Þjóðólfur - 01.08.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 01.08.1902, Blaðsíða 2
121 ið, að ráðherrann okkar hefði ekki getað heimtað eptirlaun, að minnsta kosti ekki alltaf. Það vakti ekki fyrir oss, að búa til hálaunaðan embættismann, er kannske gæti setið von úr viti, og þó jafnframt farið þegar hann vildi, með haum eptirlaunum. Vér hefðum helzt stutt að því, að í það sæti fengist maður, er þjónaði þjóð sinni, meðan hann hefði traust hennar, en teldi sig jafnframt ekki of fínan til að taka upp aptur gamla starfið, er þjóðin ekki kysi leng- ur leiðsögu hans, en þetta verður nú líklega allt því miður að bíða betri tíma. Eg áfelli ekki stjórnina, þótt boð henn- ar sé ekki alveg gallalaust. Hún býður oss betri kosti, en vér gátum búizt við, eptir breytni meiri hluta alþingis í fyrra. Vér gátum ekki búizt við að fáneittbetra en vér báðum um, svo sem margtekið hefur verið fram af vorri hálíu. Vér höf- um fengið miklu meira, aðalkvafa vor er fyllt, og það er að þakka góðvild stjórn- arinnar og skjótum og góðum úrræðum heimastjórnarþingflokksins í fyrra. En eins og eg get ekki áfellt stjórnina, eins vil eg ekki áfella meiri hluta alþingis eða efri deildar í fyrra. Þjóðin er búin að því, hún er búin að fella hann, og eg er ánægður með þann dóm. Það er svo margur klæðlítill í þessu landi, svo margur svangur, svo margur þyrstur, svo margur illa menntaður, svo margur sjúkur og svo margur hryggur, að vér höfum ekki ráð á að eyða þeim auðn- um, sem vér einum eigum jafnmikið af og aðrar þjóðir, tímanum, í innbyrðisstríð, um það, sem vér megum án vera, enda búumst vér við að ná því seinaa, seip nú er ekki gefinn kostur á. Því göngum vér heimastjómarmenn að frumvarpinu, um leið og vér þökkum stjórn- inni boð hennar og viljum reyna að gleyma eldri gerðum andstæðinga vorra, án þess, þó að vér teljum köllun vorri lokið. Heimastjórnarflokkurinn ætlar sér ekki að eins að koma heimastjórn d í landinu, hann ætlar líka að styrkja heimastjórnina til. bóta á atvinnuvegum landsins fyrst og fremst, en jafnframt til allra góðra og pjóð- legra framkvæmda. Mér er sagt, að það sé hæstv. lands- höfðingja að þakka, að oss er nú feng- in sömu umráð yfir útgjöldunum til vorr- ar æztu stjórnar, sem yfir öðrum gjöld- um landssjóðs, og egkannhonum og stjórn- inni góðar þakkir fyrir þá góðu bragar- bót. En um leið vil eg geta þess, að vér þingmenn mundum flestir hafa tekið eptir því svigrúmi, sem stjórnin hefur markað oss í þessu máli í athugasemdunum við frumvarpið, þótt vér hefðum ekki verið minntir á það úr stjórnarfulltrúastólnum. Guðlaugur Guðmundsson þakkaði L. H. B. fyrir ummæli hans um, að flokkur hans mundi ganga að frv. óbreyttu, og kvaðst lýsa því sama yfir fyrir hönd síns flokks. Hann kvaðst telja búsetuna til verulegra verklegra umbóta og sömuleiðis ákvæðið um, að þingið ráði launum hins æzta ís- lenzka embættismanns. Aptur á móti væri eitt ákvæði í frv., sem þingið áður hefði ekki talið fyllilega réttmætt, en með því að það ákvæði hefði fremur teoretiska en praktiska þýðingu, þá vildi hann eða flokkur hans ekki gera það að þrætuefni. Hann kvaðst eiga við það ákvæði í frv., er slæi því föstu, að sú skoðun, sem stjórn- in hingað til hefði gert gildandi á sérmál- um voruni, sé rétt, en ekki skoðun þings- ins fþ. e. ríkisráðsseta ráðherrans). Þá minntist ræðumaður á tillögur ráð- gjafans um hina fyrirhuguou embættaskip- un og áleit, að nefndin ætti að taka til at- hugunar aðalfyrirkomulagið á hinni nýiu stjórn. Þótti honum ráðgjafinn fara nokk- uð „djúpt inn á“ einstök atriði, og ef til vill dýpra, en heppilegt væri. Kvað hlut- verk nefndarinnar aðallega vera, að koma með ákveðnar tillögur um þau embætti, sem ættu að leggjast niður og þau, sem ætti að stofna, en ekki fara inn á einstaka liði, því að það yrði hlutverk stjórnarinn- ar, að koma með sundurliðaðar ákveðnar tillögur fyrir þingið 1903. Hann kvað frem- ur hægt verk að laga málið á sjálfu frv., þar sem frv. frá 1901 væri hér óbreytt tekið upp, og til þess hefði verið vandað að máli og efni. Ldrus Bjarnasoti kvað það hneyksla sig hjá Guðl. Guðm., að hann talaði um frv. frá 1901 tekið upp óbreytt 1 frv. stjórnarinnar, og færði sönnur á, aðsvo væri ekki. Meiri hlutinn á þingi. Við embættismannakosningarnar á þinginu, þingsetningardaginn, kom það berlega f ljós, eins og allir vissu fyrir- fram, að heimastjórnarflokkurinn var í algerðum meiri hluta, enda þótt bæði Jón Magnússon og Eggert Benedikts- son kysu með hinum, en til þess að láta sem minnst á því bera, tók minni hlutinn það fangaráð, að kjósa að mestu einróma sömu mennina, sem heimastjórnarflokkurinn; höfðu Valtýs- liðarnir gömlu á einhvern leyndardóms- fullan hátt fengið áður að vita, hverja kjósa ætti. Samt voru þeir ekki svo hyggnir, að fylgjast alstaðar með, gátu t. d. ekki fengið af sér að láta atkvæði sín falla á skrifara sameinaðs þings, þá er valdir voru (H. Þ. og L. H. B.) né á Skúla Thoroddsen til flutn- ings upp í efri deild, enda höfðu þeir svo seint fengið vitneskju um þann fyrirhugaða flutning (hann var ekki ráðinn fyr en sama morguninn og þing var sett), að þeir gátu ekki snúizt við að fylgjast einnig þar með, eins og þeir hefðu átt að gera alstaðar til að láta líta svo út, sem þingið væri ein- huga, einn flokkur. Það var því yfir- sjón af þeim, að sýna minni hluta sinn nokkurstaðar, annað hvort að gera það alstaðar eða hvergi. Heimastjórnarmenn höfðu t. d. nægt atkvæðaafl til að ógilda kosningu Skúla Thoroddsens og beggja ísfirzku þing- mannanna, en þeir vildu ekki beita valdi sínu á þann hátt, vildu sýna svo mikla tilhliðrunarsemi og vægð sem unnt var, og samrýmzt gat sæmd þings- ins, og tóku því kosninguna þegar gilda, með ályktun þeirri, er þegar hef- ur verið getið um, og ekki gat væg- ari verið. Að gera manninn þingræk- an, eða fresta gildi kosningarinnar um óákveðinn tíma út af réttarprófum þeim, er fyrir lágu, hefðu hvorki verið þing- leg hyggindi eða fullkomlega réttmætt, þótt flokksmenn Skúla í fyrra mundu ekki hafa hikað við að nota meiri hluta sinn til að gera þingmann úr heima- stjórnarflokknum rækan, ef eins hefði staðið á, jafnmikill hvinur, sem varð út at lítilsháttar formgalla við eina kosningu þá. Það mun óhætt að segja, að það sé einlægur vilji heimastjórnarflokksins nú á þingi, að neyta atkvæðamutjar síns sem allra gætilegast, og í engu þröngva kosti minni hlutans, enda sést það bezt á því, að meiri hlutinn hefur avallt valið í nefndirnar tiltölulega marga af minnihluta mönnum, svo að krafa um stöðugar hlutfallskosningar frá þeirra hálfu, hefur verið öldungis óþörf, því að það hefur alls ekki verið áform meirí hlutans, að útiloka hina frá nefnd- arstörfum, eptir likri reglu og beitt var af hálfu meiri hlutans í fyrra. Að því leyti verður þeim ekki mælt í líkum mæli, enda mundi það hafa hin óheppi- legustu áhrif á störf þingsins. Stjórnarfrumvörp. Frá stjórninni hafa þessi 8 frumvörp ver- ið lögð fyrir þingið: 1. Frumvarp til breytinga á stjórnarskránni 5. jan 1874. 2. Frv. um varnir gegn því, að næmir sjúkdómar berist til landsins (allmikill lagabálkur, er átti að leggjast fyrirslð- asta þing, en varð of seint fyrir). 3. Frv. til fjaraukalaga fyrir árin 1902- 1903 [þar á meðal stungið upp á sem út- gjaldaviðbót 25,c»o kr. til þess að full- gera brúna á Lagarfljóti og ferju á Steinsvaði, 1000 kr. til þess að 'reisa vörður við skipaleiðina inn á Beru- fjörð, gegn því, að hlutaðeigandi sýslu- félag takizt á hendur viðhaldið o. fl.j. 4. Frv. um viðauka við lög 12. jan. 1900 um stofnun veðdeildar 1 landsbankan- um í Reykjavík. [farið fram á að auka tryggingarfé veðdeildarinnar með allt að 200,000 kr., og landsbankinn leggi það fé til]. 5. Frv. um breytingu á hlutabankalögun- um nýju 7. júní 1902 (frá þvívarskýrt í síðasta blaði). 6. Frv. um viðauka við botnvörpuveiða- bannlögin 6. apríl 1898. [Breyting á frv. síðasta þings, er stjórnin synjaði staðfestingar]. 7. Frv. til laga um síldarnætur. (Breyting á frv. síðasta þings, er einnig var synj- að staðfestingar, af því að þar þótti tálmað síldveiði danskra þegna í landhelgi við Island). 8. Frv. um breyting á lögum 13. sept. 1901 um tilhögun á löggæzlu við fiskiveið- ar í Norðursjónum. Þingmannafrumvörp. Löggilding verzlunarstaðar við Oshöfn við Héraðsflóa (flm. J. Jónss. og Ó. F. Dav.). Stofnun brunabótafélags: (01. Br., St. St. Skagf.). Kosningalagafrv.: (B. Kr., Þ. Thor.;. Löggilding verzlunarst. við Flatey á Skjálf- anda: (Pétur Jónss., Á. Jónss.). Brúargetð d Jökulsá í Axarfirði hjá Ferju- bakka: (Á. J. og P. J.) [farið fram á 50,000 kr. veitingu úr landssjóði til brúar- gerðarinnar]. Um sölu laxveiði í Laxd í Kjós: (Þ. Th. og B. Kr.). Urn að selja salt eptir vikt: (B. Kr., Þ. Th.]. Um vinnuhjú og daglaunamenn: (Gutt. Vigf.). Um afnám gjafsókna embœttismanna: (Sk. Th.). Um kjörgengi kvenna: (Sk. Th.). Um ttppg jöf látis til brúargerðar, d Ölfusd, að því er snertir sýslufélög Árness- og Rangárvallasýslna:(H. Þorst. og Sighv. Á.). Þlngsályktunartillögur eru komnar fram: 1. Um íhugun landbúnaðarlöggjafarinnar, (frá Þórh. Bj.) o. fl. 2. Um athugun á málinu um þráðlaus raf- magnsskeyti milli Islands og útlanda (frá Guðl. Guðm. o. fl.) 3. Um samgöngumál (Þ. B.). 4. Um dómaskipun o. fl. (Lárus Bjarnason). 5. Urn stofnun íslenzks lífsábyrgðarfélags (Hannes Þorsteinsson og L. H. B.). Nefndip. Auk stjórnarskrárnefndarinnar eru þess- ar nefndir skipaðar: Aukning veðdeildar landsbankans (E. d.).: Eirikur Briem, Sigurður Jensson og Egg- ert Pálsson. ViðaukalÖg við botnvörpulögin (E. d.): Júlíus Havsteen, Kristján Jónsson, Skúli Thor- oddsen. Löggœzla við Jiskiveiðar í Notðursjónum (E. d.): Guðjón Guðlaugsson, Júlíus Hav- steen og Jósafat Jónatansson. Fjdtaukalög (N. d.): með |hlutfallskosning: Stefán Stefánsson þrn. Skagf., Árni Jóns- son (skrif.), Hermann Jónasson, Magn- ús Andrésson, Björn Kristjánsson, Ólafur Davíðsson, Tryggvi Gunnarsson (form.). Sóttvarnarlög (N. d.) (hlutfallsk.): Björn Bjarnarson, Jón Magnússon (skrifari), Þórður Thoroddsen (form.), Ari Brynj- ólfsson, Stefán Stefánsson þm. Eyfi, Þor- grímur Þórðarson, Sighvatur Árnason. Bankamdl (N. d., hlutfallskosning): Lárus Bjarnason (skrifari), Þórður Thoroddsen, Tryggvi Gunnarsson (form.), Þórhallur Bjarnarson, Björn Kristjánsson. Kostiingalagamdl (N.d.) með hlutfallskosn- ingu: Hannes Þorsteinsson (form.), Björn Kristjánsson, Hermann Jónasson, Eggert Benediktsson, Árni Jónsson (skrifari). Brunabótasjóður (N. d.): Ólafur Briem með 20 atkv., Stefán Stefánsson (Skagf.) með 20 atkv., Ólafur Davíðsson (13), Björn Bjarnarson (12), Stefán Stefánsson (Eyf.) (n). Gjafsóknir (E. d.): Skúli Thoroddsen, Ei- ríkur Briem, Eggert Pálsson. Lagarflj ótsbr ú i n. Eins og kunnugt er varð að hætta við hina fyrirhuguðu brúargerð á Lag- arfljóti sakir þess, að Sigurður Thor- oddsen verkfræðingur áleit, að brúin yrði að vera hærri og lengri en áætl- að hefði verið. Þá spurðu menn hver annan: Hver ber ábyrgðina? Varð illur kurr í mönnum, sem von var, út af þessu og þeirri útgjaldabyrði, er þetta mundi baka landsjóði, eins og nú er komið á daginn. En almenningi hef- ur hingað til verið öldungis ókunnugt um hin nánari atvik þessa máls eða aðgerðir stjórnarinnar. Og þess vegna verður birtur hér nokkur kafli úr at- hugasemdum stjórnarinnar við fjárauka- lagafrumvarp það, er hún hefur nú lagt fyrir þingið, um aukafjárveitingu (25, OOO kr.) til brúarinnar. Aðvísuskýr- ir stjórnin ekki frá því, hver beri ábyrgð- ina á þessu stórkostlega glappaskoti, en óviðkunnanlegt virðist, að landssjóð- ur einn skuli verða fyrir öllu skakka- fallinu fyrir rangar mælingar erlends verkfræðings og aðra miður góða ráðs- mennsku brúarmál þetta áhrærandi. í athugasemdum stjórnarinnar segir svo: „Eptir að stjórnarráðið með lög- um 9. febr. 1900 hafði fengið heim- ild til þess að verja 45,000 kr. upphæð til brúar á Lagarfljóti og 3,000 kr. til ferju við fljótið, gerði þaðsamning við félagið Smith, Mygind og Húttemeier um að láta af hendi í Kaupmannahöfn fullbúið efni í brú og ferju, báðar gerð- ar aðallega samkvæmt rannsóknum og áætlunum þeim, er Barth verkfræðing- ur hafði gert, og setja þær upp á brú- ar- og ferjustaðnum, gegn 30,865 kr. borgun alls fyrir brúna og 2,700 kr. fyrir ferjuna. Samtímis var samið við stórkaupmann Thor E. Tulinius um að taka að sér flutning efnisins frá Kaup- mannahöfn til brúarstæðisins og ferju- staðarins gegn borgun, er ekki færi fram úr 10,000 kr. Samkvæmt samn- ingum þessum, er fylgja hér með í ept- irriti, var efnið flutt til brúarstæðisins, svo að hægt var þegar í fyrra sumar, eins og til stóð, að byrja á að koma brúnni upp undir umsjón Sigurðar verk- fræðings Thoroddsen, er stjórnin hafði skipað bæði til að hafa umsjón með byggingbrúarinnar, ogtil þess að standa fyrir þeirri vinnu við brúargerðina (vega- gerð við brúarstæðið), sem félagið, er tók að sér brúarsmíðina, samkvæmt samningnum átti eigi að annast. En 8. júlí skrifaðiSigurðurverkfræð- ingur Thoroddsen stjórn'arráðinu og skýrði því frá, að hann hefði látið hætta vinnunni við brúna 1. s. m. og látið vinnumenn félagsins fara heimleiðis, og bar það aðallega fyrir sig, að ásigkomu- lag botnsins og vatnshæðin í Lagarfljóti hefði reynzt að vera allt öðruvísi, en byggt var á í lýsingu og uppdráttum Barths verkfræðings, og að brúarefnið, sem komið var, væri því ónógt, þar sem brúin yrði að vera bæði hærri og lengri, en Barth hafði ætlazt til. Eptir að hala gert nánari rannsókn- ir sendi Sigurður verkfræðingur Thor- oddsen landshöfðingja síðan með bréfi dags. 30. ágúst s. á. áætlun yfir það, sem hann taldi þurfa að útvega Og gera, til þess að brúin yrði sæmilega úr garði gerð; ætlast hann þar á, að kostnað- urinn við þetta verði 17,000 kr. fram yfir það fé, er þegar var veitt.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.