Þjóðólfur - 03.02.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 03.02.1905, Blaðsíða 2
22 börn, Sigvaldi Árnason 28 ára kvæntur, 1 barn, Jón Bjarnason (frá Hjörsey) 38 ára, kvæntur, bl., Einar Bjarnason 26 ára, nýkvæntur, Guðm. P. Torfason skip- stjóri 25 ára, ókv., allir af Isafirði. Annar báturinn, sem fórst,‘var úr Hnífs- dal, en reri úr Bolungarvík. Á honurn voru einnig 6 menn: formaðurinn Magnús Eggertsson úr Hnífsdal, 41 árs, kvæntur, átti 4 börn, Helgi Þorleifsson úr Hnífs- dal 35 ára, ekkjumaður, bl., Valdimar Björnsson af Isafirði 27 ára, nýkvæntur, bl., Jóhannes Finnbogason af Isafirði, 22 ára, ókv., Guðmundur Guðbrandsson úr Strandasýslu, rúml. þrítugur, kvæntur, 2 börn og Þorsteinn unglingspiltur norðan úr Steingrímsfirði. Þriðji báturinn var úr Bolungarvík, en kom innan á ísafirði. Á honum voru 3 menn : Teitur Jónsson, áður veitingamað- ur á ísafirði, en sfðar bóndi í Viðey um hríð, átti nú heima í Bolungarvík, Ás- geir Einarsson bóndi á Hvítanesi í Ög- urssveit, bróðursonur Helga lektors Hálf- danarsonar, um 38 ára, kvæntur, átti 5 börn ung, og hinn 3. Guðmundur ungl- ingspiltur á 17. ári frá Hamri á Langa- •dalsströnd. Öll þessi skip fórust nálægt lendingu I Bolungarvík, og þar fundust rekin flök af þeim morguninn eptir. Mörg önnur skip voru hætt komin þar, og þetta kveld var bjargað þar f lendingu báti frá Látr- nm f Aðalvfk, fyllti hann fyrir framan lendinguna, en barst svo að landi með skipverjum í, er náðust allir óskemmdir nema einn, er meiddist töluvert, enda var hann að velkjast í brimgarðinum fram undir hálftíma, en það bjargaði honum, að hann hafði náð í ár og mastur til að halda sér á. [Eptir »Vestra«j. Lárus H. Bjarnason sýslumaður frá Stykkishólmi kom hing- að snöggva ferð með »Kong Inge« 25. f. m., en fór aptur heim til sfn með »Lauru« 28. f. m. ,,Kony Inge“ fór héðan til útlanda 27. f. m. Með honum fór Sighv. Bjarnason bankastjóri, kaupmennirnir Gísli Helgason ogjónatan Þorsteinsson úr Rvík, Gísli Johnsen frá Vestmanneyjum og Guðm. Jónasson frá Skarðstöð, ennfremur sýslumannsfrú Kam- illa Torfason frá ísafirði. Til Leith fóru : húsfrú Petrea Ólafsdóttir og ungfrúrnar Guðrún Sigurðardóttir (frá Seli) og Ágústa Ólafsdóttir. „Vesta“ lagði af stað héðan til útlanda að kveldi 26. f. m. í ofsaveðri, en komst ekki lengra en suður undir Skaga, og hleypti svo inn á Keflavík. Var því þá veitt eptirtekt, að skipið mundi ekki hafa næg kol til að komast leiðar sinnar og var þá snúið aptur til Reykjavíkur um kveldið hinn 27. Svo komst skipið ekki af stað héðan aptur fyr en snemma dags 29. f. m. Farþegar með því voru kaup- mennirnir Pétur Hjaltested og Filippus Amundason, fyrv. kaupm. Valdimar Otte- sen, frk. Thit Jensen, frú Guðríður Guð- mundsd., frk. Þuríður Sigurðard. o. fl. Mannalát. Hinn 29. f. m. andaðist í Hafnarfirði *rú Sigríður Árnadóttir (landfógeta Thorsteinsson) kona Páls sýslumanns Ein- arssonar. Veiktist hún skyndilega nóttina áður, og var meðvitundarlaus upp frá því, en hafði lengi verið óhraust til heilsu. Það var krampi, sem leiddi hana til bana. Hún var komin nokkuð á fert- ugsaldur, og eiga þau hjón 2 börn á lífi, nokkuð stálpuð. Hún var mesta sæmd- .arkona og mjög vel þokkuð. Að morgni x. þ. m. andaðist hér á Landakotsspítalanum Halldór Bjarna- s o n sýslumaður Barðstrendinga, úr krabba- meini innvortis, á 42. aldursári. Var flutt- ur hingað á spítalann með »Kong Inge« 25. f. m. Hann var fæddur á Ulfagili í Húnavatnssýslu 25. september 1863, og voru foreldrar hans Bjarni Jónsson frá Rútsstöðum í Svinadal Markússonar um- boðsmanns í Lóni Markússonar á Hlöð- um Markússonar á Skútum Ólafssonar og Halldóra Jónsdóttir frá Kolugíli Sigurðs- sonar, en móðir Halldóru var Þórvör Eldjárnsdóttir stúdents á Háleggsstöðum í Deildardal (J- 1825) Hallgrímssonar prófasts á Grenjaðarstað Eldjárnssonar. Halldór heit, var útskrifaður úr lærða skólanum 1887 með 1. einkunn. tók próf í lögum við háskólann 1894 með 2. eink- unn, var svo á skrifstofu bæjarfógeta í Rvík og við málfærslustörf, unz hann var settur sýslumaður í Barðastrandar- sýslu haustið 1899, en fékk veitingu fyrir sýslunni 13. jan. 1900. Bjó hann þar á Vatneyri. Hann var kvæntur Margréti dóttur Egils bókbindara Jónssonar í Rvík. Halldór heit. var vel gáfaður maður og drengur góður. Lausn frá prestskap hefur séra Páll E. Sivert- sen á Stað í Aðalvík fengið frá næstu fardögum. Veltt ppestakall. Sandfell í Öræfum er veitt séra Jóni N. Johannessen aðstoðarpresti á Kol- freyjustað. Skipstrand. Enskt botnvörpuskip (frá Aberdeen) strandaði 26. f. m. á grynningum vestan til við útfall Þjórsár, fram undan Fljóts- hólum. Mannbjörg varð, enda var þetta svo nærri landi, að kaðli varð kastað til skipshafnarinnar og komst hún á honum til lands — 10 menn alls. Mikill fiskur kvað hafa verið í skipinu, enda hafði það verið á heimleið. Lausafregn hefur borizt hingað um, að botnvörpuskip hafi farizt við Krísu- vlkurbjarg, og hafi þar rekið ýmislegt \ár því. Hollenzkur konsúll hér í Reykjavík er skipaður Jes Zimsen kaupmaðttr. Nýjar bækur. setidar Þjóðólfi frá Gyldendalsbókaverzlun í H'ófn. Sværmere. Eptir Knut 'Hamsun 133 bls. 8™. Höf. sem er talinn langfremstur hinna yngri norsku skálda, og orðinn þegar all- frægur, hefur með þessari bók sinni frem- ur hnekkt áliti stnu en aukið það, því að hún ber þess óvíða vott, að nokkur meist- arahönd hafi þar um fjallað. Þó eru nátt- úrulýsingarnar í bókinni allgóðar, en söguefnið sjálft lítilsháttar og atburðirnir harla óeðlilegir, enda hefur Hamsun litla viðurkenningu fengið fyrir þennan skáld- skap sinn. En menn vænta þess, að hann sæki í sig veðrið aptur, því að hann hef- ur ótvíræðilega sýnt, að hann hefur mikla skáldskaparhæfileika. Til þess nægir að eins að benda á eldri bækur hans sumar t. d. „Sult“, „Mysterier" og sérstaklega „Pan" o. m. fl. Hr. Arues Penge. Eptir Sehnu Lagerlöf 119 bls. 8™. Sænska skáldkonan Selma Lagerlöf er nú frægust skáldkona á Norðurlöndum. Hún varð fyrst nafnkennd af skáldsög- únni „Gösta Berlings Saga“, og síðan hef- ur hver einasta bók eptir hana farið sigri hrósandi yfir öll Norðurlönd og víðar. Sérstaklega er fyrri hlutinn af bók henn- ar „Jerúsalem" aðdáanlega vel ritaður. Styrkur skáldkonu þessarar liggur í því, hversu skáldlega og frumlega hún fer með fornar sagnir frá liðnum öldum, og hvern- ig henni tekst að gera persónurnar lifandi fyrir hugskotssjónum lesandans 1 sam- bandi við hina dularfullu náttúrukrapta umhverfis þær, svo að þær myndir hljóta að festast í rninninu. Saga þessi „Hr. Arnes Penge" er einskonar draugasaga allhrika- leg, en ágætlega vel með efnið farið og mjög frumlega. Og sagan er engu veiga minni en hinar allra kjarnmestu í íslenzk- um þjóðsögum. Frk. Lagerlöf málar með sterkum litum og er ekki smeik við að gefa hugmyndaflugi slnum lausan tauminn þá er um yfirnáttúrlega hluti er að ræða. Þeir sem lesa þessa sögu hennar gleyma henni trauðla næsta dag. Myndirnar í henni eru gerðar af hinum fræga finnska málara Albert Edelfeldt. Jaröskjálptar í Reykjavík 28. og 29. janúar. Það ber mjög sjaldan við, að jarðskjálpt- ar séu eins tíðir eins og nú átti sér stað siðustu dagana. Að jafnaði var skjálptinn ekki mik- ill, en snarpur var hann með köflum. O- mögulegt að segja úr hvaða átt hann kom, (til þess vantar hér mælir); ekkert tjón varð að honum hér í bæ, hvað sem orðið hefur hefur annarstaðar. Hef eg skrifað upp, hvenær hreyfingarnar voru, og var það þannig: Hinn 28. laugardagur kl. 3.10 lítill — 5.32 talsverBur — 5.40 lítill — 7.12 lítill — 7.13 lítill — 7.17 lítill -■ 7.39 lítill — 7.42 allsnarpur — 7.46 tnjög snarpur — 7.52 litill — 7.53 talsverður — 8.25 snarpur — 9.17 lítill — 9.24 lítill. Samtals 14. skjálftar. h. 2<p. sunnudagur kl. 11.7 mjög snarpur — I 1.14 lítill — 1 I.21 lítill — 11.47 lítill — 11-49 lítill — 12 lítill — 1.17 nokkur — 1.21 nokkur — 2.15 snarpur — 2.57 fremur lítill. — 2.59 talseetður — 3 fremur lítill — 4.15 lítill — 5-34 lítill — 5.47 lítill. Samtals ip skjálftar. Rvfk 31. jan. 1905. f. Jónassen. Laust ^prestakall. Staðuri Aðalvik í Norður-ísajjarðarprófastsdœmi. (Staðar- sókn með 2 kirkjum: á Stað og Hesteyri) Mat: kr. 1202,27. Af brauðinu greiðast til uppgjafa- prests kr. 2,27. Á því hvílir embættislán til vatnsveitu heim að staðnum, samkv. lhbr, 8. marz 1902 (Stj.tíð B. bls 54), upprunalega 600 kr., sem afborgast með 50 kr. árlega á 12 árum. — I matinu er fólgin 600 kr. föst uppbót úr landsjóði. Brauðið veitist frá far- dögum næstu. Auglýst 25. janúar 1905. Um- sóknarfrestur til 12. marz 1905. Jarðarför sýslumannsfriiar Slgriðar Einarsson fer frain á flinintiidaginn keninr 0. þ. 111. II1/* f. h. og hefst á heimili foreldra liennar hér í hæniiui. Daginn áður kl 3 verður húskveðja liald- in á heimlii liinuar látnu í Hafnnrftrði. Hús til sölu á Kaplaskjólsstíg. Semja má við Jón Magnússon á Kaplaskjólsstíg nr 29. M.Thomsen timburverzlun. (II. Kongevej C. Kjöbenhavn B. hefur á boðstólum danska, þýzka og ameríska eikar-, birki- og eskiplanka, mahóní, hnottré, teaktré og pokken* holt. 5/4'' X 6" hv. & misl. bikfuru, óslítanlega í gólf, 3 ára gamla c. 90% kvistalausa in. m. Vel skotna Fálka og Himbrima kaupir Júlíus Jörgensen, Undirritaðir hafa keypt og notað Kína- lífs elixir hr. Valdimar Petersen’s, og vér erum svo ánægðir með hann, að vér teljum oss skylt að lýsa opinberlega viðurkenn- ingu vorri á þessum óviðjafnanlega og á- gæta bitter. Hann er vissulega hinn bezti, áhrifamesti og mest styrkjandi heilsubitter sem til er, og hefur í ríkulegum mæli alla þá eiginleika, sem óskað verður og krafizt af hinum frábærasta bitter. Vegna meðbræðra vorra viljum vér bæta því við, að Kína-lífs-elixírinn ætti að vera á hverju heimili. Marie DahJ J. Andersen, Laust £end- sen, Laust Nielsen, Lyngby, P. Mörk, Dover. Pedet Nielsen umsjónarmaður, Agger. Niels Christensen, Jestrup, Chr. Joscphsens ekkja, Koldby. Thotnas Chr. Andetsen, Helligsöe, Niels Olesen, Sinne- rup. Mariane Andersen, Dover. Poul Slcet, Ginnerup. Jesper Madsen, Refs. M. Jensen, Ginnerup. Matthin Petersen, Bjerggard, Hurup. J. Svendborg, Dover. Peder Thygesen, Ydby. Jens Hommelse, Dover. Peder Kjær, Ginnerup. Anders Dahlgaard Nielsen, Mads Christensen, Vesterby, og J. K. P. Eriksen, Dover. Bezt kaup á Skófatnaði í Aðalstræti 10. Verzlun Matthíasar Matthíassonar er flutt i hina nýju búð i Aust- urstræti — vesturendann á Jensens bakaríi. Uppboð. Samkvæmt beiðni Björns Þorsteins- sonar, bónda í Bæ í Borgarfirði; og að undangengu fjárnámi verður jörðin Lágafell í Mosfellshreppi ásamt hjá- leigunni Lækjarkoti; 28,7 hundr. að dýrl., með íbúðarhúsinu og öllum hús- um á jörðunni, sem eru eign jarðar- eiganda, boðin upp við þrjú opinber uppboð, er haldin verða laugardagana 18. marz, 1. og 15. apríl næstkomandi og seld, ef viðunanlegt boð fæst. Tvö fyrstu uppboðin verða haldin á skrif- stofu sýslunnar, í Hafnarfirði, en hið síðasta á eigninni sjálfri, sem selja á. Uppboðin byrja öll kl. 1 e. h. Söluskilmálar verða til sýnis á skrif- stofunni degi fyrir fyrsta uppboðið. Skrifstofu Gullbr,- og Kjósarsýslu 21. jan. 1905. Páll Einarsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.