Þjóðólfur - 04.04.1902, Síða 3

Þjóðólfur - 04.04.1902, Síða 3
55 Ur öðrum myndar af einum okkar merk- asta bónda, en það er rnynd af Asgeiri heit. Finnbogasyni dbrm. á Lundum 1 Staf- ^oltstungum, áður fyr á Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Hafi nokkur mynd verið til af þessum ágætismanni, þegar hann lézt, Þá ætti sá, er hana hefur í höndum, að láta hana koma fyrir almenningssjónir, en halda henni ekki lengur leyndri, þvi þar var sá maður, er verðskuldaði, að minningu kans væri haldið á lopti, ekki einungis tneð því, að láta mynd af honum í Sunn- anfara, heldur um leið að lýsa hans starf sarna lífi, og jafnframt hans miklu mann- kostum, er alstaðar komu í ljós við hvert eitt og einasta tækifæri. Eg þekki marga bændur hér á landi, og einnig suma af þeim, er ( Sunnanfara eru nefndir, og að mínu áliti tel eg hann fremstan allra þeirra, að öllum þeim ólöstuðum, því Ásgeir var einn af þeim helzt offáu mönnum, sem hugsaði meir um að vera, heldur en sýn- ast, eins og sumir nú á dögum leggja alla stund á. Eru nú Seltirningar allir dauðir, þeir er höfðu kynni af þessttm ágætismanni á meðan hann dvaidi meðal þeirra? Eru þeir allir búnir að gleyma þeirri ástrlku vel- vild, er hann sýndi þeim í orði og verki? ef þeir geta ekki komið mynd af honum í Sunnanfara, þá ættu þeir þó að minnsta kosti að senda Sunnanfara æfiágrip þessa merkismanns. Mér er það kunnugt, að rnargur kom til hans hryggur í huga, en fór frá honum aptur glaður og ánségður, og ef nokkur maður var til, er hvers manns vandræði leysti, þeirra er hans leituðu, þá var það hann. Þér sveitungar hans, er þá voruð hon- um samtíða, þér komuðtil hans sem ykk- ar bezta föður, dvölduð hjá honum sem föður og fóruð frá honum glaðir og ánægðir. Er enginn ykkar enn á lífi, er opinber- lega geti lýst þessum ágætismanni? Gekk har.n engum ykkar í föðurstað, sem enn eruð lifandi? Viljið þér láta minning hans alveg deyja út með honum, þér sem áttuð honum allt hið góða að þakka í Ilfinu? J. S. „Vesta“ kom hingað aptur af Vestfjörðum á páskadaginn (30. f. m.). Fór ekki lengra en til Isafjarðar, og hefði naumast lengra komizt sakir hafíss, er þekur allan Húna- flóa eptir sfðustu fréttum með pósti, svo svo að lítil eða engin von er um að »Vesta« komist norður um. Á Skagafirði og Eyja- firði er lítill ís, að eins nokkurt hrafl. Með »Vestu« komu hingað allmargir farþegar, þar á meðal Lárus Bjarnason sýslumaður úr Stykkishólmi, séra Guðm. Guðmunds- soníGufudal, Guðrn. Jónasson verzlunar- stj. í Skarðstöð, Jóhannes Ólafsson póstaf- greiðslumaður frá Þingeyri o. fl. »Vesta« fer aptur til Vestfjarða ( dag og reynir að komast norður um. Mannalát. Látnar eru tvær merkiskonur á Vest- urlandi. Hinn 14. f. m. andaðist að Skarði á Skarðsströnd ekkjtifrú Elinborg Krist- j á n s d ó 11 i r (dóttir Kr. Skúlasonar Magnu- sen kammeráðs), ekkja séra Jónasar Guð- mundssonar prests að Staðarhrauni, er andaðist á Skarði 1897. Meðal barna þeirra er: Guðmundtir verzlunarstjóri í Skarðstöð, Einar stúdent í Kaupm.höfn, Ingibjörg kona séra Sveins Guðmundsson- ar í Goðdölum, Margrét kona séra Guð- laugs Guðmundssonar í Skarðsþingum o. fl. Aðfaranóttina 27. f. m. andaðist í Stykk- ishólmi frú Soffía Einarsdóttir (systir frú Sigríðar Magnússon í Cambridge) kona Sigurðar prófasts Gunnarssonar, rúml. sextug. Af börnum þeirra lifa 2 dætur, önnur Bergljót, gipt Haraldi Níelssyni kand. theol. í Reykjavík. Hinn 31. f. m. (2. f^áskum) lézt skyr.di- lega Þorkell Gfslason snikkari hér í bænum, ættaður úr Grímsnesi, (bróður- son Jóns heit. Magnúss. á Snæfoksstöðum), dugnaðarmaður og fjörmaður, vandaður og áreiðanlegur í öllum viðskiptum. Eptirmæli. Hinn 21. f. m. dó Jón hafnsögumaður Grímsson á Stokkseyri frá fjölskyldu mik- illi og ómegð. Hann veiktist á sjó um dag- málabilið á föstudaginn, en var dáinn kl. 3V2 á laugardagsmorguninn, úr lífhimnubólgu.— Jón sál. var framúrskarandi mikill iðjumað- ur, einn meðal hinna beztu og ötulustu for- manna hér eystra og hafnsögumaður frá því fyrsta, að skip fóru að sigla inn á höfn á Stokkseyri, enda var hann mörgum manni glöggskyggnari á veður og sjó og jafnað- gætinn sem djarfur í sjósókn. Konu sína, Ingveldi sál. Jónsdóttur frá Húsatóptum á Skeiðum, missti hann mjög sviplega fyrir tæpum 4 árum frá mörgum börnum í ó- megð. Voru þau hjón víða góðkunn af öllu því, er til góðs mátti verða fyrir hvern þann, er þau gátu hjálparhönd rétt, enda voru þau hvers manns hugljúfi. Umgengilegri, hógværari, alúðlegri mann en Jón sál. Grímsson, er naumast hægt að hugsa sér, enda varð honum jafnan gott til vina og ekki sízt þá er honum lá mest á, en það voru vinir, sem eflaust hafa skilið hans viðkvæma hjartalag og séð, hve þarft og fagurt verk það var, að hjálpa jafnmikl- um mannkostamanni og hann var, þegar hann sjálfur fékk ekki rönd við reist, og hafa flestir þessir vinir hans látið þá hjálp vera meira en nafnið tómt. Jóns sál. Grímssonar er af öllum, er hann þekktu að maklegleik- um sárt saknað. Uppkomin börn hans eru: Ingvar verzlunarmaður á Stokkseyri, Grím- ur, sjómaður á fiskiskipi syðra og Aldís, öll mjög mannvænleg og góðsöm. Hin börn hans eru öll enn á æskuskeiði. — Jón sál. mun hafa verið nál. fimmtugu. Nýdáinn er og Eirikur Eiríksson á Brú í Flóa, gamall og góður búhöldur, greindur vel og fróður um margt. (N). Hér með kunngerist andlát heiðurskon- unnar, Va/gerðar F/alldórsdóttur frá Lamb- haga í Borgarfirði.—Hún var fædd á Möðru- völlum í Kjós árið 1828; hún ólst þar upp hjá ömmu og afa og ga'ddist lífs- og sálar- þreki. 16 ára fór hún frá sínum ástríku fóst- urforeldrum í vinnukonustöðu að Meðalfelli og dvaldi þar 4 ár; svo fluttist hún I Þern- ey og þar giptist hún þeim nafnkenda óð- alsbónda og ekkjumanni, Þórði Tómassyni, 24 ára. Þar bjuggu þau sómasamlegu búi ( 5 ár; svo fluttust þau að Melum og bjuggu þar 11 ár; þau eignuðust 7 börn og lifa 2 látna elskumóður, en hin fimrn heim flutt á helgar brautir og leika þar með ljúfum föð- ur, og faðm nú breiða móti móður. — Þessi heiðurskona varð ekkja árið 1868 og var það henni sár sorg að sjá á bak ást- ríkum ektamaka og gáfuðum börnum, en hún athugaði gang lifsins og bar mótlætið með djörfung. Hún iifði þannig ekkja í 33 ár, er hún dvaldi meðal frænda og vina. Síðustu 12 ár dvaldi hún stöðugt hjá dóttur sinni, Margrétu, konu Sigurðar homopaþa í Lambhaga, og andaðist þar um miðjan desember síðastliðinn, þá 73 ára. Eitt barn hennar er Ingimundur trésmiður í Reykjavík. — Þó mótlætið mæddi, mikil var djörfung, trygglyndið trausta og trúföst meðaumkvun. Hún mæddist í lífinu, en mjög bar sig vel, þó mætti opt vífinu þrautanna él; hún treysti æ drottni með trúfastri dáð, að traustasta mundi hann veita sér náð. Ástríkum maka nú unir þú hjá og elskuðu börnunum þínum fimm smá í friðarins sælu við farsælan glaum frálosuð þessa lífs tímanna straum. Nú kveðja þig börn tvö með kærustu þökk, af kærleikans anda og mæla svo klökk: þú innræta vildir í æsku oss dyggð og indæla veittir æ móðirin tryggð. Við vonum að sjá þig, þá sofnum hér blund síðastan fallvaltri lífsins á grund í ununarsælu og systkinin smá sínum er Ieika sér foreldrum hjá. (S) Skákdálkur Þjóðólfs. (Eptir Pétur Zóphóníasson. Box 32 a. Rv(k). Nöfntn d reitunum. Alltaf í skák er miðað við hvítt, hvítt á leikinn, þannig ætíð í taflþrautum-, hvít- ur reitur á að vera til hægri handar, og drottning á sérlitum reit. Þegar eg vil vita, hvað hver reitur heitir, byrja eg til vinstri handar hjá hvítu, á a, og held svo áfram, b, c, d, e, f, g, h, hef eg þá 8 stafi, sinn fyrir hverja línu. Yzta lína til vinstri handar hjá hvít heitir þannig ætíð a, drottning stendur þegar sett er upp á di. Þá er að vita hvað hver a-reitur heitir fyrir sig, byrja eg þá aptur hjá hvítu á 1. og held til 8. Þegar sett er upp til þess að tefla skák, standa svörtu menn- irnir ætíð á línunni 8, svörtu peðin á líunni 7, hvítu peðin á línunni 2, og hvítu mennirnir á línunni 1. Taflþrantir. 3. eptir Georg Szabó Hvítt: Kb4, Db2, Rg8, Be5 = alls 4 menn- Svart: Ke4, Pb5> e6 = alls 3 menn. Hvítt mátar í 3. leik. 4. eptir Jokann Smutzy. Hvítt: Kc7, Dh7, Rfi, g2, Pb3 = alls 5 menn. Svart: Ke6, Pc6 alls 2 menn. Hvitt mátar í 3. leik. 5. eptir Eduard Mazel. Hvitt: Kbi, Dd3, Ha8, c6, Pe6 = 5 menn. Svart: Kb7, Rb8 = 2 menn. Hvítt mátar í 2. leik. (5. eptir Hermann v, Gottschall. Hvítt: Kh7, Db3, Rf7, Be^, Pg7, = 5 menn. Svart: Kf6, Pe6 = 2 menn. Hvítt mátar í 2. leik. 7. eptir Konrad Bayer. Hvítt: Kdi, Df7, Rd8, Pc2, g2 = 5 menn. Svart: Kd6, Pd2 2 menn. Hv(tt mátar í 4. leik. (Taflþraut þessi er mjög fögur). 8. eptir IV. A. Shinkman. Hvítt: Ke7, Df^, Bh5, h2 = 4 menn. Svart Kc6, Ba4, PI14 = 3 menn. Hvítt mátar í 3. leik. Taflendir. 1. Hvítt: (W. J. Ferris). Kgi, Dei, Hai, fi, Rbi, I13, Be3, Pa2, 1)2, d^, f2, g3, h2. Svart: (J. E. Narrawáy) Kg8, Dd8, Hb8, f.3, Rg4. Bds, d6; PC4, C7, g7, h6. Svart mdtar í 5. leik. Fréttir. TadfélagAkureyrar. Stjórnendur þess eru: kaupm. Tulinius, kaupm. Ásgeir Pétursson og söðlasmiður Jón Jónsson. Taflfélag Reykjavikur. Stjórnendur þess eru: cand. phil. Jens Waage, gjaldkeri Pét- ur Pétursson, verzlm. Pétur Zóphóníasson. Fundir á hverju laugardagskveldi kl. 8. Yeðuráttiifar í Rvík í marz 1902. Meðalhiti á hádegi. + 0.7 C. —„ nóttu . -+ 3.9 Mesturhiti „ hádegi. + 7 „ (h. 11.). —kuldi „ —1„— . -+- 8 „ (h. 22). Mestur hiti „ nóttu . + 2 „ (h. 3.). —- kuldi,, „ .+-13 „ (aðfn.h.23.). Austanátt fram yfir miðjan múnuð. er hann gekk til norðurs með stöðugu frosti — opt rokhvass á norðan. Um þetta leyti ! fyrra við það klakalaus jörð. 1 /4 J Jónassen. Jörð til sölu og ábúðar. Heimajörðin Stóru-Vogar í Gull- bringusýslu með hjáleigunni Garðhps- um ertil sölu nú þegar, og fæst til ábúðar í fardögum 1902. Vænt steinhús fylgir jörð- inni, 14 ál. langt og 10 ál. breitt. I með- alári fást 3 kýrfóður af töðu; útheysslægj- ur eru litlar, en landkostir góðir, og út- beit fyrir sauðfé er í bezta lagi, bæði í fjöru og heiðarlandi. Flesta vetur gengur sauðfé þar af gjáfarlaust. Við Vogastapa var árlega til skamms tíma bezta veiði- stöð við Faxaflóa, og við Vogavík er lög- giltur verzlunarstaður. Verðið er lágt og borgunarskilmálar mjög góðir. Lysthafendur snúi sér til stjórnár Lands- bankans. Tryggvi Gunnarsson. KRAhSAR, stórt úrval, BLÓM- KRANSBOliDAR og SLAUFU-PÁLMA- (tREINAR. Einnigr allskonar KORT fást ffitfð hjá mér. Skólavörðustíg 5. Svanl. Benediktsdóttir. —& | V E RZLU NIN | l | £&♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ________ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦0i !: //////////////// ■«rE DINBOR G^pb ....................—.........I. í Reykjavík fékk nú með „Laurau" og „Ceres", fjölbreyttar birgðir af vörum, sem allt selst sérlega ódýrt. * í Pakkhúsdeildina. Melis, kandfs, kaffi, hveiti, riis, rúgmjöl, bankabygg, overhead, margarine, lín- ur allskonar, baðlyf, olíuföt, netagarn o. fl. í Nýlenduvörudeildina. Rúsínur, sveskjur, gráfíkjur, reyktóbak mjög margar tegundir, niðursoðið alls- konar, cigarettur, brjóstsykur fleiri tegundir o. fl. í Vefnaðarvörudeildina. Silki allavega litt margar tegundir, ensku vaðmálin, svart hálfklæði, misl. do. margar tegundir. 30 tegundir af svörtum kjólatauum, mjög margar tegundir af mislitum kjólatauum, fermingarkjólaefni hvít og mislit, ballkjólaefni ýmsar tegundir, muslin fl. teg., lenon fig, tvisttauin breiðu, enska vaðmálið á 75 aur. í mörgum litum, sængurdúkar fleiri teg., lérept bl. og óbl., lakalérept, borð- dúkar hvítir og mislitir, servíettur, ljósdúkar, handklæði, handklæðadreglar, ítaliensk klæði fl. teg., nankin, shirting, millifóður, ermafóður, mohren, vasa- klútar hvítir og mislitir, flauel fl. teg., silkibönd allskonar, flauelsbönd, regn- slög, regnkápur, regnhlífar, karlmannshúfur, drengjahúfur, rúmteppi hvít og mislit, ullar- og bómullarnærföt, tvinni, shetlandsgarn, prjónagarn fl. teg. gólfvaxdúkar, borðvaxdúkar, gardínutau hvít, gardínubönd, blúndur ýmiskon- ar og m. m. fleira.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.