Þjóðólfur - 13.11.1903, Page 1

Þjóðólfur - 13.11.1903, Page 1
55. árg. Reykjavík, föstudaginn 13. nóvember 1903. M 46. Landsmálapistill. Kjördæmaskiptingin. (Niðurl.). Að skipta landinu i 34 jafn- stór kjördæmi, miðað við fólksfjölda, er ógerningur, auk þess, sem það er harla óeðlilegt, að takanokkra hreppa fráeinni sýslu og leggja til annarar, sem gera yrði, ef fara ætti eingöngu eptir fólksfjölda. En sá grundvöllur er alls ekki hinn eðli- legasti skiptingagrundvöllur, heldur miklu fremur staðhættirnir. En auðvitað er ó- viðkunnanlegt, að kjördæmin séu mjög ójöfn að fólksfjölda t. d. þannig, að sum kjördæmi séu ef til vill tífalt fólksfleiri en önnur. Svo miklar ójöfnur er hægt að forðast og verður að forðast. Það kemur t. d. ekki til nokkurra mála, að Vestmanneyjar getið orðið sérstakt kjör- dæmi eptir hinni fyrirhuguðu kjördæma- skipun, enda þótt ekki verði valinn nema 1 fulltrúi fyrir hvert kjördæmi. Réttasti skiptingagrundvöllurinn er, að taka bæði tillit til staðhátta og fólksfjölda, eptir því sem frekast verður við komið, en ekki til annars hvors þess út af fyrir sig. En eins og vik>'ð var á í síðasta blaði mun sundurskipting landsins í 34 sérstök kjördæmi reynast að ýmsu leyti óheppileg, ekki sízt vegna þess, hversu mjög sú skipting mun ala á hrepparígn- nm og sundrunginni 1 þeim sýslufélögum, sem valið hafa sameiginlega 2 fulltrúa. Og þessi óheppilegi hrepparígur og sundr- ungarandi kemst svo inn á þingið í enn ríkari mæli en verið hefur, og hefur þó naumast mátt á það bæta. Það er all- eðlilegt, að fulltrúum, sem kosnir eru í smáum, fámennum kjördæmum hætti við að líta nokkuð hreppapólitiskum augum á landsmál og líti um of á hagnað þessa litla skækils, sem þeir eru fulltrúar fyrir. En eptir því sem kjördæmin eru víðáttu- meiri og fólksfleiri, stærri hluti af land- inu, eptir því er óhættara við, að sjón- deildarhringur fulltrúanna verði of tak- markaður. Væri landinu t. d. skipt í 8 kjördæmi, er hvert kysi 4—5 fulltrúa, væri jafnframt fengin miklu meiri trygging fyrir því, að kosningin félli á hina hæfustu menn, held- ur en ef 34 lítil kjördæmi væru að pota sér, því að eins og tekið var fram í síð- asta blaði, gæti þá að eins einn hreppur, fjölmennasti hreppurinn, ráðið kosning- unni, ef hann héldi vel saman og nógu margir byðu sig fram, svo að atkvæðin skiptust meðal hreppanna. Kjördæmaskiptingin í 8 kjördæmi gæti t. d. orðið allheppileg á þessa leið: 1. Vestur-Skaptafells-, Rangárvallasýsla og Vestmanneyjar kýs............... 4 2. Árnessýsla með Kjósarsýslu kýs . . 4 3. Gullbringusýsla og Reykjavík kýs . 5 4. Borgarfjarðar, Mýra, Snæfellsness og Dalas. kýs......................... 4 5. Barðastr.,ísafjarðar og Strandasýsl- ur kýs............................. 4 6. Húnavatns-og Skagafjarðarsýsla kýs 4 7. Eyjaíjarðar- og Þingeyjarsýsla kýs 4 8. Norður-Múla, Suður-Múla og Aust- ur-Skaptafellss. kýs............... 5 Alls 34 Samkvæmt þessu kysu 6 kjördæmi 4 full- trúa hvert, en 2 5 fulltrúa hvort. Mundi svona löguð skipting eða eitthvað í líka átt reynast miklu hagkvæmari, en smærri skipting. Nú munu einhverjir segja, að hér mundi líka koma fram svipaður ann- marki, eins og við kosningu 1 litlu kjör- dæmi, þannig, að í stað eins hrepps, er þar gæti ráðið kosningu, réði hér úrslit- um fjölmennasta sýslan í kjördæminu, er gæti valið alla fulltrúana, með því að gera megi ráð fyrir, að einhver frambjóðandi hafi að eins fylgi í sinni sýslu, t. d. fá- mennustu sýslunni og yrði við það útilok- aður frá kosningu með þessu fyrirkomu- lagi, þótt hann væri hárviss um að ná kosningu, ef sýslan hans væri sérstakt kjör- dæmi. Það getur vel verið, að þetta gæti komið fyrir, en mjög sjaldan mundi það verða, að mjög vel hæfur maður mundi ekkert fylgi hafa annarsstaðar en í sinni sýslu. Það mundi heldur alls engin hætta verða á, að 1—2 sýslur sameinuðu sig ekki við kosninguna, ef ein sýslan (hin fjölmenn- asta) ætlaði að gerast ofjarl hinna, ogná Öllum fulltrúunum meðal sinna kandídata eða sinna sýslubúa t. d. Þess verður og að gæta, að með þessu fyrirkomulagi verða kandídatarnir sameiginlegir fyrir fleiri en eitt sýslufélag, og eru því ekki frambjóð- endur í einu héraði fremur en öðru inn- an kjördæmisins. Þingmennina mætti þá nefna t. d. 1. þm. 1. kjördæmis, 3. þm. 4. kjördæmis, 2. þm. 6. kjördæmis, 5. þm. 8. kjördæmis o. s. frv. Það mundi fljótt þykja viðkunnanlegt, þótt þingmennirnir væru ekki kenndir við sérstök héruð. Slík nöfn yrðu auðvitað að falla burtu við svona lagaða kjördæmaskiptingu. Þar sem regluleg flokkaskipting er kom- in á, eru hlutfallskosningar auðvitað rétt- asti kosningagrundvöllurinn, en um það er ekki að tala, því að kosningalögin nýju til alþingis eru ekki hlutfallskosningalög. En eins og getið var um í síðasta blaði hefði betri trygging verið í meiri hluta kosningu, heldur en í einfaldri fleirtals- kosningu, eins og í lögum þessum. En sú breyting þótti ekki tiltækileg, erfiðleika vegna. Þessi kjördæmaskiptingartillaga í 8 sér- stök kjördæmi, er að eins sett hértilsýn- is. Til þess að koma henni á, þyrfti að minnsta kosti eina aðalbreytingu á nýju kosningarlögunum (um yfirkjörstjórnir) og aðrar smærri, og það er hætt við, að það verði ekki gert á næsta þingi 1905, en fyrir það þing verður auðvitað lagt frv. um nýja kjördæmaskiptingu, samkvæmt tillögum sýslunefndanna, sem leitað hefur verið álita hjá um þetta mál. Og munu tillögur þær flestar eða allar vera byggðar á kosningalögunum nýju og gera ráð fyrir því sem sjálfsögðu, að landinU verði skipt í 34 kjördæmi með einum fulltrúa hvert. Mönnum hefur ekki komið til hug- ar, að annað fyrirkomulaggæti verið heppi- legra, og þessvegna verður eflaust lögleidd þessi smáa sundurlimun landsins, sem kosningarlögin virðast gera ráð fyrir. En annmarkarnir við slíka skiptingu munu brátt koma < ljós. Heimsmál. m. Volaptik var birt 1880; varþaðsam- ið af þýzkum presti, er hét Jóhann Marla Schleyer og bjó í Lizzelstetten nálægt Konstanz. Fékk það í fyrstu allgóðar við- tökur og kennsla í því var sett á stofn hingað og þangað um Evrópu og Amer- Iku. En brátt kom það í ljós, að mál þetta fullnægði ekki þeim kröfum, sem menn gera til heimsmáls. Það hafði að vísu nokkra kosti til að bera fram yfir önnur tungumál, með því að málfræðin var mjög einföld og reglubundin, en hins- vegar hafði það líka mjög stóra galla. Framburðurinn var mjög erfiður, svo að illmögulegt var að bera það fram. Það átti að heita sem orðin væru tekin úr helztu málum Norðurálfunnar, en ekki virðist höf. hafa fylgt neinni fastri reglu við valið. Hann breytir þeim líka svo mjög, að þau verða alveg ókennileg og engu betra að muna fyrirþá, sem þekkja fyrirmyndirnar, heldur en þótt þau væru gerð alveg út í loptið. Þannig er t. d. volaptik (heimsmál) myndað af vol og p ú k, sem eiga að vera sama sem enska orðið w o r 1 d (heimur) og s p e a k (að tala), pólitík verður á volapúk b o 1 i t, drink = dlin, origine = rig, particularité = pat, meermel, anima = lan, kvaðrat = vadat og þar fram eptir göturium. Nú má segja, að volapúk sé úr sögunni og alveg útséð um, að nokkurn tíma takist að gera það að heimsmáli. Hrakfarir þess hafa opt verið færðar fram sem sönnun þess, að allar tilraunir til þess að mynda nýtt heimsmál væri heimska ein, en í raun og veru er það engin sönnun, því að þó að ein tilraun misheppnist, þá er engin ástæða til að ætla, að önnur geti ekki heppnazt, efhún siglir fyrir þau sker, sem hin strandaði á. Menn hafa heldur ekki gefizt upp í þessu efni ogeptirvola- púk hafa verið gerðar tilraunir svo tug- um skiptir til að mynda nýtt heimsmál, en einungis ein þeirra hefurnáð nokkurri hylli. Það er esperanto. Esperanto birtist árið 1887. Höf- undur þess er rússneskur læknir 1 Varsjá, dr. Loðvík Zamenhof. Það átti í fyrstu við ýmsa erfiðleika að stríða. Volapúk stóð þá enn með allmiklum blóma, þó að ókostir þessværuþá þegarfarnir að verða mönnum augljósir, en þegar volapúk var fallið um sjálft sig, hafði það gert marga alveg fráhverfa hugmyndinni um að búa til nýtt heimsmál. Fyrstu árin eptir að það birtist miðaði því heldur lítið, en þó fjölgaði þeim ávallt smátt og smátt, er lærðu það. Fyrst breiddist það út um Rússland, eins og eðlilegt var, þar sem það kom þar fram, en síðar barst það til Svíþjóðar og þá til Frakklands og nú er svo komið, að það er kunnugt orðið um allan heim. Esperanto hefur mikla kostitil að bera fram yfir allar þjóðtungur, dauðar og lif- andi og önnur tilbúin mál. Það er fyrst og fremst aðdáanlega auðvelt að læra. Málfræðina má auðveldlega læra á einni klukkustund eða jafnvel hálfri; reglur hennar eru fáar og óbrotnar og engar undantekningar frá þeim. Málið er skrif- að alveg eptir framburði og hver stafur 1 stafrófinu hefur að eins eitt ákveðið hljóð. Áherzla er alstaðar á næstsíðustu samstöfu. Til þess að sýna mönnum, hvemálfræðin er einföld eru hér teknar upp nokkrar af reglum hennar. G r e i n i r er í Esperanto einungis á- kveðinn sem í íslenzku •, hann er 1 a og er óbeygjanlegur, eins í öllum kynjum, tölum og föllum. Nafnorð hafa einungistvö föll, nefni- fall og þolfall. Nefnifall endar í öllum nafnorðum á d I eintölu og oj í fleirtölu, en þolfall bætir við n-i. Lýsingarorð enda öll á a í nefni- falli eint., en beygjast sem nafnorð. Hér er dæmi, er sýnir beygingu allra nafnorða og lýsingarorða með greininum: Eintala: Fleirtala : Nefnif.: la bela rozo la belaj rozoj (hin fagra rós). Þolf.: la belan rozon la belajn rozojn. Miðstig lýsingarorða myndast með pli (meir), efsta stig með plej (mest) t. d. pli bela fegurri, plej bela fegurstur. Öll orð eru hvorugkyns, nema nöfn á per- sónum fara eptir hinu náttúrlega kyni. Sagnorð eru engin óregluleg í es- peranto. Nútíð endar á as Fortfð „ is Framtíð „ os Skildagaháttur------„ us Boðháttur -----------„ u Nafnháttur----------„ i Sagnir beygjast ekki eptir persónum. Per- sónurnar eru táknaðar með persónulegu fornöfnunum mi (eg), ci (þú), li (hann), *s i (hún*), Tg i (það), n i (vér), v i (þér) og ili (þeir, þær, þau). T. d. mi skri- b a s (eg skrifa), n i s k r i b a s (vér skrif- um), vi skribas (þér skrifið) o. s. frv. I esperanto er einungis ein hjálparsögn e s t i (að vera). Með henni og hluttaks- orðum nútíðar, fortíðar og framtíðar má mynda fleiri sagnmyndir en til eru í nokkru öðru máli. Hugsunin getur því komið al- veg eins skýrt og nákvæmlega fram 1 es- peranto sem í öðrum málum, þó að beyg- ingarnar séu einfaldari. Fleiri reglur málfræðinnar eru hér ekki teknar fram, því að það er ekki tilgang- urinn með línum þessum, að veita mönn- um kennslu í esperanto, heldur einungis að benda mönnum á, hve málfræðisregl- ur þess séu einfaldar Nýjar bækur sendar Þj óðól fi. Ljóðnneli eptir Matthías Jochumsson II. Bindi. 303 bls. með efnisyfirliti. Prent- smiðja Seyðisfjarðar 1903. Bindi þetta erjafnvandað aðöllum frá- *) í esperanto eru 5 bókstafir, sem ekki eru í ísienzka stafrofinu, nfl. *c, xg, *h, !j og Js. xc er borið fram sem ch í enska orðinu church, *g sem g í gentleman, Jh sem ch í þýzka orðinu ach, Tj sem j í franska orðinu journal og *s sem ch í enska orðinu shoe eða sch í þýzka orðinu schiff. 1 á að vera með þessu merki fyrir ofan.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.