Þjóðólfur - 03.07.1903, Síða 3

Þjóðólfur - 03.07.1903, Síða 3
107 Þar er meðal annars stungið upp á 5000 kr. skaðabótum til nokkurra færeyskra fiskimanna fyrir fjártjón af gjaldþroti Jóns heit. Johnsens sýslumanns 1 Suður-Múla- sýslu. 6. Kosmngalög. Að míklu leyti sam- hljóða frumvarpi síðasta þings, en nokkru öðruvísi niðurskipað, og ýmsu breytt eða sleppt, þar á meðal fellt burtu ákvæðið um fjárframlag sem kjörgengisskilyrði, sem stjórninni þótti ótækt. 7. Utn gagnfrædaskóla d Akureyri. Farið fram á, að verja 57,000 kr. úr landsjóði til að koma upp skólahúsi á Akureyri, en þangað flytjist gagnfræðaskólinn frá Möðru- völlum. Kennarar við skólann eiga að vera 4, þ. e. skólastjóri með 3000 kr. laun- um, 1. kennari með 2400 kr., 2. kennari með 2000 kr. og 3. kennari með 1600 kr. árslaunum. 8. Um hagfrœðisskýt slur (viðauki við lög 8. nóv. 1895). Gengur í sömu átt og frv. það, er síðasta þing samþykkti, en stjóm- in vildi ekki staðfesta vegna ákvæðis um, að öll erlend ábyrgðarfélög, er starfi hér á landi, væru skyld að hafa einhvern að- alumboðsmann hér, en það þótti stjórninni ofhart ákvæði. 9. Um skiptin lœknishéraða (breyting á lögum 13. okt. 1899). Þar er farið fram á, að skipta Reykjavíkurlæknishéraði í tvö læknishéruð frá 1. jan. 1904. 1. Reykja- víkurhérað, er nái yfir Reykjavíkurkaup- stað, og Seltjarnarnesið sjálft með Engey og Viðey inn að Elliðaám og Fossvogi og 2. Hafnarfjarðarhérað, er nái yfir hinn hluta Seltjarnarnesshrepps, Bessastaðahr., Garðahrepp og Mosfellshrepp. Telst Reykjavíkurhérað í 1. flokki og Hafnar- fjarðarhérað í 3. flokki. 10. Breyting d pt estakallalögunum. Farið fram á, að 200 kr. árgjaldið af Prestbakka í Strandasýslu falli niður frá fardögum 1901. 11. Sala jarðarinnar Arnarhóls. Heim- ildarlög fyrir stjórnina í sambandi við hina fyrirhuguðu nýju stjórnarbreytingu.; 12. Frestun d framkvœtnd laga 25. okt. 18% um leigu eða kaup d eirnskipi og út- gerð pess d kostnað lands/óðs. .13. Sampykkt d landsreikningnum 1900 og 1901. 14. Um verzlunarskrdr, firtna og prokúru. 15. Um vernd d v'órumerkjum. 16. Utn heilbrigðissampykktir bœjar- og sveita félaga. 17. Um varnir gegn berklaveiki. 18. Um líkskoðun. 19. Um breyting d gild- andi dkvœðum um dómsmdla og aðt ar al- tnennings auglýsingar. Stj órnarskrárfrumvarpið var tekið fyrir f neðri deild í gær. Hannes Hafstein stakk upp á nefnd og studdi Guðl. Guðmundsson þá tillögu. Að öðru leyti urðu engar umræður um málið. í nefndina voru kosnir með hlut- fallskosningu: Hannes Hafstein, Guðl. Guðmundsson, Lárus Bjarnason, Hannes Þorsteinsson, Skúli Thoroddsen, Eggert Pálsson, Magnús Andrésson Formaður nefndarinnar er Lárus Bjarna- son, en skrifari Hannes Hafstein. Landshagsskýrslur fyrir ísland árið 1902 I. II. Næst á eptir skýrslu um sveitasjóðina, er skýrsla um búnaðarástandið á íslandi árið 1901. Þar er fyrst lausatjárframtalið; það er ávallt heldur lágt, svo er víst vana- lega um allar skýrslur, sem eru byggðar á skattaframtali. Tala býla er ef til vill hið eina, sem er til hlítar rétt í skýrslunum. Tala býla hefur farið fækkandi, og sömu- Ieiðis tala þeirra fasteignarhundraða, sem er búið á, fækkað. Árið 1895 voru talin í eyði 315,9 hndr., en árið 1901 637,9 hndr. Nautgripir eru nú 31 á hvert 100 manns, en árið 1770 voru þeir 67. Nautgripaeign- in hefur samt vaxið. Hún skiptist þannig niður í Qórðungana: I Norðlendingatj. 42 nautgripir á ioomanns - Sunnlendingafj. 40----------- 100 — - Vestfirðingafj. 34 ---- - 100 — - Austfirðingafj. 32----------- 100 — - kaupstöðunum 3--------------- 100 — Nautgripum hefur fjölgað á árinu, og álít- ur endurskoðarinn, að þeim muni fjölga um 1600—1800 á næsta ári (1902), og eru allar líkur til þess, því kúabúunum fer svo mikið fram. Árið 1901 hefir sauðfjáreign landsins fjölgað um 18,000 fjár, og er allt útlit fyrir, að henni fjölgi enn meir. Endurskoðarinn telur að það muni verða 25 þúsundum fjár fleira 1902. Að meðaltali á 100 manns er sauðfjár- eign langmest í Austuramtinu og þarnæst í Norðuramtinu. En hin ömtin eru miklu lægri. Hrossum hefurfjölgað mjög mikið. Mest er hrosseign á Norðurlandi, þegar miðað er við fólkstjölda. Þegar öll skepnueignin er virt til peninga, er hun 267 þús. kr. meiri en árið 1900, eða 3r kr. meiri á hvern framteljanda. Eptir skýrslunum hefur ræktaða landið vaxið (túnin) og sömuleiðis kálgarðar. Varla er unnt að finna verri skýrslur nú hér á landi heldur en þessar skýrslur, er þar má kalla vitleysu við vitleysu. Um 1800 hefðu skýrslur þessar þótt fyrirmyndarskýrslur hér á landi, en nú eru þær ekki boðlegar neinum. Engum dettur víst í hug að halda því fram, að að meðaltali fáist um 20 hest- ar af töðu af hverri vallardagsláttu hér, en samkvæmt skýrslunum er svo. Meira að segja sumir hreppar fara mikið hærra. Dyrhólahreppur í Skaptafellssýslu hefur nú um nokkur undanfarin ár haft 10 dagsl. af túni, og fengið af þeim yfir 4000 hesta af töðu, eða yfir 400 hesta af dagsláttunni! Lengra getur varla vitleysan komizt, og hlutaðeigandi hreppstjóri og sýslumaður telja vfst skýrslu þessa góða og gilda! Sumstaðar eru engin tún, t. d. v(ða í Borgarfirði, en næg taðal! Að telja upp villurnar í þessari skýrslu er ómögulegt; bezt væri þá að prenta hana alla, og þó er afarmikið varið í að skýrsla þessi sé rétt, og hverjum framteljanda ætti að þykja sómi að því að telja rétt fram. Ekki vaxa heldur gjöld á honum, þótt hann segi rétt til um stærð túnsins og kálgarðsins, eða viti hversu marga hesta af heyi hann hefur fengið. Þessi skýrsla sýnir það ljóslega, að vér eigum að fá sérstaka skrifstofu, er hefur ekki neitt annað að gera en annast skýrslugerð, þangað séu skýrslur sendar, en hún endursendi slfkar skýrslur sem þessar, því allir geta séð þessar villur. En með því að hirða allt sem bezt, og telja það gott, verður skýrslugerðin alltaf ómynd. I skýrslu þessari telja hreppstjórar jarðabætur þær, er gerðar hafa verið á árinu, og lítur út fyrir að þeir gæti þess vandlega, að telja jarðabæturnar nógu lág- ar. Þannig hafa t. d. verið sléttaðar að meðaltali 1896—1900 401.81 □ faðm. sam- kvæmt skýrslum búnaðarfélaganna, en hreppstjórarnir hafa getað komið því nið- ur í 33i-3°9 □ faðm. að meðaltali á hverju ári. Árið 1901 telja hreppstjórar sléttaða 362,778 □ faðm., en búnaðarfélögin 505,953 □ faðm. Svipað er um aðrar jarðabætur. Það þarf varla að geta þess hér, það vita allir, að skýrslur búnaðarfélaganna eru í þessu efni miklu réttari, en hreppstjóra- skýrslurnar ættu að vera h æ r r i, því í mörgum hreppum landsins eru engin bún- aðarfélög, en aptur er unnið þar að jarða- bótum. Eins er vanalega í hinum ýmsu hreppum opt búendur, sem vinna að jarða- bótum, sem ekki eru í búnaðaríélagi. Eptir skýrslum búnaðarfélaganna hefur Árnes- sýsla sléttað mest (55,826 □ faðm.) og Eyjafjarðarsýsla þar næst (47,914 □ faðm.) og svo Dalasýsla (45,097 □ faðrn.); en ept- ir skýrslum hreppstjóranna er Eyjafjarðar- sýsla hæst (40,087 □ faðm.), þá Dalasýsla (36,383 □ faðm.) og svo Gullbringu- og Kjósarsýsla (33,768 □ faðm.), en Árnes sýsla verður hin 5. í röðinni með 25,287 □ faðm. Hreppstjórar ættu að kippa þessu í lag hjá sér, því að lækka sýslu yfir 20,000 □ faðm., eins og hreppstjórarnir í Árnes- sýslu hafa gert, er mjög slæmt, það tekur frægðarorð af sýslunni. Annais hefur verið unnið meira að jarða- bótum 1901 en 1900. Þá er skýrsla um fólksfjölda 1901. Eru landsmenn taldir (samkv. skýrslum prest- anna) 77,290, en eptir fólkstalinu er tekið var 1. nóv. 1901, voru þeir 78,470. 37 menn voru yfir 90 ára gamlir. Erlendsson og Þorsteinn Þorsteinsson með dgœtiseinkunn, Brynjólfur Björnsson, Hall- dór Jónasson, Ólafur Björnsson, Pétur Bogason, Sigurður Guðmundsson og Sig- urður Sigtryggsson með 1. einkunn, Björn ■Þórðarson og Jón Magnússon með 2. eink- unn. Stúdentapróf. 30. f. m. útskrifuðust þessir stúdentar frá lærða skólanum : Eink. Stig. I. Geir Zoéga . ... . I ág. 106 2. Jónas Einarsson* . . . I ág. 105 3- Guðmundur Hannesson I IOI 4- Vigfús Einarsson . . . . I 100 5- Bogi Brynjólfsson . . . I 97 6. Jóhann Briem . . . , . I 96 7- Gísli Sveinsson* . . . I 95 8. Georg Ólafsson . . . I 93 9- Guðm. Guðmundsson. . I 9i IO. Guðmundur Ólafsson . I 87 II. Konráð Stefánsson* . . I 85 12. Ólafur Þorsteinsson . . . Ií 83 i3- Lárus Sigurjónsson . . II 83 14. Haraldur Sigurðsson . . II • 77 T5- Jóhann Möller* . . . II 63 Skiptapi. Hinn 22. f. m. fórst báturí Vestmanna- eyjum hjá svonefndu Kfettsnefi. Varð 3 mönnum bjargað, en 3 drukknuðu: formað- urinn Þorvaldur Jónsson (Sighvatssonar dbrm. Árnasonar) 22. ára, Þorsteinn Ólafs- son frá Múlakoti í Fljótshlíð, um fertugt, og Markús Einarsson frá Hallgeirsey í Landeyjum. Högna Sigurðssyni frá Selja- landi, Guðjóni Einarssyni frá Söndum und- ir Eyjafjöllum og Sigurði frá 'Skarðshlíð varð bjargað með naumindum af kili. Slys. Aðfaranóttina 27. f. m. hrapaði gamall maður í Vestmannaeyjum, Arni Diðriksson, hafði verið að ganga sér til skemmtunar suður á Höfða austan á eyj- unni og hefur orðið fótaskortur þar í brattri brekku, því að þar fannst hattur hans. Var ófundinn er síðast fréttist. „Ceres“ kom 27. f. m. og með henni margir þingmenn að austan, norðan og vestan. Ennfremur Jakob Havsteen konsúll frá Akureyri, Björn Jónsson ritstjóri „Stefnis", Björn Bjarnason cand. mag. frá Isafirði, Guðmundur Finnbogason heimspekingur, frú Ragnheiður Benediktsdóttir frá Akur- eyri o. fl. „Friðþjöfur“, hrossaskip frá Zöllner, kom hingað s. d. Með því var Zöllner sjálfur og umboðs- maður hans, Jón í Múla. „Botnia“ kom frá útlöndum 29. f. m. með fjölda farþega. Frá Kaupinannahöfn komu pró- fessor Finnur Jónsson, cand. mag. Bogi Melsteð, cand. jur. Jón Hermannsson, frú Helga Vídalín, stúdentarnir Ari Jónsson, Sturla Guðmundsson og Þorsteinn Þor- steinsson. Ennfremur nokkrir útlendingar, þar á meðal prófessor Prytz, kennari við landbúnaðarháskólann danska 1 skógrækt- arerindum og Rolf Nordenstreng, finnsk- ur málfræðingur, með konu sinni, er ætl- ar að dvelja hér nokkra hríð til að kynna sér land og þjóð. Frá Skotlandi kom Sig- fús bóksali Eymundsson og Vilhjálmur stúdent Finsen og fjöldi ferðamanna. Próf í lfiBknisfrœði við háskólannhefur Halldór Gunn- laugsson tekið með 1. einkunn. Fyrra hluta lagaprófs viðháskólannhefur Einar Jónasson tekið með 2. einkunn. Heimspekispróf við háskólann hafa þessir stúdentar tek- ið í vor : Bjarni Jónsson, Jakob R. V. Möller, Magnús Guðmundsson, Sigurjón Jónsson, Sturla Guðmundsson, Valdemar Þingmálafundur Snæfellinga f Stykkishólmi 6. júní 1 903. Ár 1903, laugárdaginn 6. júní, var þing- málafundur Snæfellinga settur og haldinn í Stykkishólmi ög var þingmaður sýslunn- ar, Lárus sýslumaður H. Bjarnason kos- inn fundarstjóri, en skrifari Kjartan kaup- maður Porkelsson. Eptirfarandi mál komu til umræðu: 1. Stjórnarskrármálið. — Fundurinn skoraði í einu hljóði á alþingi, að sam- þykkja heimastjórnarfrumvarpið frá 1902 óbreytt. 2. Bankamálið. — Fundurinn skoraði í einu hljóði á alþing að gæfa landsbank- ans og að auka hvorki seðlamagn hluta- bankans að svo komnu né lengja seðlaút- gáfurétt hans. 3. Botnvörpumálið. — Fundurinn skor- aði í einu hljóði á þingið, að leyfa með engu móti botnvörpuveiðar 1 landhelgi, en hlutast aptur á móti til um, að strand- gæzlan verði bætt sem mest mámeðfleiri' og smærri bátum. 4. Menntamálið. — Fundurinn var ein- róma á þeirri skoðun, að haga beri kennsl- unni í latínuskólanum svo, að hún geti komið lærisveinum hans að sem beztu haldi f lífinu. Alþýðumenntim telur fundurinn bezt borgiö með því, að reistir verði sem víð- ast barnaskólar í kauptúnum og sjóþorp- um landsins, en farandkennarar látnir fara um sveitina, enda hert mikið á kröfunum til þeirra og glöggar gætur hafðar á kennslu þeirra. 5. Landbúnaður, — Fundurinn skor- áði í einu hljóði á þingið, að gefa öllum ábúendum á jörðum landsjóðs kost á að kaupa ábýlisjarðir þeirra, að beitast fyrir því, að landsdrottnar allir verði skyldað- ír til að hýsa leigujarðir sínar sæmilega og að auka sem mest styrk úr landsjóði til jarðabóta, sérstaklega til túngirðinga. 6. Tollmálið. — Fundirinn skorar í einu hljóði á alþingi, að tolla alla útlenda mun- aðarvöru, og telur rétt að tolla auk þess allar útlendar vörur, sem framleiða má í landinu. 7. Fréttaþráðsmálið. — Fundurinn var einróma á því, að hyggja beri fremur á þráðlausa firðritun en þráðritun, svo fram- arlega, sem henni verði við komið. 8. Héraðssamgöngur.—- Fundurinn skor- aði 1 einu hljóði á þingið að leggja nú sem mest fé fram til vegarins úr Stykkis- hólmi til Borgarness og að brúa sem fyrst Haffjarðará og Hítará. Fundurinn skoraði jafnframt einróma á þingið, að veita 10,000 kr. á ári til gufu- bátsferða um Breiðafjörð og að láta Faxa- flóabátinn koma við í Sta.ðarsveit og ein- hversstaðar í Hnappadalssýslu. — Þá skor- aði fundurinn og á þingjð, að láta stærri gufuskipin koma við í Olafsvík og strand- ferðabátinn koma við á Búðum í apríl og september. Loks skoraði fundurinn á þingið, að taka upp aptur póstferðir kringum Jökul. Fleiri mál komu ekki til umræðu með því að áliðið dags var orðið, er hér var komið. — Var fundarbókin síðan lesin upp og samþykkt. Fundi slitið. Ldrus H. Bjarnason. Kjartan Þorkelsson. Rétta útskript staðfestir. Ldrus H Bjarnason. * merkir utanskólasveina.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.