Þjóðólfur - 14.08.1903, Síða 1
55, árg.
Reykjavík, föstudaginn 14. ágúst 1903.
M 33.
Hér með tilkynnist almenningi,
að öllum óviðkomandi mönnum er
stranglega bannað að skjóta fugla i
iandareign jarðanna Ártúns, Ár-
bæjar og Breiðholts.
Reykjavík 19. júlí 1903.
Jón Jakobsson.
Skýrsla um hag manna og landsgæði
í Snæfellsnessýslu.
Mörgum er kunnugt, að búnaðarástand-
ið 1 Snæfellsnessýslu er mjög bágborið, og
að jarðir leggjast þar í eyði, bæði lands-
jarðir og bændajarðir.
Oddviti sýslunefndarinnar 1 Snæfellsnes-
sýslu fékk því einhvern hinn langdugleg-
asta og reyndasta búfræðing landsins,
Hermann Jónasson bónda á Þingeyrum,
til þess að fara um Snæfellsnessýslu á
síðasta hausti að kynna sér landshagi
og búnaðaihætti í sýslunni. Hermann
ritaði síðar skýrslu til sýslunefndarinnar í
Snæfellsnessýslu um ferð sína og athug-
anir, og hefur oddviti sýslunefndarinnar
látið prenta hana.
Skýrsla þessi inniheldur mikinn fróðleik
um landskosti og hag manna í Snæfells-
nessýslu, einkum í sveitunum fyrir sunnan
Snæfellsnesfjallgarðinn, Staðarsveit og
Breiðuvíkurhrepp; er hún sannarlega þess
verð, að almenningur gefi gaum að henni,
Og má mikið á henni græða.
Menn skyldu ætla, að landsgæði væru
eigi mikil í Staðarsveit og Breiðuvíkur-
hrepp, þar sem jarðir eru ávallt að leggj-
ast þar í eyði, en þó eru landskostir þar
nógir og veðráttufar gott. Sveitir þessar
horfa við sólu og eru grasgefnar mjög;
á meðalmaður hægt með að slá tíu til
tuttugu hesta á dag á engjum, og er
slíkt sjaldgæft, enda í þeim sveitum sem
beztar þykja, svo sem vlða í Árnessýslu.
En beztu engjar þar vestra liggja ónotað-
ar og túnin þar víða í órækt. Fjárhagar
eru góðir í sveitum þessum og sauðfé
vænt. Veturgamlar kindur, sem ganga
undir fyrsta sumarið, skerast með 60 punda
falli. Svona kjarngóðar eru sveitir þess-
ar, og þó leggjast þær í eyði. Á síðustu
20 árum hafa 17 jarðir lagzt í eyði í
Staðarsveit einni.
Mótak er á hverjum bæ, svo hægt er
með eldivið. Silungsveiði er víða, útræði
þar vestra er eða var þjóðkunnugt, og
eggver er þar sumstaðar.
Jarðir 1 sýslunni eru lágt metnar og
leigumáli hinn bezti. Eignir sýslubúa eru
litlar og skuldir miklar, og ber það hvort-
tveggja vitni um ráðdeild þeirra og dug.
Höfundurinn minnist á ástæðurnar til
þess, að hagur manna er svo bágur þar
vestra. Utræði var áður fyrri meira »und-
ir Jökli« en annarsstaðar á landinu. 1703
var miklu meira fjölmenni að tiltölu í
Snæfellsnessýslu en nokkursstaðar annar-
staðar hér á landi. Menn stunduðu sjó-
inn og slæptust þess 1 milli, en lögðu
litla rækt við landbúnaðinn. Þá er harðn-
aði í ári á 18. öldinni, varð miklu meiri
vesaldómur og neyð á meðal manna í
Snæfellsnessýslu en annarsstaðar; margir
fóru á vergang og margir dóu af hungri
og vesaldóm, og hvergi fækkaði þá fólk-
inu svo mikið sem í Snæfellsnessýslu. Þá
er menn hættu að sækja sjóróðra »undir
Jökli», minnkuðu svo mjög öll viðskipti
Snæfellinga við menn i öðrum héruðum
landsins, að heita má, að þau hættu. Sveitir
þessar komust þá út úr sambandi við
önnur héruð. En hinsvegar var meira
los komið þar á almenning en annars-
staðar í sveitum, svo að menn höfðu hvorki
dug né manndáð til þess að stunda þar
sveitabúskap með þeirri iðni, sem þurfti
og menn gerðu í öðrum sveitum. Snæ-
fellsnessýsla rétti því aldrei við, og meira
ólag hefur þar verið á búskap, en víða
annarsstaðar. Auk þess hafa sýslubúar
átt optast nær við hið versta verzlunar-
ástand að búa, og á síðustu árum hafa
mannsmalar farið um sveitir þessar og
smalað þar vinnandi mönnum saman á
þilskipin; hafa smalar þessir fengið 10 kr.
fyrir hverja mannkind. Þannig hafa um 200
karlmenn farið úr sýslunni á þilskip, sem
eru eign utanhéraðsmanna, og er auðsætt,
hve þetta hefur hnekkt sveitabúskapnum
og velmegun manna þar í sýslunni.
Uppeldi barna er líka allt annað en
gott þar vestra við sjávarsíðuna, og minn-
ist höfundurinn rækilega á það. í stað
þess að venja börnin á starfsemi og kenna
þeim alla nauðsynlega vinnu venjast þau
á slæpingsskap og verða fákunnandi ;
kveður svo ramt að þessu, að höfundur-
inn getur þess, að æskulýðurinn, einkum
í Ólafsvík, kunni eigi almenna heyvinnu.
Til þess að ráða bót á þessu leggur höf.
til, að reynt sé að bæta uppeldi barna
með því, að sumarskóli sé haldinn í Ól-
afsvík handa börnum, og þeim sé kennd
þar vinna og vanin á starfsemi.
Höfundurinn bendir einnig á nokkur
önnur góð ráð til þess að koma upp
sveitum þessum: 1. Að hraðað verði sem
mest lagningu þjóðvegarins frá Hítará
vestur í Stykkishólm. 3. Að sýsluvegurinn
frá þjóðveginum vestur að Hellurn verði
bættur sem fyrst. 3. Að ungir menn sæki
búnaðarskólana úr þessum sveitum, og
kynni sér búnaðarhætti í öðrum héruðum.
4. Að duglegir menn úr öðrum héruðum
séu hvattir með hagfelldum ábúðarkjörum
til að flytja inn 1 sýsluna og búsetja sig
þar. 5. Að afgjald af sumum þjóðjörðum
gangi til jarðabóta. 6. Að á næstu sumr-
um vinni eigi færri en níu menn stöðugt
að jarðabótum í sýslunni, og að ábúend-
ur þeirra jarða, sem unnið er á, þurfi
fyrst 1 stað íítið eða ekkert annað að leggja
til, en að fæða mennina.
Þess skal getið, að tveir bændur hafa
flutt austan úr Mýrdal og vestur í Breiðu-
vík; þeim vegnar vel, og komu þó þang-
að fátækir; segja þeir betra að búa þar
en í Skaptafellssýslu og víða annarsstaðar.
, Það þarf nýtt blóð og nýjan anda inn í
sveitir þessar, nýja menn til þess að um-
skapa sveitarandann og vekja þar dug og
starfsemi meðal manna.
Duglegir menn, sem búskap ætla að
byrja, eiga að athuga það, að þar geta
þeir fengið góðar landsjóðsjarðir með beztu
kostum til ábúðar. Það eru bráðum lagð-
ir góðir vegir þangað vestur, og það verður
gott að búa í sveitum þessum, þáermann-
dáð vex þar í mönnum. Svo var það í
forhöld, þá er dáðríkir menn bjuggu þar.
B. Th. M.
Upp við fossa.
Saga eptir Þorgils gjallanda. Akureyri IQ02.
Yrkisefni höf. er í þetta skipti hvorki
hugðnæmt né fagurt. Það er ást í rneinum
og syndir foreldra, er koma í koll börn-
unum. Aptur á móti eru náttúrulýsingar
höf. og sumar mannlýsingar hans svo frá-
bærar, og ritsnillin víða hvar svo mikil og
frumleg, að vér teljum oss skylt að vekja
athygli þeirra manna á bókinni, sem unna
íslenzkri tungu og íslenzkum skáldskap.
Margt er það, er bendir á, að aðalkjarni
skáldsögunnar sé sannsögulegur í mörgum
greinum. Hjúskapur Brands og Gróu mun
til skamms tíma ekki hafa verið svo
óalmennur hér á landi. Þá munu og
margir þeir, sem komnir eru til vits og
ára, einhvern tíma á æfinni hafa rekið
sig á brot af séra Jósteini eða ef til vill
líka hans. Hann hefur á yngri árum verið
lítill stillingarmaður og hneigður til ásta
og víns, en á fullorðinsárunum gerist hann
siðavandur og vel metinn. Geirmundur,
launsonur prests með konu einni þar í
sókninni, sem hann hefur ekki haft þrek
til að meðganga, er lakasta lyndiseinkunn-
in í bókinni. Honum er margt vel gefið
og lesendurnir ætla lengi vel, að hann
muni rétta við eptir hina siðferðislegu skip-
reiða, sem eru honum að sumu leyti sjálf-
ráðir, sumpart ósjálfráðir. En svo lendir
hann á lltt eðlilegum margra dagra brenni-
vlnstúr í fjarlægum kaupstað, og dreymir
loks draum, sem knýr hann til þess að yfir-
gefa sollinn í kaupstaðnum. Því næst
rýkur hann út í svartnættið og hverfur
sjónum vorum eins og neistarnir undan
hófum Rauðs hans. Lýsingin á Þuríði
prestsdóttur, ástmey Geirmundar, sem reyn-
ist síðarmeir hálfbróðir hennar, er víðast
hvar mjög góð, og ber vott um, að höf.
hefur átt því láni að fagna um æfina að
kynnast sanngöfugum og góðum konum.
Frásögnin af ástalífi hennar og döfnun þess
er viðkvæm og nærfærnisleg. Þó virðist
oss, að ástarhót Geirmundar og Þuríðar
í þinghúsinu komi ekki vel heim við lynd-
iseinkunn hennar, en aptur á móti hefðu
þau hrósað sér prýðisvel á Geirmundi og
Gróu. Að vorum dómi tekst höf. einna
bezt þar sem hann lætur geðblæ og skaps-
höfn karla þeirra og kvenna, er sagan
greinir frá, fallast í faðm við íslenzka
náttúru og náttúrufyrirbrigði, svo að hvort-
tveggja rennur saman í eitt. Þar hefur
hann komizt lengst allra íslenzkra sögu-
skálda. Sem dæmi má nefna lýsinguna
á vornóttunni og ferðalagi Geirmundar og
Gróu (35.—36. bls). Það eru og mikil
tilþrif í lýsingunni á andvökunótt Gróu og
síðustu ástarfundum hennar og Geirmund-
ar. Lýsingin á því, hvernig fjallalæðan
leggur á flótta fyrir sunnanandvaranum
og morgunsárinu er svo forkunnar fögur,
að leitun mun á annari betri á íslenzkri
tungu.
Lestrarmerki í bókinni eru allvíða óeðli-
lega sett og prófarkalesturinn miður en
skyldi. Réttritunin er og sumstaðar óvið-
kunnanleg.
Það ber ekki vott um næman lista-
smekk bókaútgefenda vorra, að höf. hefur
sjálfur orðið að gerast kostnaðarmaður
bókarinnar, einkum þegar þess er gætt,
hver rit sumir þeirra gefa út.
Nú þegar útlit er fyrir, að alþingi ís-
lendinga ætli að fara að veita skáldum
vorum skáldalaun og framfærslueyri í stór-
um stíl, hefði höf. skáldsögu þessarar átt
einhverja viðurkenningu skilið af þingi og
þjóð ekki síður en flestir hinir, að séra
Matthíasi einum undanskildum. En höf.
kann auðsjáanlega ekki að bera sig eptir
björginni og mun yrkja af því að andinn
blæs honum því í brjóst, en ekki til þess
að komast á landsjóðinn.
Haukur.
Frá Höfn.
Aíheimsmál.
Hvað eptir annað hafa menn reynt að
búa til alheimsmál myndað með hljóð-
t á k n u m , en tilraunir þessar hafa mis-
heppnazt, og þótt sú stund einhverntíma
kæmi, að allir töluðu sama mál, myndi
ekki á löngu lfða, þar til fjarskyld lífs-
kjör og mismunandi menningarstig mundu
greina málið sundur í flokka.
Aptur á móti gæti það mál, er myndað
væri með táknum fyrir hugmynd-
ir, staðizt þessa raun, því fráupphafi ver-
aldar hefur maðurinn hugsað sér t. d. sól-
ina sem sól, þótt hann hafi nefnt hana
ýmsum nöfnum á ýmsum tungumálum.
Kínverska, sem er æfagamalt mál, er
byggð af hugmyndatáknum, en þeim svo
afarmörgum (c. 50 þúsund), að engar lík-
ur eru til, að hún geti nokkru sinni orð-
ið alheims-ritmál.
Það er fyrir grúsk í austurlandamálum
og þáeinkum kínversku, að Islending-
urinn Páll Þorkelsson hefur nú
um nokkur ár gert tilraunir til þess að
semja þess háttar alheimsmál, eða »ideo-
g r a f i « .
Fyrir nokkru voru hér 1 blöðunum tals-
verðar umræður — í Danmörku — um
þessa »ideografi«, en síðan hefur Páll
endurbætt hana að miklum mun, gert hana
auðlærðari og að öllu óbrotnari.
Með því að hann nú sækir um styrk
til þingsins til þess að koma máli sínu
á framfæri, og hér er ef til vill að ræða
um mjög »interessant« efni, virðist sjálf-
sagt, að lesendum Þjóðólfs gefist kostur á
að kynna sér mann og málefnið nánar.
Aðaltáknið er hringurinn og byggist
allt málið á honum. Frumtáknin eru
fimm: hringúrinn, hálfhringur, tveir hálf-
hringar (co), lína og depill. Alls eru tákn-
in 65 að tölu.
Við höfuðtáknin eru svo sett merki, er
sýna hvort um naínorð, sögn og hvaða
tíð sagnar er að ræða. Hringurinn t. d.
þýðir byrjun eða upphaf (hið »alnæma«).
Skipti menn nú hringnum í fjóra jafna
höfuðparta, koma fram 4 hlutar hrings,
er hver um sig táknar eitt af höfuðtilveru-
skilyrðum: hafa, vera, byrja og enda.