Þjóðólfur - 11.01.1907, Síða 2

Þjóðólfur - 11.01.1907, Síða 2
6 ÞJÓOÐLFUJR. ÞJÓÐÓLFUR kemur út einu sinni og stundum tvísvar í viku, 52 blöð minnst um árið. Kostar hér á landi 4 kr. árg. Erlendis 5 kr. Gjalddagi 15. júlí ár hvert. Uppsögn skrifleg, bundín við áramót, verður að vera komin til útgefanda fyrir 1. október, annars ógild, enda sé kaupandi pá skuldlaus við blaðið. Það er þvi mikið gleðiefni, að nú er far- inn að koma í ljós áhugi á að slétta tún- iu og plægja jörðina, enda er og full þörf á því og það i miklu stærri stíl. Eng- um getur dulizt, að búskapurinn verður miklu erfiðari, þegar kosta verður ærnu fé til að undirbúa jörðina og rækta eða gera hana færa um að bera góðan gróða og hæfa til vélavinnu. Alt þetta leggst þungt á hina núlifandi kynslóð, af því fyrri kynslóðirnar hafa næstum því ekk- ert gert i þá átt. En hve þungt sem það er, verðum vér þó að risa undir því. Það er og verður lífsskilyrði landbúnaðarins að rækta jörðina sem bezt, og hér á landi ber að leggja aðaláherzluna á grasrækt- ina eða rækta túnin, auka þau og margfalda. Landbúnaðinum farnast að likindum vel, ef að er farið með hyggindum og dugnaði. Það er hlutverk þeirra, sem nú lifa, að byrja á því að rækta landið íyrir alvöru, en auðvitað er þá margs að gæta. Ræktunin er kostnaðarsöm og þann kostn- að verða afurðirnar auðvitað að borga, ef vel á að vera, Þvi er um að gera, að framleiða sem bezta og vandaðasta vöru og sjá svo um, að vörurnar geti staðizt samkeppni við önnur lönd, þegar á mark- aðinn er komið. Reynslan hefurnúsýnt, að hér má framleiða gott smjör og ef- laust má framleiða miklu meira af þeirri vöru og taka við góðri borgun. Þá er og öllum kunnugt, að Island er ágætt sauð- land. Má eflaust hafa hér miklu fleira fé og flytja miklu meira kjöt úr landi. En það er ekki nóg að framleiða mikið af vörunni. Varan verður nefnilega llka að vera góð. Kjötið í sjálfu sér verður að vera gott, en það næst, ef nægilega vel er farið með féð að vetrinum. Þá verður slátrunin og að vera í góðu lagi og öll meðferð kjötsins hin bezta. Svo lítur nú út sem farinn sé að vakna al- varlegur áhugi á að bæta alla meðferð á kjötinu sem verzlunarvöru, og að menn séu farnir að skilja, hve afar-þýðingar- mikið það er. Óskandi væri, að mönn- um færi einnig að skiljast, hve afar-þýð- ingarmikið það er, að fara vel með féð, svo kjötið verði gott. Hestamarkaðinn mætti og eflaust bæta með því, að ala hestana vel upp og senda úrvalsgripi á markaðinn. Að öllum líkindum mundi verðið hækka svo mikið, að kostnaður- inn af uppeldi hestanna mundi borga sig margfaldlega. Yfirleitt á það að vera meginregla, að vanda alla vöru sem bezt og senda ekki aðra vöru á markaðinn en þá, sem er oss til sóma. Vér verðum stöðugt að hafa það hugfast, að vond og léleg verzlunarvara er oss til hinnar mestu minnkunar á heimsmarkaðinum. Þegar vöruvöndun er komin á svo hátt stig meðal vor, að öll íslenzk vara á heimsmarkaðinum er talin með hinum beztu, þá fer útlendingum og að skiljast, að ekki stoðar framar að segja, að »allt sé nógu gott í Islendinginnc. Bókmenntir. igúst Bjarnason: YfirUt yflr sögn manns- andans. Nítjánda öldin. Rvík 1906. 379 bls. 8. Bók þessi er bæði fróðleg og efnis- rfk. Hún er safn af fyrirlestrum, er höf. hélt hér í bænum næstl. vetur og veitti síðasta alþing honum 600 kr. styrk hvort árið (1906 og 1907) til að gefa þá út. Ritið skiptist í 6 höfuðþætti eða kafla. Fyrsti kaflinn er um þjóðhagi og þ j óð fé 1 agshrey fin g ar, og er þar fyrst talað um þjóðhagsfræði Adams Smith’s, um afleiðingar samkeppninnar og upphaf sósíalismans, en sfðast er stutt saga sósfalismans, og rækilegast sagt frá Karl Marx og starfsemi hans. — Annar kafli bókarinnar lýsir heimspeki Kants og er hann yfirleitt einna bezt ritaður. — Þriðji kaflinn er um hugspekina þýzku og er þar gerð grein fyrir nátt- úruspeki Schellings, siðaspeki Fichte’s, söguspeki Hegels, heimsskoðun Schopen- hauers, trúspeki Schleiermachers og trú- ar- og siðarannsóknum Feuerbachs. — Fjórði kaflinn skýrir frá farsældar- kenningunni og frelsishugsjón- um Stuart Mill’s, en fimmti kaflinn tekur raunspekina til athugunar og kennir þar allmargra grasa. Er þar tal- að um forkólfa raunspekinnar (Comte og Mill), um viðhald afls og efnis (Lavoisier, Robert Mayer o. fl.), um efniskenninguna, (Moleschott og Biichner), um uppruna sólkerfanna (Kant, Laplace o. fl.), æfi- sögu jarðarinnar (Werner, Lyell o. fl.), um uppruna lífsins (Pfliiger o. fl.), um upp- runa tegundanna (Lamarck, Darwino. fl.) og heimspeki Spencers. Sjötti og síðasti kafli bókarinnar er um siðfræðina n ý j u, þ. e. siðfræði Spencers, trúar- og siðaskoðun Guyau’s og siðaskoðun Nietz- sche’s, Eins og sjá má af yfirliti þessu, er efn- ið allumfangsmikið og víðav við komið; hefur ekki fyr verið ritað neitt í samhengi á fslenzku um þetta efni, og er því bókin að því leyti nýung á íslenzkum bókamark- aði. Er ágætt að fá efni þetta dregið 1 eina heild og mun margur verða sá, enda meðal mentaðra manna, er leggur bókina frá sér með gleggri og ljósari þekkingu á andans stórmennum 19. ald- arinnar, en hann áður hafði. En óskóla- gengnum, fróðleiksgjörnum mönnum, er ekki hafa átt kost á að kynnast anda- stefnum aldarinnar, af íslenzkum ritum, mun bókin verða sá brunnur fróðleiks og þekkingar, er þeir geta lengi ausið af, enda mun nákvæmur lestur bókarinnar hafa fjörgandi og vekjandi áhrif á hugs- unarafl allra þeirra lesenda, sem ekki eru gersneyddirölluímyndunarafli. Ekki verð- ur annað sagt, en að framsetning efnis- ins sé víðast hvar svo skýr, að engin of- ætlun sé hverjum meðalgreindum alþýðu- manni að hafa þess full not, en þó bregð- ur stundum út af því hjá höf. svo að frá- sögnin verður óljósari og flóknari,)en hún þyrfti að vcra. Mun það standa í sam- bandi við það, að höf. hefur sumstaðar átt erfitt með að klæða frásögnina í nógu lipran og léttan búning, eins og eðlilegt er, þar sem um allþungt verkefni er að ræða, verkefni, sem auk þess hefur svo lítið verið ritað um á íslenzku og málið skortir því orð til að tákna nógu skýrt og skarpt. Sum nýyrði höf. eru mjög góð, en sum hins vegar óviðkunnanleg og mið- ur heppileg. Málinu er því allvlða ábóta- vant og málleysur koma ekki óvíða fyrir. T. d. má taka, að við greinaskiptin á 133. bls. eru 3 málvillur og 2 prentvill- ur (hvorug leiðrétt) 1 7 fyrstu línum grein- arinnar. Málvillurnar eru: »að þægja þörfum sínum f. að fullnægja o. s. frv., »að geta ekki sefað þeim (þ. e. þarfirnar) eða satt þær til fulls« í st. f. sefað þ æ r og satt til fulls, og »Kona þessi getur af sér son« í st. f.: kona þessi getur son. A bls. 151 er »rýjar«, 3. pers. núl. tíðar, af sögninni rýja, rúði, röng mynd í st. f. »rýir« eða »rýr«, (maðurinn rýir sauðina). Verið getur, að eitthvað af þessu séu prentvillur, þvl að þær eru ofmargar í bókinni og sumar meinlegar, en ekki nándanærri allar leiðréttar. Málvillurnar og prentvillurnar í bókinni mundu verða kærkominn sparðatíningur þeim ritdómur- um, er jafnan eru á þönum eptir öllu sllku til að sýna málfræðisþekkingu sína og slá sig til riddara á höfundunum. En oss kemur ekki til hugar, að kveða upp nokkurn áfellisdóm yfir höfundinum eða þessari bók hans, þótt nokkur smíðalýti séu á henni frá málfræðislegu sjónarmiði, því vér viðurkennum fyllilega þá erfið- leika, er höf. hefur átt við að stríða frá þeirri hlið, sem brautryðjandi í nýrri fræði- grein hér á landi. I samanburði við kosti bókarinnar eru gallarnir smávægilegir. €rlení símskeyti til Pjóðólfs frá R. B. Kaupm.höfn 3. jan., kl. 6 siðd. Verkfall. Frá þvl f gærmorgun er verkfall hjá sporvagnastarfsmönnum. Öll sporvagna- umferð hætt. Samningar um ágreinings- efnin enn ekki byrjaðir. Vinnuveitend- ur ætla að kveðja til fundar 9. janúar til að ræða ályktun um að svipta verkfalls- menn starfinu. Skipsbruni. Gufuskipið Lindholmen brann í Far- sund í Noregi, 3 menn biðu bana og póstflutningurinn brann. 8. jan. kl. 7,45 siðd. Verkfallið. Sporvagnaverkfallið hefur staðið yfir 5 daga og valdið miklum erfiðleikum. Á sunnudaginn (h. 6.) komust samningar á. Starfsmennirnir hafa lítið áunnið. Vinnan hófst aptur á mánudaginn. » Valurinn«. (»Islands Falk«) ferðbúinn f dag, (til Islands). Viðgerðin á konungsskipinu. Henni verður ekki lokið fyr en í sept- ember, og verður skipið því ekki haft til Islandsfararinnar. 10. jan. kl. 6 síðd. Persakeisari og María ekkjudrottn- ing frá Hannóver dóu í gœr. Snarpir jarðskjálptar í nótt við Kristjaníufjörðinn og í Mið- Svíþjóð. Rússnesk hrgðjuverk. Paulov forstjóri herdómsins í Péturs- borg var drepinn í gær og í dag var drep- inn Andrew varðliðsforingi í Lodz (á Pól- landi). * * % Af þessu síðasta skeyti, sem er hið lang- fréttnæmasta, er enn hefur borizt hingað frá útlöndum, má sjá, að ekki er hryðju- verkum rússnesku byltingamannanna lokið enn, því að eflaust stafa manndráp þessi af þeirra völdum, og má enn vænta frekari stórtfðinda úr þeirri átt. * * * Persakeisari, sem nú er dauður, hét M u z- affer-ed-Din, og var kominn nokkuð á sextugsaldur (fæddur 26. marz 1853), en fók við ríki eptir föður sinn Nasreddin 1896. Ríkiserfinginn heitir Muhammed Ali Mirza, nú hálffertugur að aldri. * * « María ekkjudrottning frá Hannóver, sem nú er einnig látin, var ekkja Georgs 5. Hannóvers-konungs (j- 1878), er Prússar ráku frá völdum 1866, og móðir hertogans af Kumberland, tengdasonar Kristjáns kon- ungs 9. Var María drottning 6 dögum yngri en Kristján 9, fædd 14. apríl 1818, og því komin hátt á 9. árið um áttrætt. Hún mun hafa dáið hjá syni sínum í Gmunden. Opið bréf til Baldurs Sveinssonar á Eskifirði. í „Dagfara" 30. nóv. síðastl. ritið þér greinarstúf, sem þér nefnið: „Á tunga vor að týnast?" f grein þessari talið þér til mín nokkrum orðum og álítið meðal annara kosta minna, að eg sé ekki sendibréfsfær. Um þetta mun yður með öllu ókunnugt, sem vonlegt er, og ætla eg þvf að senda yður lfnur þessar í sendibréfsformi, og mun það hið fyrsta, sem þér eigið kost á að dæma um. Eg skal vera stuttorður, enda því hægara að efna það, sem viðfangsefnið er léltara. Þér þykist töluvert að manni í áður- nefndri grein, þar sem þér kastið lasti’í garð nær allra þeirra manna, sem fást'við blaða- og bókaútgáfur hér á landi. Það er gott, þegar unglingar, “því virðingarverðara sem menntunin er minni, grípa pennann til að beita honum í þarfir þjóðar sinnar; og vel er það fyrirgefandi, þótt margt sé í fyrstu nokkuð fljótfærnislegt, þegar undirrót slíkra tilrauna er af góðum toga spunnin. En í áminnstri grein yðar er ritháttur og inni- hald, að mér finnst, svo náið að ósamræmi og ósannsögli, að eg tel velgerning að benda yður á það, þótt ekki væri nema þessi orð yðar: „Öll blöðin gera eitthvað til að spilla tungu vorri, en mörg talsvert til að vernda hana“. Á fleira þessu líkt mætti benda, ef rúm leyfði. Eg skal með fáum orðum minnast á það, sem þér segið um mig og bókaútgáfu mína. Þér álítið það hneyksli næst, að maður, sem hefur verið skósmiður, gerist bókaút- gefandi, og sannfæring yðar er, að slfkt muni dæmalaust meðal annara þjóða. En þrátt fyrir þennan menntunarskort, sem þér berið mér á brýn, skal eg þó fræða yður, sem hafið þó dálítinn menntunarvísi, að víðsvegar um heiminn breyta menn af öll- um stéttum um lífsstöðu sem vonlegt er, það er gangur lífsbaráttu vorrar, og all- optast bending um þrek og viðleitni. Þessu til stuðnings mætti tilfæra fjölda dæma, en þroskaðir lesendur bréfs þessa þurfa þeirra ekki. Þér segið, að eg hafi tekið mig upp frá „lestinum" á Sauðárkrók og gerst forleggjari (góð íslenzka!!) í höfuðstað landsins og orðið vel ágengt. Eg þekki pilt, sem komst þolanlega gegnum lærða skólann, vantaði atvinnu og gerðist svo þarfamaður hjá blaða- útgefanda. Þetta rökstyður það, sem áður er sagt, að menn eru ekki við eina fjöl felldir. Þér ætlið að ná yður duglega niður á mér, líklega af ást til móðurmálsins(!!), með því að tilkynna að eg jafnvel hafi gerzt svo djarfur, að ætla að gefa út stóreflis ritverk eptir Steingr. Thorsteinsson, en hafi svo verið „k ú g a ð u r" til að hætta við það; en af þvi þér ætlið almenningi að gleypa þessa frumgetnu flugu yðar, þá hlýt eg að breyta þessum ósanna þvættingi yðar í sannleika. Það er rétt, að eg hafði hugsað mér að kosta útgáfu á »Þúsund og einni nótt“, og gat þess í Þjóðólfi fyrir nokkru, en litlu sfðar fann eg að máli einn bóka- útgefanda hér, og kvaðst hann ásamt öðr- um manni hafa í hyggju að gefa nefnda bók út, og það væri þegar að nokkru undirbúið. Maður þessi var mér að góðu einu kunnur, og þar sem eg hafði engan nndirbúning haft, þá hætti eg við útgáfuna, enda benti allt á, að bókin kæmi á prent, þótt ekki hafi orðið af því enn sem komið er. í þessu liggur öll kúgunin(!!). Viljið þér fá enn frekari sannanir, munu þær til reiðu. Þér óskið þess, að þessi kynlegi bóksali (d. eg) lærði danska málsháttinn „Skomager bliv ved din Læst", og að eg hyrfi frá bók- menntastarfi minu. Hvað málshættinum við vfkur, kunni eg hann áður, og kunni einnig annan íslenzkan, sem þér, ef tími leyfir, ættuð að geta lært. Hann hljóðar þannig: „Sá bætir ekki annars brók, sem berlærað- ur er sjálfur". En að eg hætti við bókaút- gáfu mfna, er fjarstæða, allra sízt fyiir klúr tilmæli óþroskaðs unglings. Þér segið að bækur mínar séu hryllilegar að efni og máli; mér er ekki um að kenna, þótt taugar yðar séu svo volaðar, að þær þoli ekki skáldsagnalestur, annars þarf eg ekki að halda skildi fyrir sögum mínum, — þjóðin tekur það ómak af mér. Eg þykist finna af hvaða rótum þessi á- rás yðar á mig er runnin. Þér hafið reynt að þræða sömu götu og þeir, sem hafa undanfarið veitzt að mér með meinlausum en illgjörnum árásum út af bókaútgáfu minni. Þér vitið að bækurnar hafa náð al- þýðuhylli. Öfundin hefur haft aðsetur í þroskaðra brjósti, en yðar er ene orðið, en það læt eg bæði yður og aðra vita, sem eytt hafa vindforða sínum í þeirri meiningu, að skaða mig, hafa óviljandi blásið honum í segl mín og hafið þannig tilraunabát minn báru af báru. Reykjavík, 6. jan. 1907. Jóh. Jóhannesson.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.