Þjóðólfur - 24.07.1903, Page 2

Þjóðólfur - 24.07.1903, Page 2
118 meðferð sérmála vorra snertir. Ákvæðið segir eptir vorum skilningi, að ráðherra vor og enginn annar skuli beraupp lög vor og mikilvægar stjórnarráðstafanir f rlkisráðinu, og að hann skuli bera þau þar upp fyrir konungi vorum og engum öðrum. Hinir ráðgjafarnir geta engin afskipti haft af málum vorum þar, nema því að eins, að konungur leiti ráða þeirra um þau, — en það getum vér vitanlega eigi meinað honum að gera, hvorki utan ríkisráðs né innan — eða þeir álíti, að eining rikisins sé stofnað í hættu eða jafnrétti ríkisborgaranna skert, ef til- lögur ráðherra vors fái framgang. Það er oss að minnsta kosti Ijóst, að það er á engan hátt hættara við því, að mót- staða sé hafin gegn tillögum ráðherra vors í ríkisráðinu en utan þess. En hvernig sem á þetta er litið — og má vera að ýmislega verði á það litið — þá er hitt þó víst, að engin framkvæmd f sérmálum íslands verður ályktuð í ríkisráði af kon- ungi, nema með samþykki og að fenginni meðundirskript ráðherra vors, hversu svo sem hinir ráðgjafarnír kynnu að styðja ályktunina. Hinu verður eigi neitað, að það kunni að geta komið fyrir, að kon- ungur synji um samþykki sitt til ráðstöf- unar, er ráðherra vor vill fá framgengt, og að þetta kunni að stafa af tillögum hinna ráðherranna í rfkisráðinu. En við þetta er það að athuga, að konungur hefur, hvernig sem á er litið, stjórnlaga- legan rétt til að neita a ð samþykkja ráð- stafanir eða gera ályktanir, sem ráðgjafar hans bera fram fyrir hann, og að engin tök eru til þess, að vér getum ráðið við áhrif þau, sem í þessu efni kunna að ná til konungsins og verka á vilja hans. Af- leiðingin hlýtur þá að verða sú ein, að ráðherra vor leggur niður embætti sitt, ef tillögur hans eru ekki teknar tii greina, en í þvl liggur einmitt veruleg trygging fyrir því, að mjög sjaldan muni koma til þess, að konungur neiti að taka tillögur hans til greina. Þegar það er haft hugfast, a ð ráðherra vor verður skipaður samkvæmt stjórnar- skrá Islands, en ekki eptir grundvallar- lögum Danmerkur, að hann verður skip- aður til þess eingöngu að veita forstöðu sérmálum vorum, sem liggja fyrir utan valdsvið grundvallarlaganna, og a ð um embættisábyrgð hans eru settar reglur í frumv. (2. gr. og 13. gr.), sem á að verða stjórnlög Islands, þá getur það eigi komið til nokkurra mála, að hann beri ábyrgð gerða sinna í sérmálum vorum fyrir ríkisþinginu danska og ríkisrétti, sem eigi hafa neitt vaid yfir þessum málum. Með framanrituðum athugasemdum höf- uni vér viljað rökstyðja það, að vér ekki álítum rlkisráðs-ákvæðið í 1. gr. stjórnar- skrárbreytingarfrumvarpsins að neinu leyti háskalegt fyrir oss. Vér leyfum oss því að leggja það til, að hv. deild samþykki frv. óbreytt. í gapastokkinn hefur nú Landvarnarsendiherrann sett stjórn Framsóknarflokksins svonefnda, eins og svo greinilega er tekið fram annarstaðar hér í blaðinu. Björn ísafoldar, sem að minnsta kosti sjálfur telur sig helzta mann- inn í stjórninni gerði meðstjórnendum sínum þann bjarnargreiða(l), að setja svo- látandi yfirlýsing í ísafold 20. f. m. á 1. bls. með stóru letri: Hér með er lýst því yfir í Framsóknar- flokksstjórnarinnar nafni og fyrir hennar hönd, a ð hr. yfirdómari Jón Jensson fór ferð sfna til Kaupmannahafnar með póstskipinu 16. þ. m. að þeirri flokksstjórn alveg forn- spurðri, og að hann fór þá ferð án 1 eyris fjárframlags eða fjárframlagafyrirheitis frá hennar hálfu. Þarna þóttist B. hafa laglega þvegið af flokksstjórninni alla grunsemd um hlut- deild í för Jóns Jenssonar, en 1 Þjóðólfi hafði verið bent á, að hún mundi stjórn- inni ekki alveg óviðkomandi. Menn vissu reyndar eins og 2 og 2 eru 4, að ísa- foldarritstj. sagði ósatt í þessari yfirlýs- ingu sinni, en kipptu sér lítið uppviðþað af gömlum vana. En sízt áttu mennþess von, að sendiherrann sjálfur mundi verða til þess að setja flokksstjórnina í gapa- stokkinn, en það hefur hann gert í »Ing- ólfi« 19. þ. m., þar sem hann segir hreint og beint, að þessi margnefnda stjórn hafi fengið honum til þess að greiða för hans m e ð rn æ 1 i sín til ráðgjafans, að hann tæki vel erindi hans og léti uppiskýr- ingar á málinu, og »þótti mér« segir hann »mjög mikið varið í þessi meðmæli, því að fyrir þau hafði eg að baki mér annan þingflokkinn og gat þá talið víst, að ráðgjafinn yrði að sinna erindi mínu og gæti ekki vísað mér á bug«. Það varð heldur en ekki ókyrð í her- búðunum, þá er þetta kom eins og skrugga úr heiðríkju yfir flokkinn frá sjálfum sendi- manni hinna sameinuðu. Það var hvorki raeira né minna en fullkomin viðurkenn- ing frá bezta heimildarstað um það, að Þjóðólfur hafði haft rétt að mæla um »svikamilluna«, en að uppgerðarmótspyrna ísafoldar gegn Landvarnarstefnunni var ekkert annað en tál eitt og ósanninda- vefur frá upphafi til enda. Björn ísafold- ar var svo heppinn, að vera kominn af landi burt, þegar vinur hans Jón yfirdóm- ari gerði honum og flokksstjórninni þessa glennu í »Ingólfi«. Til að reyna að af- saka Björn og sjálfa sig hafa nú 3 með- stjórnendur hans ritað svonefnda »Ieið- réttingu« í Isafold 22. þ. m., og vilja þar réttlæta sig með orðakrókum, að Jón hafi »ekkert u m b o ð fengið af flokksstjórn- arinnar hálfu til þess að bera upp spurn- ingar eða leita skýringa hjá ráðgjafanum«, en Jón segir hreint og beint, að hann hafi fengið meðmæli flokksstjórnarinn- ar til þess að ráðgjafinn »léti uppi skýr- ingar« í málinu. Hér liggja því fyrir tvær alveg gagnstæðar yfirlýsingar, því að hvort skjalið, sem Jón fékk, er kallað »umboð« eða »meðmæli« skiptir í sjálfu sér engu. Það er efni skjalsins sjálfs og aðferð flokksstjórnarinnar, sem er mergurinn máls- ins. Það hefur auðvitað verið af gremju yfir erindisleysu sinni, sem Jón hefur gert vin- um sínum þennan grikk, að setja þetta þakkarávarp f »lngólf«. En það hefði ver- ið gustuk að hlífa þeim við því. Það sem Jón hefur haft upp úr förinni er: að vera »hundsaður« af ráðgjafanum, ekki virtur svars af neinum ytra, nema — H. Matzen(!) (sbr. »Ingólf«), og verða svo þar á ofan fyrir hrakningum út af því, að ljóstra upp launráðum flokksstjórnarinnar. Það getur maður kallað »þunnar trakteringar* eptir allt sendifararvastrið. Sá átti erindi 1 Lónið. £n hvað segir »Framsóknarflokkurinn«? Virðingar sinnar vegna getur hannnaum- ast látið þetta atferli flokksstjórnar sinn- ar óátalið, því að svo margir góðir drengir eru þeim megin, þrátt fyrir allt, að þeim mun ekki hafa komið til hugar að brigða loforð sínj frá síðasta þingi, um alúðar- fylgi við frumvarpið. Má þar til nefna séra Magnús Andrésson o. fl., sem ekki verða grunaðir um neitt launmakk eða tvöfeldni í þessu máli. En þetta atferli flokksstjórnarinnar varpar í almenningsá- litinu skugga á þingflokkinn í heild sinni, eflaust ómaklega, að því er marga snert- ir. Það mun því að vorri hyggju alls ekki réttj að bendla allan þingflokkinn við þetta hátterni flokksstjórnarinnar, eða saka hann í heild sinni um nokkra hlutdeild í þessu sendifararflani Jóns Jenssonar, enda er enginn vafi á, að stjórnin hefur í þessu efni gengið miklu lengra, en nokkur flokksstjórn hefur leyfi til að ganga, án samþykkis samflokksmanna sinna, þegar um jafnalvarlegt mál sem þetta var að ræða. Það er því hún ein, sem verður að bera ábyrgðina á þessu gagnvart flokk sínum, og gera einhverja viðunanlega bragarbót, er almenniugur geti látið sér lynda. Fyrirkomulag nýju stjórnarinnar. Nefndin, sem kosin var í neðri deild til að athuga stjórnarfrv., um skipun æztu umboðsstjórnar íslands hefur nú látið uppi álit sitt, og birtum vér það hér í heild sinni, Frv. sjálft var áð- ur prentað hér í blaðinu 3. þ. m. Nefnd- inni farast þannig orð í áliti sínu: „Vér álítum, að óþarft sé að ætla ráð- herranum hærri laun en landshöfðingi hef- ur haft, og leggjum því til, að launin séu færð niður í 8000 krónur, auk embættisbú- staðar og 2000 kr. risnufjár. Að vísu verð- ur ráðherrann þá að því leyti lakar settur en landshöfðingi, að landshöfðingi hefur haft að meðaltali 3000 kr. í risnufé á ári og leigulaus afnot Amarhólstúnsins, sem nú er ætlast til að verði selt til þess að koma upp ráðherrabústaðnum. En hins vegar gengur nefndin út frá þvl, að tals- verður aukakostnaður verði við ferðir ráð- herrans til Kaupmannahafnar, dvöl og risnu þar, sem búizt er við, að verði borg- að eptir reikningi af landssjóði, og að því, er snertir risnufé á þingsumrum, álítur nefndin viðfeldnara, að þingmenn geti komið saman í samkvæmi undir forstöðu forsetanna, heldur en sem gestir ráðherr- ans. Þykir nefndinni vel á því fara, að þessu verði fyrirkomið á samskonar hátt, og nú tíðkast á ríkisþinginu í Danmörku, og ætlast því ekki til, að ráðherrann haldi svonefndar alþingisveizlur eptirleiðis. Nefndin fellst á það, að rétt sé að leggja ráðherranum til embættisbústað sem hluta af launum hans, og að byggja þurfi nýtt hús í því skyni. Vér erum þeirrar skoðunar, að lands- höfðingjahúsið sé mjög hentugt til að setja þar í stjórnarskrifstofurnar, og sjáum ekki annað vænna. Sérstaklega skal það tekið fram, að vér álítum ekki hentugt að setja stjórnarskrifstofurnar í neðra stafgólf al- þingishússins, jafnvel þótt auðið væri að færa Landsbókasafnið burt þaðan þegar í stað, enda er að vorri hyggju nóg annað við húsrúm það að gera. En jafnvel þótt vér þannig séum stjórninni samdóma um, að reisa þurfi hús til embættisbústaðar fyrir ráðherrann, teljum vér ekki nauð- synlegt að vinda að því bráðan bug. Það er hvort sem er óhjákvæmilegt, að ráð- herrann útvegi sér bústað og risnuherbergi sjálfur fyrst í stað, jafnvel þótt ákveðið væri að flýta byggingunni sem mest, og skiptir þá litlu, hvort það bráðabirgðará- stand er nokkru lengur eða skemur. Vér höfum kynnt oss teikning þá og á- ætlun um kostnað við byggingu ráðherra- bústaðar, sem landstjórnin hefur útvegað og afhent nefndinni. En það er hvort- tveggja, að áætlunin er að dómi bygging- arfróðra manna, sem nefndin hefur haft í ráðum með sér, ekki áreiðanleg, enda álít- um vér réttara, að slík bygging verði byggð úr steini eða steinsteypu, þegar hún verð- ur byggð, en ekki úr tré, eins og áætlun- in gerir ráð fyrir. Það vantar þannig áætlun, er til grundvallar gæti orðið lögð fyrir ákvæði um það, hve miklu fé megi verja til byggingarinnar og útbúnaðar risnu- herbergja, og ætlumst vér því til, að slíkt verði síðar ákveðið í sérstökum lögum, eptir að stjórnin hefur útvegað nýja, ná- kvæma áætlun um kostnaðinn. Uppbót þá, er ráðgjafanum ber fyrir embættisbústaðinn, þangað til hann fær hann til afnota, álítum vér nægilegt að setja 1600 kr. í stað 2000 kr., sem frumvarpið fer fram á. Að því er snertir eptirlaun ráðherrans, þykir oss of mikið, eptir launahæðinni, að konungur geti hækkað þau svo mjög, sem frumvarpið fer fram á. Hinsvegar viður- kennum vér, að eptirlaunin gætu orðið of lág tiltölulega, ef að eins ætti að miða við ero- bættisár, og leggjum því til, að konungtfr geti hækkað þau allt að 4000 kr., sem er miðað við helming launa. Laun landritarans kunnum vér eigi við að ákveða hærri en amtmannalaun eru eptir núgildandi lögum. Vér gerum ekki ráð fyrir, að hann, stöðu sinnar vegna, þurfi á risnufé að halda, nema þegar hann gegnir ráðherrastöðunni á eigin ábyrgð, og fellur þá til hans tiltölulegur hluti þess risnufjár, sem ráðherranum er ætlað. Vér leggjum því til, að laun hans verði færð niður í 5000 kr. Laun þriggja aðstoðar- manna álítum vér nægilega hátt sett 1500 kr. handa hverjum, að minnsta kosti fyrst um sinn, þó að ætlazt sé til, að notaður sé allur erfiðiskraptur þeirra, og leggjum því til, að aðstoðar- og skrifstofukostnað- ur færist niður í 14500 kr. á ári. Vér gerum ráð fyrir því, að störfum verði skipt þannig milli stjórnarskrifstofanna, að hin fyrsta hafi aðallega á hendi störf þau, sem lúta að dómsmálum og skólamálum og kirkjumál, hin önnur, atvinnumál og samgöngumál og póstmál, og hin þriðja endurskoðun og reikningsmál, en auðvitað verður það ráðherrans verk, að skipta störfum með þeim til fullnustu. Hin þriðja skrifstofa ætti og að hafa allt eptirlit með landshagsskýrslum og sjá um, að þær séu samdar. En með því að sú skrifstofa mun verða mjög önnum kafin, álítum vér ekki heimtandi, að allar landshagsskýrslur séu dregnar þar saman og búnar undir prent- un, og þessvegna teljum vér nauðsynlegt, að nokkurt fé yrði ætlað á fjárlögunum, eins og að undanförnu, til borgunar fyrir að semja skýrslurnar eða draga þær saman. Nefndin felst á það, að landsbankanum verði falið að gegna landfógetastörfunum, þegar það embætti losnar, og að til þess sé varið allt að 2,500 kr. En vér göngum út frá því, að fé landsjóðs verði haldið aðskildu frá starfsfé bankans, og að það verði geymt út af fyrir sig í sérstakri fé- hirzlu, er lokuð sé tveimur læsingum, sem ráðherrann og bankastjórinn geymir lykla að, sinn að hvorri. Vér getum í flestum atriðum aðhyllst tillögur landshöfðingjans um það, hvernig skipta skuli störfum amtmanna og stipts- yfirvalda milli stjórn&rráðsins og annara stjórnarvalda. Þó eru ýms mál, sem hann hefur ætlað stjórnarráðinu, er vér teljum að mætti fela sýslumönnum á hendur, og á- lítum vér réttara að fela þeim svo mikið, sem unnt er eptir hlutarins eðli, til þess að gera allar leiðir sem styztar og greið. astar, heldur en að draga of mikið áf störf- um saman á einn stað. Þannig ætlum vér að fela mætti sýslumönnum og bæjar- fógetum, auk þess, sem landshöfðingi hef- ur talið, að úrskurða áminning samkvæmt 179. gr. hinna almennu hegningarlaga og eptirlitið með fangelsunum, vald til að úrskurða upphæð sekta samkvæmt 300. gr. hegningarlaganna 25. júní 1869, þvingun- arsektir samkvæmt 15. gr. laga 14. sept. 1877, sektir samkv. 7., sbr. 16. gr. lagaum lausafjártíund 12. júlí 1878. rglgj. 6. desbr. 1884, 9. gr., 8., sbr. 9. gr. laga um friðun á laxi 19. febr. 1886 og 22.—26. gr. í lög- um um skrásetning skipa 13. desbr. 1895 o. fl. þvíuml. Enn fremur álítur nefndin, að réttast sé að fela sýslumönnum — ekki landlækni — skipun yfirsetukvenna, heim- ild til að gefa út — auk hjónavígslubréfs — leyfisbréf til skilnaðar að borði og sæng, leyfisbréf þau, sem um ræðir í tilskipun 21. desbr. 1831, 1. b. og d. og konungsúr- skurði 12. sept 1864 a. b. c. og d. Enn fremur virðist mega fela sýslumönnum auglýsing vogreka op. br. 2. apríl 1853 og störf amtmanna viðvíkjandi nýbýlum, sam-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.