Þjóðólfur - 22.08.1902, Síða 3
i35
hinn versti. Væri botnvörpuveiðar stund-
aðar af landi, mætti búast við, að sá fisk-
ur færi saman við annan fisk, og væri þá
jafnframt spillt því góða orði, er íslenzk-
ur fiskur hefur á sér á útlendum markaði.
Leiddi leyfið til þess, að upp kæmi
þar eystra stór botnvörpuskipastóll, mundi
það fækka enn meir vinnufólki til sveita,
og er þó sfzt á það bætandi.
Þá má og búast við því, að eptirlitið á
á þessum stöðvum yrði enn minna, er varð-
skipið yrði svo að segja að Iesa þau skip-
in úr, er leyfi hefðu, enda viðbúið, að
Danir yrðu tregari til að auka eptirlitið, er
þeir sæju, að vér létum oss ekki annara
nm landhelgi vora en svo, að vér hleypt-
nm inn á hana útlendum mönnum undir
forustu íslenzkra leppa.
Að vísu ætlast i. gr. frv. til þess, að
fyrir veiðunum standi hérlendir menn, en
það má sjá á 5. gr., á því að borga á 2000
kr. fyrir hvert leyfisbréf, 100 kr. fyrir hvert
skip og að auki 3 kr. fyrir hverja smálest,
að fyrirtækið er ætlað útlendum auðmönn-
um, en ekki Islendingura. Islendingar
mundu ekki bera annað úr býtum, en kaup-
ið fyrir að leggja til nafnið og útvega
leyfið.
Svo sem hér er á vikið, mundi fara, ef
nokkur yrði til að nota leyfið, að því við-
bættu, að þingið ætti miklu óhægra með
að neita öðrum sýslum um samskonar
leyfi, en langlíklegast er, að enginn yrði
til þess að kaupa leyfið.
Það er allsendis ótrúlegt, að útlendingar
færi að leggja fram stórfé fyrir það, sem
þeir, að sögn flutningsmanna, nú taka
fyrir ekkert, og væri þá um leið horfin
eina átyllan fyrir þessu frumvarpi, hags-
munavonin fyrir Skaptfellinga, enda mundu
hagsmunirnir alltaf verða meiri í orði
en á borði. Það gæti ekki komið til mála,
að leyfishafendur mundu, svo sem flutn-
ingsmenn frumvarpsins hafa haldið fram,
fara að leggja fé svo hundruðum þúsunda
skipti í hafnargerð þar eystra, auk hins
háa leyfisgjalds.
I 3. gr. frumv. er gert ráð fyrir, að lands-
höfðingi geti sett hin og þessi skilyrði
fyrir leyfinu, 'en engin ábyrgð lögð við,
þótt skilyrðin kunni að verða brotin. Þar
er og gert ráð fyrir bótum á spjöllum þeim,
er fiskiveiðar sýslubúa kynnu að verða fyrir,
en ólíklegt er, að nokkrar bætur fengjust.
Það mundi verða lltt mögulegt að sanna,
að sýslurnar hefðu skaðazt á veiðunum,
og enn órnögulegra a.ð sanna, hve mikið
tjón þær hefðu beðið. Auk þess er hér
farið fram á það nýmæli, að umboðsvald-
ið geri út um dómsmál.
Það er margt fleira athugavert í frum-
varpi þessu, þótt ekki finnum við sérstak-
lega að því. Það er þannig lagað, að því
verður ekki breytt, og því ráðum við háttv.
deild til að fella það".
Lagarfljótsbrúin.
Sigurður Thoroddsen verkfræðingur kom
rakleiðis norðan úr landi nú fyrir skömmu,
og fór aptur að fám dögum liðnum. Hafði
hann fengið pata af því, að eitthvað væri
að honum sneytt í athugasemdum við fjár-
aukalagafrumvarp stjórnarinnar, út af því,
að hann lét hætta vinnunni við Lagarfljóts-
brúna í fyrra sumar. Þá er hann kom
suður, ritaði hann fjáraukalaganefndinni 1
efri deild langt og ítarlegt bréf, þar sem
hann gerir grein fyrir gerðum sfnum, og
ber af sér ákúrur stjórnarinnar, Windfeld
Hansens forstjóra og verksmiðjunnar
dönsku, er hafði tekið að sér brúarsmíð-
ina. I bréfi þessu, sem prentað er sem
fylgiskjal við álit fjáraukalaganefndarinnar
segir hr. Thoroddsen meðal annars:
»Aðalorsökin liggur í því, að Barth hef-
ur ekki rannsakað botninn nægilega eða
ekki gert ráðstafanir til þess, að hann yrði
nægilega rannsakaður(með prófniðurrekstri)
áður en byrjað var á brúarsmíðinu; þar
af leiðandi kom það í ljós, þegarbotninn
reyndist svo blautur, að staurarnir urðu of
stuttir, efni var ekki nær því nægilegt til
þess að fullgera stauraniðurreksturinn og
þótt timbrið hefði verið nægilegt, var
ekki hægt að fullgera stauraniðurreksturinn,
nema ef til vill á 3—4 staurum, því að
nær því allir staurarnir urðu að vera þann-
ig úr garði gerðir, að hver og einn þurfti
að vera samskeyttur úr 2 minni staur-
um með galvaniseruðum járnplötum og
boltum, sem voru ekki til. Þetta var að-
alástæðan til þess að hætta varð við verk-
ið, og á þessu átti verksmiðjan enga sök;
en verksmiðjan var samt sem áður ekki
alveg saklaus og hrein; hún hafði ekki
haft fyrirhyggju til þess að afla grjóts til
landstöplanna, sem hún átti að gera ept-
ir samningnum ; hún hafði ekki sent nógu
duglega menn, sem gætu eða treystu sér
til að reka niður 24 álna staurana með
þeim áhöldum, sem þeir voru útbúnir með,
og verkamenn verksmiðjunnarhöfðu jafn-
vel látið skera 4 af þessum staurum þvert
yfir. -—Þess vegna hefði verksmiðjan ekki
getað lokið við verkið árið 1901 eins og
áskilið var, þótt ekkert hefði verið í veg-
inum með botninn. Þess vegna álít eg,
að verksmiðjan eigi engaheimtingu á borg-
un fyrir ferðakostnað verkamanna og vinnu-
tap þeirra«.
Lagafrumvðrp
samþykkt af þinginu í viðbót við þau,
sem getið er um í síðasta blaði.
7. Um heimild til að selja hluta af Arnar-
hólslód í Reykjavík.
8. Utn brúargerð d Jökulsá í Oxarfirði
(stjórninni veitt heimild til að verja allt
að 50,000 kr. úr landssjóði til brúargerð-
arinnar, þegar fé er veitt til þess í fjár-
lögunum).
9. Viðaukalög við lög 6. apríl 1898 um
bann gegn botnvörþuveiðum.
1. Hver sá maður, er leiðbeinir skipi við
botnvörpuveiðar f landhelgi við ísland, eða
liðsinnir því við slíkar veiðar, eða hjálpar
hinum brotlegu til þess að komast undan
hegningu fyrir þær, skal sæta 50 til 1000
kr. sektum, er renna f landssjóð.
2. gr. Hérlendur maður, er leggur það í
vana sinn, að dvelja á útlendum botnvörpu-
skipurn við veiðar þeirra við Island, skal, ef
eitthvert þessara skipa á því ári gerir sig
sekt í fiskiveiðum í landhelgi, sæta sektum
eptir 1. gr, Sömu hegningu skal hver sá
hérlendur maður sæta, sem er í útlendu
botnvörpuskipi eða á bát við skipshliðina,
þegar það er að veiðum í landhelgi, nema
hann geti gert þá grein fyrir dvöl sinni þar,
að auðsætt er, eða að minnsta kosti senni-
legt, að hann eigi enga hlutdeild í hinum
ólöglega veiðiskap þess.
3. gr. Ákvæði undanfarinna greina gilda
eigi um þá menn, sem eru lögskráðir skip-
verjar á botnvörpuskipinu.
4. gr. Skipstjóra þann, er gerir sig sek-
an í ítrekuðu broti, eða broti, er mjög mik-
ið kveður að, gegn 1. gr laga 6. apríl 1898,
má auk hegningar þeirrar, sem getur um f
2. gr, þeirra laga, dæma í fangelsi (sbr. alm.
hegningarlög handa íslandi, 26. gr.).
10. Urn hehningsuppgjöf eptirstöðva af Idni
til brúargerða d Ölfusd [helmingur láns
þess, er upphaflega var 20,000 kr. og hvíl-
ir á sýslufélögum Arness- og Rangár-
ivallasýslu, og jaínaðarsjóði Suður-
amtsins fellur niður frá 6. sept. 1903].
11. Um breyting d lögum 4. nóv. 188I um
gagnfrœðaskóla d Möðruvóllum [að gagn-
fræðaskóli sé reistur í Akureyrarkaup-
stað og til þess varið allt að 50,000 kr.
úr landsjóði].
12. Stjórnarskrdin.
13. Viðaukalög við lög um stofnun veðdeild-
ar í landsbankanum (200,000 kr. aukn-
ing).
14. Um breytingar á kosningalögunum 14.
14. sept. 18’j’f [Skipting ísafjarðarsýslu
í 2 kjördæmi].
Fallin frumvörp. íe. d.. Afnám
gjafsókna og afgjald af hvölum. í n. d.:
breyting á yfirsetukvennalögunum ogvinnu-
hjú og daglaunamenn.
Sannleilcsást ísafoldar.
í 51. tölublaði »ísafoldar«, 14. þ. m.,
lætur ritstjórí þessa virðulega blaðs reiði
sína ganga út yfir Guðjón alþingismann
Guðlaugsson og mig út af því, að við vor-
um á móti frumvarpi því til laga um gjaf-
sóknarrétt embættismanna, sem féll í efri
deild fyrir skemmstu, en hinna getur hann
ekki, sem einnig voru á móti frumvarpinu,
svo sem biskups, asséssors Kristjáns Jóns-
sonar, Jónasar Jónassens og Eiríks Briems.
Fyrst kemur hann með þau ósannindi, að
eg hafi verið 3. maður í nefndinni, auk
Skúla Thoroddsens og séra Eggerts Páls-
sonar; það var eg ekki, heldur séra Ei-
ríkur Briem, en það tekur sig vitanlega
betur út, að eg hafi verið í nefndinni, og
eigi getað orðið meðnefndarmönnum mín-
um samdóma. Svo kemur síðar í grein-
inni þessi klausa: »Amtmaður, sem einna
mest mun eptir liggja af sanngjarnri og
viturlegri hagnýting gjafsóknarréttarins hin
síðari árin, eða hitt heldur!! » Aðdróttun þess-
arium, að eg hafi misbrúkað heimild þá, sem
eg hef til þess að veita þeim embættis-
mönnum gjafsókn, sem skipað er að fara
í mál út af ærumeiðandi áburði, svara eg
á þá leið, að eg hef einu sinni á þeim
8 árum, sem eg hef verið amtmaður yfir
Suður- ogVesturömtunum, veitt embættis-
manni gjafsókn í slíku máli, og var það
í samhljóðun við skipun biskups Hall-
gríms Sveinssonar, að eg veitti embættis-
manninum, sem í hlut átti, gjafsókn, en
það mál fór svo, að sá maður, sem mál-
ið var höfðað á móti, var dæmdur í sekt-
ir og málskostnað, og orð hans dæmd
ómerk. Svo hef eg skipað sýslumanni
Lárusi H. Bjarnasön að fara í- mál við
ritstjóra Einar Hjörleifsson, og veitti lands-
höfðingi gjafsóknina í þessu máli, sem fór
svo, að E. H. var dæmdur í sektir og
málskostnað og orð hans um sýslumann-
inn dæmd dauð og marklaus. Þetta er
nú allt og sumt. Það væri óskandi, að
ritstjórinn misbrúkaði ekki blað sitt meir
en eg hef misbrúkað heimild míriatil þess
að veita mönnum gjafsókn. Framkona
hans hér er dæmi upp á loflega blaða-
mennsku hans, eða hitt heldur.
Reykjavík 15. ágúst 1902.
J. Havsteen.
Sérréttindamálið.
Þegar eg haf ði boðað til fundarÞess með-
al kjósenda og borgara í Reykjavík, sem
haldinn var hér í bænum 11. þ. m. bjóst eg
auðvitað við því, að „Þjóðólfi" mundi ekki
falla vel í geð sú kenning m(n, að stjórnar-
skrárfrumvarp það, sem nú var lagt fyrir al-
þing og samþykkt hefur verið í deildum þings-
ins, riði í bága við skoðanir Islendinga á
sérstöðu landsins í ríkinu, er haldið hefur
verið fram allt til þessa, og einkum við skoð-
anir þess flokks að undanförnu er „Þjóðólf-
ur“ hefur verið helzti formælandi, fyrir. —
Þessu bjóst eg við — en hinu ekki, að blað
þetta mundi fara að gefa í skyn eða láta lesa
á milli línanr.a, að eg tæki ekki þessa skoð-
un upp hjá sjálfum mér, eins og „Þjóðólfur"
sýnist þó gera í grein sinni með fyrirsögn:
„Einkennilegar aðferðir". — Ritstjóra „Þjóð-
ólfs“ er fullkunnugt um það persónulega, að
eg hef um langan tíma litið svo á, sem blað
hans sé nú vikið frá fyrri stefnu sinni og
skoðunum um sérréttindi Islands — og hann
er alltof minnisgóður maður til þess að hafa
gleymt því, hvenær eg sagði honum þetta í
fyrsta sinn. Eg þarf ekki að endurtaka hér
opinberlega, hvað eg hef sagt við ritstjóra
„Þjóðólfs" um þetta mál meðan við tveir
töluðumst við sem fyrverandi fylgismenn sömu
stefnu. Kunningjar okkar beggja vita- þetta
vel — og eg hef þá trú á sanngirni hans og
hyggindum, að hann neyði mig ekki út í neina
deilu við sig um það atriði. Og eg verð
að bæta því við, að eg trúi því ekki, að hann
hafi sjdlfur skrifað þessar dylgjur um mig.
Hann veit af eigin revnslu eins vel og eg,
að hagsmunir eða vinsældir hafa til þessa
sjaldnast fylgt meðhaldsmönnum sérréttind-
anna — jafnvel ekki meðan fjöldinn játaðist
opinberlega undirþá stefnu. En hvað mundi
þá vera nú um mig einan — á móti öllum
þings- og stjórnaryfirlýsingum.
En úr því að ritstjórnargrein þessi kom
fram { blaðinu — þó rituð væri af öðrum
manni — varð eg að snúa leiðrétting minni
til ritstjórans. Eg virði hann persónulega
svo mikils fyrir margra hluta sakir, að mér
fannst eg geta ekki skipað honum í þessu
efni á bekk með ýmsum öðrum, sem halda,
að persónulegt sorplcast til mín sé góð sönn-
un og röksemdir í sérréttindamálinu. — Þeim
mun eg svara á þann hátt, sem þeir verð-
skulda. En eg vona, að við ritstjóri „Þjóð-
ólfs“ þurfum ekki að deila á sama hátt, þó
við verðum pólitiskir andstæðingar — vegna
þess að rás viðburðanna er orðin sú — vegna
þess að eg er enn pd d móti valtýskunni,
og sömu skoðunar um þýðing sérréttindanna
eins og áður.
Reykjavík 18. ágúst 1902.
Einar Benediktsson.
*
* *
Með því að birta þennan greinarstúf fyr-
ir hr. E. B. hef eg veitt honum þau „sérrétt-
indi“, sem eg mundi ekki öllum veitt hafa,
,,sérréttindi“, er hann sjálfur mun viðurkenna,
að hann hafi ekki sjálfur átt heimtingu á í
sambandi við greinina í síðasta blaði Þjóð-
ólfs, þar sem mjög lauslega var á allt það
vikið, er almenningur fetti mest fingur út í
við framkomu hr. E. B., en það var stuðn-
ingur sá, er hann virtist hafa og gjarnan
þiggja hjá valtýska flokknum. Nú hefur hr.
E. B. lýst því yfir, að hann væri á móti val-
týskunni, eins og áður, og má vel vera, að
svo sé, en þá hefði hann átt að fara nokkru
gætilegar og hafa minni mök við suma for-
sprakka Valtýinga, er hann virðist hafa haft.
Það er og einnig heilræði fyrir hann, að fara
enn varlegar eptirleiðis, að því er slík mök
snertir, brenna sig ekki á því soði, því að
flokkursá, hverjum fjöðrum sem hann skreyt-
ir sig, er hvorki vænlegur til giptu né geng-
is nokkrum málstað. En auðvitað fer hr. E.
B. í þessu sem öðru, að sínum en ekki mín-
um ráðum, enda sennilegast, að hvor okkar
þykist upp úr því vaxinn að þiggja ráð af
hinum. Annars finn eg enga ástæðu til að
svo stöddu að rita langan eptirmála við þessa
grein hr. E. B., en að eins geta þess, að eg
og enginn annar hefur skrifað þessa grein í
Þjóðólfi, sem hr. E. B. er að eigna einhverj-
um öðrum. Greinin var ritstjórnargrein og
eg er aldrei vanur að eigna mér það, sem
aðrir eiga. Hefði einhver annar skrifað
greinina, er allhætt við, að farið hefði verið
öðrum orðum og öllu ákveönari um þessa
nýju pólitisku starfsemi hr. E. B. Það þyk-
ist eg geta fullyrt. Að síðustu skal þess get-
ið, að skoðun hr. E. B. um, að „blað mitt
sé nú vikið frá stefnu sinni og skoðunum
um sérréttindi íslands", erhugarburður einn
og helber misskilningur. Og mun eg svara
til þess á sínum tíma, er á mig verður leit-
að. En hvað okkur E. B. hefur farið á milli
„prívat“ í þessu máli, mun eg fyrir mitt leyti
trauðla gera að blaðamáli ótilknúður, enda
þótt eg sé ekki viss um, hvort „kunningjar
okkar vita það svo vel“, eins og hann kemst
að orði. H. I*.
Skemmtisamkomu
héldu Tungnamenn sunnudaginn 10. þ.
m. við Geysi. Var þar saman kominn
fjöldi fólks úr nálægum sveitum, og
skemmtu menn sér hið bezta við ræðu-
höld, söng, kvæðaupplestur, glímur, kapp-
hlaup o. fl. Ræður héldu séra Magnús
Helgason á Torfastöðum og Guðmundur
Magnússon prentari úr Reykjavlk. Kvæði
það, sem hér fer á eptir, og ort hafði
Guðm Magnússon, var sungið. Söngflokk-
ur hafði æft sig fyrir samkomuna, og
stýrði hreppsnefndaroddviti Björn Bjarnar-
son á Brekku söngnum. Veður var milt um
um daginn, en þykkt lopt og fór að rigna
undir kveldið. Allar skemmtanirnar fóru
ágætlega fram, og var fólk yfirleitt nijög
ánægt; en ekki kvað þó minnst að þeirri
skemmtun, að þegar hátíðahaldið stóð sem
hæzt, gaus Geysir fögru gosi, og fannst
mörgum til um að sjá það. Kvæðið hljóð-
ar svo: