Þjóðólfur - 24.04.1903, Síða 2

Þjóðólfur - 24.04.1903, Síða 2
66 það var fremur óvíða, var fullt eins mikið skáldinu að kenna eins og leikandanum. Vér erum sannfærðir um, að Hjördís verð- ur ekki betur leikin hér álandimeð þeim leikkröptum, sem vér nú eigum völ á, en gert var í þetta skipti. Hér verður hún líklega aldrei leikin svo, að íslenzkir á- horfendur verði stórhrifnir af henni. Skáld- ið hefur gert hana of nornalega (jafnvel að galdranorn) til þess, að vér Islending- ar getum fellt oss við hana sem sanna ímynd fornnorrænnar vegskonu og skör- ungs. — Um hina leikendurna er ekki margt að segja. Þó er Sigurður víðast hvar dável leikinn (af Helga Helgasyni), látlaus og alvörumikill með töluverðri til- finningaundiröldu gagnvart Hjördísi, án alls ofsa, og er hlutverkið að því leyti rétt skilið. Dagný kona hans (Lára Ind- riðadóttir) kemur snoturlega fram á leik- sviðinu og segir sumt laglega, einkum þá er hún fer sigri hrósandi burt frá Hjör- dísi, og hælist um við hana, er hún hef- ur sagt henni leyndarmálið. En að öðru leyti bregður fyrir fremur litlum leiktil- þrifum hjá henni. Að taka leik hennar fram yfir leik Hjördísar, nær engri átt, því að samanburður á því kemst ekki að, af þeirri einföldu ástæðu, að það útheimtast svo margfalt meiri leikarahæfileikar til að leika Hjördfsi en Dagnýju. Gunnar hersir (Jens B. Waage) er of daufgerður og at- kvæðalltill, þótt friðsamur sé. Þó segir hann sumt ekki ólaglega. En hann er allt of rindilslegur á vöxt, og spillir það fyrir. Annars ætti »Leikfélagið« eptirleiðis að taka sér fyrir hendur önnur verkefni, er betur væri við þess hæfi og viðráðan- legri, en »Víkingarnir«. Vér höfum held- ur ekkert á þeim að græða, og þá er félagið hefur víst heldur ekki grætt á þeim í þetta skipti og gerir það eflaust ekki seinna, þótt það reyndi aptur, þá roun vera bezt, að láta þá liggja. Um vita. Opt heyrist það í ritum og ræðum, að þilskipaútvegur vor Islendinga hafi tekið miklum framförum nú á slðustu árum. Það er líka vissulega satt, að mikill er munur á stóru „kútterunum", sem nú eru keyptir árlega, eða smákænunum, sem áð- ur voru. En nú er líka heimtað meira af stóru skipunum, en áður var af srná- kænunum, sem líka er mjög náttúrlegt. Nú heimta menn meiri afla, og mikið lengri tíma, sem skipunum er haldið á veiðum. Nú er» það mörg skip, sem leggja á stað til veiða eptir miðjan febrúar, og flest- öll í byrjun marzmánaðar, en áður var varla talað um fyr en síðast í apríl. Það er líka mjög náttúrlegt, að menn langi til að ná í eitthvað af hinni miklu auðsuppsprettu, sem er hér opt við strend- ur landsins á þessum vetrarmánuðum. Það væri líka sannarlega mikil minnk- un fyrir oss Islendinga, éf vér værum orðnir þeir aumingjar, að vér ekki vild um ná þvf, sem er rétt fyrir framan land- steinana hjá oss, þegar aðrar þjóðir sækja hingað um Ianga vegu ógrynni af fiski á sama tíma, eins og t. d. Frakkar og Eng- lendingar gera. En þessum vetrarveiðiferðum er sam- fara svo mikil hætta á lífi manna, eins og dæmin hafa sýnt. Því þótt skipin séu bæði stór og góð, þá er veðurátta hér opt svo slæm, að það er mesta hætta að fara nokkuð frá landi. Það er því persónuleg skyldahvers ein- staklings pg allrar þjóðarinnar yfir höfuð, að reyna að gera sem hættuminnstar þess- ar vetrarveiðiferðir, hver einstakur útgerð- armaður með því, að láta útbúa skip sín sem bezt, og þjóðin með því, að alþing leggi fram fé til þess, að fjölga vitum með- fram ströndum landsins. Á suðausturströnd landsins eru það sér- staklega 3 staðir, sem mjög nauðsynlegt væri að hafa vita á. Það er t. d. Ingólfs- höfði, Dyrhólaey og Vestmanneyjar. Á þessu svæði er opt mikill fiskur seinni part vetrar, þótt lítið sé annarstaðar. Eg hef átt tal um þetta efni við mjög skynsaman og reyndan sjómann, og hann sagði, að það mundi engum skynsömum manni, sem nokkra þekkingu hefði á vit- um, blandast hugur um það, að vitar væru mjög nauðsynlegir á þessum 3 framan- greindu stöðum, en hann sagði líka, að það rnundi vera stórt spursmál, hvort það mundu geta staðið vitar á þessu svæði sökum jarðskjálfta, er þar væru svo tíðir. Það væri því mjög æskilegt, að fá að heyra álit kunnugra manna um það efni. Þvi málefnið er sannarlega þess vert, að því sé gaumur gefinn. Sunnlendingar eru þó lengst á veg komnir með vitana, því þeir hafa þó 2 allgóða vita, þar sem er Reykjanes- og Garðskagaviti, fyrir utan aðra smærri. Þar næst eru Austfirðingar með 1 vita á Dalatá. En vér Vestfirðingar höfum engan vita í vorum landsfjórðungi, og er þeirra þó sannarlega full þörf hér. Ekki vantar heldur góð vitastæði, þvi þaunmnu hvergi vera betri á öl'lu landinu, en einmitt hér á Vestfjörðum. Eg vil t. d.nefna 2 staði, sem af náttúrunni til eru sjálfkjörnir fyrir vitastæði, það er Öndverðarnes og Bjarg- tangar. Þar hagar Iíka svo vel til, að þar eru stórir flóar á báða vegu, og hreinar leiðir upp undir þurra landsteina. Það hlýtur því hver skynsamur maður að sjá, að á þessum tveimur stöðum er mjög mikil þörf á vitum. Ekki þarf held- ur að óttast jarðskjálftana, því þeir koma hér mjög sjaldan. Það gegnir því stórri furðu, að ekki skuli fyrir löngu hafa Vérið krafizt að fá vita á þessa 2 staði. Sér- staklega vil eg þó til nefna Bjargtangana, þvf hvergi getur að Iíta fegurra vitastæði en þar. Það mun líka vera flestra sjó- manna álit, bæði innlendra og útlendra, að Bjargtangarnir séu slæmt andnes, enda munu það vera fáir, sem ekki kannast við hina alræmdu Látraröst, sem svo ótal margar sagnir eru um, að mörg skip hafi farizt í. — — Þegar sá tími kemur, sem vonandi er að ekki verði langt að bíða, að póstgufu- skipin fari allar þær ferðir, sem þau koma hingað til landsins, alla leið til Isafjarðar, þá mun ekki þykja vanþörf á vita á Bjarg- töngunum. Til þessa tíma hafa þeir verið tiltölulega fáir af sjómönnum vorum, er hafa haft veruleg kynni af vitum, og þessvegna ekki fundið svo mjög til hinnar miklu vöntun- ar á þeim, sem er hér hjá oss, og sannast þar gamli málshátturinn: „sæll er sá, sem aldrei venst góðu". Aptur á móti munu það nú vera marg- ir af þeim mönnum, er sjómennsku stunda, sem hafa verið lengri eða skemmri tíma við önnur lönd. Þeir hljóta því að læra að meta gildi vitanna, og þá jafnframt að finna sárt til þess, hve örskammt vér er- um á veg komnir í þeim efnum, í saman- burði víð grannaþjóðirnar. Það er því vonandi, að þeir fari nú að verða fleiri, sem láta til sín heyra; því „aldrei verður góð vísa of opt kveðin". Þar eð nú svo stendur á hjá oss, að vér höfum alþing á næsta sumri, þá ættum vér Vestfirðingar að skora á hina tilvonandi þingmenn vora, að þeir fari þess á leit, að alþing veiti fé til vitabyggingar á Bjarg- töngunum, því það er sannarlega tími til kqminn, að vér förum að fylgjast með hinum landsfjórðungunum í þessu efni. Enda eg svo þessar fáu línur með þeirri ósk, að menn vildu taka þetta mál til al- varlegrar athugunar. Daniel Hjaltalín. Stórbruni í Reykjavík, Glasgow öll brunnin m. m Nokkru eptir miðnætti (um kl. 2) á laugardagsnóttina 18. þ. m. vöknuðu bæj- arbúar við orgið 1 brunalúðrinum, sem aldrei lætur vel í eyrum, sízt um hánótt. Svo heyrðist hrópað : »eldur! eldur!« og ruku menn þá á fætur og út úr húsun- um. Sást þá brátt hvaðanæfa úr bænum, að Glasgow var að brenna, og vareldur- inn þá þegar kl. rúmlega 2 orðinn svo magnaður um miðbik hússins uppi, að augljóst var, að slökkvidæhirnar yrðu öld- ungis áhrifalausar. Eldsins hafði fyrst orðið vart 1 húsinu um kl. i3/4 af skóla- pilti, er þar bjó, Þorbimi Þorvaldssyni (frá Þorvaldseyri) Og vakti hann þá, er næst honum bjuggu, og svo hver af öðr- um. Var það með mestu herkjum, að fólkið slapp úr brunanum, sumt jafnvel klæðlítið og án þess að geta bjargað nokkru af munum sínum. Magnús Ein- arsson dýralæknir bjó í suðurenda húss- ins uppi og Snæbjörn Þorvaldsson f. kaup- maður niðri. Vaknaði fólk hans við reykjarsvæluna, hér um bil jafnsnemma og fólkið í norðurendanum, og vakti þá þegar dýralækninn og konu hans, er greip barn þeirra hjóna úr vöggunni og komst með það niður stigann, en dýra- læknirinn konist að eins í fötin og náði yfirhöfn sinni, en engu öðru og missti hann þar allan húsbúnað sinn, bækur, fatn- að og lækningaáhöld, er allt var óvátryggt, — hafði hætt að vátryggja fyrir skömmu og ætlaði að flytja í annað hús 14. maí, og vátryggja þá að nýju. — Hjá Snæbirni var og allt óvátryggt og bjargaðist ekk- ert, sömuleiðis hjá Guðjóni Einarssyni prentara, er bjó 1 norðurenda hússins niðri, og fleiri bjuggu þar, er misstu allt sitt. Þórunn Eiríksdóttir ekkja (móðir frú Bent- ínu Björnsdóttlir á Útskálum) er bjó uppi f norðurendanum, hafði hinsvegar vátryggt innanstokksmuni sína. Samson Eyjólfsson frá Isafirði, er bjó þar hátt uppi, komst ofan alla stiga berhöfðaður, og kvað hafa misst eitthvað af aríðandi(?) skjölum. Glasgow öll brann til kaldra kola á 2 klukkustundum, var gersamlega fallin f grunn kl. 4. Var svipmikil sjón, að sjá eldinn, er hann var í algleymingi, og lagði bjarmann af honum um allan bæ- inn. Slökkvidælurnar flestar brugðust hraparlega, sjálfsagt vegna þess, að sjó- vatn það er fyrst var notað var sandi blandað, og óhreint og tepptiþví dælurnar. Vindur var hægur á áustan-landnorðan, og vindstaðan að því leyti hin heppilegasta, er orðið gat, því að skammt fyrir vestan Glasgow tekur við stórt, óbyggt svæði (tún G. Zoéga o. fl.). Úr Glasgow læsti eldtirinn sig fyrst í geymsluhús ailstórt vestan við hana, þar sem fyrrum var prentsmiðja Þjóðólfs (Glasgow-prentsmiðja) en flutt þaðan í fyrra haust. Nú hafði Magnús Blöndal snikkari þar smíðastofu sína, og hafði þar geymd smíðatól sfn, og töluvert af smíðuðum við, er lands- höfðingi átti, og ósmlðuðum, er Guðjón Sigurðsson úrsmiður átti. Þar höfðu og tveir aðrir snikkarar geymd smíðatól sín: Jón Jónsson (frá Setbergi) og Þorsteinn Guðmundsson. Allt þetta var óvátryggt, nema smíðatól Þorsteins, og smíðaviður landshöfðingja (timbrið sjálft). Húsinu var skipt sundur með steinvegg, því að tveir voru eigendur. Átti vindlagerð- arfélagið hér í bænum syðri hlutann (smíðastofuna), en Geir Zoéga kaupm. nyrðri hlutann, og var það heyhús (og hesthús). Þetta brann allt til kaldra kola svo að ekki stóð eptir nema steinveggur- inn. En eitthvað af heyinu náðist nokk- uð skemmt eptir brunann, þvf að það var í kjallara. Fjós, er G. Zoéga átti var þar rétt við, og tókst að verja það, en kún- um áður bjargað úr því. Örskammt frá geymsluhúsi þessu að vestanverðu var gam- all torfbær, Vigfúsarkot, og pakkhús fornfá- legt, er því heyrði til. Það brann alveg, og svo læsti eldurinn sig í bæinn. Þar hef- urmjög lengi búið Þórður gamli Torfason (faðir Þorgríms læknis á Borgum og þeirra bræðra) og er nú kominn á nfræðisaldur og rúmfastur lengi afelliburðum. Hafði hann opt kvartað um, að hann þyldi ekki við í bænum fyrir reykjarsvælu, og beðið að opna alla glugga, en sérstaklega hafði hann haft rnikið orð á því daginn áður en brunann bar að. Nú var hann borinn um nóttina út úr bænum, er eldurinn var kominn í hann, um sama leyti og lík jafnaldra hans, fornvinar og nábúa Jó- hannesar heit. Ólsens var flutt undan eld- inum út úr húsi hans. Brann þar bærinn Vigfúsarkot nema bæjargöngin, en þá er þeim bæ sleppir taka við túnin. Gerði þá eldurinn ekki meiri usla, en mjög erf- itt veitti að verja tvö íbúðarhús: Guðm. Ólsens kaupmanns, sunnanvert við Vig- fúsarkot og húsið »Aberdeen« (eign Jóns Árnasonar frá Garðsauka) við norðurgafl Glasgow, aðskiiið trá henni með 5—6 álna breiðu sundi. Það sem bjargaði þvf húsi, var það, að allur gaflinn, er að Glasgow vissi var járnklæddur og glugga- laus. Snöggvast komst þó eldurinn þar í skúrinn, en varð heptur. Ibúðarhús G. Zoéga kaupmanns, fyrir vestan Aber- deen, var og í hættu mikilli um tíma, sviðnaði mjög að utan, en gluggar sprungu afhitanum. Úr því húsi og hinurn tveimur, er nú var getið var allt lauslegt borið út til vonar og vara, því að ekki var annað fyrirsjáanlegt um tíma, en að þau mundu einnig verða eldinum að bráð. Húseign Th. Thorsteinsson kauprn. (»Liverpool«) austan við Glasgow og Frederiksens bak- arí að sunnanverðu, sviðnuðu einnig að utan til muna, en af því að vindinn lagði frá þeim húsum kviknaði ekki í þeim. Annars hefði allur suðvesturhluti bæjarins og enda miðbærinn verið í bersýnilegum voða. Bruni þessi er hinn stórfelldasti, er enn hefur orðið hér í bæ, og mikil furða þó, að ekki varð meira af. Glasgow var eitthvert hið allra stærsta og reisulegasta hús hér í bæ, byggt fyrir réttum 40 árum af Englendingum tveimur Henderson ogAnd- erson, er settu stórverzlun á stofn í hús- inu, en hún fór fljótt á höfuðið. Síðan var Egill Egilsson lengi eigandi hússins, og eptir hann Þórður Guðmundsson (frá Görðunum), Einar Benediktsson og síðast Þorvaldur Björnsson á Þorvaldseyti, er keypti það í fyrra fyrir 25,000 kr., en vátryggt var það nú fyrir nál. 40,000 kr. Hvernig eldurinn hafi komið upp vita menn ekki. Svo er og optast um flesta bruna hér. En enginn efi þykir á því, að hann hafi byrjað á vindlagerðarverk- smiðjunni í miðju húsinu niðri, því að þar brautzt eldurinn fyrst út, eptir því sem sjá mátti. Hafði og tvisvar kviknað þar í áður en verið slökkt. Vindlabirgð- irnar, er þar voru geymdar m. fl. munu hafa verið vátryggðar að fullu. Hið eina sem bjargaðist úr húsinu voru peningar enska konsúlsins og eitthvað af skjölum hans, úr suðurenda hússins niðri. Því náði Magnús Magnússon B. A. frá Cam- bridge með harðfengi. Mjög mikið af salti (eign útgerðarmanna) var geymt í kjallaranum og skemmdist það til muna af hitanum, hljóp saman í hellu, en má þó nýta að nokkru allmikið af því. Ekki var unnt að slökkva eldinn í rústunum, fyr en öllu var rótað um og rutt burtu, og var verið að því verki 4 daga sum- fleytt, en vakað yfir rústunum fyrstu næt- urnar eptir brunann. Byrjað er á samskotum handa fólki því, er mest tjón beið við bruna þennan, og munu þau ganga allvel að vonum. Leikið hefur og verið (í fyrra kveld) til ágóða fyrir það og í ráði er, að halda samsöng ogeinhverjar aðrar skemmtanir í sama skyni. Örþrifráð Valtýinga. Hið pólitiska allragagn Valtýinga hér f bæ, hefur enn einusinni Iéð sig til, að flylja gamla þvættinginn um „allsherjar-valtýsk- una". Það er nauða 9kopIegur eltingaleik- ur að sjá sömu mennina, sem vildu sætta

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.