði 1884, ásamt dr. Edward Brandes. Mun hann ýmsum löndum vorum kunnur af því blaði. Var hann manna pennafærastur, skýr og skarp- ur, hæðinn og fyndinn og allóvæginn í ritdeilum. Sigur vinstrimanna í Dan- mörku er að miklu leyti honum að þakka, en mörgum fiokksmönnum hans líkaði miður, er hann tókst á hendur ráðherraembætti í hinu nýja ráðaneyti Deuntzer’s 24. júlí f. á. En honum auðnaðist ekki að sýna í þeirri stöðu, hvort hann var jafnfær um að „reisa" eins og „rífa niður". Lík hans var brennt 23. f. m., en áður fór mikilsháttar sorgarathöfn fram í „Lörups Ridehus". Var þar fjöldi manna viðstaddur, þar á meðal ýms félög með sorgarfánum. Kistan var prýdd mörgum sveigum, þar á meðal 12 úr silfri. Ræður héldu: Deuntzer ráðaneytisforseti, H. Trier formaður fólksþingsins, Octavius Hansen hæsta- réttarmálafærslumaður, Oscar Johann- sen yfirréttarmálafærslumaður, dr. Edv. Brandes ritstjóri „Politiken’s" og Ove Rhode ritstjórnarfulltrúi við það blað— Hage fjármálaráðherra hefur fyrst um sinn verið skipaður til að gegna em- bætti Hörups ásamt sínu. Óeirðir hafa verið allmiklar á Spáni, einkum í Barcelona og herlið orðið að skerast í leikinn. Blása Karlungarþar að kolunum í skjóli klerkastéttarinnar. Jarðskjálftinn í Shemakha í Kákasus, er getið var um í síðasta blaði, hefur verið voðalegur. Ætla menn að farizt hafi um 4,000 manns, en 30,000 hafi orðið húsvilltir. Um 30 þorp þar í grenndinni hafa gersamlega lagzt í eyði. Neyðin meðal þeirra, sem eptir lifa, afarmikil, og menn eru hræddir um, að drepsótt komi upp, því að hálf- rotnuð, ógreptruð lík eitra loptið. Við fyrsta jarðskjálptakippinn hrundi svo að segja allur bærinn til grunna á svip- stundu, en jörðin sprakk í sundur og gaus eldur og ólyfjan upp úr sprung- unum. Frá Búaófriðnum eru fáar nýjung- ar umfram það, sem getið var í síð- asta blaði. En við og við gera Búar Bretum ýmsar skráveifur, hlaupa að þeim óvörum hér og hvar og drepa nokkra menn, en hverfa svo oðar frá aptur. Tolstoj liggur enn hættulega veikur. Varð fyrir skömmu uppþot meðal stúd- enta í Kiew, af því að það fréttist, að Tolstoj væri látinn. Og gengu þá hóp- ar af stúdentum um götur bæjarins og hrópuðu: „Lengi lifi Tolstoj, mesti maður Rússlands. Niður með Roman- owættina" (keisaraættina). Urðu þá stympingar milli stúdenta og herinanna, og margir stúdentar teknir höndum. Var 3 háskólum þar í landi (Péturs- borg, Kiew og Charkow) lokað um þær mundir. — Tolstoj hefur sent þakk- arávarp til hinna sænsku vísinda- og listamanna, er höfðu lýst óánægju sinni yfir, að Nobelsverðlaunin voru ekki veitt honum. Kveðst Tolstoj hafa orðið því feginn, að hann fékk ekki þessa peninga, því að hann hefði orð- ið í vandræðum með að verja þeim heppilega. En hann kvaðst gleðjast yfir hluttekningu þeirri og velvild, er sér væri sýnd af mönnum, er hann þekkti ekki. í norskum blöðum má sjá, að það er komin allmikill geigur í Norðmenn við Rússa, eptir ofbeldi þeirra við Finna. Segja Norðmenn nú, að þess muni ekki langt að bíða, að Rússar færi sig vestur á bóginn, til að ná á sitt vald höfnum á norðvesturströnd Noregs, svo að þeir hafi opna leið til Atlantshafsins, enda eru ekki nema fá- ar mílur til sjáfar frá landamærum Finn- lands og Noregs ; þurfa því Rússar ekki að taka nema Tromsö og Finntnörk. Þykir Norðmönnum meðal annars dá- lítið ískyggilegt, að Rússar eru nú í óða önn að reisa 28 varðstöðvar eða hermannakofa (Barakker) á landamær- unum milli Noregs og Svíþjóðar ann- I

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.