Þjóðólfur


Þjóðólfur - 02.06.1905, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 02.06.1905, Qupperneq 1
57. árg. Reykjavík, föstudaginn 2. júní 19 05 M 23. Æsingarnar í ritsímamálinu. „Reykur, bóla, vindaský“. Meðan vér íslendingar erum að stíga fyrstu sporin á sjálfstjórnarbrautinni, skipt- ir það afarmiklu, að öll hin þýðing- armestti og alvarlegustu stórmál vor séu rædd með hinni mestu gætni og still- ingu, ofsalaust óg æsingalaust, svo að þjóðinni gefist kostur á að fá sem allra sannasta og allra réttasta hugmynd um eðli málanna og þýðingu þeirra fyrir land- ið. En það er hins vegar hreint og beint háskalegt atferli og banatilræði við hinn nýja sjálfstjórnarvísi vorn að hleypa ofsa og trylling í þau mál, sem brýnust nauð- syn er á, að beitt sé rólegri og skynsam- legri athugun við. Þeir, sem blása eldi að þeim kolum, að umhverfa heilbrigðri og rólegri fhugun manna með órökstuddum hrópyrðum og hávaða einum, vinna þjóð sinni afarmikið ógagn, því að þeir ata upp hjá henni ósjálfstæðan hugsunarhátt og skeytingarteysi fyrir sönnum og skyn- samlegum röksemdum, þvl að um þær er ekki hirt, þá er eitthvert mál er orðið að tilfinninga- og æsingamáli einu saman. I þjóðfélagi, sem hefur litla pölitiska reynslu við að styðjast, er því miður mjög hætt við þessum glapstigum. Og svo er því varið með oss Islendinga. Og þess vegna er svo afarhætt við, að gerðar séu óheppi- legar og harla skjótar ályktanir, er haft geta hinar víðtækustu og ískyggilegustu afleiðingar í framtíðinni. Æsing sú, sem nú hefur verið hleypt í ritsímamálið, er t. d. ljós vottur þess, hversu hinar pólitisku skoðanir fjölda manna eru reikular og staðlausar. Sömu mennirnir, sem fyrir 4—5 árum töldu rit- sfmamálið eitthvert hið allra mesta vel- ferðarmál þjóðarinnar, ætla nú af göflun- um að ganga með óheyrilegum gaura- gangi og hvæsandi hermdarorðum út af því, að ráða eigi því nú til lykta a 1 v e g á sama grundvelli og þó með betri kjörum en áður var talað um, þá er þessir sömu menn börðust fyrir því með odd og egg. Það er dálítið erfitt að skilja þá samkvæmni, ef gert er ráð fyrir, að fyrri og síðari baráttan sé sprott- in af jafnhreinum hvötum. Meginþorri heimastjórnarflokksins, sem hinsvegar and- æfði málinu í upphafi í þessari mynd, sem það nú liggur fyrir, gerði það mesf vegna þess, að þá var Marconi aðferðin ný af nálinni, og þ v í væntu menn þess, og það var mjög eðlilegt, að menn væntu þess, að hún mundi brátt fullkomnast svo, að vér gætum tekið hana. En n ú hefur reynslan á þessum loptskeytum orðið svo, að það væri meira en meðalflónska af oss, að byggja allt vort traust á sllku sambandi við umheiminn, enda er oss ekki kunnugt um, að nokkurt land hafi enn sem komið er, tekið þessa aðferð í stað ritsímasambands, sem gert mundi hafa verið, ef það væri svo miklu hentugra og ódýrara, eins og Marconi agentarnir ís- lenzku eru að básúna. Sannleikurinn er nfl. sá, að þessi loptskeyti hafa hvergi getað rutt sér til rúms, og eru hvergi notuð nema lítilsháttar milli skipa á hafi úti. Og uppfundning þessi hefur engum öðrum framförum tekið frá því fyrsta, en í því, að nienn hafa getað sent skeytin lengri leið yfir sj ó, en í fyrstu. En það hefur ekki orðið komið í veg fyrir að þau tvístruðust í ýmsar áttir og lentu þar, sem þau áttu ekki að lenda, auk þess sem ómögulegt ér aðsenda þau yíir land, nema ef til vill yfir rennisléttu, og þó vafasamt. Þessvegna verða menn að gera sér það ljóst, þá er ræða er um þetta mál, að vilji menn alls ekki hafa það í þessari fyrirhuguðu mynd (sæsíma til Austfjarða og þráð yfir land) og geri ályktanir gegn því, þá er það sama sem að menn Iýsi því yfir, að menn vilji drepa málið að fullu og öllu, vilji ekkert ritsímasamband hafa, því að Marconiflugunni væri óráð mikið að gína yfir i stað þess, enda mun það aldrei koma til mála. Nú er þá spurningin þessi. Eigum vér alveg að hætta að hugsa um það, að komast í ritsímasamband við umheiminn, ónýta það sem gert hefur verið, til að koma því til framkvæmda og leggja alveg árar í bát um óákveðinn tíma, a f þ v í að vér getum ekki staðizt kostnaðinn við þetta fyrirtæki og munum komast á hrepp- inn hjá Dönum, er taki allan arðinn af þvl og féfletti oss eptir nótum, eins og eitt »drauga«-málgagnið hér hefur verið að prédika fyrir lýðnum. Sé þetta skoðun manna, þá er réttast að kyrkja í tíma þetta »skaðræði«, sem á að gera oss alla að sveitarómögum og ómyndugum vesalingum, sem eptirleiðis eiga að lifa á molum þeim, sem detta af borðum Dana. Já, ljótt er þetta! Það veitir sannarlega ekki af að mála fjand- ann nógu svartan á vegginn, til þess að menn verði ærlega skelkaðir og hrópi allir einum níunni: Burt, burt með »skað- ræðið« út í hin yztu myrkur og niður með alla þá, er vilja gera okkur að sveit- arlimum og Danahundum! Svona tala æsingamennirnir — föður- landsvinirnir(l) í ritsímamálinu. Og það eru hinar Kklegustu horfur á, að vað- all þeirra verði ekki endasleppur. Vér hinir, sem litið höfum hitalaust og ofsalaust á málið frá því það kom fyrst á dagskrá, höfum sömu skoðun á kost- um þess og ókostum sem fyr, og höfum jafnan viðurkennt það. Kostirnir eru margir, bæði beinlínis og óbeinlínis, auð- vitað frekar hið síðara, En ókostirnir eru og hafa í rauninni aldrei verið nema kostnaðurinn, og bilunarhættan á land- símanum (frá Austfj. til Rvíkur). Á kostn- aðinn hefur ávallt einkum verið lögð mikil áherzla og svo er enn. En þá er spurningin, hvort ekki sé samt tilvinn- andi, og meira en það að leggja út í fyrirtækið. Oss blandast ekki hugur um, að það sé tilvinnandi. Og oss blandast held- ur ekki hugur um, að oss sé fullkomlega fært að standast þennan kostnað, án þess að fara á hreppinn hjá Dönum. Menn verða að gæta þess, að allur reksturs- kostnaður við fyrirtækið, þegar það er komið á fót, er fé, sem lendir í landinu sjálfu, fer í vasa landsmanna. Við það eykst þó gjaldþol ekki allfárra manna. Verzlunin „EDINBORG“ í Reykjavík, Akranesi og Keflavík kaupir í ár eins og að undanfnörnu vel verkaðan saltfisk: Þorsk, smáfisk og ísu, og borgar hann hæsta verði með peningum út í hönd. Sundmaga vel verkaðan, kaupir verzlunin einnig hæsta verði, og borgar með peningum út í hönd. Verzlunin er ávallt birg af alskonar nauðsynjavörum, sem hún selur Iægsta verði gegn peningum út í hönd. Asgeir Sigurðsson. Og það er ekki eingöngu þetta fé, sem I rennur aptur í vasa landsmanna, heldur einnig mestur hluti af því fé, sem varið er til landsímalagningarinnar. Mestur hluti verkamannanna verða innlendir. Þótt vér reiknum, að vér yrðum að leggja fram 200,000 kr. til þessa verks, auk hinna 300,000 kr. sem vér fáum hjá Dön- um, þá mun vart ofhátt reiknað, þótt sagt sé, að helmingur þessa fjár eða 250,000 kr. verði kyrt í landinu. Stólparnir sjálf- ir, þráðurinn og laun útlendu verkamann- anna mun naumast fara mikið fram úr 250,000 kr., eða 50,000 kr. minna en Danir borga oss. Þessi fjárútlát geta naumast komið okkur á hreppinn. En þá eru þessar 35,000 kr. á ári, sem vér eigum að borga hinu stóra norræna. Þær þúsundirnar eiga víst að ríða baggamun- inn. En skyldi ekki mega vinna það upp með því, að fleygja ekki lengur 75,000 kr. á ári í »hið sameinaða gufuskipafélag«, fé sem allt fer út úr landinu. Skyldum vér ekki geta sparað einmitt þessar 35,000 kr. á ári til ritsímafélags- ins, með þvi að borga að eins 40,000 kr. (eða ef til vill miklu minna, og kannske ekki neitt) öðru félagi (t. d. Thor Tulin- ius) fyrir jafngóðar ferðir og vér nú höfum? Skyldu kjósendur ekki vilja athuga þetta nú á þingmálafundum. Hver veit nema víman í ritsímamálinu rynni þá dálítið af þeim, og kostnaðargrýlan við það mál, fjárþrotahræðslan og óttinn við hungurkvalir á sveitinni hjá Dönum, yrðu dálítið ógeigvænlegri vofur í augum flestra skynsamra og hugsandi manna í landinu, heldur en þær virðast vera fyrir hinni hatursblindu og ranghverfu sálarsjón flestra valtýsku leiðtoganna og páfagauka þeirra. Bókmenntir. Elslandblflten : Ein Samme Ibuch Neu-Islandischer Lyrik von J. C. Poestion. Leipzig und Múnchen 1905 (XXXXIV + 239 bls.)- Safn þetta hefur að geyma um 150 ís- lenzk kvæði og vísur skálda vorra á 19. öld í þýzkum þýðingum. Höf. J. C. Poestion bókavörður í Wien hefur í mörg ár lagt mikla rækt við íslenzka tungu og íslenzkar bókmenntir og getið sér, bæði hér á landi og erlendis, mikið álit fyrir rit sín um Island og ísl. bókmenntir. I glöggum og vel sömdum inngangi bregð- ur höf. ljósi yfir helztu atriðin í þjóðmenn' ingu vorri að fornu og nýju. Að vísu hef- ur það stundum glapið dóm höf., að hann þekkir ekki landshætti vora af eigin sjón og reynd, og hefur því opt farið eptir bók- urn og sögusögn annara manna, en það er ekki tiltökumál, þótt útlendur maður, sem aldrei hefur komið til lands vors, viti ekki glögg deili á hverju einu. Skulum vér nú áður en vér snúum oss að sjálfum þýðingunum drepa stuttlega á það, er virð- ist einkanlega athugavert eða eptirtekta- vert í menningarsöguágripi höfundarins. Sumum mun þykja of djúpt tekið í árinni, er höf. á XIII. bls. fullyrðir, ,að flest Eddu- kvæðin séu vafalaust ort af Islendingum'. Björn prófessor Olsen hefur leitt rök og lík- ur að því, að það séu ekki komnar neinar sannanir fyrir því, að flest þeirra séu eða hljóti að vera ort annarsstaðar en á ís- landi. En það er sitt hvað og að fullyrða að þau séu ort hér á landi. Það er rétt athugað af höf., að vér sé- um skammt komnir 1 búnaði og flestum bjargráðum, að vér leggjum litla rækt við að þaulyrkja land vort og hafa full not af pening vorum, en bændum vorum þykí mest utn vert að hafa mikið undir, og stundi sauðfjárrækt meir en góðu hófi gegnir, en láti nautgriparæktina sitja á hakanum. Aptur á móti er það ranghermt hjá höf., að vér séum mjög miklir eptirbátar annara þjóða í veiðibrögðum og fiskverkun. Það var sú tíðin, að við vorum það, en nú mun óhætt að fullyrða að vér stöndum, að minnsta kosti í sum- um landsfjórðungum, flestum öðrum þjóð- um nokkurnveginn jafnfætis 1 þessum greinum. Verð það, er fiskur frá íslandi hefur selst fyrir á siðustu árum, bendir á, að íslenzkur fiskur jafnist fyllilega við fisk flestra annara þjóða. Höf. víkur að því, hversu verzlun, iðn- aði og samgöngum vorum sé að ýmsu leyti ábótavant, þó að mörgu hafi verið breytt til batnaðar á síðustu áratugum. Hann tekur með réttu fram, að það sé þeim mun sárgrætilegra, hve iðnaður eigi langt í land hjá oss, sem vér eigum ó- þrjótandi vinnuafl, þar sem séu fossar vorir og ár, Höf. telur það eitt af aðal- skilyrðum verklegra framkvæmda og fram- fara hér á landi, að sundurgreining verk- legra starfa verði meiri en hingað til hefur verið og að sami maðurinn sé ekki að káka við mörg hin sundurleitustu störf. Hann telur og að við verðum sakir fátæktar landsins að

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.