Þjóðólfur - 10.07.1903, Síða 3

Þjóðólfur - 10.07.1903, Síða 3
III að hann var kominn afsandinum. Hlaup- ið byrjaði á mánudag fyrir hvítasunnu, en á hvítasunnudag var það farið svo að réna, að póstur komst vestur yfir sandinn með fylgd tveggja valinna manna, Þorsteins Guðmundssonar og Stefáns Benediktsson- ar bænda í Skaptafelli. En þó hlaupið stæði eigi lengur en þetta, var það eitt með hinum stærstu og næsta óguriegt, enda var eldgos því samfara í Skeiðarárjökli(?), sem optar hefur átt sér stað meira eða minna, er Skeiðará hleypur. Kom eldur- inn upp norður og vestur af svokölluðu Grænafjalli, sem liggur norður af Eystra- fjalli, var það á fimmtudaginn 28. maí,jók það ei lítið vatnsflóðið, er jökullinn bráðn- aði, leitaði það framrásar með svo miklu afli, að það sprengdi upp skriðjökulinn að framan og bar fram jökulstykki, sem eptir sögusögn póstsins eru yfir 60 feta há, en ofan á þeim eru svo aptur víða önnur 25—35 feta þykk: þekur þessi íshrönn nú margar □ mílur af Skeiðarársandi ofan rá jökli og fram til sjávar (c. 5 mílna veg), og sandinn fyrir framan Öræfin aust- ur á móts við Hof svo þétt, að ekki verð- u.r á milli komizt nema upp undir jökli. Eru aðalhlaupin 4 fram úr jöklinum auk margra smærri, það austasta austur undir Öræfum, en þaðvestasta á svokallaðri Sig- urðarfit, og er þá eptir '/3 sandsins vestur að Lómagnúp, en voðahlaup var og í Núpsvötnunum, (sem eru vestast á sand- inum), þó eigi fylgdi þar jökulhrönn. — Ógurlegast var hlaupið á fimmtudaginn og föstudagsnóttina, þá er eldgosið byrj- aði og var mest. Vatnið spýttist upp um sprungurnar, er komu í jökulinn í háum súlum, en jörðin og öll hús í Skaptafelli og Svínafelli i Öræfum léku á reiðiskjálfi, og það svo, að rúður brotnuðu í glugga á Skaptafelli, en dynkirnir og smellirnir heyrðust alla leið austur í Hornafjörð, því vestanátt var. Um kveldið og nóttina lýsti svo af eldinum, sem steig hátt í lopt upp og leiptraði út úr reykjarmekkinum, að birtu sló á jörð og vötn alla leið út í Alptaver, og það kl. að ganga n um kveldið. Reykjarmökkinn lagði fram yfir Öræfin, huldust toppar fjallanna fyrir ofan Sandfell og Hof svörtum reykjarbólstrum, en blossar og eldingar leiptruðu út úr þeim fram yfirbæina, jafnframt skalfjörð- in, er jökullinn var að springa og voru smellirnir meiri en nokkurt fallbyssuskot. Varð það sambland allt svo ógurlegt, að allt fólkið í Sandfelli (séra Ólafur var sjálf- ur með tveim börnum sínum nýfarinn vestur) flýði austur að Fagurhólsmýri. Til allrar hamingju fylgdi þá eigi öskufall að , mun mekki þessum, og eldgosinu vægði næsta dag, enda fór þá hlaupið að réna. — Einar bóndi Bjaroason í Skaptafelli, sem er orðinn gamalj maður, segir þetta hlaup með þeim allra stærstu, sem komið hafi í sinni tfð, en hann er þar borinn og barnfæddur og hefur dvalið þar allan sinn aldur. Til að sýna vatnsmegnið og afl hlaups- ins skal þess getið, að á laugardaginn fyr- ir hvítasunnu var verið að skipa upp úr timburskipi í Vík í Mýrdal í logni og dauð- um sjó. Allt í einu umhverfðist sjórinn, varð kolmórauður og með svo sterkum vesturstraum, að uppskipunarskipið varð í snatri að losa allar festar frá skipinu. 16 — 18 menn reru því tómu fyrir timbur- fleka, sem búið var að mynda að nokkru leyti, er ólgan kom f sjóinn, en samt hrakti þá svo af straumnum, að þeir voru nærri komnir öpp 1 urðina hjá Reynisfjalli, en þá slitnaði til allrar hamingju flekinn apt- an úr skipinu, sem þeir ei höfðu viljað sleppa, björguðust þeir svo á tómu skip- inu nauðuglega 1 land upp í svokallaðan „bás“ undir Reynisfjalli, en þá orðið ó- lendandi við sandinn vegna brimólgu. Timburfiekinn hefur ekki séstsíðan. Svona var kraDturinn f hlaupinu mikill, og er þó afarlangur vegur til Víkur austan af Skeið- arársandsfjörum. Meiri og minni reykjarmökkur hefur staðið upp úr eldvarpinu síðan. En í gærmorgun (10. júní) gaus upp ákaflega stórum reykjarmekki biksvörtum, sem óð- fluga breiddist yfir mikinn hluta loptsins, en minnkaði þó aptur eptir nokkurn tíma, þó óx hann aptur síðar um daginn mjög mikið, ekki rigndi ösku úr honum hér á Síðunni, enda stóð norðvestan andvari nokkuð á móti honum. En í Fljótshverfi, einkum á Núpsstað, rigndi talsverðum sandi, og mjög hætt við, að meira hafi kveðið að því í Öræfunum, því þar lagði mökkinn kolsvartan yfir. Nú í dag hefur mikið minna borið á honum, enda loptið verið fullt af öskumistri. Hvað úr þessu gosi kann að verða veit maður ekki, en von- andi er, að það geri engan verolegan ó- skunda. Prestsbakka á Síðu 11. júní 1903. Magnús Bjarnarson. Bókmenntafélagsfundur var haldinn hér í bænum í fyrra dag. Forseti (Eiríkur Briem) skýrði frá efnahag félags- ins og gerðum þess. Rætt var um, að gera þyrfti einhverjar ráðstafanir til að efla fé- lagið, og komu þar fram ýmsaruppástung- ur. Urðu lengstar umræður um tímarit félagsins og vildu margir láta geta það út í heptum, en ekki 1 einu lagi. Varð það loks ofan á, að kjósa 3 manna nefnd til að íhuga þetta málefni allt saman í sam- vinnu við stjórn félagsins, og voru kosnir f þá nefnd Guðm. Björnsson læknir, Guðm. Finnbogason og Þorsteinn Erlingsson ept- ir hlutkesti millum hans og Jóns Ólafsson- ar. Þá var og allmikið rætt um hina út- lendu bókaskrá, er fylgir Skírni, og töldu flestir hana óþarfa. Var samþykkt svolát- andi tillaga (frá Hannesi Þorsteinss. ritstj.): „Fundurinn skorar á stjórnina, að gera sem fyrst ráðstafanir til, að hinni útlendu bókaskrá með Skírni verði breytt á þann hátt, að í stað hennar komi stuttir ritdóm- ar um merkustu útlendar bækur í helztu fræðigreinum". Stjórn félagsins og vara- stjórn þess var endurkosin, einnig annar endurskoðunarmaðurinn (Sighvatur Bjarna- son), en í stað hins (Björns Jónssonar rit- stjóra, er fékk 6 atkv.) var valinn Hannes Þorsteinsson ritstj. með 8 atkv. í Tíma- ritsnefnd voru kosnir: Helgi Pétursson, Jón Ólafsson, Guðm. Björnsson og Guðm. Finnbogason. Þingmálafundir. Þriðjud. 16. júní var þingmálafundur sett- ur og haldinn að Stórólfshvoli. Til fundar hafði verið boðað ákjörfundi. Fundarstjóri var kosinn oddviti Magnús Guðmundsson á Kotvelli og skrifari Nikulás Þórðarson á Kirkjulæk. Þau mál, sem á dagskrá komu, voru þessi: 1. Stjórnarskrármálið: Séra Egg- ert Pálsson á Breiðabólsstað tók þar fyrst- ur til máls, þvf næst oddviti Eyjólfur Guð- mundsson í Hvammi og séra Ófeigur Vig- fússon. Eptir ítarlegar umræður um málið, var þannig löguð tillaga borin upp til at- kvæða frá Eyjólfi í Hvammi: „Fundurinn skorar á þingmennina, að gera sitt ítrasta til, að nefnd verði sett í stjórn- arskrármálið, sem rannsaki það. Og kæmi það f ljós, að landsréttindi íslands séu veikt eða skert með orðunum: „í ríkisráði" í frumvarpi síðasta þings, að fella þau þá burt“, var felld með öllum atkvæðum gegn 4. Önnur tillaga var borin upp af þingmanni séra Eggert Pálssyni svohljóðandi: „Fund- urinn óskar samþykkis á stjórnarskrárfrum- varpi síðasta þings, en álftur þó sjálfsagt, að nefnd verði sett í málið, er rannsaki ná- kvæmlega, hvort hinum sérstöku landsrétt- indum íslands geti stafað nokkur hætta af orðunum : „í ríkisráðinu". Og var sú tillaga samþykkt. Fyrri hluti þessarar tillögu samþykktur á þingmálafundi á Seljalandi 22. júní, en allur síðari hlutinn frá orðunum „en álítur þó sjálfsagt" o. s. frv. felldur burtu. 2. Bankamálið: Þannig orðuð tillaga var borin upp til atkvæða í því máli frá þingm. séra Eggert: „Fundurinn skorar á þingið, að vaka yfir réttindum íandsbankans, að þau verði eigi skert frekar en orðið sé, né bankinn lagður niður". Samþykkt með öllum atkvæðum. 3. Landbúnaðarmálið: f J>ví var borin upp þannig löguð tillaga frá oddvita Magnúsi Guðmundssyni á Kotvelli: „Fund- urinn skorar á þingmenn sýslunnar að styðja öll þau mál, er koma fram á næsta þingi, sem stutt geta að framför landbúnaðarins, svo sem sérstaklega styðja að því, að leigu- liðum verði gert hægra fyrir, en nú á sér stað, að fá keyptar ábýlisjarðir sínar. í öðru lagi styðja að þvf, að aukinn verði veru- legar styrkur úr landsjóði til búnaðarfélag- anna. í þriðja lagi, að lagður verði tollur á innflutt smjörlíki með öðru fleiru". 4. Menntamál: Tillaga í því máli var borin upp frá N. Þórðarsyni kennara þann- ig orðuð: „Fundurinn skorar á þingmenn sýslunnar, að beina alþýðumenntamálinu á næsta þingi í svo haganlegt horf, sem fram- ast má verða, sérstaklega styðja að því, að settur verði skóli á stofn fyrir alþýðukenn- araefni, er veiti þeim næga undirbúnings- kennslu. Einnig styðja að því, að kjör al- þýðukennara verði bætt að nokkrum mun. Og í þriðja lagi styðja að því, að sett verði á stofn yfirstjórn alþýðukennslumálanna á íslandi, er eigi hafi annað starf á hendi því samhliða". 5. Hvalveiðamálið: í því máli kom fram tillaga frá Vigfúsi Einarssyni á Bjólu svolátandi: „Fundurinn skorar á þingmenn sýslunnar, að styðja algerða friðun hvala". 6. Bindindismálið: í því máli kom fram þannig orðuð tillaga frá N. Þórðarsyni: „Fundurinn skorar á þingmenn sýslunnar, að styðja að því, að vínfangatollurinn verði hækkaður að miklum mun á næsta ’þingi, ef það sér ekki fært, að gera algert inn- flutningsbann að lögum". Önnur tillaga kom fram í því máli frá sérá Ófeigi Vigfússyni svohljóðandi: „Fundurinn skorar á þing- menn sýslunnar, að gera sitt ftrasta til, að efla og útbreiða áfengisbindindi hér á landi, á hvern þann hátt, er meiri hluti þingsins álítur beztan og tiltækilegastan". Sú síðari var samþykkt með meiri hluta atkvæða. 7. Prestlaunamálið: Fundurinn álít- ur, að laun presta séu yfirleitt alltof lág, og til þess að bæta úr því, telur hann þá leið hentasta, að stækka starfssvið prestanna, svo að laun þeirra þar af leiðandi vaxi, og skor- ar á þingmennina, að fylgja þeirri stefnu. En að setja presta á föst laun úr Iandsjóði, virðist fundinum með öllu ótiltælcilegt. Sam- þykkt með öllum atkvæðum. 8. Kosningamálið: Fundurinn lét uppi einlæga ósk sfna, að leynilegra þing- kosningafrumvarpið yrði samþykkt á næsta þingi. Og að þingkosningadagurinn verði ákveðinn að vorlagi. 9. Eptirlaunamálið: Fundurinn skor- ar á þingmenn sýslunnar, að fylgja fram lækkun á eptirlaunum embættismanna, svo mikilli, sem frelcast virðist tiltækilegt. 10. Fundurinn skorar á þingmenn sýsl- unnar, að styðja það af fremsta megni, að gefið verði algert eptir lán það, er sýslan tók til að teppa í Valalækina. [Á fundinum á Seljalandi samþ. að skora á þingmennina að framfylgja þessum málum: 1. Eptirgjöf 6000 kr. lánsins til Valalækj- aríhleðslunnar. 2. Aflétting brúargæzlukostnaðarins af sýslusjóði. 3. Flutning á launum yfirsetukvenna af sýslusjóði á landsjóð]. 11. Fundurinn skorar á þingmenn sýsl- unnar, að gera sitt til, að lög 3. apríl 1900 um greiðslu dagsv., offurs o. s. frv. verði numin úr gildi og önnur sett í staðinn, sem séu Ijósari og ótvíræðari. Fleiri mál komu ekki til umræðu og var því fundi slitið. Magnús Gudmundss. Nikulás Þórdats. Ár 1903 13. júní var haldinn þingmála- fundur á Selnesi í Breiðdalshreppi. Fund- arstjóri var kosinn Ari Brynjólfsson og skrif- ari Þ. Þ. Mýrmann. 1. Stjórnarskrármálið: Fundurinn skorar á alþingi að samþykkja óbreytt stjórn- arskrárfrumvarp síðasta alþingis, en gefa alls ekki gaum að hinni viðsjárverðu kenn- ingu hinna svonefndu „Landvarnarmanna". 2. Leynilegar þ i n g k o s n i n g a r: Fundurinn óskar í einu hljóði, að samþykkt verði á næsta þingi lög um leynilegar kosn- ingjir til alþingis. 3. Hvalveiðamálið: Fundurinn ósk- ar eptif algerðu hvalveiðabanni kringum Is- land, og felur alþingi að skora á stjórnina, að hún geri sitt til, að samskonar bann verði að lögum hvað snertir Færeyjar og Græn- land. En sjái þingið sér ekki fært, að halda málinu áfram í þessu formi, þá að semja lög um gjald af hvölum, er ekki sé lægra en 100 kr. af hverjum hval; auk þess með skýru lagaákvæði að skylda hvalveiðamenn til að borga tekjuskatt. 4. Landbúnaðarmálið: Fundurinn álítur mál þetta svo umfangsftiikið og athuga- vert, að óhjákvæmilegt sé, að kjósa í páð milliþinganefnd, eii áiítur nauðsynlegt vegna landbúnaðarins, að ,sem flestir bændur f landínu séu sjálfseignarbændur. 5. Samgöngumálið: Fundurinn skor- ar á alþingi, að bæta samgö'ngur bæði á sjó og landi svo þær fullnægi sem bezt þörfum þjóðarinnar og-kröfum tímans. 6. Innlend brunabó tafé 1 ögT Fund- urinn er algerlega mótfallinn frumvarpi því, er samþykkt var á síðasta þingi um innlent brunabótafélag. - 7. Fundurinn er algerlega á móti ,frum- varpi um undanþágu frá botnvörpuveiðum frá 6. apríl 1898, sem flutt var á. síðasta þingi. 8. Fundurinn skorar á alþingi, að afnema gjafsóknir embættisiwanna og eptirlaun þeirra. 9. Fundurinn er á einu máli um það, að nauðsynlegt sé að tolla „margarine" og inn- flutt jarðepli. En þeim garðyrkjufélögum, sem kynnu að myndast yrði veittur styrkur af opinberu fé. 10. Fundurinn skorar á alþingi, að nema hundaskattinn úr lögum. 11. Fundurinn óskar eptir, að embættism. sé fækkað að mun, nema læknum, og því fé, sem við það sparast, sé varið til að efla atvinnuvegina. 12. Fundurinn skorar á alþingi, að semja lög, er gefi verkamönnum þeim, sem vinna við ýmsar stofnanir, kost á, að ná rétti sín- um, ef þeir bíða tjón á heilsu og limum fyrir ótilhlýðilega meðferð af yfirboðurum sínum. 13. Prestakosningalögin: Fundur- inn sltorar á alþingi, að breyta lögum þess- um þannig, að söfnuðirnir geti framvegis átt kost á, að velja um alla umsækjendur. Að öðru leyti er fundurinn eindregið með því, að fækka prestum að mun, og setja þá á föst laun, og verja því fé, sem við það sparast til menntamálanna. 14. Fundurinn er algerlega á móti inn- flutningsbanni á vínföngum og vínsölubanni, en vill hækka tollinn að mun.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.