Þjóðólfur - 18.04.1902, Page 3

Þjóðólfur - 18.04.1902, Page 3
laus úr Vestmannaeyjum, sem búast má "við. En það er víðar, sem Valtýingar eru í öngum sínum t. d. hér 1 Reykjavík. Til þess að reyna að hnekkja bankastjóranum, hafa þeir gripið til þess vafasama úrræðis, að hafa 2 í boði gagnvart honum, þá Jón Jensson og Jón Ólafsson, treystandi því, að einhvernveginn geti æxlast svo til, að fyrsta kosning verði ógild, þá er þrír eru i boði, og við aðra kosningu dragi sá sig í hlé, sem fæst atkvæði fær (auðvitað annarhvor Jónanna) og þá geti verið, að hinn, sem uppi stendur, fái atkvæði nafna síns og kunni ef til vill að sigra. En þetta er harla völt von, og illt á henni að byggja. En nota flest í nauðum skal. Líkum hnykk verður, ef til vill, beilt f fleirum kjördæmum. En yfirleitt er hann naumást vænlegur til sigurs og sýnir ljós- ast úrræðaleysi og örvæntingu Hafnar- stjórnarliðsins. „Að eitra fyrir —“ Flestir Islendingar, sem komnir eru til vits og ára munu hafa heyrt talað um að „eitra fyrir refi" og „eitra fyrir rottur", því að þetta eru þau dýr, sem eitrað er fyrir hér á landi. Það er sjaldan talað ura, að eitra fyrir aðrar skepnur, en þessa skaðræðisgripi, — refina og rotturnar. En það hefur aldrei heyrzt talað um, að „eitra fyrir >nenn“({\) En nú er nokkuð nýtt komið upp úr kafinu. Það er farið að „eitra fyrir Valtýinga“(!!) eptir því sem Isafold segir 12. þ. m. Og hinn smekkvísi, orðhagi ritstjóri hennar hnykkir enn betur á þessu með því að segja, að sérstaklega eigi að „eitra fyrir dr. Val- tý“(!!) [auðvitað, hann mun þurfa stærri skammt en aðrir!] maður hafi verið sendur gagngert til þess á 2 eldishestum, eitthvað austur í sýslur, sjálfsagt með „kranzaugu" yða rottueitur fyrir aptan sig. Og það er þetta þokkalega „apturhaldslið“, er kvað hafa sent manninn með eitrið. Það er orð- ið dáfallegt ástand I landinu! Það er farið að leggja Valtýinga og sjálfan foringja þeirra að jöfnu við refi og rottur og farið að „eitra fyrir" þetta allt saman, að vitni Isafoldar, sem lengi hefur lötrað seigt í því, að kom- ast snilldarlega og hnyttilega að orði. Menn hefðu reyndar sízt ætlað, að ritstj. „Isafold- ar“ mundi verða til þess að skipa flokks- mönnum sínum — og þar á meðal sjúlfum sér — svona neðarlega meðal lifandi skepna, að þeir þurfi að vera hræddir um, að eitr- að verði fyrir þá. En það stendur í sjálfri Isafold svart á hvítu, og þá er það sjálfsagt satt og að því skapi vísdómsfullt, eins og allt sem þar birtist. En að ritstjórinn skyldi ekki láta lögregluna handsama eitrunarmann- inn og taka „kranzaugun" frá honum. Rit- stjórinn kannast víst við, hvernig þau lita út. Hann mun hafa séð þau opt. — Væntan- lega skýrir Isafold frá því næst, hvort „apt- urhaldsliðið" sé að „eitra fyrir Valtýinga" sem refi eða sem rottur. Það væri fróðlegt, að heyra það. Forvitinn. Dálnn er hér í bænum í gærVafdimar As- mundsson ritstjóri Fjallkonunnar, nær fimmtugur að aldri (f. 10. júlí 1852); lézt skyndilega úr »slagi« (heilablóðfalli). Hann hét fullu na.fni Jóhann Valdimar, og var ættaður úr Þistilfirði, var ritstjóri »Fja!l- konunnar« 18 ár, eða frá því að hún var stofnuð 1884 og eigandi blaðsins mest- allan þann tíma. Hann var vel greindur maður og hafði aflað sér sjálfur meiri menntunar en almennt gerist hjá alþýðu- mönnum, var fróður um margt og hnýs- inn, hafði meðal annars góða þekkingu á íslenzku niáli, og hefur samið réttritun- arreglur, er hafa verið mikið notaðar. Hann hefur og búið undir prentun útgáfu Sigurðar Kristjánssonar af Islendingasög- unum. A fyrri ritstjórnarárum hans var blað hans um tlma eitthvert víðlesnasta og útbreiddasta blað á landinu og þótti þá vel ritað, en það gat ekki notið sín á síðari árum, þá er hin pólitiska barátta tók að harðna og ákveðnar, pólitiskar skoðanir voru farnar að ryðja sér til rúms, og munu utanaðkomandi, óheppileg áhrif hafa valdið þar mestu um. Hann lætur eptir sig ekkju, Brietu Bjarnhéðinsdóttur, systur Sæmundar spítalalæknis, og 2 börn á unga aldri. .Skálholt' (skipstj. Örsted) lagði af stað vestur 15. þ. m., en sneri aptur hér fyrirutan eyjar sakir storms, lagði aptur af stað að morgni 16. þ. m., en sneri enn aptur sakir hvass- viðris. Fór í gærmorgun af stað í 3. sinn. Með því fór Skúli Thoroddsen í kosninga- leiðangur vestur í ísafjarðarsýslu, ennfrem- I ur Sigfús H. Bjarnarson konsúll til Isa- íjarðar, frú Arndís Jónsdóttir, kona Guðm. læknis Guðmundssonar með 2 bömþeirra hjóna til Stykkishólms o. fl. ,Hólar‘ lögðu af stað héðan austur um land 15. þ. m., en er þeir voru komnir austur á móts við Stokkseyri, rákust þeir um kl. 10 I fyrra kveld á rif eða grynningu, sem menn vita þó ekki af þar um slóðir svo langt undan landi. Hjó skipið þar nokkrum sinnum niðri, en festist ekki. Hélt skip- stjóri aptur til Rvíkur til að !áta björgun- arskipið »Frederikshavn« skoða skemmd- irnar, en þær reyndust litlar eða engar, svo að »Hólar« halda af stað aptur í dag. Með þeim fer líkl. Magnús Einarsson dýra- læknir til að skoða »skitupest« á Aust- fjörðum og vlðar, Jón Jónsson kaupstjóri (frá Múla) til Seyðisfjarðar, allmargir far- þegar til Vestmannaeyja o. fl. .Vesta* kom hingað að vestan 13. þ. m.; hafði ekki komizt lengra en á Húnaflóa sakirhafíss, sem nú mun loka öllu Norðurlandi. Hún lagði jafnharðan af stað til Austfjarða, en varð að snúa aptur við Ingólfs- höfða (I Öræfum) sakir íss og kom hingað í morgun. Skipstrand. Nýlega er enskt botnvörpuskip strand- að á Býjaskerseyri á Miðnesi. JVþin hafa siglt þar upp, er það var á heimleið. Björgunarskipið »Frederikshavn« farið suð- ur þangað til að draga dallinn á flot. — Björgunarskip þetta hefur náð út botn- vörpuskipinu »Princess Melton«, er rak á land hér I Klapparvör 7. febr., og er nú verið að gera við það. Prest vígsla. Hinn 13. þ. m. var cand. theol. Böðvar Bjarnason vlgður ti! prests að Rafnseyri. Próf 1 stýrimannafræði hið minna tóku 25 lærisveinar viðstýri- mannaskólann dagana 10.—12. og 14. þ. m. Prófdómenditr A. Nielsen lautinant og dócent séra Eiríkur Briem. Þessir tóku prófið: stig: 1. Einar Jónsson, Isafjarðarsýslu (63). 2. Bergþór Eyjólfsson Rvík (62). 3. Sigtryggur Jóhannsson Eyjaf. (61). 4. Þorgr. B. Stefánsson Rvík (61). 5. Jón E. Bergsveinsson Barðastr.s. (60).. 6. Hrólfur Jakobsson Húnav.s. (57) 7. Jóh. Guðmundsson Seltjarnarnesi (57) 8. Ólafur Jónsson Dýrafirði (57) 9. Sigurður Bjarnason Dýrafirði (57) 10. Sigurður Jónsson Seltjarnarn. (57) 11. Jón Guðm. Ólafsson Barðastr.s. (56) 12. Kristleifur Jónatanss, Snæfellsness. (56) 13. Ólafur J. Sigurðsson Arnarfirði (56) 14. Guðm. Þórðarson Arnarfirði (55) 15. Jörundur Bjarnason Barðastr.s. (55) 16. Eyjólfur Eyjólfsson Rvík (54) 17. Helgi Björnsson Rvík (54] 18. Jón Júl. Halldórsson Eyjafjarðars. (53] 19. Benedikt Tómasson Akranesi (52’ 20. Jakob Jakobsson Eyjafjarðars. (50] 21. Jón Jónsson Dýraf. (47 22. Ólafur G. Kristjánsson Arnarfirði (47 23. Páll Friðriksson Akranesi (47 24. Magnús Sigurðsson Rvík (42 25. Lárus Bjarnason Rvlk (41 Einkunn sú, er nr. 1 (Einar Jónsson) hef- ur fengið, er hæsta einkunn, sem unnter að fá við þetta próf, énda I fyrsta sinn, sem nokkur hefur náð henni síðan skól- inn var stofnaður. „Tilhæfulaus haugalýgi“ segja þeir Kristján yfirdómari og félagar hans 4, að það sé, að þeir hafi fengið 6000 kr. frá Warburg. Er svo að sjá, Sem þeir hugsi sér lýgi, sem er ekki „tilhæfulaus", en það hefir mönnum verið ókunnugt til þessa. Er þetta llklega spánnýjasta uppr götvun dómarans og sennilega byggð á „30 ára studio", sem aðrar skarpviturlegar skoð- anir hans, er hann er orðinn frægur fyiir (sbr.: Árangurinn réttlætir stefnuna" og spá- dóminn hans á þingi siðast um, að ráðgjafa- búseta hér væri ófáanleg). Guðsmaðurinn I Görðum kallaði „bik- svarta lýgi“, hið sama, er dómarinn kallar „tilhæfulausa lýgi". Eptir þessu getur lýgin haft marga liti. Hún getur verið rauð, brún, grœn — og er ekki ólíklegt, að þeim litnum sé Garðaklerkurinn kunnugastur. Væri það hæfilegt verk handa honuui að semja leið- ara I „ísafold" um liti hennar. Ö. Galv. Þvottabalar, Vatnsfötur og emaill. Pottar af ýmsutn stærðum, nýkomnir í verzlun Sturlu Jónssonar. 24 Knútur var alveg hættur að hugsa nokkuð um hana, frá þeirri stundu varð henni það ljóst, að hún elskaði Knút einan. En á hverjum sunnudegi lýsti presturinn til hjónabands með henni og Andrési, og sífellt fannst henni svo sem það væri akveðið af forlög- unum, að hún, dóttir líflátna bóndans frá Rjóðri, og hinn gamli félagi hans, náðaði fanginn, ættu að eigast. Hversvegna fór Ingiríður ekki til Andrésar og sagði honum blátt áfram, að þau yrðu að skilja, svo sem hún sagði við Knút forðum ? Það bar margt til þess. Þá höfðu verið óeirðartímar, og hreyfingin, sem var í sveitinni, hafði hrifið hana með sér; hinar stöðugu og hvíldarlausu æsingar föður hennar og Andrésar uppörfuðu hana einnig, og svo var hún líka yngri þá, heldur en nú; auðvitað hafði það eigi dregið alllltið úr kjarki hennar og tápi, að allan þennan tíma, er síðan var liðinn, hafði hún lifað fremur í draumi en í vöku. Þetta er líka ef til vill það spor, er ráðsett kona getur einungis stigið einu sinni á æfinni. Ofan á allt þetta bæltist jörðin, sem sveitin hafði gefið þeim Andrési. Þó að hún gæti, ef til vill, gert Andrés ánægðan með því, að sleppa öllu tilkalli til hennar fyrir sitt leyti, þá hlaut. hún þó að móðga sveitina stórlega með því, og kasta skugga á minningu föður síns. Hún hlaut að ganga þá krossgöngu, sem fyrir henni lá, hún hafði sjálf gert allt sitt, til þess að komast inn á hana. Það var komið undir kveld einn kaldan og heiðskíran dag í októ- bermanuði. Sólin var fyrir löngu hætt að skína í dalinn, en á hæstu fjallatindana féll enn þá eldrauður bjarmi. Það mátti sjá skráð bæði á himni og jörðu, að veturinn var í nánd, á hinu þuona, ljósgula laufi bjarkarinnar I hlíðunum og á hinu svarta og kræklótta elrikjarri fram með anni. Ingiríður hafði sætt færi til þess að laumast út, svo enginn varð var við; henni var ekki vanþörf á að koma undir bert lopt, og hana langaði til þess að vera dálitla stund ein, og komast í burtu frá öllu veizlu-umstanginu á bænum hennar föðursystur sinnar. Af einhverri óljósri hvöt hélt hún upp að Seltúnaásnum, þessum eyðilega og hrika- lega stað, þar sem hún hafði hrundið frá sér hinum sanna ástvin sínvim, 21 um hana, um heimkynnið, um ættingja og vini eða hann bæri nokkra þakklætistilfinningu í brjósti sér; henni fannst munurinn vera svo mikill á þeim manni, sem hún hafði vænst eptir og þeim, sem hún nú hafði heimt, að það la við, að hana óaði við að sitja við hliðina á honum. Að vitum hennar barst líka greinilegur brennivínsþefur. Átti hún að lifa með þessum manni, það sem eptir var æfinnar^ Svona var hann þó ekki, þegar hann fór. En það varð hún samt að játa fyrir sjálfri sér, að margt af þvl í fari hans, sem hún sá nú í fyllstu mynd, hafði mátt sjá óljós merki til áður, en fangalífið hafði verið ærið frjósamur jarðvegur tyrir þessa frjóanga; hún hafði ímyndað sér það, sem nokkurskonar píslarvætti, sem mundi styðja hann og styrkja I mann- dáð og sannri göfugmennsku, og var farin að hlakka til þess, að geta leitt hann aptur til gömlu heimkynnanna rjóð af metnaði og sælu; rjóð var hún líka núna, því varð eigi neitað. Eins og dimm og drungaleg ský dregur stundum upp skyndilega á ljómandi sólbjörtum vordegi, þannig slokknaði nú von hennar um blítt og áhyggjulaust æfikveld. Hermennirnir voru komnir. Þeir stóðu I tvöfaldri röð við dyrnar á gömlu kirkjunni, og kvöddu svo sveitunga sinn með fagnaðarópum. Kirkj- an tók ekki þriðjunginn af öllum þeim mannfjölda, sem þar var saman kominn; presturinn tók því það ráð, að hann prédikaði undir berum himni. Andrés og Ingiríður voru látin sitja í öndvegi. Menn vildu ekki ein- ungis heiðra Ingiríði sem brúði Andrésar, heldur einnig sem dóttur Andrésar frá Rjóðri. Hatiðarnefndin var < nokkrum efa um, hver hermannanna skyldi skipa heiðurssætið og sitja næstur þeim Andrési og Ingiríði, en loks kom þeim saman um Knút frá Neðra-Rjóðri, og þó að hann færð- ist undan því, þá varð hann að setjast við aðra hlið Ingiríðar, svo að hún sat þarna mitt á milli beggja unnustu sinna, þess, sem hún hafði slitið tryggðir við, og þess, sem hún ætlaði að ganga að eiga. Sem von var létti henni ekld í hug við þessa tilhögun. Smámsaman varð henni þó dálítið hughægra. Knútur talaði við

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.