Þjóðólfur - 14.04.1905, Side 2

Þjóðólfur - 14.04.1905, Side 2
68 «itthvert yrkisefni leiðir næst »inn í gripasöfn andans« (þ. e. skáldsins) »f u 11 ágætra mynda og þjóð- legra sjóna**), takist honum að melta þær betur og verða töluvert gagnorðari og sléttorðari en í kvæði þessu. Þorleifur H. Bjarnason. Nýr fengur. Enn hefur varðskipið »Hekla« höndlað tvö enska botnverpla við ólöglegar veið- ar í landhelgi við Portland (Dyrhólaey) 5. þ. m. og flutti þá til Vestmanneyja. Annað skipið »Calabria« (skipstj. Carr- ington) var sektað um 60 £, en hitt »Atlanta« (skipstj. Frederik Woldemar, danskur) um 80 Það er alls í sektum 2,520 kr. auk afla og veiðarfæra, er upp- tækt var gert. »Hekla« hefur þá alls | höndlað 6 botnverpla, síðan hún kom hingað, og nema sektirnar frá þeim öll- um 6,480 kr. Má kalla, að hér sé all- vasklega að gengið af varðskipinu og á yfirforingi þess (kapt. Schack) heiður og þökk skilið fyrir dugnaðinn. Afmælisdagur konungs vors Kristjáns 9. var haldinn hátíðlegur hér í bænum 8. þ. m., bæði með dans- leik í lærða skólanum og með samsæti á »Hotel Island«, er um 40 bæjarbúar tóku þátt í. Var yfirmönnunum á »Heklu« boðið þangað. Hélt ráðherrann H. Haf- stein þar fyrst mjög laglega og hlýlega ræðu á íslenzkti fyrir konunginum, sem nú er 87 ára gamall og þó frábærlega ern. Þá talaði Klemens Jónsson landrit- ari langt mál á dönsku um viðskipti Dana og Islendinga með sérstöku tilliti til sjó- liðsins danska og starfsemi þess hér við land. Því næst talaði Júlíus Havsteen amtmaður sérstaklega fyrir minni kapt. Schacks, og minntist þess með þakklæti, hversu fengsæll hann hefði þegar orðið í skipatöku, og myndu Islendingar kunna vel að meta þann dugnað yfirforingjans og áhuga. Fórust amtm. einkar Iaglega orð um þetta og var að ræðu hans gerð- ur hinn bezti rómur. Síðast talaði kapt. Schack fyrir minni Islands. Um kveldið skaut »Hekla« flugeldum á höfninni. eignast þá bók, en þar fá menn ágætt sýnishorn af hinum einkennilega fagra skáldskap Andersens, er náð hefur alstað- ar svo mikilli hylli, bæði hjá börnum og fnllorðnum. Strandferðabátarnip »Hólar« og »Skálholt« komu hingað annar ; snemma morguns 9. þ. m., hinn 12. þ. m., og hefja strandferðir sínar héð- an í fyrra málið. Með »Hólum« kom frá Vestmanneyj- um skipshöfn af frakkneskri fiskiskútu, — 25 manns, —er enskt botnvörpuskip hafði siglt á og sökkt hér fyrir sunnan land, og síðan haldið burt án þess að bjarga, en skipshöfnin komst í bát, er önnur frakknesk fiskiskúta fann og flutti menn- ina til eyjanna. Væntanlega verður reynt að klekkja á sökudólgunum fyrir jafn glæpsamlegt atferli, því að líklega verður unnt að komast fyrir það, hver að því sé valdur. InnbrotsþjófnaOur og brunl. Aðfaranóttina 10. þ. m. brann tvílypt geymsluhús, er Edinborgarverzlun átti nið- ur við sjó, fyrir innan Skuggahverfi, hérna- meginn við Rauðarárvíkina. I.húsi þessu var skrifstofa verzlunarinnar sú, er annast fiskikaup öll, og allt það er að fiskverk- un og skipaútgerð lýtur. Ennfremur brann smiðja og salthús, er voru áföst við geymsluhúsið. Hestur brann inni í smiðjunni. F.ldsins varð ekki vart fyr en kl. 4 um morguninn, og orðinn þá ó- slökkvandi. Bruni þessi stafar auðsjáanlega af manna- völdum, því að mölvuð var upp sterk járnhurð fyrir múruðum klefa, en í klef- anum var peningaskápur og ýms skjöl. En í skápinn komust þjófarnir ekki, gátu að eins sk'emmt og beyglað dálftið skáp- hurðina, og hafa svo lagt eld í allt sam- an. Að sjálfsögðu hafa fleiri en einn ver- ið að þessu verki, en enginn veit, hverjir að glæpnum eru valdir, og það þarf naum- ast að vænta, að það verði nokkru sinni uppvíst. Á sama stað brann geymsluhús fyrir 2 árum og af mannavöldum þá, að því er virtist. Húsin voru vátryggð og það sem í þeim var. Ráðherrann tekur sér far til Hafnar með »Kong Trygve« á morgun til að leggja fyrir kon- ung frumvörp þau, er stjórnin hefur sam- ið og ætlar að leggja fyrir þingið í sum- ar. Eru þau mjög mörg (um 40) ogsum þeirra allmiklir lagabálkar, svo að þingið fær engin smáræðis verkefni að fjallaum. Mun þá sjást, hvort stjórnin hefur verið svo aðgerðalítil og áhugalaus um lands- ífis mál, eins og fjandmenn hennar hafa verið að telja fólkinu trú um. Ráðherr- ann er væntanlegur hingað aptur með »Lauru« 5. júní. Æflntýri H. C. Andersens er Gyldendalska-forlagið í Höfn byrj- að að gefa út til minningar um 100 ára afmæli þessa fræga æfintýraskálds. Út- gáfa þessi verður mjög vönduð og með mörgum myndum. Yfir 10,000 áskrifend- tir að bókinni fengust þegar fyrstu vik- una og upplagið á fyrstu heptunum er 80,000, og er það stærra upplag, en áð- ur hefur verið prentað í einu afnokkurri danskri bók. Hún er mjög ódýr, 5—6 a. örkin. Verður um 60 arkir. Þess skal getið, að þótt alþýða hér á landi geti ekki keypt skrautverk þetta eða haft fullt gagn af því málsins vegna, þá er sú bót í máli, að nýprentuð er ágæt íslenzk þýðing af hinum frægustu æfintýr- um Andersens, kostnaðarmaður Guðm. Gamalíelsson. Og er fæstum ofvaxið að '*) Auðk. af höf. Skipstrand. Aðfaranóttina 10. þ. m. strandaði frakk- nesk fiskiskúta »Pierre Loti« frá Paimpol, fram undan Stóra-Hrauni á Eyrarbakka, sigldi þar upp á sker. Menn björguðust allir (24 alls). Allmikið af fiski (um 6000) var f skipinu, og náðist hann að mestu leyti. Laust prestakall. Hvammur í Dalaprófastsdæmi (Hvamms og Staðarfells- sóknir). Metið kr. 1357.62. Prestsekkjít nýtur Vio af vissum tekjum brauðsins. Á því hvfla þessi embættislán : 1600 kr. til kirkjubyggingar tekið 1882, ávaxtast og endurborgast á 28 árurn með 6% af presta- kallinu, að því leyti sem tekjur kirkjunnar hrökkva ekki til þess, en þær gera það nú að mestu eða öllu leyti. Lán samkv. lhbr. 18. apríl 1894 (Stjórnartíðindi B bls. 58), 3000 kr. til íbúðarhúss-byggingar, ávaxtast og endurborgast á 28 árum með 6%. Prestakallið veitist frá fardögum 1905. Auglýst 10. aprtl 1905. Umsóknarfrestur til 25. maí 1905. «i«i«i«i»i«i«jjj«ijnin«i«nm«.rrrTrm'«<«'«'«'«i«'rrr7rrrrrrrrrrr»'»<«i«n’«« \ ► ► Smiðatól, Taurullur, saumavélar, oliumaskínur ^ og allskonar önnur járnvara ^ | 25—50 í ◄ ódýrari en annarsstaðar. ► | Verðlisti með heild- £ ^ sölu verði ókeypis. ▲ i C. & L. Lárusson ► Þingholtsstr. 4. ► Sj^T’ Af Þjóðólfi kemur í dag 1‘/2 blað (16 A og 16 B). Næsta blað, miðviku- daginn 19. þ. m. Aug- lýsingar í það blað verða að vera komnar fyrir kl. 4 e. h. á mánudag. Firma-tilkynning frá bæjarfógetaskrifstofunni í Reykjavík. Eðvald Friðriksson Möller rekur sápugjörð og annan kemiskan verk- smiðjuiðnað í Reykjavík, með firma- nafninu: „Sápuverkið í Reykjavík". Undirskript: Eðvald F. Möller. Uppboðsauglýsing. Samkvæmt ályktun skiptafundar í þrotabúi Casper Hertervigs gosdrykkja- sala, verður húseign búsins nr. 14 við Grjótagötu hér í bænum, boðin upp þris- var á opinberum uppboðum, sem haldin verða á hádegi, þriðjudagana 25. þ. m. 9. og 23. maí þ. á. Tvö hin fyrri upp- boðin fara fram hér á skrifstofunni, en hið sfðasta í húsinu sjálfu. Verður eignin seld á sfðasta uppboðinu, ef viðunanlegt boð fæst. Uppboðsskilmálar, veðbókarvottorð og önnur skjöl, snertandi húseigina, verða til sýnis hér á skrifstofunni, degi fyrir fyrsta uppboðið. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 12. apríl 1905. Halldór Daníelsson, QWrnasklner i sterste A Udvalg til ethvert Brug, Fagmands Garanti. — Itigen Agenter. Ingen Filialer, derfor billigst i Danmark. — Skriv straks og forlang stor illustreret Prisliste, indeholder alt om Symaskiner, sendes gratis. G. J. Olsen, Ksbenhavn. Nikolajgade 4, Ti?si7eolide Hið alþekkta, góða norska Mustads margarine er ágætisvara. Guðm. Olsen. Andatrú og dularöfl. Laugardagskvöld kl. 9 heldur Bjarni Jónsson frá Vogi fyrirle^tur í Bárubúð um þetta efni. — Athugunarskekkja. — Rannsóknir um það. — Andavitranir og loddarar. — Auður þeirra hluta, sem gera andann fátækan. — Húsið opnað kl. 8‘/». Aðgöngnmiðar 25 au. við innganginn. Firma-tiikynning frábæjarfógetaskrifstofunni í Reykjavík. Hlutafélagið ,,Steinar‘' f Reykjavík rekur þá atvinnu að steypa steina úr sandi og cementi til húsagjörðar. Hlutaféð er 8000 kr., er skiptist í 40 hluti að upphæð 200 kr. hver, sem hljóða uppá handhafa. Hlutaféð er að fullu greitt. Stjórn félagsins má auka hlutaféð upp í 12,000 kr. Félag- inu stjórnar þrigga manna nefnd p. t. Jón Þorláksson ingeniör, Eggert Briem skrifstofustjóri og Magnús Blöndal snikkari, Halldór Jónsson gjaldkeri varamaður. Auglýsingar til félags- manna skal birta í blaði því, er flytur stjórnvaldaauglýsingar. Lög félagsins voru samþykkt á stofnfundi 27. jan. 1905. Heimild til að rita firmað hefur aðeins stjórnin í heild sinni. jRegnkápur ♦ < ► • Stærsta og ódýrasta úrval á Islandi. \ [ ; C. & L. Lárusson ;; ; Þingholtsstræti 4, J > ♦ ■<♦•♦•♦•♦•♦•♦:•:♦•♦•♦•♦•♦•♦>■ Engir skakkir hælar framarl! Patent grúmmíliæliii 11 „The safety l’ad„ má setja á hvern hæl sem er. Ódýr og endingargóður. Endist á við 4 leðurhæla Snýst þegar gengið er, svo hællinn verður aldrei skakkur. Er stöðugur og þægilegur að ganga á, og ekki sleipur í hálku. Er til af öllum stærðum. Útsölumenn óskast hvarvetna. Einkasala H. Emmecke 10 Colbjörnsensgade. Köbenhavn. Brauns verzlun ,Hamburg‘ Aðalstræti 9. Telef. 41. Karlmannafatnaðir 12.00—17.00—24.00—30.00—32.00—35.00 Drengjajakkaföt 10.30—13.80—14.40—15.00—17.00 Drengjablússuföt 4.50— 5.00— 5.50—6.00— 6.50—7.00—7.50—8.00 Buxur 3.50— 4.55—5.00— 5,50—6.50—7.00—8.00—9.50 Jakkar 13.45—18.40 Reiðjakkar 9.00—14.00 Yfirfrakkar 17.00-—20.00-—45.00 Regnkápur 27.50 Hattar 2.75—5.50 Enskar húfur 0,60—1.00 Kaskeiti 2.25—2.50 Drengjakaskeiti 1.00 Verkmannajakkar 2.50—3.00—3.30—4-20—6.00 Verkmannabuxur 2.00—2.50—3.2C—3.50—3.70—4.00—4.50—6.00 Brauns páskavindlar, O. Mustad & Sön Christiania, Norge. Kontorer i Norge, Sverige, England og Frankrige. Þabrikanter af: Maskinsmedede Bygnings- og Skibsspiger, Smaaspiger, Roer (Klinkplader), Skonud, Hæljernstift, Öxer, Biler, Hammere, Hesteskosöm, Brodsöm, Hæg- ter, Haarnaale, Buxehager, Vestespænder, Knappenaale, Synaale, Strikkepin- der, Ftskekroge, Fiskefluer, Kroge med Fortow, Pilke, Vormgut. Ovne, Kom- furer. Gorojern, Vafifelmaskincr, Gravkors, Gravplader og alleslags Smaastöbe- gods samt Margarine.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.