Þjóðólfur - 01.12.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 01.12.1905, Blaðsíða 1
57. árg. Reykjavík, föstudaginn 1. desember 19 05. JW 50. Verzl. Edinborg í Reykjavík hefur nú með s/s „Lauru" fengið mjög miklar birgðir af allskonar vörum. Þar á meðal: Epli — Appelsínur — Sítrónur — Bananas — þurk. Apricoats — Valhnotur — Barchnotur — Pipar allsk. — Vanille — Sítrónolía á glösum — Möndlur — KirseBer — þurk. Bláber — Succat — Schweitzer-ostur — Gouda-ostur — Eidamer-ostur — Svínslæri reykt — Kerti, af mörgum stærðum og litum — Spil, með ýmsu verði — Barnaspil — Gráfíkjur og sveskjur, sérstaklega góð- ar teg. — Mörk Carlsberg. Kaðlar og línur — Netagarnið fræga og ótal m. fl. Vefnaðarvöru-verzlun Th. Thorsteinsson að „Ingólfshvoli44. Hefur lang mesta og bezta úrvalið af vefnaðarvöru. Hefur mest orð á sér fyrir vandaðar og ódýraf vörur. Hefur þær lang beztu og ódýrustu saumavélar sem fást. Hefur allskonar skrautgripi, hentuga í tækifærisgjafir. Ódýrust og bezt vín í ,,Ö1 & vínkjallaranum^ að „Ingólfshvoli“. Frá útlöndum engin veruleg ný tíðindi umfram þau, er áður hefur verið getið hér í blaðinu. Nýj- ustu útlend blóð ná til 20. f. m. — Við- sjár miklar enn á Rússlandi, verkföll og óeirðir, en Witte ráðafár til að bæta úr vandræðunum, enda kvað það hafa spillt mjög hylli hans, að mælt er, að hann hafi neitað Pólverjum um aukið stjórn- frelsi. Er eflaust hræddur við að gefa oflausan tauminn um allt Rússaveldi svona allt í einu ofan á tilslökunina við Finna. Haft er eptir »Aftenposten« í Kristjaníu og símað til enskra blaða 15. f. m., að Karl konungsefni eigi ekki að breyta nafni, heldur nefnast Karl 5, en óvíst er hvort nokkuð er á þeirri frétt að byggja. Jafnframt er þess getið, að konungsfáninn norski eigi að vera gyllt Ijón á purpura- feldi. — Hinn 16. f. m. ákvað stórþing- ið konungslaunin, og eiga þau að vera 700,000 kr, árlega — Mælt er að Frið- þjófur Nansen eigi að verða sendiherra Norðmanna í Lundúnum. Hann var á- kafur lýðveldismaðtir fyrir skömmu, en hefur nú snúið við blaðinu, og manna mest barizt fyrir konungsstjórn. Eigna Norðmenn það metorðagirnd einni og eigingirni til að ná í sendiherratignina, helzt í Lundúnum, því að Englendingar hafi ávallt gert svo afarmikið stáss af honum. Segja lýðveldismenn hann vilja allttil vinna til að gerast hirðsnákur. Lýð- hylli hefur hann ekki mikla í Noregi, þykir drembinn og þóttafullur, en hann er tölugur vel og hefur mjög mikið ritað um pólitík síðustu árin. Látinn er danskur þjóðmegunarfræðing- ur N. C. Frederiksen fyrrum kennari við Kaupm.hafnarháskóla, en síð- an lengi í Ameríku og slðast í París, mikill hæfileikamaður og víða kunnur af margháttaðri starfsemi, ritgerðum, o. fl. Þj órsár-áveitan. í sumar var þeirri fyrirspurn hreyft á þingi (af 1. þm. Arnesinga), í sambandi við hækkaðan styrk til Landsbúnaðarfé- lagsins, hvort félagið mundi ekki vilja kosta danskan vatnsveituverkfræðing til að rannsaka áveizlu Þjórsár yfir Flóa og Skeið. Form. felagsins (Þórh. Bjarnar- son) skýrði þá frá því, að félagið hefði í hyggju að gera þetta. Og nú hefur hann skýrt oss frá, að góðar horfur séu á, að verkfræðingttrinn fáist, og kemur hann þá hingað að sumri og byrjar á mælingum og rannsóknum, en líklega verður þeim undirbúningi ekki lokið á einu sumri, og kemur þá verkfræðingurinn aptur sumar- ið 1907. Það er gleðilegt, að mál þetta, sem Árnesingar gera sér svo miklar vonir um, er þó loks komið þetta langt á veg. Nú þarf ekki að efa, að undirbúningurinn verði svo rækilegur og áreiðanlegur, sem unnt er. En þá er um slíkt stórvirki er að ræða má búast við, að enn líði nokkur tími, þangað til byrjað verður á sjálfu verkinu — áveitunni —, því að vonandi er, að sú verði niðurstaðan við rannsókn- ina, að fyrirtækið sé ekki að eins fram- kvæmanlegt fyrir kostnaðar sakir, heldur bæði stórnauðsynlegt og ábatavænlegt. Loptskeytl hingað send í gærkveldi herma, að ástandið á Rússlandi sé enn mjög ískyggi- legt og það megi á hverri stundu búast við fréttum um almenna stjórnarbyltingu. Fréttir hafa komið frá Moskow um uppreisn meðal herliðsins þar. Ein her- sveit neitaði að skjóta á sjómenn, og her- menn, sem gengu í fylkingu um strætin og sungu byltingasöngva og báru rauða fána snerust gegn yfirforingjunum og voru margir þeirra drepnir. Stjórn verkamanna í Pétursborg hefur sent uppreisnarmönn- um í Sevastopol heillaóskir, og segir að þeir séu sú fyrirmynd, sem allir rúss- neskir hermenn ættu að fylgja um land allt. Slðari frétt segir, að uppreisnin í Sevastopol sé sefuð. Þúsund rússneskir fangar, er voru á heimleið frá Japan, hafa gert mikil spell í Vladivostok, ráðist á liðsforingjaklúbb- inn og drepið 4 yfirmenn. En Kósakka- hersveitir gátu bælt niður þá uppreisn og beittu mikilli grimmd. Astandið þar er talið mjög ískyggilegt. t SigurOur Magnússon dbrm. á Skúmsstöðum andað- ist 19. f. m. rúmlega 95 ára gam- all. Hann var fæddur 1 Þorlákshöfn 22. okt. 1810 og voru foreldrar hans Magn- ús bóndi Beinteinsson, dótturson Halldórs biskups Brynjólfssonar og Hólmfrlður Árnadóttir prófasts í Holti Sigurðssonar, systir frú Valgerðar Briem á Grund, Páls Arnesens rektors og þeirra systkina. En albróðir Sigurðar var Gísli skólakennari Magnússon. Sigurður fór að búa á hálfum Skúmstöðum í Vestur-Landeyjum .1834, en fékk þá síðar alla til ábúðar. Mun það einsdæmi hér á landi, að bóndi hafi búið yfir 70 ár á einni og sömu jörð, og það jafnmiklu rausnarbúi, sem Sigurður heit. Hann var tvíkvæntur. Með f. k. Þórunni Þórðardóttur Thorla- cius, átti hann eina dóttur, Jórunni, sem gipt er Jóni óðalsbónda Árnasyni dbrm. 1 Þorlákshöfn, og eru þau hjón bræðra- börn. Með s. k. sinni Ragnhildi Magn- úsdóttur (prests í Eyvindarhólum Torfa- sonar) átti Sigurður ekki barn. Hún dó 21. okt. þ. á. réttum mánuði á undan manni sínum. Sigurður dbrm. á Skúmstöðum mátti teljast öndvegishöldur í íslenzkri bænda- stétt fyrir flestra hluta sakir. Risnu hans og höfðingskap var viðbrugðið, og hann átti jafnan miklum vinsældum að fagna. Stóð hagur hans jafnan með miklum blóma, þótt allmikil hnekkir yrði á þvf hin siðustu ar, er bæði Skúmstaðir og aðrar nálægar jarðar, er hann átti, fóru nær því í auðn, og sumar alveg, af vatna ágangi En frá Skúmsstöðum vildi Sigurður ekkilifandi fara, enda hafði hann lifað þar mestalla sína dáðríku og starf- sömu æfi. — Nánari lýsing á þessum sæmdar- og merkismanni ísl. bændastétt- ar birtist væntanlega síðar frá einhverjum nákunnugum manni. Ráðherrann H. Hafstein kom hingað úr utanför sinni með »Laura« 26. f. m., eptir 2 mánaða fjarveru. Þá kom og Try^gvi Gunnarsson bankastjóri, er brá sér snöggva ferð til Hafnar seint í október. Kunningjabréf til Björns ísafoldarritstjóra. Þér hafið í blaði yðar »ísafo!d«, 30. ágúst s.l. sýnt mér þann heiður, að geta mín lítillega; og þar sem eg finn, að þér verðskuldið tilhlýðilegt þakklæti fyrir greiðann, leyfi eg mér að hripa yður þennan miða, þótt nokkuð sé nú frá liðið; en því valda annir mínar, að fyr gat ekki orðið. Þó eg nefni þetta bréf kunningjabréf, þá skuluð þér þó ekki líta svo á, að eg með því sé að leggja sterkar fölur á kunningsskap frá yðar hálfu, heldur skul- uð þér skoða það sem allra undirdánug- ast frá minni hendi, eptir því, sem inni- haldið ber með sér. Annars þarf eg ekki að leitast við að gera greinarmun á fyrir- sögn og innihaldi, því þar munuð þér hafa allnæma skoðun á. Þó að þér hefðuð hreint ekkert á mig minnst, Björn, gæti eg enda verið rólegur yfir, en að þér gerið það á þennan veg, veldur mér sérstaklega fagnaðar. Eg þarf naumast að skýra fyrir yður, hvernig í því liggur. Veit að þér kunnið ein- hver spakmæli frá skáldunum okkar því viðvíkjandi. En eins vil eg biðja yður: Talið þér aldrei vel um mig. Mætti eg reiða mig á það ? Jæja, þér eruð að tala um í áður á- minnstu tölublaði »ísaf.«, að ráðherrann hafi tekið mig til yfirheyrslu eptir at- kvæðagreiðsluna í undirskriptamálinu. — Hversvegna segið þér þetta? Höfðuð þér þá engin önnur ósannindi í blaðið til að fylla þetta rúm? Veit eg það, að þá þurfti yðar málstaður mikils við af því tagi; en hvort þetta hefur verið heppilega valið, getur verið spursmál. Auðvitað talaði ráðherrann aldrei eitt einasta orð við mig um þessa atkvæða- greiðslu, og því hef eg verið að hugsa um, hvað því hafi valdið, að þér bjugg- uð þetta til. Helzt ætla eg að þetta hafi verið vitfirringsbrot af yður. Eg skal segja yður hversvegna eg hugsa þetta, en um leið verð eg að minnast á örfá fleiri atriði í blaði yðar. — 13 dög- um slðar, þann 13. september s.l. segið þér það, sem yður er annars ekki tamt, og sem gæti hugsast að væri yfirbót á þetta, þó það komi við öðru máli. Þér segið nefnilega — þér skuluð ekki láta yður verða illt við — vísvltandi satt, að því er eg get bezt fundið. Hafi það ver- ið óvart, munuð þér leiðrétta það síðar. Það sem þér hafið þá orðið um, er rit- sími austur í sýslur — mun eiga að vera málþráður. Eg skal ekki taka nema lítið upp, því eg get ímyndað mér, að þér þolið ekki stóran skammt af þessu kröpt- uga lyfi í byrjuninni. Svona hljóðar það: . . . »að fái sum héruð einhverja sam- göngu b ó t og viðskipta, þá vilja önn- ur hafa hana líka og ekki láta gera sig afskipta«. »Ekki nema það þó«. Þér kallið þarna »ritsímafarganið«, sem þér nefnið svo, »samgöngubót og viðskipta*. En ekki var Adam lengi í ParadíS.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.