Þjóðólfur - 19.06.1903, Blaðsíða 1
55. árg.
Reykjavík, föstudaginn 19. júní 1903.
Æ 25.
Muáéadi jfútbýaÚTv
ÓYENJULEG K08TAB0Ð
Þeir, sem gerast kaupendur að
55. árg. ÞJÓÐÓLFS frá 1. júlí
næstkomandi, geta fengið síðari
hluta þess árgangs til ársloka
fyrir aðeins 2 krónur
og auk þess í kaupbæti:
tvö sögusöfn blaðsins sérprentuð
(11. og 12. hepti) meö ágætum
skemmtisögum. En borgun (2 kr.)
verður að fylgja pöntuninni frá mönn-
um, sem ritstjöra blaðsins eru ekki
áður kunnir; áskriptin er jafnframt
bindandi allt næsta ár (1904).
OC Nýir kaupendur gefl sig
fram sem fyrst.
Alþingiskosningar.
iii.
í Snœfellsnessýslu kosinn:
Lárus H. Bjarnason
sýslumaður með 1 07 atkv. Einar
Benediktsson málafærslum. fékk 31
atkv.
í Vestur-tsafjarðarsýslu:
Jóhannes Ólafsson
póstafgr.maður á Dýrafirði með 80
atkv. Séra Sigurður Stefánsson í Vig-
ur fékk 42 atkv.
í Eyjafjarðarsýslu\
Klemens Jónsson
sýslumaður með 362 atkv. og
Hannes Hafstein
sýslum. með 2 1 3 atkv. Stefán Stef-
ánsson í Fagraskógi fékk 192 atkv.
í Suður-Þingeyjarsýslu:
Pétur Jónsson
á Gautlöndum. Atkv.tala ófrétt.
í Skagafjarðarsýslu:
Ólafur Briem og
Stefán Stefánsson
kennari. Atkvæðatala ófrétt.
í Strandasýslu'.
Guðjón Guðlaugsson
með 28 atkv. Jósep Jónsson á Mel-
um fékk 20 atkv.
í Vestur-Skaptafellssýslu:
Guðlaugur Guðmundsson
sýslumaður með 36 atkv. Aðrir ekki
í kjöri.
Er þá ófrétt um kosningar í 3 kjör-
dæmum: Austur-Skaptafells-, Norður-
Múla- og Norður-Þingeýjarsýslum.
Erindreki
,hinna sameinuðu1,
Allra síðasta sprengitilraunin.
Eins og vænta mátti, hafa alþingiskosn-
ingarnar í þetta sinn gengið svo hrapar-
lega fyrir hinu sameinaða liði, Landvam-
armönnum og Valtýingum, að Lv.menn fá
ekki einn einasta fulltrúa á þing og Val-
týingar verða heldur liðfærri og ver mennt-
ir en á síðasta þingi. Það er þvt alls eng-
in von um, að þessum litla minni hluta,
þótt hann væri allur af vilja gerður, geti
tekizt að ónýta stjórnarbótarmálið. Það
er fyrirsjáanlegt, að það verður samþyfkt
á þinginu óbreytt, eins og þingið skildi
við það i fyrra. Og með því er svika-
millu hinna sameinuðu til fulls sundrað.
Menn skyldu ætla, að þessir herrar væru
nú ráðþrota í því, að stytta stjórnarbótar-
málinu aldur, eptir allar kosningahrakfar-
irnar. En þeir eru ekki alveg af baki
dottnir enn. Nú er það enn eina vonin
þeirra, að ekki sé alveg fokið í öil skjól,
að enn muni þeim ef til vill geta tekizt
að hindra framgang málsins eða koma
einhverjum glundroða 1 það, svo að þing-
ið verði leyst upp enn að nýju og nýjar
kosningar fari fram, því að þá vona þeir,
veslings mennimir, að þeim geti ef til vill
loksins tekizt að ná meiri hluta sinna
manna á þing, svo að þeir geti ráðið for-
lögum málsins. Til þess eru refarnir
skornir, við það er nú verið að streitast í
líf og blóð að vinna tlma, til þess að þá
verði greiðara að sundraöllu og villa þjóð-
inni sjónir, svo að hún viti ekki sitt rjúkandi
ráð, og láti blekkjast af æsingum, ofstopa
og hrópyrðum til þess að kasta nú á glæ
öllu því, sem áunnizt hefur i 20 ára langri
stjórnarbótarbaráttu. Þá væri þessum „föð-
urlandsvinum“(!) skemmt, þá hefðu þeir
náð takmarkinu, sem þeir hafa nú verið
að berjast við undir forustu Valtýs síð-
an 1897: að hafa annaðhvort alla æztu
stjórn landsins í Höfn eða enga stjórnar-
breytingu ella.
Til þess að ná þessu göfuga(!) mark-
miði, var gerður út nú með „Laura" er-
indreki á fund ráðherrans, sendur að sögn
á kostnað valtýska kosningarsjóðsins, sem
kvað ekki vera þurausinn. Þessi erind-
reki var dubbaður upp af örtáum Valtý-
ingum hér 1 bæ 1 samráði við Landvarn-
armenn, en för hans var haldið fremur
leýndri, því að óráðlegt þótti, að mikið
vitnaðist um þetta ráðabrugg löngu áður.
Þessi nýi sendiherra var „þrífallinn" J)
Landvarnárkandídat hér í Reykjavík, Jón
1) Það á líklega að verða erindrekanum
til meðmæla hjá ráðherranum, að honum
hefur þrisvar sinnum t röð verið hafnað til
yfirdómari Jensson. Honum var auðvit-
að bezt treystandi til að túlka mál hinna
sameinuðu við ráðherrann. Og kvað
hann hafa farið með 1 vasanum ýmsar
fyrirspurnir til Albertis, undirskrifaðar af
„fimminu fræga“ eða þess ígildi, sem get-
ið hefur sér svo mikinn orðstír fyrir af-
skipti sín af stjórnarbótarmálinu. Ein-
hverjir fleiri nánustu vinir „fimmsins" hafa
eflaust skrifað undir þessar fyrirspurnir,
sem „erindrekinn" eins og þeir, sem sendu
hann vita, hvers efnis voru. En hvernig,
sem þeim hefur verið háttað, þá virðist
það vera í meira lagi barnalegt, ef menn-
irnir vonast eptir nokkrum árangri þeim
í vil með svona lagaðri „forsendingu".
Það má geta nærri, hvort ráðherrann tek-
ur nokkuð til greina erindisbréf manns,
sem sendur er af mjög fámennri klíku
hér í bænum, sem ekki getur sætt sig við
kosningaúrslitin, eða dóm þann, sem þjóð-
in með kosningunni hefur lagt á flokk
þeirra. Að áfrýja slíkum dómi til ráð-
herrans og leita ef til vill aðstoðar hægri-
manna til að fá hann ónýttan, er ekki að
eins fávíslegt, heldur furðu djarft ogharla
óviðurkvæmilegt atferli gagnvart þjóðinni,
gagnvart jafn-eindregnum úrskurði, sem
hún nú hefur fellt yfir hinum sameinuðu
Landvarnarmönnum og Valtýingum. Það
er sannarlega tími til kominn að fullnægja
dauðadómi þjóðarinnar yfir valtýskunni.
Það væri stórt þjóðarböl, að þurfa að
dragnast með hana lengur. En sem bet-
ur fer, er sjálfsagt ekki hætt við því, hvem-
ig sem forsprakkar þessarar óþjóðlegu
þjóðmálastefnu sprikla og spreyta sig úr
þessu.
Flestir muna víst eptir ósköpunum, sem
á gengu 1 valtýska liðinu haustið 1901, þá
er Hannes Hafstein var sendur á fund
stjórnarinnar fyrir hönd heimastjórnar-
flokksins eptir afreksverk Valtýinga þá á
þinginu. Þá ætluðu öll valtýsku blöðin að
rifna yfir þeirri óhæfu og töldu sendiför-
ina fjörráð við þing og þjóð, og þó var
H. H. sendur af þ i n g flokki, sem að eins
var í eins atkvæðis minni hluta, sendur til
að reyna að ráða bót á hinu margumtal-
aða glapræði meiri hlutans og reyna að
fá stjórnina inn í landið. En nú er
auðvitað þessi sendiför Jóns Jenssson-
ar sjálfsögð og réttmæt hjá þessum sömu
blöðum, þótt þessi erindreki fari að eins
fyrir hönd 2—3 þingmanna og örfárra ut-
anþingmanna í þeim erindagerðum að
hnekkja þeirri stjórnarbót, sem þingið með
öllum atkvæðum hefur einu sinni samþykkt,
og allir nýkosnu fulltrúarnir nú hafa heitið
að samþykkja til fullnaðar. Hér virðist þvl
vera harla ólíku saman að jafna. Og
hverjir eru það svo, sem hafa sent þenn-
an Landvarnar-erindreka ? Það eru sömu
mennirnir, sem dæmt hafa Landvarnar-
firruna heimsku eina og fávíslega sér-
kreddu, menn, sem opinberlega hafa lát-
ið í Ijósi, að enginn fulltrúi ætti eða mætti
kosninga í höfuðstað landsins. En samt
tekur prófasturinn í Görðum, séra Jens Páls-
son, honum fram, þvf að hann hefur fallið
fjórum sinnum(!) við þrennar kosningar
hvað eptir annað. Og hefðu Valtýingar því
heldur átt að senda til ráðherrans þetta sýn-
ishorn af hinum frægasta „Dumpekandídat"
flokksins.
vera nú á þingi, sem aðhylltist þessa „sér-
kreddu", nema erindrekinn einn, sem því
miður féll En nú er hann sendur út af
örkinni til að reyna að sundra stjórnar-
bótarmálinu, einmitt vegna þessarar sér-
kreddu eða með stuðningi af henni.
Mikil er samkvæmnin! Eða þá sam-
vizkusemin?
Af kjörfundinum á ísafirði.
Fundurinn var alveg nýsettur, er mig
bar þar að, og var hann haldinn 1 þing-
húsi bæjarins. Það var troðfullt af fólki,
en innst var afgirt svæði. Kjörstjórnin
sat þar fyrir miðjum borðum, og var kjör-
stjóri að lesa upp kjörþingssetninguna.
Auk þeirra voru þrír aðrir fyrir innan á
þessu umgirta svæði. Til vinstri handar
við kjörstjórnina sat maður liðlegur og
góðlegur álitum, og var mér sagt, að það
væri Árni kaupm. Sveinsson, sem heima-
stjórnarmenn höfðu „stillt upp“ á slðasta
augnabliki, til þess að þeir, sem á fund-
inn kynnu að mæta, gætu kastað atkvæð-
um sínum á einhvern. Til vinstri handar
gat að líta tvo menn, ekki voru þeirneitt
nettir í fasi eða framkomu, heldur svo
ferlegir álitum, að ekki var hægt að
segja, hvor af öðrum bar. Báðir voru þeir
hinir vígalegustu, og hugði eg það vera
þá fóstbræðurna, Bessastaðagoðann og
Vigurklerkinn. F.n sfðar var eg upplýstur
um það, að síðari tilgátan var röng, því
Vigur-klerkurinn hafði nú þokað fyrir
Skúla og lá fram á „gráturnar", en sá sem
stóð við hlið Skúla, kvað heita Gísli Hjálm-
arsson. Kvað hann líkjast Skúla í fleiru
en prúðmannlegri framgöngu, og þá sér-
staklega í því, að hann álítur sjálfan sig
hinn mesta þjóðmálaskörung og þing-
mennskugarp. En hann hefur ekki haft
neinn „Þjóðvilja" til þess að innprenta
öðrum þetta álit eins og Sk. Th., því ellá
myndi hann manna líklegastur til að vinna
kjósendur undan Skúla. Enda heyrði eg
til þess tekið, að Gísli hefði engu síður
verið málhreyfinn og gert „lukku" á þing-
málafundi í Bolungarvík, en sjálft þing-
mannsefnið.
Svo byrjuðu ræðurnar. Tóku þar fyrstir
til máls Árni kaupm. Sveinsson og svo
meðmælendur hans, Jón Laxdal verzlunar-
stj. og Kristján H. Jónsson ritstjóri. Komu
þeir eitthvað lítilsháttar við kaun Skúla og
Valtýinga, enda sveið honum svo, að hann
sat hljóður, þar til Vigurklerkurinn hafði
borið smyrsl á sárin. Hressti hann sig
þá upp, og fór að skýra frá framkomu
sinni í stjórnarskrármálinu. 'og þóttist hann
1 fyrstu aldrei hafa breytt stefnu að neinu
leyti. En eptir nokkrar umræður varð
hann þó að meðganga kúvendingu sína á
þinginu 1897. Var það eptirtektavert á
fundi þessum, að þegar andmælendur
Skúla tóku til máls, varð ætíð hinn mesti
gauragangur um salinn, og heyrðist varla
til ræðumanna fyrir klaufnasparkinu og
kvarnahringlinu í liði Skúla, og er það
makalaust, að slíkt skrílsæði skuli viðgang-
ast á kjörfundum eða öðrum fundum, þar
sem ræða ber mál þjóðarinnar með rök-
semdum og stillingu. Það væri engin van-
þörf á, að leggja hegningu við, og hafa