Þjóðólfur - 22.09.1905, Side 2
172
ÞJOÐOLFUR.
jnni í Rússlandi, og að þjóðræði komist
meirog meir á á þannhátt, að þessi „rík-
isduma1' breytist og nái undir sig fulikomnu
löggjafarvaldi með tímanum.
„Rfkisduman“ á að koma fyrst saman í
janúar 1906.
Nebogatoff admfráll og allir yfirmenn
í flota hans hafa verið reknir burt úr sjó-
liði Rússlands. Orsökin til þessarar hörðu
refsingar er sú, að þeir drógu upp hvíta
friðarfánann á skipum sínum í hinni miklu
sjóorustu við Tsushima og gáfust varn-
arlaust upp í hendur Japönum.
Noregnr 0g Svíþjóð. Nokkrum dögum
eptir allsherjaratkvæðagreiðsluna í Noregi,
fór stórþingið 1 skrifuðu skjali til sænsku
stjórnarinnar, fram á, að hún yrði sér
hjálpleg við uppleysingu sambandsríkisins.
Norðmenn tóku þannig það ráðið, sem
hyggilegra var, að snúa sér til Svía sam-
kvæmt kröfum sænska aukaþingsins við
víkjandi uppleysingu sambandsins, í stað-
inn fyrir að halda því fast fram, að sam-
bandið væri þegar uppleyst með ákvæði
stórþingsins 7. júní, eins og þeir höfðu
áður gert.
Sænska stjórnin tók þegar vel undir
þessa beiðni stórþingsins og eptir nokkra
samninga var það ákveðið, að fulltrúar
fyrir bæði löndin skyldu koma saman í
bænum Karlstad f Svíþjóð og semja
um aðskilnað rfkjanna og skilmálana þar
að lútandi.
Fulltrúarnir komu saman á áðurnefnd-
um stað 31. ágúst. Fyrir hönd Svíþjóðar
mættu þessir: Ráðaneytisforseti Lunde-
berg, utanríkisráðgjafi Wachtmeister,
ríkisráð Hammerskjöld og ríkisráð
Saff. En fyrir Noreg mættu: Ráða-
neytisforseti Michelsen, stórþingisfor-
seti Berner, utanríkisráðgjafi Lövland
Og ríkisráð B. Vogt.
Fulltrúar þessir tóku strax til starfa 1.
sept, en mönnum er lítt kunnugt um,
hvað gerst hefur á fundum þeirra, því
þeir fara leynilega fram.
Það eitt er þó Ijóst, að samningarnir
ganga ekki eins fljótt og vel og búizt var
við. Það er einkum niðurlagning víggirð-
inganna, er þeir geta ekkí orðið ásáttir
um Hið bezta samkomulag og félags-
skapur er sagt að ríki milli fulltrúa beggja
landanna.
Það er búist við, að þessi fundur í
Karlstad standi yfir fram í miðjan þennan
mánuð að minnsta kosti.
Menn eru annars góðrar vonar um, að
sendinefndunum takist loks að verða á
eitt sáttar um uppleysingu sambandsrík-
isins. j, •
Það hafa heyrst raddir úm það í norsk-
um blöðurn, að réttast væri að aflsherjar-
atkvæðagreiðsla færi fram aptur uin nið-
urlagningu víggirðinganna og hvort Noreg-
ur á að verða lýðveldi eða konungsríki.
Friður í Austnr-Asín. Loks er kominn
á friður milli stórveldanna Rússlands og
Japan og hinn mikli ófriður leiddur til
lykta, sem nú hefur staðið í rúmlega i1'/*
ár og hefur kostað svo margra manna lff
og limu. Blóðstraumarnir stöðvast, það
er tekið fyrir uppsprettur þeirra. Þetta
er atburður, sem léttir þungum steini af
brjóstum miljóna manna um allan heim
og þó einkum í Rússlandi og Japan.
Eins og mönnum er þegar kunnugt um
gengu friðarsamningarnirí Portsmouth
mjög erfiðlega í langan tíma. Menn bjugg-
ust við, að þeir mundu stansa þá og þeg-
ar. Japanar settu svo háar kröfur, að
ekki var að þeim gangandi fyrir Rússa.
Það var spursmálið um eyjuna Sjakhalín
og herkostnaðarborgun til Japans, er ollu
mestum erfiðleikum við samningana. Á ð -
ur höfðu Japanar sleppt kröfun-
um um að fá herskipRússa á hlut-
lausum höfnum í Asíu og tak-
mörkun á hinum rússneska her-
skipaflota við strendur Austur-
álfu. En deilan stóð alltaf um þessi 2
áðurnefndu atriði. Japanar komu þá fram
með þá tillögu, að Rússland fengi að
kaupa Sjakhalín aptur fyrir 1200 milj pd.
sterl. og skyldi þessi upphæð skoðastsem
óbeinar herkostnaðarskaðabætur til Jap-
ans frá Rússlandi.
En Witte hafnaði einnig þeisari tillögu
eptir að hafa ráðfært sig gegnum hrað-
skeyti við stjórnina 1 St. Pétursborg og
keisarann. Loks 29. f. m. kom Komura
enn fram með nýja tillögu, en sendinefnd
Rússlands hafnaði henni strax og þá lagði
Witte fram sína ákveðnu tillögu um það,
að Rússland og Japan skiptu Sjakhalín á
milli sín og herkostnaðarskaðabætur féllu
niður. Eptir að Komura hafði lesið skjal
það, er Witte lagði fram, leit hann fyrst
spyrjandi augum til félaga sinna, síðan
sneri hann sér snögglega að Witte, tók í
hönd honum og sagði: „Eg tek á móti
tilboði yðar“. Með þessum fáu orðum
var friðurinn kominn á og tryggður, og
fulltrúar beggja þjóðanna orðnir á eitt
sáttir í öllum atriðum.
Litlu seinna um daginn skildu fulltrú-
arnir og Witte ók heim til sín mjög hrærð-
ur í huga. Friðarfréttirnar höfðu þegar
breiðst út um bæinn og fjöldi af blaða-
mönnum hafði safnast að gistihúsinu, sem
Witte bjó f. Þeir hrópuðu strax til hans
og báðu hann að staðfesta orðróminn, en
hann kom naumlega nokkru orði upp fyr-
ir geðshræringu. Seinna kölluðu fréttarit-
ararnir til hans: „Borgar Rússland her-
kostnaðarskaðabætur?" Þá hrópaði Witte:
„Ekki einn einasta kópek!“
Þegar þessi tlðindi spurðust varð hinn
mesti fögnuður meðal manna í allri
Portsmouth. Menn dönsuðu af gleði á
götum bæjarins og failbyssum var skotið.
Og aukaeintök af blöðunum komu út eða
þá fregnmiðar og þessi fögnuður breiddist
brátt út um allan heim.
Síðan 29. f. m. hafa þeir Japaninn
Dennison og hinn rússneski prófessor
M a r t e i n s starfað að fullgerð friðarsamn-
inganna og orðahljóðan þeirra. I gær (5.
sept.) voru þeir svo undirskrifaðir afþeim
Witte og Komura og þar með varhin-
um mikla friðarfundi slitið og sendinefnd-
ir beggja þjóðanna leggja á morgun af
stað heim til sín.
Allir eru á eitt sáttir um, að bæði Witte
og Komura hafi sýnt hina mestu snilld
af sér og kænsku við þessa friðarsamn-
inga, þar sem þeim tókst að koma friði
á að lyktum, þrátt fyrir þá miklu erfið
leika, er þeir áttu við að stríða. En þó
eru hin góðu úrslif mest þökkuð Roóse-
v e 11'forseta, sem alltaf hefur miðlað mál-
um með hinni mestu kænsku, einurð og
lipurfeik. Hann hefur líka fengið þakkar-
ávörp frá flestum þjóðhöfðingjum Norð-
urálfu ogþar á meðal frá Nikulás keisara
og Japanskeisara fyrir afrek sitt.
Witte hefur og hlotið maklegt hrós
hvaðanæfa frá. Háskólinn f Chicago hef-
ur gert hann að heiðursdoktor, en þá
virðing hefur enginn hlotið fyr annar en
Roosevelt. I Pétursborg á og að fagna
heimkomu hans með miklum virktum og
hátíðahöldum, er kvennþjóðin gengst fyrir.
Mönnum er þegar kunnugt pm friðar-
samningana, svo óþarfi er að orðlengja
mikið um þá meira. Þó má geta f fám
orðum um þann hagnað, er Japan hefur
hlotið við ófrið þennan:
1. Japan fær full yfirráð yfir Port Art-
h u r og D a 1 n y og L i a o u t u n g sk ag-
a n u m .
2. Korea á að standa undir vernd Jap-
ans.
3 Japan fær yfirráð yfir járnbraut-
inni íMandsjúríinu tilChar-
b i n .
4. Japan fær ennfremur suðurhluta eyj-
arinnar Sjakhalín til eignar og rétt
til fiskiveiða meðfram ströndum Síberíu.
Ennfremur hefur Japan hertekið 9 stór
herskip frá Rússum í stríðinu og nokkur
smærri skip.
Nokkur'hinna stærri herskipa liggja þó
enn á sjávarbotni í Port Arthur.
Tjón Rússa í ófriði þessum er mjög
mikið, einkum á herskipum. Þó urðu ó-
farir þeirra ekki eins miklar og búist var
við, og er það mest að þakka stjórnkænsku
Witte og sigri þeim, er hann vann fyrir
Rússland við hina hagfelldu friðarsamn-
inga.
Rússland og Japan hafa þegar gert verzl-
unarsamning sín á milli.
Danmörk. Hér í borginni hafa orðið
þau merkilegu tíðindi, að forstjóri „Sam-
ein aða gu fuskipa félagsins", Jak-
ob Brandt, bað um lausn frá starfi sínu
seint í f. m. og fékk hana frá 1. sept.
Hann bar við heilsulasleika. Aðalorsökin
til brottfarar hans mun þó vera sú, að
félagið var orðið óánægt með stjórn hans
og þótti hann of einráður. Sömuleiðis
var honum borið á brýn, að hafa eytt of
miklu fé til byggingar á 3 Vesturheims-
faraskipum.
Brandt er fæddur í Vestindíum og var
faðir hans prestur þar. Hann kom þó
ungur til Kaupmannahafnar og tók Glíick-
stad bankastjóri hann að sér og kom hon-
um svona vel áfram.
Brandt var harður og ósveigjanlegur við
undirmenn sína og harma því fáir brott-
för hans.
Til eptirmanns eptir Brandt hefur til
bráðabirgða verið kosinn admíráll Riche-
lieu. Hann dvaldi langan tíma í Siam
og ávann sér þar mikla frægð og varð
sjóliðsráðgjafi Siarns. Menn bera mikið
traust til hans sem dugnaðar- og atorku-
manns.
9. þ. m. kemur stór enskur her-
skipafloti í heimsóknarferð hingað til
borgarinnar og verður þá mikið hér um
dýrðir. Flotinn kom fyrir nokkru til
Esbjerg og þaðan hélt hann aptur til
Swinemiinde, þar sem hann dvelur enn.
Vilhjálmur keisari hefur tekið á móti hin-
um enska flota með mestu virktum og
bauð hann meðal annars stór admfrál v.
Koester að halda með allan þýzka flot-
ann til Swinemiinde til þess að fagna enska
sjóliðinu.
Eng-land. I lok fyrra mánaðar fékk
Curzon lávarður lausn frá jarlstign yfir
Indlandi. Orsökin til þess var ósamkomu-
lag við Kitchener lávarð viðvfkjandi yfir-
stjórn herliðsins á Indlandi.
Eptirmaður hans varð hinn auðugi jarl
Minto. Hann hefur áður verið stjórn-
andi í Kanada.
Kólera í Þýzkalandi. Á mörgum stöð-
um í Prússlandi hefur orðið vart við
þennan voðalega sjúkdóm og virðist hann
breiðast út rneir og meir, þrátt fyrir hin-
ar ítrustu sóttvarnartilraunir. Hingað til
hafa þó ekki fleiri en 80 manns sýkst, en
þar af hafa 25 dáið. Ekki er gott að
segja, hvé mikla útbreiðslu þessi næmi
og skaðvæni sjúkdómur fær.
Stjórn Brasilíu hefur heitið 10 milj.
króna verðlaunum fyrir áreiðanlegt
meðal gegn tæringu (Tuberculose)
eða krabbameini. Það er því til
mikils að vinna fyrir læknana.
Fyrir nokkru var AliceRoosevelt,
dóttir forseta Bandaríkjanna á ferð í Asíu.
Kom hún meðal annars á ferð þessari til
Manillaeyjanna og hitti soldáninn af
S u 1 u . Hann varð svo hrifinn af fegurð
hennar, að hann bað hennar sér til eigin-
konu. Ekki leist þó fröken Roosevelt á
að ganga strax að þessum boðum, en bað
um frest til að athuga rnálið. Soldán hef-
ur gefið henni hinar dýrustu gjafir. Hann
á 7 konur fyrir, svo að líklega verður
ekkert úr mæðgum við Roosevelt forseta.
Það er mikið talað um þetta æfintýri ung-
frúarinnar í Ameríku.
l'iðauki. Rvík 22. sept.
Edelfelt, hinn langfrægasti málarí
Finnlendinga er látinn, rúmlega fimmtug-
ur. Hann dvaldi langvistum í París, en
síðustu árin heima á ættjörð sinni. Marg-
ar myndir hans eru orðnar heimsfrægar.
Meðal andlitsmynda hans er kunnust mynd
af frakkneska vfsindamanninum Pasteur.
sem talin er snilldarverk.
Eptir Marconi-skeytum frá 8.—18. þ. m.
má því við bæta, að Japanar undu mjög
illa friðarsamningnum í fyrstu og urða
upphlaup og óeirðir 1 Tolcio og víðar um
land, en hefur þó sefast síðar. Japönum
þykir sinn hlutur mjög fyrir borð borinn
í samningnum, og segja friðinn ofsnemma
gerðan, en Rússar eru hinir ánægðustu
yfir úrslitunum og þykjast hafa sloppið
vel. Samt sem áður eru enn stöðugar
óeirðir og mannavíg, einkuin í Kákasus-
löndunum og logar þar allt í uppreisn.
Kveður einna mest að þessu í olíubænum
Baku. Þar hafa uppreisnarmenn gersam-
lega eytt 8 hverfum í bænum, en tjón það,
sem olíuiðnaðurinn hefur orðið fyrir af
völdum uppreisnarmanna er metinn 8
milj. pd. sterl. Þar logaði 1 500 olíubrunn-
um 8. þ. m. Rússastjórn sendir stöðugt
fleira og fleira lið suður þangað, en hrað-
frétt þaðan 16. þ. m. segir, að uppreisnin
í Baku haldi stöðugt áfram.
I höfuðborginni Tiflis er og uppreisn,
og á Póllandi er jafnan mjög ókyrt, sífelld
verkföll og manndráp nokkur.
Miklir jarðskjálftar í Kalabríu á Suður-
Italíu, einna mestir í nánd við bæinn
Monteleone. Hinn n. þ. m. hafði frétzt,
að 347 menn hefð.u látið lífið í jarðskjálft-
um þessum, og Marconi-skeyti frá 18. þ.
m. herma, að ávallt berist fréttir um
meira manntjón og meira eignatjón. Hinn
16. þ. m. kom frétt urn, að bærinn Mont-
erosso hefði gersamlega eyðst. Ítalíukon-
ungur hefur verið á ferðalagi þar suður
Irá, en kom heim aptur um 17. þ. m. og
skoraði á þjóðina alla að hjálpa. Kveðst
hann hafa verið sjónarvottur að óumræði-
legum hörmungum og hryllilegum atburð-
um í jarðskjálftahéruðunum.
Eptir síðustu Marconi-skeytum 18. þ.
m. er kóleran í rénun á Prússlandi.
Hraðskeyta-einkaleyfið í molum.
Marconistöðinni borgið.
Með þessari fyrirsögn flytur »ísafold«
16. þ m. ritstjórnargrein urn ritsíma- og
talsímalögin.
Hún lætur borginmannlega yfir þvi, að
Marconistöðin hjá Rauðará geti staðið
áfram eins og að undanförnu, þakkar það
aðgáningsleysi þings og stjórnar.
Hún byggir það á því, að ritsíma- og
talsfmalögin amist ekki við þeim hrað-
skeytasamböndum, »sem á stofn eru kom-
in og starfrækt hafa verið tyrir i.júli
1905«, segir að hraðskeytasambandið hafi
verið komið á og starfrækt fyrir þann
tíma, og því geti það haldið áfram til
eílífðarinnar, ef eigendunum bíður svo
við að horfa. Þetta segir hún, að sé
svo Ijóst, að »énginn dómstóll getur dæmt
þann rétt frá henni eða Marconifélaginu«.
Og jafnframt er hún kampagleið yfir
því, að »stóra ritsímafélagið norræna«
geti heimtað skaðabætur af landsjóði fyr-
ir vikið, stjórnin hafi ábyrgzt því einka-
leyfi til allskonar hraðskeytasambands um
20 ár, en nú megi Marconi halda áfram,
ritsímasamningurinn sé því rofinn afþingi
og stjórn, og við búið að félagið höfði