Þjóðólfur - 27.02.1903, Síða 2

Þjóðólfur - 27.02.1903, Síða 2
34 það fyrir mönntim, hvernig í málinu liggi, því að slíkir úrskurðir eru ekki hafnir yfir hóflega »krítik«, íremur en aðrar gerðir manna í opinberum málum. Dóm- ar hæstaréttar fá t. d. opt mjög ómjúka »krítik« í dönskum blöðum, án þess dóm- endunum komi til hugar að hlaupáí mál- sóknir út af því. Það hefur víst áldrei komið fyrir. Og það er alveg spánnýtt hér á landi, áð yfirréttardómari leggist í málaferli út af því, sem sagt hefur verið um dóma réttarins. En nú virðist eiga að taka upp á nýjum sið, algerlega óþekkt- um hér. Hinn lægri meðdómandi í yfir- réttinum hr. Jón Jensson, hefur hvorki meira né minna en fengið gjafsókn(!!j hjá landshöfðingja til að höfða mál gegn út- gefanda þessa blaðs! Utafhverju, mtinu margir spyrja. Það er dálítið hlægilegt að segja frá því, en satt er það samt, að dómari þessi ætlast til að fá útgefandann dæmdan í stórsektir, og hver veit hvað, fyrir örlitla athugasemd 1 Þjóðólfi 6. þ.m. um hinn endurnýjaða úrskurð yfirréttar- ins í verðlagsskrármálinu úr Snæfellsnes- sýslu. En sakarefnið í þeirri grein mun mörgum verða vandfundið. Eða ætti það að vera meiðandi, að þeir meðdómendurnir Jón og Kristján eru nefndir í greininni vinir Lárusar sýslumanns, og þeim mundi því harla óljúft, að hann yrði fyrir skakka- falli ? Hr. J. J. ætlar sár víst að fá það dæmt dautt og ómerkt, að hann sé vinur Lárusar(!!). Því er nfl. svo varið, eins og hver lesandi með heilbrigðri skynsemi getur sannfært sig um, að þótt leitað sé með logandi ljósi í allri greininni, þá er þar ekki eitt einasta móðgunar- yrði um meðdómendurna, er þeir geti fengið dæmt dautt og ómerkt, eða geti bakað útgpfendanum lægstu dómsekt, hvað þá heldur meira. Það er því ekki að eins hlægilegt, heldur í hæsta lagi óviturlegt af þessum lögvitring, að ríða á vaðið með gjafsóknarfargani út af þessu og öðru eins. Hinn embættisbróðir hans hefur þó verið það gætnari, að láta félaga sinn einan um sæmdina af þessum málarekstri, hefur auð- vitað séð, að sakarefnið var alls ekkert til að gera rekistefnu út af. Þá er stórmál(!) þetta kemur til dóms í yfirrétti, þá verður allur yfirrétturinn að víkja sæti, og nýir menn skipa dóipinn, og mun það fátítt hér á landi. En at- hugavert réttarástand er það í meira lagi, þá er æzti dómstóll landsins er rofinn. sakir þess, að einn dómarinn leggst í ástæðulausar málsóknir. Menn geta að eins jmyndað sér, hversu notalegt það sé fyrir þann mann eða þá menn, sem dómendurnir sjálfir ásækja með málaferl- um, að eiga að sækja rétt sinn í ö ð r - u m málum í hendur þessara sömu manna. Slíkt þarf engrar skýringar við. En þá er réttarástandið í landinu orðið all* ískyggilegt, e f gjafsóknarrétturinn er not- aður átyllulítið eða átyllulaust til að svala sér eitthvað ofurlitið á pólitiskum mótstöðu- mönnum, eða að eins til að gera þeim ofurlítinn fjárhagslegan ógreiða. Þá er skörin komin svo langt upp í bekkinn, mælirinn svo fleytifullur orðinn, að knýj- a,ndi nauðsyn er að taka alvarlega í taum- ana af hálfu löggjafarvaldsins, svo að rétt- ur einstaklingsins sé ekki algerlega fyrir borð borinn með tilefnislausu gjafsóknar- málafargani af hálfu embættismannanna, þar á meðal þeirra manna, sem eiga að d æ m a mál manna. Þetta er ætlun vor, að þetta verði einna síðasti naglinn í lfk- kistu gjafsóknanna, og að þess verði ekki langt að bfða, að allir standi jafnt að vígi gagnvart lögunum. En mörgum mun þykja harla undarlegt, að landshöfðingi skyldi veita yfirdómaranum gjafsókn í þessu hégómamáli. Málstaðarins vegna hefur það ekki verið gert. En það mun verá orðin sjálfsögð regla við þessar gjaf- sóknarveitingar, að taka ekkert tillit til málstaðarins, heldur láta það eitt nægja, ef einhver embættismaður »þykist« veía móðgaður með einhverjum ummæltim á prenti. Og eru þá þessi gjafsóknarhlunn- indi hreinasta þing, til að reyna sér að kostnaðarlausu, að ná sér niðri á mót- stöðumanni sínum. Það er svo einstak- lega handhægt og fyrirhafnarlítið, að lát- ast vera að þvo sig á kostnað landsjóðs og mótstöðumanns síns. Það er t. d. ekki aúðvelt að sjá hvað það er, sem hr. J. J. ætlar að þvo sig hreinan af í Þjóðólfs- greininni 6. þ. m.? Það getur þó naum- ast verið sáknæmt gaman, þótt »ísafold« sé nefnd »biblía« meðdómendanna beggja. Hafi hún ekki ávallt verið kristilega sinnuð og sannleikselskandi? Ogþvíverð- ur víst naumast neitað, að í pólitíkinni hafi hún verið leiðarstjarna þessaramanna. En ekki kæmi oss það á óvart, þótt þetta málsóknarbrask lægra meðdómandans yrði honum til lítils frama og yfirréttinum í heild sinni ekki til trausts- né virðingar- auka hjá landsmönnum. Eða svo ætti að minnsta kosti að vetða, ef sanngirni og réttur réði. Að lokum ætlum vér að leyfa oss að láta uppi þá skoðun v o r a, að yfirréttur- inn væri betur skipaður öðrum meðdóm- endum, en sem nú eru, öðrum mönnum, sem ekki hafa jafnmikið vasazt í pólitík, jafnmikið gefið sig við æstum pólitiskum flokkadeilum, eins og þessir menn hafa gert, því að sannfæring vor er sú, að dóm- arar ættu alls ekki að gefa sig við póli- tík, það ætti algerlega að banna þeim það. Þeir eiga að vera óháðir öllum »klíkum«, hafnir yfir alla flokka og flokks- ofstæki, því að þeir eru menn eins og hverjir aðrir, þótt þeir setjist í dómara- sætið, og gerðir þeirra liggja undir álit og athugun almennings, eins og gerðir hverra annara starfsmanna þjóðfélagsins. En það viðurkennir hr. J. J. sjálfsagt ekki, því að hann er eflaust á annari skoðun um þetta en vér, að dómarar eigi og megi ekki vasast í pótitík. Það væri reyn- andi fyrir hann að fá nýja gjafsókn hjá landshöfðingja út af því, að vér höfum látið þessa skoðun hér í ljósi. Það er auðvitað goðgá mikil í hans augum, að að menn leyfi sér að segja, að yfirréttur- inn gæti verið að sumu leytijDetur skip- aður en hann er. En þótt hr. J. J. sé bæði konunglegur yfirdómári, Valtýskur landÝarnarmaður m. m., stendur hann ekki svo hátt, að hann sé hafinn yfir alla »krítik«. Og Þjóðólfi stendur svo hjartanlega á sama, þótt þessi valtýski pólitfkus sé að reyna að stinga hann með málssóknartítuprjónum á land- sjóðs kostnað. Það er öldungis óvíst, hversu hreykinn yfirdómarinn verður að lokum yfir málsúrslitunum, er hann þykist ætla að gera heyrum kunn (!) á sínum tíma í Þjóðólfi. Skyldi það ekki vera fullsnemma tilkynnt? ,, Rí kisráðssetan “ nefnist grein nokkur, er »Nokkrir menn í Reykjavfk« hafa kostað til prentunar og gefið út. Samkvæmt beiðni útgefend- anna, er vildu láta'greinina fá útbreiðslu, var hún send kaupendum Þjóðólfs út um land, ekki sem fylgiblað Þjóðólfs, heldur alveg laus við hann, því að hún stendur í engu sambandi við biaðið, er að eins »varnar-innlegg« nokkurra manna gegn ríkisráðs-óralátum landvarnar-flogritsins, svo að þjóðinni gæf- ist kostur á að kynna sér ástæðurnar fyrir þvf, hversvegna það sé hvorki heppilegt né æskilegt, að stofna stjórnarskrármáli voru nú í voða út af þessu ákvæði, er skrúfað hefur verið upp til að heita þjóð- frelsisvoði og þjóðfrelsissvikræði. Greinin er mjög stillilega og hóflega rituð, en ei að síður hefur verið vakinn mikill hvellur út af henni, ekki til að hnekkja ástæðum þeim, sem þar eru færð- ar, því að það heftir ekki verið gert. held- ur er hlaupið í nokkur* aukaatriði, sem ekki snerta aðalatriði greinarinnar, og þau teygð og toguð með útúrsnúningum og rangfærslum, eins og t. d. það, að höf., sem er gamall þingmaður, sé að óvirða minningu Jóns Sigurðssonar!1) Þeir sem lesa greinina, geta sjálfir sannfært sig um, hvort nokkur ástæða sé til jafn- i) I pólitiskri æsingagrein, fullri af rang- færslum, eptir dr. Valtýí »Eimreiðinni« síð- ástæðulausra getsaka gegn höf,, er að eins hefur hermt sögulég sarinindi frá þingunum 1869, 1871 og 1873, sem ekki verður mótmælt. Annað og meira hefur hann ekki gert, en höf. g a t vel sleppt því, af því að það snertir ekki neitt aðalefni greinarinnar, og »opt má satt kyrt b‘ggja«. Vegúa þeirrar helgi, sem að verðleikum er á minningu Jóns Sigurðs- sonar, og það hefur höf. einnig fyllilega viðurkennt, hefði ef til vill verið réttast fyrir hann að ganga fram hjá þessum sögu- lega sannleika. Og það er mitt álit, að það hefði hann átt að gera. Annað at- riði sem eg get ekki fellt mig við í grein- inni, eru ummæli hans um viðskipti Bene- dikts Sveinssonar og séra Þórarins 1873, og eg efastum, að höf. skýri þar sögulega rétt frá, en sjálfsagt er honum kunnugra um það en mér. En trauður er eg að trúa því, að B. Sv. hafi gengið í þjónustu séra Þór- arins, vegna þess, að hann hafi reynzt honum »bjargvættur í basli hans«. Það er óviðurkvæmíleg aðdróttun. Skyldi ekki hitt vera sannara, að B. Sv. hafi fengið séra Þórarinn í fylgi með sér? Þaðþykirmér sennilegra. Nokkur atriði önnur eru þau í greininni, sem frá sjónarmiði vorheima- stjórnarmanna hefðu getað verið öðruvísi orðuð, en þau eru flest smávægileg, og ekki þess verð, að úr þeim sé gerð nein rekistefna. Aðalþungamiðja greinarinnar liggur í ástæðum þeirn, sem færðar eru fyrir því, hversvegna báðir stjórnmála- flokkarnir hafi skipt skoðun á þessu máli jafnt, á þingi 1902, og sú rökfærsla er sönnu nær. Grein þessi mun verða til þess, að hnekkja ástæðulausum hrópyrð- um og blekkingum þeirra manna, er á síðustu tímum hafa hreykt sér < dómara- sæti yfir þingi og þjóð, og talið alla þá menn, er samþykktu stjórnarskrárfrv, síð- ast, óalandi og óferjandi þjóðfrelsissvikara og þar fram eptir götunum, einkum heima- stjórnarflokkinn. En þá er menn athuga málið með stillingu og gætni, munu menn komast að raun um, hversu slíkt ritæði og landráðaþvogl er óviðurkvæmilegt, fá- ránlegt og fávíslegt. Alygum landvarnarflogritsins í minn garð, áhrærandi afskipti m(n af þessari ríkisráðssetugrein höf., hef eg þegar hnekkt í upphafi þessarar greinar. Eg ætla ekki að spyrja þá landverðina til leyfis, hvað eg læt prenta í prentsmiðju minni. Þ# væri dálítið undarlegt, ef það ætti að varða höfuðsök fyrir prentsmiðjuráðanda, að taka til prentunar af fullveðja mönnum, enda þótt nafnlaust sé, greinar eða ritlinga, sem ekki geta valdið prentsmiðjunni neinnar lagalegrar ábyrgðar. Hér á Iandi hefur þeirri flónsku aldrei verið haldið fram, að prentsmiðjuráðandi hljóti að vera sam- þykkur öllu efni þeirra bóka og blaða, er hann lætur prenta, ogjafnvel samverka- maður höfundanna!! Það er alveg til- gangslaust fyrir landvarnarflogritið að ætla sér að telja almenningi trú um slíka erki- vitleysu. H. Þ. Hólmskorun. (Þjóðkvæði, lauslega þýtt úr spænsku). „Ef þú hefur hug f brjósti hroka þínum líkan, Zaide, ef þú hefur hönd eins snarpa og hrakyrðin, sem þú fljúga lætur. Ef um Vegu1) eins röskt þú ríður og rausar þú á meðaí kvenna, ustu, klykkir hann út með sögu um Jón Sigurðsson, til dæmis urn það, hvað hann hafi verið »þjóðlegur«, sögu, sem enginn kannast við að hafa heyrt, og er þvf lík- ast, að dr. V. hafi smíðað hana sjálfur. Saga þessi er svo andstyggileg, að Þjóðólfur vill ekki hafa hana eptir. En sé ekki varpað saur á minningu Jóns Sigurðssonar með því, að prenta slíkan óþverra hontim til óvirðingar, þá veit eg ekki, hvernig ætti að gera það greinilegar. Valtýingum þykir þetta auðvitað srhellið og fallega ságt hjá dol íornum. 1) Sléttan fyrir utan Granada. ef á fáki eins þú berð þig og þú stígur zambra-dansinn1). Ef þú ert f stríði eins státinn og stikar þú um torgið breiða, ef þú ert í orrahríðum ötull sem á'gleðifundum. , v , . . r ■ t J Ef að kantu brynju bjarta að bera eins og skrautleg klæði ef þér lætur lúðraþytur líkt í eyra’ og pípnahljómur. Ef þú talar í annars návist eins og þegar hann er fjarri — sýn þá, hvort eins vei þú ver þig og veittistu’ að mér í Alhambra2 3). Ef þú koma einn ei þorir eins og sá, er á hólm þig skorar, til fulltingis þá fáðu einhvern að fara með af vinum þínum. Því enginn riddari ítur og góður annan særir hvassri tungu í þengils höll, né með þýðum sprundum, pví pögular eru par hendur manna. En komdu hér, par sem hendut tala, og heyr og sjá hve sá mun mæla, sem frammi fyrir þengli þjóðar þagði af lotning fyrir honum". — Þessi orð af reiði rammri reit í flýti márinn Taffé, svo var hunn reiður er reit hann þetta að rispaði penninn gegn um blaðið. Á sinn svein hann síðan kallar, sagði „Farðu til Alhambra, beint, og þetta bréf í leyni ber frá mér til Márans Zaide. „Inn þú honurn að eg bfði’ hans aleinn, þar sem Xenil-fljótsinss) kristalstæru, stríðu straumar standberg Generalifs lauga". Sigfús Blötidal þýddi. Ráðvendni í blaðamennsku er það víst ekki, að segja lesendum sín- um frá, að í ritgerð, sem þeir hafa enn ekki séð, standi alveg það gagnstæða við það, sem þar er sagt. Þetta hefur »Landvörn« 2^. þ. m. gert. Ráðgjafi hennar »Rauður« ritar þar um grein mfna »Ríkisráðssetan«, og hefur að yfirskript: »Jón Sigurðsson veginn og léttur fundinn«. Ratiður segir, að eg sfáðist af álefli á pólitík Jóns Sigurðs- sonar«, segir að eg kalli Jón Sigtirðsson »lögstirfing« o. fl. Þetta eru vísvitandi ósannindi. Eg hef talað með skyldugum lofsorðum um Jón Sigurðsson og hans pólitík (þá pólitík, sem »Landvörn« nú er að berjast af alefli á móti). Eg hef hvergi nefnt Jón Sigurðsson »lögstirfing«, en nefnt eitt einasta atriði í bardaga- aðferð hans, sem eg taldi honum hafa missýnzt í, og sagði það hefði komið af »lögstirfni«. Þetta atriði var það, erhann vildi ekki taka frúmvarp stjórnarinnar »til meðferðar* á þingi. Hann lét þó þar sjálfur í reyndinni undan meiri hluta þihgs- ins, og má telja það vott þess, að hann hafi séð sig um hönd í því atriði. Ann- ars hefur enginn fyrri, mér vitanlega, orð- ið tij að neita því, að það hefði verið mesta óráð, ef það hefði fengið framgang, að fylgja því ráði, sem J. S, vildi fyrst upp taka. Treystir »Landvörn« sér til að neita því ? Annars má geta þess, að þá er »Land- vörn« var préntuð 22. þ. m. var grein mín að vísu hreinprentuð, en ekki »kom- in út« — enginn óviðkomandi maður hafði fengið með trjálsu eintak af henni. 1) Serkneskur danz. 2) Konungshöllin serkneska í Granada. 3) Xenilfijótið rennur frarn hjá Generalifs- hæðinni nær því súarbrattri, sem er and- spænis Alhambra; þar voru íystigarðar hínna serknesku koriunga.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.