Þjóðólfur - 10.07.1903, Síða 4
112
15. Fundurinn skorar á alþingi, að reisa
skorður við því, að ótollað áfengi sé selt á
skipum í landhelgi.
Fundi slitið.
Ari Brynjólfsson. Þ. Þ. Mýrmann.
Hinn 22. júnf síðastl. var haldinn þing-
málafundur að Hólmavík í Steingrímsfirði
að tilhlutun alþingismanns Guðjóns Guð-
laugssonar, var fundur sá allvel sóttur. —
Á fundinum voru allmörg þingmál tekin til
umræðu, og tilögur bornar undir atkvæði
kosningarbærra manna, er á fundinum voru
mættir, að því er sum þeirra snerti.
1. Stjórnarskrármálið. Svohljóð-
andi tillaga var borin undir atkvæði og sam-
þykkt í einu hljóði:
„Fundurinn skorar á alþingi, að samþykkja
óbreytt stjórnarskrárfrumvarp það, sem sam-
þykkt var á síðasta þingi".
2. Bankamálið. Tillaga samþykkt
með 15 atkv. gegn 1 :
„Fundurinn skorar á alþingi, að hlynna
sem mest að landsbankanum og tryggja sem
bezt tilveru hans, en synja hlutafélagsbank-
anum um frekari réttindi, en þegar er búið
að veita".
3. Samgöngumálið. Bornar upp
eptirfarandi tillögur og samþykktar í einu
hljóði:
a. „Fundurinn skorar á alþingi, að leggja
allt kapp á að ná sem haganlegustum samn-
ingum, að því er snertir samgöngur á sjó,
og að ganga ekki fram hjá tilboðum frá
öðrum félögum en hinu sameinaða danska
gufuskipafélagi, þótt þau séu ekki jafn-öflug.
Og sérstaklega skorar fundurinn á þing-
manninn, að reyna að koma því til leiðar,
að skip komi hingað inn í febrúarmánuði
ár hvert".
b. „Fundurinn skorar á alþingismanninn,
að fylgja því fram, að vegabætur verði gerð-
ar á póstleiðinn úr Hrútafjarðarbotni í Gils-
fjarðarbotn, og að leitast við að fá eptirgef-
ið lán það, er hvílirá sýslunni út af brúnni
á Laxá f Hrútafirði — þar sem sú brú er
nú á póstleið".
„Ennfremur óskar fundurinn, að sem
minnstu fé sé varið til akbrauta".
4. Fríkirkjumálið. Eptir nokkrar
umræður var eptirfarandi tillaga borin und-
ir atkvæði og samþykktmeð 15 atkv. gegn 1:
„Fundurinn skorar á alþingi, að greiða
sem bezt fyrir fríkirkjuhreyfingunni hér á
landi, annaðhvort með þvf að samþykkja
frumvarp það, er lá fyrir þinginu 1901 um
sjálfstæð kirkjufélög, eða annað frumvarp,
er gangi í sömu átt. — En sjái þingið sér
það ekki fært að sinni, þá að breyta svo
núgildandi lögum um utanþjóðkirkjumenn,
að þeir að minnsta kosti verði algerlega
lausir við að greiða nokkur gjöld til presta
og kirkna þjóðkirkjunnar, ef þeir eru í sér-
stokum söfnuði, sem hefur guðsþjónustuhús
og kjörinn prest, og geri mönnum á annan
hátt léttarafyrir að halda uppi fríkirkjusöfn-
uðum en nú er“.
5. A 1 þýðum e nn t am ál ið. Borin upp
tillaga og samþykkt f einu hljóði:
„Fundurinnn skorar á alþingi, að hlynna
sem bezt að alþýðumenntuninni og sérstak-
lega að styrkja unglinga og barnaskóla til
sveita, ekki síður en í sjóþorpum".
Ýms fleiri mál voru tekin til umræðu, en
ekki voru gerðar neinar ályktanir í þeim
af fundinum.
Hólmavík 22. júní 1903.
Jón Brandsson. Guðm. G. Bdrðarson.
fundarstj. ritari.
Á fundum, sem haldnir voru á Óspaks-
eyri 26. júní og á Bæ í Hrútafirði hinn 27.
voru samþykktar flestar hinar sömu tillögur
og á Hólmavíkurfundinum.
í kjðrl
um Útskála eru séra Einar Þórðarson í
Hotteigi, séra Kristinn Daníelsson á Sönd-
um og séra Ólafur Finnsson í Kálfholti.
,,Bothnia“
kom frá Vestfjörðum í morgun. Með
henni komu: Halldór Bjarnason sýslumað-
ur frá Patreksfirði ogjón Laxdal verzlun-
arstj. frá Isafirði. Með skipinu kom og
Ásgeir Sigurðsson kaupm., er brugðið
hafði sér snögga ferð til Isfjarðar.
Mannalát.
Nýdánar eru merkiskónurnar Agnes Þor-
steinsdóttir í Bjarnanesi, ekkja séra Bene-
dikts Eggertssonar Guðmundsen í Vatns-
firði (f 1871) en móðir séra Þorsteins í
Bjarnanesi og Eggerts í Laugardælum, og
Guðrún Halldórsdóttir (prófasts á Melstað
Ámundasonar), ekkja Egils Jónssonar bók-
bindara í Rvík (f 1877), tengdamóðir Hall-
dórs Bjarnasonar sýslumanns og Jóns Lax-
dals verzlunarstj. á ísafirði. Hún andað-
ist á Patreksfirði hjá dóttur sinni, og var
lik hennar flutt hingað suður til greptrun-
ar nú með „Bothniu", og fer jarðarförin
fram á morgun (laugard. 11. júlí) kl. 1.
Yeðuráttufar í Rvíkíjúní 1908.
Meðalhiti á hádegi. + 9-4 C.
n „ nóttu . + 5-4 n
Mestur hiti„ hádegi. + 15 „ (27.).
Minnstur — ' n n • “P 7 (19Á
Mestur — „ nóttu . + 9 „ (29Á
Minnstur— n n • 2 „ (10.).
Framan af mánuðinum var optast út-
synningur með kalsa og snjóaði niður alla
Esju h. 9. Síðan batnaði veðrið og kom
mesta veðurhægð með talsverðri úrkomu
við og við. Síðustu dagana um það logn
og fagurt veður.
J/7—'03 J- Jónassen.
Islenzk frimerki
kaupir háu verði
Ólafur Sveinsson.
Austurstræti 5.
Áskorun
til bindindisviua frá drykkjumannakonum.
Munið eptir því, að W. Ó. Breiö-
fjörö hætti áfengissölunni einungis
fyrir bindindismálið, og kaupið
því hjá honum það, sem þið fáið þareins
gott og ódýrt og annarstaðar, sem flest
mun vera nú af hans fallegu, miklu og
margbreyttu vörubirgðum.
Tilboð frá Frfhöfninni
í Kaupmannahöfn.
Cognac 73/4°— 8° — fín tegund — býðst
fyrir 96 kr. hálf „pípa“ að meðtöldu ílátinu.
Sýnishorn ókeypis.
Chr. Funder.
Eg undirritaður hef síðastliðin 2 ár
þjáðst af mjög mikilli taugaveikl-
u n, og þótt eg hafi leitað ýmsra lækna,
hef eg ekki getað fengið heilsubót.
Síðastliðinn vetur fór eg því að neyta
Kína-1 ífs-e 1 ixírs frá hr. Walde-
mar Petersení Frederikshöfn, og
er það sönn ánægja fyrir mig að votta,
að eg eptir brúkun þessa ágæta bitt-
ers, finn á mér mikinn bata, og von-
ast eptir að verða albata með stöð-
ugri notkun Kína-lífs-elixírsins.
Feðgum (Staðarholti) 25. apríl 1902.
Magnús Jónsson.
KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæst hjá flestum
kaupmönnum á fslandi, án nokkurrar toll-
hækkunar, svo að verðiðeröldungis sama
sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn
ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir
V.P.
að líta vel eptir því, að -þ-1 standi á flösk-
unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá-
setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínveiji
með glas í hendi, og firmanafnið Walde-
mar Petersen.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Prentsmiðja Þjóðólfs.
Tilboð frá Frihöfninni
i Kaupmannahöfn.
býðst fyrir 40 krónur
rUI LYlll hálf „pípa" að með-
töldu ílátinu. Sýnishorn ókeypis.
Chr. Funder.
NÝKOMNIR
Hattar og Húfur og mikið af
allskonar HÁLSLÍNI og mörgu fleira.
Einnig margskonar til fata.
________▲________
44 Hvergi ódýrara. ►►
12 BANKASTRÆTI 12.
Guðm. Sigurðsson
klæðskeri.
Umboðsmaður óskast,
Prjónlesverksmiðja í Kaupmannahöfn
óskar eptir umboðsmanni fyrir ísland
til þess að selja ullarboli, nærbuxur og
karlmanns- og kvennmannssokka. Um-
boðsmaðurinn verður að skýra verk-
smiðjunni frá, með hvaða skilyrðum
hann vill takast umboðsmennskuna á
hendur, og verða honum þá send sýnis-
horn. Sá, sem getur veitt tryggingu,
verður látinn sitja í fyrirrúmi. Menn
snúi sér til:
Trikotagefabrikken Valby
Valby
Kj öbenhavn.
Tilboð
frá Fríhöfninni í Kaupmannahöfn.
Sjúkravín, áreiðanlega hrein drúfu-
vin, 1 kr. flaskan, kirsuberjavin 70
aura, sólberjaromm 70 aura, hindberja-
og jarðarberjalíkj'ór 85 aura, Cacao
líkjór 125 aura, sœnskt banco 75 aura,
Roborrans bitter 60 aura, Angostura
bitter 85 aura flaskan. — Flöskur og
aðrar umbúðir fást ókeypis efkeyptar
eru 24 flöskur Sendist kaupanda að
kostnaðarlausu með tollálagi 25 au. fl.
og af bitter 75 au. fl.
Chr. Funder.
Til leigu frá 1. október næstkomandi
4 herbergja íbúð. Ritstj. vísar á.
Peningabudda með enskum pen-
ingum í hefur fundizt hér á götunum. Rétt-
ur eigandi getur vitjað hennar á skrifstofu
Þjóðólfs gegn fundarlaunum.
Auglýsing.
Þau dagblöð, sem eg er skuldlaus við og
hef sagt mig úr, borga eg ekki, þómérséu
send þau framvegis.
Tungu í Fljótsblíð 21. júlf 1903.
Guðjón Jónsson.
í Ingólfsstræti 9 fæst til kaups í septbr.
kýr af góðu kyni með þriðja kálfi ; kýrin
á að bera í 3. viku vetrar.
KLOFIÐ GrRJÓT fæst til kaups
á Steinstaðabletti við Smiðjustíg. —
Menn snúi sér til kaupm.
Sturlu Jónssonar.
Bærinn Lækjarbakk'i í
Reykjavík fæst nú þegar til leigu.
Semja má við
kaupm. Sturlu Jónsson.
Tilboð frá Fríhöfninni í
Kaupmannahöfn.
Fínt * * * cognac 8° SS aura, St.
Croix romm 8° 60 aura, whisky 8°
80 aura pottinn í 40 potta kvartilum.
Kvartil, vörumiðar, tappar og hylki
ókeypis. Sendist kostnaðarlaust, toll-
að á allar gufuskipahafnir á íslandi
með 75 álagi á pottinn. Borgunin af-
hendist þeim, sem vöruna flytur til
Reykjavíkur. Sýnishorn ókeypis.
Chr. Funder.
Proclama.
Með því að Árni bóndi Einarsson
á Hróaldsstöðum í Vopnafjarðarhreppi
hér í sýslu hefur framselt bú sitt til
gjaldþrotaskipta, er hér með samkvæmt
lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi
4. janúar 1861 skorað á alla þá, er
til skuldar telja hjá honum, að lýsa
kröfum sínum og færa sönnur á þær
fyrir skiptaráðandanum hér í sýslu
áður en liðnir eru 6 mánuðir frá birt-
ingu þessarar innköllunar.
Skrifstofu Norður-Múlasýslu,
Seyðisfirði 15. júní 1903.
Jóh. Jöhannesson.
Proclama.
Með því að Magnús bóndi Eyjólfs-
son á Torfastöðum í Hlíðarhreppi hér
í sýslu hefur framselt bú sitt til gjald-
þrotaskipta, er hér með samkvæmt
lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi
4. janúar 1861 skorað á aila þá, er
til skuldar telja hjá honum, að lýsa
kröfum sínum og færa sönnur á þær
fyrir skiptaráðandanum hér í sýslu
áður en liðnir eru 6 mánuðir frá birt-
ingu þessarar innköllunar.
Skrifstofu Norður-Múlasýslu,
Seyðisfirði 15. júní 1903.
Jóh. Jóhannesson.
Proclama.
Með því að Jón hreppstjóri Jónsson
frá Sleðbrjót, nú til heimilis áVopna-
firði, hefur framselt bú sitt til gjald-
þrotaskipta, er hér með samkvæmt
lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi
4. janúar 1861 skorað á alla þá, er
til skuldar telja hjá honum, að lýsa
kröfum sínum og færa sönnur á þær
fyrir skiptaráðandanum hér í sýslu áð-
ur en liðnir eru 6 mánuðir frá birtingu
þessarar innköllunar.
Skrifstofu Norður-Múlasýslu,
Seyðisfirði 15. júní 1903.
Jóh. Jóhannesson.
Proclama.
Með því að Skúli þurrabúðarmaður
Torfason á Vopnafirði hér í sýslu hef-
ur framselt bú sitt til gjaldþrotaskipta,
er hér með samkvæmt lögum 12. apríl
1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861
skorað á alla þá, er til skuldar telja
hjá honum, að lýsa kröfum sínum og
fæfa sönnur á þær fyrir skiptaráðand-
anum hér í sýslu áður en liðnir eru
6 mánuðir frá birtingu þessarar inn-
köllunar.
Skrifstofu Norður-Múlasýslu,
Seyðisfirði 15. júní 1903.
Jóh. Jöhannesson.
Her er Penge at tjenelíí
Erihver, som kan onske at faa sin
Livsstilling forbedret, blive gjort be-
kjendt med fortjenstfulde Ideer, komme
i Forbindelse med Firmaer, der giver
höi Provision og gode Betingelser til
Agenterne og i det hele taget altid
blive holdt bekjendt med hvad der
kan tjenes store Penge paa, bor sende
sin Adresse og 10 0re i Frimærker til
Skandlnavisk Korrespondanceklub,
Kjobenhavn K.
Lauritz Iversen, Christiania. Telegr.
Adr. „Liversen", kaupir fyrir borgun út í
hönd og tekur til umboðssölu : Allskonar
þorskalýsi og hvallýsi, saltaðan lax, þorsk,
heilagfiski, kola, karfa, löngu, keilu og síld;
saltað kindaket; allskonar villidýraket; ís-
bjarnarhúðir, rostungstennur o. fl. o. fl.