Þjóðólfur - 19.05.1905, Blaðsíða 1
57. árg.
Reykjavík, föstudaginn 19. maí 19 05.
Jú 21.
Leirvarningur — Glervarningur.
Verzlunin EDINBORG i Reykjavík hefur nú fengið mjög fjölbreytt-
ar birgðir af LEIRVÖRUM og GLERVÖRUM, sem seldar eru í sér-
stakri deild á loptinu yfir skófatnaðardeildinni. Vörurnar eru mjög smekklega
valdar, en þó ódýrar. Að telja upp allar tegundir yrði oflangt mál. Meðal
þeirra er:
Þvottastell — Testell — Matarstell margar teg. — Bollapör allskonar
Diskar allskonar — Skálar margar teg. — Kókuskálar — Kókudiskar marg-
ar teg. -— Sykurker — Rjómakönnur — Krukkur og Könnur marg. teg. —
Vatnsfl'óskur — Vatnsgl'ós — Tepottar margar teg. — Hrákadallar —
Blómsturvasar — Kexdunkar — Leirkrukkur slórar — Leirskálar stórar —
Smjörkrukkur stórar með loki mjög hentugar o. m. m. fl.
Lítið á vörurnar! Þær eru vissulega fjölbreyttar og fallegar.
Ásgeir Sigurðsson.
Málaferlin á Snæfellsnesi.
Tíundarmál séra Helga o. fl.
Hinn 15. þ. m. var kveðinn upp dóm-
ur í tíundarsvikamáli séra Helga Arna-
sonar í Ólafsvík, er cand. jur. Guðm.
Eggerz var sendur til að rannsaka í vet-
ur, og fékk hann leyfi kærða til að kveða
upp dóminn hér í bænum. Féll hann á
þá leið, að séra Helgi eigi að greiða
h 1 u t a ðei g an d i s ve i t ar s j ó ð va n -
goldna tlund af ó1/^ hundraði
árin 1900 —1902 eptir meðalverði
verðlagsskrárinnar þau ár. Einnig ber
honum að greiða allan af málinu
löglega leiðandi kostnað, oger
tekið fram í dómsástæðunum, að það sé
»meðal annars fyrir þá sök, að kærði
{séra H. Á.) hefur ekki viljað útkljá mál
þetta með sátt og var því hið opinbera
neytt til að höfða málið«. Að öðruleyti
er kærði dæmdur sýkn af kæru hins op-
inbera, og er gerð sú grein fyrir því f
dómsástæðunum, að næg sönnun þyki ekki
fengin fyrir því, að hann hafi viljandi
talið rangt fram til tfundar, þannig að
hann hafi til sektar unnið.
Með því að allur þessi málatilbúnaður,
sending rannsóknardómara vestur o. fl.
hefur verið notuð mjög freklega til að
svívirða stjórnina fyrir hlutdrægni ogjafn-
vel ofsóknir gegn séra Helga og einstök-
um mönnum þar vestra, þá hefur Þjóð-
ólfi þótt rétt landsmanna vegna, að skýra
stuttlega frá málarekstri þessum og að-
gerðum stjórnarinnar í því, svo að ósann-
indaþvættingi og hatursrógi valtýsku mál-
gagnanna verði hnekkt. Og er þá saga
málsins þannig rétt sögð :
í vetur bað umboðsmaður séra Helga
Árnasonar, nvíverandi sýslumaður Páll
Vídalín Bjarnason, skriflega um, að stjórn-
arráðið skipaði setudómara f Snæfells-
ness- og Hnappadalssýslu til þess að dæma
f meiðyrðamáli, er séra Helgi hafði höfð-
að gegn Lárusi sýslumanni H. Bjarnason.
Munnlega gat nefndur umboðsmaður séra
Helga þess, að heppilegt mundi að fá til
þess að taka að sér þessi setudómarastörf
cand. juris Guðm. Eggerz, er þá dvaldi f
Reykjavík og ekki var við neitt bundinn,
enda hafði hann gagnvart P. V. Bjarnasyni
sýslumanni tjáð sig fúsan til þess starfa.
Stjr. skipaði síðan cand. G. Eggerz setudóm-
ara í málinu. Nokkrum tfma síðar, um
mánuði, kom til stjórnarráðsins útskript
af prófum, sem sýslumaðurinn f Snæfells-
nessýslu hafði haldið f októbermánuði út
af tíundarframtali séra Helga nokkur und-
anfarin ár. Kom það þá í ljós, að séra
Helgi hafði dregið frá framtöldum fénaði
sfnum kúgildi frá jörðlim, sem hann eigi
hafði til ábúðar. Sérstaklega stóð svo á
um 27* af þessum kúgildum, sem dregin
höfðu verið frá seinustu árin af þeim, er
um var að ræða, að alþingi hafði með
fjárlögunum 1900—1901 veitt 400 kr. til
viðreisnar 2r/» kúgildi áLaugarbrekku og
til að bæta séra Helga prestsmötumissi
undanfarin ár. Prófasturinn í Snæfells-
prófastsdæmi fól séra Helga að festa kaup
á 15 ám til viðreisnar þessu 2 j2 kúgildi,
og með bréfi 20. júní 1900 skýrir séra
Helgi prófasti frá því, að hann hafi fest
kaup á 15 ám í þessu skyni og biður um
peningana, 400 kr., útborgaða, og skyldu
r8o kr. (af 400 kr.) ganga til að kaupa
kúgildin. Þegar séra Helgi svo hafði
fengið peningana hætti hann við kaupin
á ánum, sem hann reyndar aldrei hafði
fest kaup á, heldur segir nú, að hann hafi
spurzt fyrir um það hjá einhverjum niönn-
um, hvort hann mundi geta fengið ær til
kaups, og fengið játandi svar. En hvað
um það. Við prófin í október 1904 við-
urkennir séra Helgi, að hann hafi ekki
keypt nema »nokkuð« af kindum, og í
sama sinti kannast hann við það, »að
hann hafi aldrei átt eða haft undirhönd-
um seinastliðin 5 ár meira en 1 kú, 2—
3 hross og kringum 6 kindur. Skepnur
þessar tjáist ýfirheyrði (séra H.) h a f a
átt sjálfur, það hafi ekki verið
kúgildispeningar«. — Það virðist
gert sennilegt, að frádráttur þessi hafi
verið gerður með vitund hlutaðeigandi
hreppstjóra. — Við umgetin próf 1 októ-
ber heldur séra Helgi þvl fratn, að heim-
ilt sé að draga frá tíundarframtali föst
innstæðukúgildi, sem »eiga að fylgja,
en eru ekki til«. Loks krefst
hann þess í lok prófanna þá, að hinn
reglulegi dómari, Lárus H.
Bjarnason, víki sæti í máli
þessu, og að annar verði skip-
aður til að meðhöndla það. Með
þvt að cand. G. Eggerz þurfti hvort sem
var að fara vestur f Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu, þá var hann eptir beiðni
séra Helga og ósk hins reglulega dómara
þar skipaður til þess að rannsaka þetta
mál og dæma það. — Við próf í janúar
síðastliðnum ber séra Helgi það fram,
að hann »muni ekki eptir því, að hann
hafi keypt nokkurn fénað, hvorki kindur
né annað eptir að hann tók á móti fyr-
nefndum 400 kr.«, og hann viðurkennir,
að Laugarbrekkukúgildin saldrei hafi ver-
ið til, en hafi átt að vera til«. Svo loks
við próf 1 febrúar þ. á. heldur séra Helgi
þvf fram, að allur sinn fénaður, sem tal-
inn hafi verið fram á tíundarskýrslunum
1900—1903 hafi verið kúgildispeningur.
Hann hafi nefnilega selt prestakallinu árið
1900 allan sinn fénað. Reyndar virðist
þessi sala aldrei hafa komið fram annars-
staðar en í huga séra Helga fyr en við
próf 14. febr. 1905.
Þetta mál er ekki þannig lagað í sjálfu
sér, að það hafi þurft að vekja mikla
eptirtekt, en Isafold & Co. hafa verið að
reyna að telja mönnum trú um, að séra
Helgi hafi orðið að þola hér píslarvætti
o. s, frv., að hafin hafi verið s a k a máls-
rannsókn gegn honum ut af þessu, þótt
það sé alkunnugt, að minnsta kosti vit-
anlegt ritstjóra Þjóðviljans sem lögfræð-
ingi og gömlum sýslumanni, að hér gat
ekki verið um annað en lögreglumál að
tala, og var aðallega að tala um skatta-
mál, sem hefur þýðingu langt út fyrir
þetta einstaka tilfelli.
Með sömu ferð og prófin í tíundar-
málinu komu til stjórnarráðsins, kom kæra
frá sýslumanninum í nefndri sýslu, Lár-
usi H. Bjarnason, yfir því, að 3 hrepps-
nefndarmenn í Neshreppi innan Ennis
hefðu vaðið upp á sig við réttarhald með
móðgandi ummælum í skjali, er þeir lögðu
fram. Með því að þessi ummæli voru
hin sömu, sem komið höfðu áður fram
í Isafold og dæmd höfðu verið saknæm
og óverðskulduð af bæjarfógetanum í
Reykjavík, þá gat stjórnarráðið ekki kom-
izt hjá því, að fyrirskipa rannsókn og
eptir atvikum málshöfðun, því að um-
rnæli þessi höfðu nú komið fram við
dómarann meðan hann var að embættis-
verki. Að G. Eggerz var settur til þess
að fara með þetta mál virðist hafa verið
alveg sjálfsagt. Þessi málshöfðun hefur
og verið höfð til að ófrægja stjórnina, en
hver óvilhallur rnaður hlýtur að sjá, að
það er í rauninni heimska af stjórnfjanda-
blöðunum, því að ef nokkur staður hefði
verið í áburðinum á Lárus sýslumann, þá
hefði verið ástæða fyrir þau að fagna yfir
rannsókn þessari, sem eins vel gat snúizt
á móti honum, þegar farið var að rann-
saka, hvort ummælin væru á rökum byggð.
En blöðin þau hugsa ekki mikið um rök,
heldur að eins hitt, að reyna að æpa
nógu hátt.
Túngirðingar.
Síðan augl. stjórnarráðsins um verð á
túngirðingaefni kom út hefur lifnað áhugi
margra á, að sæta tilboði alþingis um
lán til vírgirðinga um tún. Var þess að
vænta, einkum þar sem tekizt hefur að
fá lofun fyrir miklu ódýrara efni erlendis,
en við var búizt, líkl. þriðjungi ódýrara.
Nokkrir munu þeir vera, sem ekki hafa
enn gert sér ljóst, hvað girðing um tún
sitt muni kosta. Til að vita það þarf
fyrst auðvitað að vita ummál túns eða
svæðis þess, er girða skal, þá verð efn-
is þess, er fer í faðm hvern og enn þunga
efnis þess.
Eigi girðing að vera 5 strengjuð með
3 faðma bili milli stuðla og þriðji hver
þeirra hornstuðull: o vinkilmyndaður 1 enda
að sjá, hinir sívalir, reiknast mér að efni
í faðminn kosti c. 31 eyri. Vegur það
um 2 pund 69 kvint. Kostar þá t. d.
efni 1 600 faðm. langa girðingu 186 kr.
600 faðm. löng girðing lykur, ef tún
er ferhyrnt og allar hliðar jafnlangar, 25
dagsláttur. Þetta girðingaefni eru klyfjar
á 8 hesta.
Því meir sem lögun túnsins fjarlægist
jafnhliða ferhyrning þess minni flöt lykur
girðingin, nema tún sé kringlótt.
600 faðma girðing um svæði, sem er
200 faðma langt og 100 faðma breitt lyk-
ur um rúmar 22 dagsláttur. Jafnlöng
girðing um jafnhliða þríhyrning lykur um
197= dagsláttu. Þetta er vert að hafa í
huga, er ákveða skal legu girðinga m. m.
Girðing, sem er þriðjungi styttri en sú,
sem hér er miðað við eða 400 faðm. lyk-
ur um rúmar 11 dagsláttur, og girðing,
sem er helmingi styttri eða 300 faðm.
lykur um einar 62/3 dagsláttu þ. e. ná-
lægt ^4 af Því, er hálfu lengri girðing
lykur um.
Þetta er að eins sagt sem dæmi til
athugunar þeim, er ekki hafa gert sér
það Ijóst áður eða ekki hafa tök á því.
Hvað flutningur girðingaefnis kostar
fer auðvitað eptir þvf, hve löng sjávar-
gata er frá hverjum einurn þangað sem
efnið er á land lagt, Getur þvl hver sem
vill reiknað það eptir dagleiðum og hesta-
fjölda, er þörf er á.
Eg fæst ekki við að reikna, hvað 4, 3,
2 og 1 strengjuð girðing kostar. Þær
verða tiltölulega dýrari, þó ekki sé tillit
tekið til undirhleðslu, en 5 strengjaðar,
af því að þó stólpar megi vera þeim mun
styttri sem strengir eru færri, þá er fyrir-
skipað að þeir skuli vera mun þéttari.
Faðmur í vfr kostar 4 aura. Vilji menn
því spara vlr .og hafa t. d. 3 strengjaða
girðing með undirhleðslu sparast um 50
kr. á 600 faðma langri girðingu; en eng-
um mun þykja tilvinnandi fyrir þann
sparnað að 'hlaða álnarháan garð 600
faðma langan. Athugandi er einnig, að
á vetrum leggur að jafnaði harðfennis-
skafla upp við garða. Þegar svo er kom-
ið veitir strengjafá og lág vírgirðing enga
vörn móti fénaði, en getur, er fénaður
þannig gengur yfir hana, orðið að slysum.
Fyrirsögn um, að leggja vírgirðingar
væri nauðsyn að birtist í fjöllesnustu blöð-
unurn. Væri gott, að eiga landbúnaðar-
fél. að með það.
Þegar nú að efni til að girða flest tun
ekki kostar nema 100—200 kr. er það
Ijóst, að afborgunartfminn á láni land-
sjóðs er óþarflega langur. 15 ára afborg-
unarfrestur með 4% vöxtum ætti að nægja.
Er hægt að breyta lögunum 1 þá átt á
næsta þingi. Mætti þá um leið eptir 15