Þjóðólfur - 06.07.1906, Side 2

Þjóðólfur - 06.07.1906, Side 2
ÞJÓÐ OLFUR. 1i<5 Enn um landstjórann, Eg hélt satt að segja, að höf. landstjóra- greinBnna 1 23.—27. tbl. »Lögréttu« væri svo skýr maður og athugull, að honum dyldist ekki, er hann hefði lesið greinar- stúf minn 1 25. tbl. Þjóðólfs, að hann hefði feðrað ranglega landstjórahugmynd- ina, er hann kallar svo, þar sem hann eignaði Monrad biskupi hana, en ekki Jóni Sigurðssyni, sem eg þóttist hafa sýnt fram á með nokkrum rökum, að væri réttnefndur faðir þessarar hugsjónar. En þessi von mín hefur brugðizt, því að rök- semdaleiðsla hins háttvirta höf. í svari hans til mín í 27. tbl. »Lögréttu« er á þá leið, að hann blandar saman að nokkru leyti landstjórahugmynd Kriegers og land- stjórahugsjónum þeim, er vakað hafa fyrir Jóni Sigurðssyni og ýmsum stjórnmála- mönnum öðrum, sem honum fylgdu. Og mér finnst jafnvel, að höf. vaði sumstaðar svo mikinn reyk í svari sínu, að hann getur ekki ætlazt til að eg leiði það þegj- andi hjá mér. Hitt skiptir mig lítils, að landstjóragreinar hans eru í sumum at- riðum svo tvíbentar eða á »báðum áttum«, að það er engan veginn fjarri lagi að jafna þeim við »delfiskt« goðsvar. Eg skal því næst leitast við að finna orðum mínum stað og leiða rök að því, að J. S. er með réttu talinn faðir bæði landstjórahugmyndarinnar, er kom fram á Þingvallafundinum ro. ág. 1850 og síð- ar hefur vakað og vakir enn fýrir mörg- um íslendingi, sem og þeirrar sem höf. segir að »virðist fyrst hafa komið fram í grein einni í Berlíngsku tíðindum, sem eignuð hafi verið Monrad biskupi*. Um tillögu Kriegers stiptamtmanns, sem á ekkert skylt við landstjórafyrirkomulagið, eins og menn hugsuðu sár það 1850 og 1871, nema að eins nafnið, skal eg og slðar fara nokkrum orðum. Hinn háttvirti höf. og eg munum lík- legast geta komið okkur saman um, að mismunurinn á valdi og verksviði land- stjóra þess, er Þingvallafundurinn 1850 gerir ráð fyrir og landstjóra þeim, sem alþingi 1871 hélt fram í varakröfu sinni, er ekki æði mikill. Því að svo er til ætiazt, að hvortveggi landstjórinn hafi sér við hönd löggjafarþing og ráðgjafa, og sé í flestum greinum staðgöngumaður konungs. Vitaskuld er þó landstjórinn frá 1871, sem sniðinn er eptir stjórnarfari enskra nýlenda í sumum greinum, háðari Danastjórn en menn höfðu gert ráð fyrir 1850 að landstjóri, sem ætti að rekja rót sína til jafnræðis Dana og Islendinga, þyrfti að vera. Nú vill svo vel til, að unnt er að leiða rök að því, bæði af prentuðum ritgerðum J. S. og af óútgefnum bréfum, sem eg hefi handa á milli, að Jón Sigurðsson verður fyrstur til að hreyfa hvorritveggju landstjórahugmyndinni. Mun eg að þessu sinni láta mér nægja að skírskota til rít- gerða J. S. og þá fyrst til ritgerðar »Um stjórnarhagi Islands í IX. árgangi »Nýrra Félagsrita« 1849. Á 67. bls. kemst hann þannig að orði: Hið fyrsta atriði er það, að stjórnarat- athöfnin öll hafi aðsetur sitt á íslandi sjálfu, eins og konungur hefur lofað að verða skyldi í Slésvík. Þessvegna þarf landstjórn á einum stað í landinu, og hafi að minnsta kosti þrfr menn þátt í henni, þeir hafi öll landstjórnarmál á hendi og fullt vald til að greiða úr þeim, að svo miklu Ieyti sem ekki þykir nauðsyn á, að þau gangi til konungsúrskurðar. Alþingi þarf að fá öll þau réttindi, sem þjóðþingum eru veitt, ti! að líta eptir hversu stjórnarathöfnin fer fram; þar til heyrir umsjón og ráð á tekj- um og útgjöldum landsins". Þingvallafundur sá, er haldinn var xo. ág. 1850 fyrir forgöngu tveggja helztu hérlendra þjóðmálaskörunga, Hannesar prófasts Stephensen og Jóns ritstjóra Guð- mundssonar, tekur þessa kröfu J. S. upp í ávarp fundarins til allra íslendinga með þeim viðauka einum: »svo viljum vér hafa jarl yfir oss eins og fyrri« (sbr. Undir- búningsblað undirÞjóðfundinn 1851, 3.—4. bls.). Það er og á flestra vitorði, sem þekkja eitthvað til sögu vorrar, að þetta fyrirkomulag vakti fyrir meiri hluta þjóð- fundarmanna, að því atriði undanskildu, að þjóðfundarmenn heimtuðu ekki sér- stakan landstjóra, eins og J. S. hafði stungið upp á í »Hugvekju til íslendinga« 1848. Það er alkunnugt, hversu lítinn byr fyrgreindar kröfur vorra beztu og vitrustu manna höfðu um langt skeið hjá Dana- stjórn. Því var það eðlilegt, að J. S. og aðrir færu að hugsa um aðra leið til þess að leysa þennan Gordíonshnút, og varð þá landstjórnarfyrirkomulag, sniðið eptir frjálslyndustu nýlendustjórn Breta, efst á baugi. Raunar mun J. S. aldrei hafa getað sætt sig til fulls við slíka stjórnar- skipun fyrir íslands hönd, því að sú hugs- un var svo rík í brjósti hans, að jafnræð- ishugsjónin sem Þjóðfundurinn byggði á stjórnarbótarkröfur sínar, væri eini rétti grundvöllur sambandsins milli íslands og Danmerkur. En af því að honum þótti stjórn Islands, sem þá var, með öllu ó- hafandi og var hinsvegar sannfærður um, að Danir væri ófáanlegir til þess að veita oss jafnrétti að svo komnu, og varð þess var jafnframt, að íslendingar voru farnir að linast í sókninni að halda fram kröf- um þjóðfundarmanna (sbr. höf. einn í Norðanfara ágúst 1862, 15.—16. bl.), þá fór hann í grein einni »Um stjórnarmál og fjárhagsmál íslendinga« 1 XXIII. árg. (1863). Nýrra Félagsrita að vekja máls á og ræða um stjórnarfyrirkomulag hér á landi, er væri sniðið eptir frjálslegustu stjórnarlögum enskra nýlenda. Þar farast honum þannig orð á 29.—30 bls.: „Landstjórinn kysi sér ráðunauta ís- lénzka, sem stæði fyrir framkvæmd land stjórnarinnar og hefði ábyrgð fyrir alþingi, en landstjóri samþykki frumvörp til þings og þau lagafrumvörp, sem frá þinginu kæmi, svo þau yrði að Iögum ; hann hefði einnig neitunarvald, en ráðaneyti hans hefði ábyrgðina og skrifaði undir með honum. Þetta væri nú ölaungis sviþað pvi, sem ervenjulegt í hinum ensku nýlend um i stjórnaiaðfetð feirta*). I áminnstri grein er miklu meira mál um nýlendustjórnarskipun þá, er íslend- ingar að dómi J. S. mundu geta sætt sig við fyrst um sinn, úr því ekki væri unnt að fá framgengt að svo komnu kröfum þjóðfundarmannanna og verð eg að vísa mönnum til greinarinnar sjálfrar. Eg þykist nú hafa leitt óræk rök að því, að J. S. er faðir landstjórahugmynd- arinnar, eins og hún kom fram á Þing- vallafundinum 1850, svo og þeirrar er vakti fyrir meiri hluta þingsins 1871 og birtist 1 varatillögu hans. Að síðustu skal eg fara nokkrum orð- um um þá staðhæfing höf., að »hugmynd- ina um landstjórn eða landstjóra á íslandi« eigi »fyrstur að dómi Jóns Sigurðssonar, Krieger stiptamtmaður — í uppástungum til rentukammersins 1837 — en hvorki Jón Sigurðsson né Monrad«. Eg hefhér að framan drepið á, að landstjóri Kriegers er allt annars eðlis og gagnólíkur land- stjórum þeim, er vöktu fyrir J. S. og öðrum íslendingum, bæði 1848, 1850, 1863, 1871 og endrarnær. En til þess að taka af öll tvímæli, skal eg tilgreina hér orð Kriegers sjálfs í bréfi hans til rentukammersins dags. 10. maí 1837 (sbr. Landskjalasafnið : Dansk Kopie- bog 1836—37 K. nr. 352): „Denne Centralbestyrelse (en provincial Regering eller Gouvernement) antages *) Auðk. af már. at burde være i Reykjavik og bestaa af en Præsident eller Gouverneur og 2 Reger- ningsraader, hvor af den ene tillige skulde være Secretair. Jeg antager det under alle Omstændigheder for en Nödven- dighed, at Vesteramtet forenes med Sön- deramtet og formener at disse to Amter direkte kunne bestyres af denne Reger- ing paa satntne Maade som jeg tror at 0en St. Croix staaer direkte under Ge- neralgouvernementet i Christjanstad*)". Eins og menn sjá, er oss ekki gert mjög hátt undir höfði með tillögu Kriegers; vér erum settir á bekk með Svertingjum í Vesturindíum, og þó var tillaga þessi góðra gjalda verð af hálfu Kriegers og á hans dögum. En engum, sem þekkir æfi- starf J. S. mun detta 1 hug, að hann hefði nokkru sinni orðið svo lítilþægur fyrir íslands hönd, að biðja um slíkan land- stjóra. Það er þvl ekki annað en ástæðu- laus útúrdúr hjá höf. að eigna Krieger landstjórahugmynd þá, er vér höfum þráttað um. Mun hann hafa kastað því fram í fljótræði, því að mér dettur ekki í hug að geta þess til, að það sé sprottið af öðrum hvötum. Ósk höf. í niðurlagi greinar hans, að ástmín á »Lögréttu« og »Lögréttumönnum« hlaupi ekki aptur með mig í gönur, var allsendis óþörf. Greinar mínar um þetta efni eru hvorki sprottnar af góðvild né illvilja til »Lögréttu« eða »Lögréttumanna«, heldur af því að mér gremst að sjá út- lending eignaða hugsjón þá, er eg vissi að okkar mætasti og nýtasti maður hefur alið í brjósti slnu mestalla æfi sína. Reykjavlk 1. júlí 1906. Þorltifar H. Bjarnason. „Vesta“ kom hingað 2. þ. m., 4 dögum á eptir áætlun; hafði tafizt nyrðra, mest vegna þoku. Með henni voru allmargir farþegar, þar á meðal, auk séra Matth. Jochumsson- ar, séra Hjörleifur Einarsson frá Undir- felli með konu sinni, Jóhann Jóhannesson kaupmaður úr ferð kring um land, Magn- us Ólafsson kaupmaður frá ísafirði, ekkju- frú Katrín Einarsdóttir frá Kaupm.höfno. fl. Matthías Þórðarson skipstjóri var und- irstýrimaður á henni, síðan slysið varð á Berufirði, sem getið var um í síðasta blaði; en eigi var sú fregn rétt, að stýrimaður hefði misst hendurnar, heldur að eins 4 fingur á hægri hendinni, en hásetinn alla hendina fyrir neðan olboga. Auk þess meiddust þeir stórkostlega mikið, svo óvíst er talið, hvort þeir lifa það af. „Vesta" kom hingað beina leið frá ísa- firði; lét vörur og farþega, sem áttu að fara á aðrar vesturhafnirnar, í „Ceres", og var það gerræði, sem skipstjórar með fast- ákveðinni ferðaáætlun hafa ekki heimild til. „Vesta" fór héðan aptur í gær og með henni margir farþegar; þar á meðal til Stykkis- hólms L. H. Bjarnason sýslum., Guðm. Eggerz málfærslumaður og frú hans, Sigfús Eymundsson bóksali á leið til útlanda Jósep Blöndal vefari til Danmerkur, hann hefur fengið landsjóðsstyrk til að fullkomna sig í vefnaði; en til Norðurlands frú Guðrún Jónsdóttir frá Laugarnesi og dóttir henn- ai frk. Sigríður Hermannsdóttir; margt af skólapiltum o. fl. „Ceres“ kom hingað af Vestfjörðum í fyrra dag snemma. Með henni kom Lárus H. Bjarna- son sýslumaður úr Stykkishólmi snögga ferð, og fór hann aptur í gærkveldi með „Vestu". Hafði hann ætlað suður með „Vestu" á bankaráðsfund, en erhúnbrást, skoraði hann á skipstjóra að blða hérsól- arhring eptir honum og treystist skipstjóri ekki til annars, en að gera svo, úr þvl að hann hafði hlaupið fram hjá Stykkishólmi. *) Auðk. af mér. „Perwie“ fór til útlanda 30. f. m. Með henni tóku sér far: Björn Stefánsson cand. theol. á- leiðis til Finnlands, Júlíus Schau stein- höggvari og frú hans, Arnskov danskur blaðamaður og Þorleifur Guðmundsson kaupfélasgsstjóri (frá Háeyri). Samsöng héldu hér í bænum 1. þ. m. ungfrúElín Matthíasdóttir og frú Elizabet Þorkelsson. Sungu þær bæði tvær saman ogeinshvor fyrir sig og þótti mjög vel takast. Munu þær og vera beztu söngkonur bæjarins. Sólsetursljóð með lagi eptir séra Bjarna Þorsteinsson, er þær sungu saman, urðu þær að endurtaka. Samsöngurinn var vel sóttur. Séra Matlhias Jochumsson frá Akureyri kom hingað með „Vestu" og dvelur hér nokkra daga. „Lögrétta“ má gjarnan vera gleið -yflr því, að hafa flutt fréttir úr ósömdum landsreikningi fyrir árið 1905 á undan Þjóðólfi, því að Þjóðólfur öfundar hana ekkert af þeim heimildum, sem ekki eru betur fengnar en þessi var. Og þó einhver Lögréttu- ritstjóranna standi svo að vígi, að hann geti handsamað einhverja nýjung úr stjórn- arráðinu á undan öðrum blöðum, þá ber vel að gæta þess, að nota þá aðstöðu með varúð, og prenta t. d. ekki bráðabirgðar- reikningsáætlanir úr stjórnarráðinu nema með leyfi þess eða þeirra, er ráð hefur yfir þeim. En slíkt leyfi hefur „Logr." ekki haft. Áfergjan hefur verið svo mikil að birta þessa reikningsáætlun skrifstofustjór- ans á 3. skrifstofu (Eggerts Briems) þótt hún væri alls ekki ætluð til prentunar 1 blaði. Vonandi verður „Lögr.“ varkárari með heimildir sínar hér eptir. Stúdentspróf úr latínuskólanum hafa tekið 30. f. m.: * Sigurður Nordahl . . . I. eink. 104 st. * Árni Árnason .......... I. — 104 » * Stefán Sch. Thorsteinsson I. — 97 » * Magnús Gíslason ... I. —- 91 » Jóhannes A. Johannessen I. — 94 » * Konráð R. Konráðsson I. — 90 » Páll Sigurðsson .... I. — 84 » * Hafsteinn Pétursson . . II. — 82 » * Jón Sigurðsson.........II. — 81 » Pétur Jónsson.........II. — 81 » * Vernharður Þorsteinsson II. — 77 » * Þórður Oddgeirsson . . III. — 43 » Hinir stjörnumerku eru allir utanskóla- sveinar. Skipstrand varð fyrir skömmu á Skeiðarársandi. Strandaði þar þýzkt botnvörpuskip og björguðust allir skipverjar af því: 10 í land, en 4 var bjargað úr öðru botn- vörpuskipi, en af þvl skipi fórust 4 menn við björgunina. Hraparlegt slys varð enn 29, f. m. Þá beið bana drengur á 8. ári, Haukur sonur Ásgeirs verzlunarm. Eyþórssonar í Rvík. Hafði hann farið með öðru fólki úr Borgarnesi og verið bundinn í söðli, en hesturinn, sem hann reið, fældist, og snaraðist söð- ullinn undir kvið, og marðist drengurinn þar til bana, áður en hesturinn náðist. Drengurinn, sem fyrir skotinu varð í Þingholtsstræti, 26. f. m., er nú á góðum batavegi. Ásgeir Blöndal héraðslæknir á Eyrarbakka hefur fengið Iausn frá embættisstörfum um sinn sakir heilsubrests og ætlar að sigla á heilsubótar- hæli erlendis í þ. m. Guðm. Tómasson stud. med. gegnir embætti hans á meðan.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.