Þjóðólfur - 13.06.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 13.06.1902, Blaðsíða 3
95 »Reikning þennan höfum við endur- skoðað, og ekkert fundið við hann að athuga. Reykjavík 3. júlí 1892. Bj'órn Jónsson. Jón Jenssom. I reikningi þessum ér fært gjaldameginn undir V. lið: »Lánað gegn fasteignarveði 1200 kr.« og til jafnaðar tekjumeginn undir V.. lið: »Ný skuldabréf — 1200 kr.« Það er bert, að B. J. sem endurskoðandi reikn- ings þessa, játar þessa reikningsfærslu rétta. Og þar sem þetta er hið sama reiknings- form, sem eg hef sannað að almennt er viðhaft, og B. J. sjálfur með áteiknun sinni dæmir rétt 1892, er það bert: að B. J. ritst. er vísvitandi, opinber ósannindamaður að þeirri aðdróttun að mér í 32. tölubl. Isaf., að eg sé »fræg- ur orðinn fyrir hina nýstárlegu uppgötvun um einhlltt fangaráð til að auka tekjur sínar, sem sé: að bæta við þær útgjöld- unum«. Það er sem sé bert, að eg hef enga nýstárlega uppgötvun gert, heldur látið i ljósi, áð samskonar reikningsaðferð sé rétt, sem B. J. sjálfur vottar að sé rétt 1892. Halldór Jónsson. Harmatölur ritstjóra ísafoldar. Það er ekki nema fallegt, þótt ritstjóri Isafoldar geri í 34. og 35. tbl. sínu sæmi- lega útför hinna pólitisku gæðinga sinna og smyrji lík þeirra, svo að þau geti varð- veitzt órotin og óskemmd á forngripasafni stjórnmálanna íslenzku, eins og »múmíur« 1 grafhýsum Egypta. Það lýsirogræktarsemi hjá karlfuglinum, þegar hann skipar hinum látnu yfirforingj- um flokks síns á bekk með mestu skör- ungum og vitsmunamönnum þjóðar vorrar. Höfum vér ekkert við það að athuga, því að vér berjumst ekki við fallna menn eða óvíga, heldur tökum undir með latneska málshættinum: ,Nil de mortuis nisi bene'. Vér erum meira að segja ekki ótilleiðan- legir til að leggja blómsveiga á grafir for- kólfanna, þegar vér höfum gengið svo frá þeim, að þeir geta ekki gengið aptur. En á hinn bóginn getur ritstjóri ísa- foldar ekki vænst þess, að vér göngum þegjandi fram hjá rangfærslum og vísvit- andi ósannindum málgagns hans. Það eru t. d. hrein og bein ósannindi, þar sem hann segir, »að bankastjórann skorti dag- inn fyrir kjörfund 50—60 atkv. á við hinn« (0: Jón Jensson). Það er á margra manna vitorði, að 6 dögum fyrir kjörfund voru þeir, sem ætluðu sér að kjósa herra Tr. Gunnarsson töluvert fleiri en flokksmenn beggja Jónanna til samans. Á flokksfundi, er kjósendur Tr. G. héldu kvöldið fyrir kjórdaginn, lýsti einn fundarmanna því yfir, og leiddi rök að því í áheyrn því nær 200 kjósenda, að svo framarlega sem kjósendur Tr. G. sæktu kjörfundinn og greiddu atkvæði, væri, eins og raun varð á kosning Tr. G. hárviss, þegar við fyrstu kosningu. Ummæli Isafoldar um nætur- leiðangurinn eru því tómt bull og vísvit- andi ósannindi. Ritstjóri ísafoldar á ekki að skeyta skapi sínu á oss, flokksmönn- um Tr. G., þótt smalar flokks hans kunni hvorki að telja né leggja saman. Á hinn bóginn skulum við íúslega kannast við, að fylgismenn herra Jóns Jenssonar hafa ekki legið á liði sínu í kjósendasmölun- inni. En bæði var það, að þeir áttu fyrir siæmum málstað að berjast, þar sem um kosning hr. J. J. var að ræða, og hins vegar var kosningarbaráttu þeirra svo frá- munalega illa stjórnað, að slíkt er eins dæmi. Yfirsmalarnir í flokki ,Valtýs‘liða vissu hvorki upp né niður um flokkaskipt- inguna hér í bæ, og töldu jafnvel suma ötulustu fylgismenn Tr. G. í sínum flokki. Úr þvf að ritstjóri ísafoldar er að leiða getur að því, hverjum það sé að þakka (o: á hans máli: að kenna), að kosningin fór, eins og hún lór, þá skulum vér í eitt skipti fyrir öll fræða hann á því, að þessi heppilegu kosningarúrslit í Reykjavlk eru því nær eingöngu að þakka ötulu fylgi hinnar atorkusömu og fjölmennu iðnaðar- stéttar hér í bænum. Til hennar teljast fjölmargir stefnufastir og óháðir, einbeittir og dugandi drengir, er telja sér skylt að fylgja sannfæring sinni t stjórnmálum sem öðrum málum, hvort sem ísafold líkar betur eða ver. Þar að auki mun flokks- stjórn kjósenda Tryggva hafa verið mun styrkari og hyggilegri en flokkstjórn Hafn- arliða og Valtýinga. Að því er peningavaldið og bankavaldið snertir, er ritstjóranum verður svo tíðrætt um, getur hann, ef hann vill kanna lið sitt með dálítilli nákvæmni og samvizku- semi þegar gengið úr skugga um, að fjár- glæframenn og vixlariddarar fylla fleiri flokk Hafnarstjórnarmann.a en heimastjórn- armanna. Saga stóra bankans mun, þeg- ar hún verður ritin, sýna það og sanna. Heimastjórnarmadur. Ekki við einteyming. —o— V. Hörup skrifaði endur fyrir löngu grein (26. júní 1879), er byrjaði þannig: »Það eru sumir svo, að þeir geta aldr* ei látið af heimsku sinni eða komizt frá henni. Þeir hverfa stöðugt að henni til að skýra hana, þýða hana, sýna, hvað hún var skynsamleg, hvað vel hún var hugsuð og hve góðar afleiðingar hún rétt að segja var búin að fá. Eins og sum- ir ódæðismenn laðast af ósýnilegu afli að þeim stað, er þeir helzt skyldu forðast, eins eru og sumir »pólitíkusar« svo gerðir, að þeir eru altaf á þönum kringum netlu- reitinn, þar sem þeir hafa lagt fúleggjum sínum. Svona er enn hr. (nafnið) með nóvember pólitíkina. Hjartað lafir við hana, hugur hans er heillaður af henni; hann gefst aldrei upp við að dubba hana upp .... Þetta úthald er afsakanlegt; hr.......hafði varið svo miklu til þessa eins ; hégómagirnd hans er þar veðsett; þetta var hans pólitlska meistarastykki, og það er sárt að fá meistarastykkið sitt aptur tekið ógilt. Hann játar aldrei, að það hafi verið heimska ; það er ekki sá maður í honum, að hann geti borið hana. Honum blöskrar, svo að hann þorir aldr- ei að renna augunum yfir sitt geisilega fýluflan, því að þetta var eina hugsunin, sem hann átti í eigu sinni, og hann býst ekki við að eignast fleiri um alla eilífð«. Það er alveg óþarfi, að útlista fyrir mönnum, hve ágætlega þessi smellnu orð, sem rituð eru fyrir 23 árum, eiga við suma valtýsku forsprakkana, einkum einn þeirra sérstaklega. Það er eins og þau væru rituð árið 1902 og um þá eða hann — og ekki aðra að upphafi. Vér íslendingar segjum : »heimskan ríður ekki við einteyming«. Nei, hún hefur báða taumana, höfuðleðrið er óslftandi ogkjapta- mélin með öllu óbilandi. S. Þingmálafundur. Árið 1902, mánudaginn 2. júní, var þingmálafundur fyrir Strandasýslu settur og haldinn að Broddanesi. Til fundar þessa, sem haldinn var á undan kjörfundi fyrir sýsluna, hafði boðað fyrverandi al- þingismaður, Guðjón Guðlaugsson á Ljúfu- stöðum. Fundarstjóri var kosinn séra Ei- rikur Gíslason á Prestbakka og skrifari fundarins Ágúst Th. Blöndal hreppstjóri á Hlaðhamri. Á fundinum voru mættir 55 kjósendur til alþingis auk allmargra annara, sem fundinn sóttu. Á fundinum voru tekin fyrir þau mál, er nú skal greina: 1. Stjórnarskrármálið. Eptir allmiklar utnræður um það mál var í einu hljóði samþykkt svolátandi fundarályktun: »Fundurinn samþykkir að skora á al- þingi, að samþykkja tilboð stjórnarinnar um að breyta stjórnarskránni þannig, að íslenzka ráðaneytið í Kaupmannahöfn verði afnumið, en ráðaneyti sé stofnsett á íslandi, og að ísland fái sérstakan ráð- gjafa, sem sé búsettur hér á landi, og enn fremur, að alþingi setji engin þau ákvæði inn í hið væntanlega frumvarp stjórnar- innar, sem geti orðið því að falli hjá stjórn- inni. Fundurinn lýsir jafnframt yfir því, að frumvarpið frá 1901 er með öllu ófull- nægjandi af því, að það fer eigi fram á innlenda stjórn, og skorar á alþingi, að fella það, ef það kynni að verða borið upp«. 2. Bankamálið: Eptir nokkrar umræður var svo hljóðandi fundarályktun samþykkt með 26 atkv. gegn 2: »Fundurinn tjáir sig algerlega mótfall- inn hinum útlenda hlutafélagsbanka og telur það glapræði, að fá útlendum auð- kýfingum e i n k a 1 e y f i fyrir allri ís- lenzkri peningaverzlun. Hins vegar skor- ar fundurinn á alþingi, að gefa landsbank- anum rétt til að auka veltufé sitt svo, að það samsvari, sem bezt peningaþörf lands- manna. Fleiri mál komu eigi til umræðu á fund- inum og var því fundi slitið. Eiríknr Gíslason. Ágnst Th. Blöndal. (fundarstjóri). (skrifari). Af kjörfundunum og kosningaróðrinum á undan þeim eru farnar að berast ýmsar sögur úr sunium kjördæmum hér nærlendis, miður fagrar og frægilegar, að því er hátterni valtýska flokksins snertir. Meðal annars hefur ýms- um mönnum hér í bæ verið ritað allítar- lega um aðfarir þessa flokks í Vestmanna- eyjum og hverjum meðulum þar varbeitt til að knýja kjósendur til fylgis við Val- tý, en brigða loforð sín við Jón Magn- ússon, enda tókst það við 5—6. Eru nöfn þessara ístöðuleysingja orðin alkunn hér, þótt ekki þyki ástæða til, að birta þau hér í blaðinu að sinni. Gengu þeir sýslumaður og læknir auk Valtýs sjálfs mjög ötullega fram í þvl, að snúa kjós- endum til Valtýstrúar, þótt veiðin yrði ekki meiri en þetta. Meðal annars gerði sýslumaður í nafni annars manns tilraun til að ráða menn í vinnu í fjarlægð, og bauð beztu kjör: 5 krónurum daginn og allt »frítt«. Til þessa voru falaðir hinir beztu menn úr Jóns flokki, en er þeir fengust ekki vildu þeir sýslumaður enga ráða(!). Onnur miður lögleg brögð, er Valtýingar beittu til að ná í atkvæði, munu hafa farið svo dult, að ekki verði hafðar hendur í hári forsprakkanna. Fögnuðurinn yfir falli Valtýs og ósigri þeirra læknis og sýslumanns eptir allt fárg- anið, var, eins og geta má nærri, allmikill hjá fylgismönnum landritarans og öllum almenningi þar í eyjunum. — Meðal ann- ars ritar maður einn, sem ekki hafði kosn- ingarrétt, kunningja sfnum hér í bænum, að afstöðnum kjörfundi á þessa leið: „Nú er kjörþingið afstaðið. Húrra!, húrral, húrra!, V. G. fallinn og það var mér sann- arleg gleðifregn að heyra, þegar eg kom af sjó úr fiskiróðri. Valtýr sjálfur hafði hald- ið langa tölu fyrir sjálfum sér, og lýst því yfir, að það væri einungis föðurlandsástin, sem hefði knúð sig til, að bjóða sig fram til þingmennsku fyrir þetta kjördæmi, því að eins og allir hlytu að sjá væri þetta mik- ið peningatjón fyrir sig, og í sarna streng tók læknirinn og fleiri fylgifiskar hans, sem með honum höfðu barizt allt til hinnar hinnstu stundar. Einhver úr mótflokknum gat þess, að stjórnarskrárdeila þessi væri Valtý að kenna, og sagði þá læknirinn, að eðlilegt væri, að alþýðan væri svo æst á móti V., það væri vanalega svo, ef einhver risi upp til að færa í æskilegt horf, það sem aflaga hefði farið, og tók til dæmis Jesú Krist og Martein Lúter.(!!) Þótti mönnum slíkur sam- jöfnuður ganga hneyksli næst". Margt fleira spaklegt hermir bréfritari þessi, en hér verður látið staðar numið að sinni. — Þá er þessi svæsnasta kosn- ingahríð, sem nokkru sinni hefur verið hér á landi er um garð gengin, kemur væntanlega meiri ró og kyrð á hugí manna. Eptirhreytan eptir kosningarnar frá hálfu þeirra, er ósigur bíða, ætti heldur ekki að verða mjög löng, því að lítt tjáir að sakast um orðinn hlut. Mikill vinningur. Nú er þó loks svo komið, að jafnvel þeir fulltrúar frá síðasta þingi, sem mest hafa nítt landsbankann og róið að þvt öllum árum að koma honum á kné, eru nú farn- ir svo mjög að gugna í sókninni, að þeir þora ekki annað en lýsa því yfir, að þeir vilji efla landsbankann og alls ekki greiða atkvæði með því, að hann verði lagður nið- ur. Þessi stakkaskipti eru að vísu gleði- leg, þótt ekki muni þau af fúsum vilja sprottin. Ljósasta dæmi þess, hversuheima- stjórnarmönnum hefur tekizt að „lagfæra" hina einnig í þessu máli eru yfirlýsingar þingmanna Gullbringu- og Kjósarsýslu (Þórðar Thoroddsen og Bjöms Kristjáns- sonar) bæði á þingmálafundum þarí kjör- dæminu fyrir kjörfundinn og svo á kjör- fundinum. Annar þessara tnanna (Þ. Th.) var aðalmálsvari Warburgsbankans á síð- asta þingi og stækur mótstöðumaður lands- bankans. Hinn (B. Kr.) er alþekktur af ritgerðum sínum um landsbankann, ritgerð- um, sem engin heil brú hefur ver- ið í. Nú hafa báðir þessir menn lýst því skýrt yfir, að þeir vildu styðja landsbank- ann, og annar þeirra (B. Kr.) sagði á kjör- fúndinum, að hann hefði ávallt(l) talið æskilegast, að bankamir væru tveir.(!!) Hann hefur haldið þessari ósk sinni furðanlega vel leyndri, því að menn vita ekki til, að hún hafi komiá neinstaðar fram fyr en nú undir kosningamat. Sannleikurinn er sá, að þingmenn þessir þorðu ekki kjósenda sinna vegna annað en vera hlynntir lands- bankanum, því að kjördæmið er yfirleitt algerlega mótfallið Warburgsbankanum. Þótt Halldór Jónsson bankagjaldkeri hlyti ekki kosningu, þá varð för hans á þing- málafundina meðal annars til þess, að knýja þessar yfirlýsingar út úr hinum, og bar því mikinn árangur, því að nú geta þeir Þ. Th. og B. Kr. ekki snúið aptur við blaðinu van- sæmdarlaust. Ennfremur varð framboð Hall- dórs til þess, að Valtýrþorði ekkiað bjóða sig í Gullbringu- og Kjósarsýslu í stað Björns. Þetta hvorttveggja var því allmik- ils virði fyrir heimastjórnarmenn. Meira gat naumast áunnizt við framboð hr. H.J., svo seint, sem það kom fram. Bankamál. í 20. tölubl. »Bjarka«, 16. f. m, er birt »nefndarálit« frá verzlunarmannafélagi Seyðisfjarðarkaupstaðarum bankamál vort. Félagið hafði í vetur haft á fundum sín- um bankamálið til meðferðar og kosið nefnd manna til þess að íhuga það. Það er álit þessarar nefndar, er »Bjarki« flyturnú, og af því að það er einkar vel samið, rök- stutt og glöggt, vil eg með þessum línum vekja athygli allra hugsandi manna á því. Nefndarálit þetta er gleðilegur vottur þess, hversu skilningur manna á bankamál- inu hefur skírzt og aukizt nú á síðari tím- um, að margir hinir vitrustu og beztu menn lands vors hafa nú fengið augun opin fyrir því, að seðlaútgáfurétturinn er mjög dýrmæt eign fytjir þjóðfélag vort, og að heill þess krefur, að vér sjálfir höfum bæði töglin og hagldirnar í peningamál- um vorum. Nefndarmenn eiga hinar beztu þakkir skilið fyrir þetta ítarlega nefndarálit, dg verzlunarmannafélagi Seyðisfjarðarkaup- staðar eru aðgerðir þess í málinu og til- lögur þess um það til hins mesta heiðurs, Halldór Jónssou. Færsla kjörstaðar. I 4. tbl. Þjóðólfs þ. á. skrifar, að sögn, „merkur" bóndi úr Norður-Þingeyjarsýslu alls ómerka og ósanna fréttagrein, um flutn-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.