Þjóðólfur - 26.09.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 26.09.1902, Blaðsíða 2
156 Reykjum i Ölfusi. Keyptu þeir landspildu nokkra þar að vestanverðu við ána af Þor- geiri bónda Þórðarsyni á Núpum, eiganda jarðarinnar Vorsabæjar, er land á þar að fossinum. Knútur Zimsen verkfræðingur hafði áður skoðað stað þennan og litizt vel á að setja þar niður tóvinnuvélar, en taldi byggingarstæði óhentugt. Er vatnsmagn þar nægilegt í ánni til að reka stóra verk- smiðju, og sá óhjákvæmilegi kostur að ekki frýs vatnið á vetrum. Óskuðu þess marg- ir, að hr. K. Z. mundi leggja það til, að þar væri sett á stofn hin fyrirhugaða klæða- verksmiðja landsins. En ekki féll samt álit hans á þá leið, og taldi hann heppi- legra að hafa hana á Seyðisfirði. Með þvi að þeir félagar gátu alls ekki upp á eigin spítur sett jafnkostnaðarsamt fyrirtæki á stofn, leituðu þeir til sýslunelnd- anna í Rangárvalla- og Árnessýslum um ábyrgð á 20,000 kr. láni. En sýslunefnd Rangárvallasýslu neitaði þeirri beiðni. Hinsvegar tók sýslunefnd Árnessýslu vel í málið, sá og viðurkenndi það fljótt, að þetta var nauðsynja- og framfaramál, er sýslufélaginu væri skylt að hlynna að. Og samþykkti sýslunefndin þvf, að sýslusjóð- ur gengi í ábyrgð fyrir allri upphæðinni (20,000 kr.) með því skilyrði, að einstakir menn ábyrgðust gagnvatt sýslusjóði 7,000 kr. af þessari upphæð, og gekk þeim fé- lögum greitt að fá menn til þess. Tóku 14 menn þá ábyrgð að sér, þar á meðal sumir helztu efnamenn í sýslunni. Varsvo lánið tekið í landsbankanum til 10 ára. Það var ekki í annað hús að venda. En auðvitað eru þau lánskjör óaðgengileg, og óhugsandi, að fyrirtækið geti í fyrstu stað- íð straum af svo miklum afbórgunum og vaxtagreiðslum árlega, En það virðist lít- ill vafi á því, að þingið hlaupi undir bagga með aðgengilegri lántökuskilyrði fyrirstofn- un þessa, er hún er tekin til starfa og reynist vel, enda ber brýna nauðsyn til þess. Eptir beiðni þeirra félaga pantaði K. Zimsen vélarnar fyrir þá, ogkomuþærtil Reykjavíkur í Iok júnímánaðar. Eru þær af nýjustu gerð og mjög vandaðar. En kostnaðar vegna varð nú ekki ráðizt í, að taka nema tóvinnuvélarnar (kembingar- vélarnar). En stofnendurnir hafa í hyggju að bæta við síðar, til þess að koma upp full- kominni klæðaverksmiðju. Flutningur vél- anna austur gekk mjög gréiðlega, einkum sakir þess, hve tíðin var góð og vegir þur- ir, að öðrum kosti hefði verið nær ókleyft að koma þeim, því að sum stykki voru geysiþung. Hr. Bjöm Þorláksson frá Varmá setti niður vélarnar og sagði fyrirverkum við hússmfðina. Hann sér og um vinn- una þar fyrst um sinn, þangað til einhver stofnendanna hefur lært til hlítar. Eru þeir félagar mjög þakklátir honum fyrir þá aðstoð, er hann hefur veitt þeim í þessu og sömuleiðis Zimsen verkfræðing, er með mikilli alúð hefur látið sér annt um fyrir- tækið ogliðsinnt ogleiðbeint stofnendunum á ýmsan hátt. Samkvæmt tillögum hans hafa þeir í hyggju að raflýsa húsið, er þeir geta komið því við. Áætlað að það verði 1000 kr. aukakostnaður í eitt skipti fyrir öil. Húsið er tvfloptað, vélarnar niðri en íbúð uppi, allt snoturt og vel vandað að sjá. Heit laug er þétt við húshliðina. Hagræði töluvert var við húsbygginguna, að nota mátti hverahellur í ofnplötur og binding í stað múrsteins. Er gnægð af hellum þessum þar í kring um hverina og mjög auðvelt að hluta þær sundur á hvern hátt sem menn óska, og er það engu lak- ara byggingarefni en reglulegur tigulsteinn. Það er gaman að koma inn í húsið við Reykjafoss og sjá öllum vélunum hleypt af stað. Manni verður ósjálfrátt að hvarfla huganum til annara landa, þar sem verk- smiðjuiðnaður er í blóma, og manni finnst, eins og landið sitt sé komið í tölu þeirra, þarna sé vísirinn til enn meiri framfara, er óvíst sé, hversu víðtækar verði. Maður sér í anda undraafl fossanna íslenzkutek- ið í þjónustu landsbúanna til að vinna og spinna fyrir þá, til að varpa ljósi yfir Iandið í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, til að verma híbýli manna og lífga þrótt og þor, en efla trúna á mátt og megin þjóðarinn- ar. Gamla hjátrúin um gullkisturnar und- ir fossunum er alkunn. En það er þegar farið að koma í ljós og kemur vafalaust betur enn, gullið undir fossunum. Ogþeir sem fyrstir verða til að ná því, fyrstir draga það upp í dagsbirtuna, þeir stuðla með því að sönnum framförum þjóðarinn- ar, leggja sinn skerf og hann ekki lítinn til að byggja landið. Fálkas lagu r. Sólin sígur. Lýsir enn í landi, ljómar tindur, — eygi’ eg fagra sjón: haukurinn, vor helgi verndarandi, hefur væng og signir unga Frón. Sá ég fálkann blaka hátt í heiði, heyri sterkan, þungan vængjaslátt, — Islands framtíð augum þar ég leiði, ímynd hennar, — þjóðarmerkið blátt. Svífur fálkinn sveiptur feldi bláum, snar og frjáls ög hvessir ljósa brá, — blámann dró af himintjöldum háum, en hauksins mynd af eðli voru og þrá. Takið eptir — tignin býr á hvarmi, tinnuhvöss er augnabrúnin hans, en yfir svipnum haukfránn ægisbjarmi eins og blik af mæki frækins manns. Hart er geð, en heitt er negg í brjósti, hugur stór með víkingsanda og dug, — enginn lái, þó að kenni á þjósti hjá þeim, sem byggir snös og hengiflug. í skjóli vængsins ylinn þó hann elur og engu leyfir blóðfjöðrunum úr, — hann féndum einum vondar kveðjur velur og vægir hvergi, eðli sínu trúr. Raunar týndi’ hann fornum fjaðratýgjum og fól sig lengi, þrekstolinn og sár, — nú er hann búinn biffjöðrunum nýjum, nú ber hann vængjum, hugrakkur og knár. íslandsfálkinn aptur vænginn breiðir æskufrjáls og hefur sig á flug, kanna vill hann frískar framaleiðir, fylltur nýjum þrótt og sálardug. Lfður vlða fálkinn yfir foldu, fangaráðin augað snarpa sér, bráð hann hremmir bæði úr sæ og moldu, beittum goggi hreiðrið sitt hann ver. I stormunum hann styrkir vængjaþróttinn, stinnir flugið rokviðrinu mót, — bjargar honum orkan, æskugnóttin, þótt öskri lopt og grenji sævarrót. En ef að stillu eptir storminn gefur og stöðugviðri spáir festing blá, fálkinn hvíti sig mót sólu hefur og sezt á varðberg hæstu tindum á. Utan úr heimi, 2. ágúst 1902. A. B. Eldgosið á Martinique. (Niðurl.j. Eldfjallið vakti auðvitað eptirtekt allra, er á skipinu voru. Reykurinn hnykl- aðist upp úr gígnum og huldi gersamlega fjallstindinn. Vér vorum hálfsmeikir og létum það í ljósi við menn þá, erkomuút í skipið, en þeir gerðu ekki annað en hlæja að okkur, sögðu, að vér hefðum átt að vera í St Pierre 3 dögum áður og sjá gos- ið þá. Þeir spurðu samt, hvort vér gætum ekki haldið áfram ferðinni til St. Lucia og skipað upp vörunum þar, með því að 60 farþegar vildu komast burtu úr St. Pierre á 1. farrými. Það væru þessir hyggnu menn, er vildu komast svo langt burtu úr bænum, að þeim væri óhætt. Muggah, skipstjóri á „Roraima" var fús til þessa, ef unnt væri, ekki afþví, aðhann væri smeikur við Pelée, heldur af því, að það var uppstigningardagur og hátíðisdag- ur í St. Pierre. Þessvegna hefðum vér ekki getað affermt vörur vorar fyr en næsta dag. Skipstjórinn bað mig að athuga, hvort vör- urnar, sem fara áttu til St. Lucia mætti flytja til, án þess að koma glundroða á vörur þær, er fara áttu til St. Pierre. Það er undarlegt, hvílíkir smámunir það eru, sem stundum geta ráðið örlögum manna. Eg varð þess var, að það varð að ryðja burtu nokkru af vörunum til St. Pierre til þess að geta náð í St. Lucia vörurnar. Muggah skipstjóri réð því af eptir nokkra umhugs- un að bíða í St. Pierre til næsta dags, þótt það væri öldungis óþarft. Fram undir kl. 8 var eg að líta eptir vörunum. Vér ætluðum því næst að fara að snæða morgunverð, en áður gekk eg út að borðstokknum, til þess að skoða bæ- inn enn einusinni. Nokkrirfarþegarvoru upp á þilfari, en flestir voru niðri í káetu og biðu morgunverðarins. I kíkirnum sá eg fólkið þyrpast í kirkj- urnar. Aska sást enn á húsþökunum, en af götunum var mestu sópað burtu, að þvf er eg gat séð. Allt fólkið var í spariföt- unum. Menn klæðast margvíslega litum fötum í St. Pierre. Það var einkennilegt að sjá þetta fólk í hátíðabúningi sínum. Einkum var höfuðbúnaður kvennfólksins glæsilegur. Þá er eg stóð þarna sneri eg kíki mín- um að Mont Pelée. Og einmitt í þeirri svipan var það, að allur fjallstindurinn sýndist eins og þeytast í lopt upp. Og bresturinn, sem á eptir fylgdi var afskap- legur. Geysimikilð eldhaf á að gizka meira en i1/* kilometer að þvermáli þyrl- aðist þúsund metra hátt í lopt upp með afarþykkum reykjarstrókum, og brunaði nið- ur eptir fjallshlíðunum niður á jafnsléttu. Það var ekki að eins eldur og reykur, held- ur bráðið hraun, geysistórir klettar og stein- völur, með ákaflega mikilli brennheitri leðju innan um. Örstutta stund sá eg bæinn St. Pierre, því næst hvart hann íhinu afskaplega flóði. Það var ekkert svigrúm fyrir fólkið til að flýja. Það var ekki einu sinni tími til að fela önd sína guði á vald. Eg heyrði Muggah skipstjóra kalla: „Dragið akkerið upp. Allir menn til taks“. Þá sneri eg mér við, og sá stóra öldu bruna gegn oss. Hún skall á okkur, áður en vér gátum dreg- ið akkerið upp. Akkerisstrengurinn á „Rodd- am“ (öðru skipi þar á höfninni) varð los- aður, en vor ekki; vér höfðum ekki svig- rúm til þess. Eg hafði kallað á Benson timburmann, að hann skyldi setja gufuvinduna í hreyf- ingu, en áður en hann gat vikið sér við, valt „Roraima“ yfir á bakborða, og því næst jafn skyndilega yfir á stjórborða. Reykháfur, siglutré og skipsbátar sópuð- ust útbyrðis á svipstundu. Allt skolaðist burt af þilfarjnu. Skipshlerarnir moluðust sundur. Og allt í einu var kominn eldur og glóandi steinar á skipið, og svo heit leðja. Borðsalurinn stóð í Ijósum loga. Það virtist vera úti um skipið. Fólkið rotaðist af hinum glóandi hraunsteinum. Það varð dimmt eins og um miðnætti, en áður hafði verið skærasta sólskin. Reykjarmökkur- inn, sem þyrlaðist úr gígnum, hafði hulið sólina sjónum vorum. Eg fór að leita að Muggah skipstjóra,og þreifaði mig áfram eptir skipinu til að svip- ast um eptir honum. Loksins fann eg hann á neðsta skipstjórnarpállinum f skyrtu og brókum einum. Hárið var sviðið afhöfði hans, og kjálkaskegg hans og varaskegg burtu. Það var hryggðarsjón að sjá hann. Hann kvaldist voðalega og þó gleymdi hann ekki skyldu sinni á þessari síðustu stundu. „Bjargið konunum og bömunum", sagði hann, „veslings konurnar og börninl" Vér reyndum að losa um björgunarbát, og hjálpaði skipstjórinn osstil þess, þráttfyrir brunasárin. En báturinn var rígfastur, svo að hann bifaðist hvergi. Eg get ekki lýst ítarlega öllu, ergerðist þær 6 óttalegu klukkustundir, er vér vor- um á „Roraima" eptir gosið úr Pelée. Mugg- ah skipstjóri skolaðistút eða hljópútbyrð- is í dauðastríðinu, eg veit ekki hvort held- ur var. Hann hvarf. Eg gat ekki fundið son minn neinstaðar á skipinu. Það var mjög torvelt að feta sig áfram, því að þil- farið var sleipt af heitri leðjunni, sem sett- ist á það, og skipið logaði á þrem stöðum. Vér áttum í óttalegri baráttu við eldinn. Farþegar þeir, sem enn voru á lífi, hlupu fram og aptur, örvinglaðir. Vér leituðumst við að setja saman timburfleka, og tveir verkamenn frá St. Kitts, sem voru á skip- inu hjálpuðu okkur til þess. Það er vafa- samt, hvort vér hefðum komizt lífs af, ef vér hefðum notað flekana, því að sjórinn var logandi, og jók rommið úr víngerðar- húsunum með fram ströndinni magn elds- ins, því að ámurnar sprungu sundur og vlnið flaut logandi ofan á sjónum. Pelée- fjall sendi enn hraunleðju, grjót og ösku yfir St. Pierre. Vér sáum ekki bæinn. Stundum sáum vér ekkineraanokkra faðma frá skipinu, en stundum létti svo, að vér sáum allan bæinn standa í Ijósum loga. Vér sáum „Roddam" hnykkja áfram í snöggum rykkjum framhjá okkur og vænt- um hjálpar þaðan, en það brást. Reykj- armökkurinn sveif frá eptir kl. 3 um dag- inn, og sáum vér þá frakkneska herskipið »Suchet“ halda inn á höfnina. Var skot- ið þaðan út báti, er bjargaði nokkru af konum og börnum frá oss, en hinir, sem eptir voru lífs, voru fluttir I öðrum uppskip- unarbát. Á „Suchet" var tekið mjög vel móti oss, og haldið óðar út af höfninni. „Roraima" stóð í ljósum loga að ^raman og aptan. Eldfjatlið var enn að gjósa og oss virtist eins og heirnsendir væri kominn. Eptir minni skoðun er öll eyjan Martini- que í hættu. Eg hygg, að hún sé alsett eldfjöllum, og að búast megi við nýjum gosum á hverri stundu. Það var nýr eldgfgur, miðja vega millum sjáfar og Mont Pelée, sem eyddi St. Pierre, og bæði gamli og nýi gígurinn voru gjós- andi. Umhverfisnýjagíginneruótal sprung- ur og glufur, eintómir smágígir, allir spú- andi eldi og eimyrju. * * * Hinir síðustu atburðir á Martinique nú í f. m. hafa sannað spásögu þessa höfund- ar. Undarlegt, að allt fólk skuli ekki þeg- ar vera flúið úr þessum heljarvoða, er jafn- an vofir yfir þeim, sem eptir lifa. Mlkill afli Hæstur aflí á þilskip hér í Reykjavfk þetta árið er 160,000 á skipinu „Bergþóru" (áður Kristófer) éign Jón í Melshúsum og Guðmundar ( Nýjabæ. Skipstjóri Bjöm Olafsson. Þetta rrtun enda vera einna hæstur afli, er hér hefur nokkru sinni feng- izt á þilskip á einni vertíð. Næsthæstur afli í þetta sinn mun vera um 140,000 á skipum Kristins Magnússonar og Þorsteins Þorsteinssonar skipstjóra, nokkuð svipað hjá báðum. Flest önnur þilskip hafa einn- ið aflað mjög vel í þetta sinn, þóttminna sé. Slík uppgrip mundu þykja 1 frásögur færandi í Ameríku, eða einhversstaðar annarsstaðar en hér. — Mælt er að í ráði sé að kaUpa nú um 20 ný þiískip hér við Faxaflóa, og er það ekki lftilsháttar aukn- ing. En þá er að sjá ráð við því, að land- búnaðurinn bíði ekki tilfinnanlegan hnekki við þessa skyndilegu þróun sjávarútvegs- ins. Fátœkramálanefndin hefur nú setið hér á ráðstefnu fullar 3 vikur, og unnið af kappi að því, að sníða upp hina sjötugu fátækralöggjöf vora, I nefndinni eru, eins og kunnugt er, Páll Briem amtmaður, Jón Magnússon landrit- ari og Guðjón alþm. Guðlaugsson. Fór Guðjón með „Reykjavíkinni" upp í Borgar- nes í fyrradag og landveg þaðan heim til sín að Kleifum á Selströnd, en Páll amt- maður fór heimleiðis í dag með „Skál- holti". En að vori ætlar nefndin að koma saman aptur á Akureyri til að leggja smiðs-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.