Þjóðólfur - 24.05.1907, Síða 1

Þjóðólfur - 24.05.1907, Síða 1
59. árg. Reykjavík, föstudaginn 24. maí 19 07. M 23. Kosningalagabreytingin. Svo sem kunnungt, er lagði stjórnin fyrir alþingi 1905 frumvarp til laga um breytingar á núgildandi kosningalögum til alþingis, og fól frumvarpið í sér þau tvö atriði aðallega, að breyta kjördæma- skipuninni og koma á hlutfalls- kosningum. Málið dagaði þá uppi, en að því er marka mátti, virtist það hafa fremur lítið fylgi í þinginu. Nú mun í ráði að leggja frumvarpið fyrir þing í sumar með nokkrum breyt- ingum, og er því nauðsynlegt, að lands- menn kynni sér það ítarlega og láti í ljósi álit um það á þingmálafundum, þar sem hér er um mikilsvert mál að ræða. Því neitar enginn, að kjördæmaskipun landsins er mjög ábótavant. Misrétti kjós- enda liggnr svo í augum uppi, að um það þarf ei að fjölyrða, þar sem einstök kjör- dæmi hafa þingmann fyrir nokkra tugi kjósenda, en önnur fyrir mörg hundruð. ÍEins verður það og að álítast að mörgu ieyti óhagfellt, að kjördæmaskipting falli saman við sýsluskipting. Á þetta einkum heima þar, sem kjördæmi greinast í fleiri hluta eptir mismunandi atvinnuvegum (t. d. Kjósar- og Gullbringusýsla). Verður þingmönnum eðlilega opt næsta erfitt að gæta sérstakra hagsmuna kjósenda sinna, þegar svo á stendur. Breytingar, sem miða að því að bæta úr misrétti þessu, eru því í sjálfu sér lofs- verðar. Að því vill og frumv. stefna og gerir ráð fyrir, að kjósendatalan í hinum 7 kjördæmum landsins verði svo jöfn, sem auðið er. En víðátta kjördæmanna mundi efla þá skoðun, að þingmenn væru fulltrúar fyrir þjóðina alla, en ekki lítinn hluta hennar, og mundi útrýma að nokkru hreppa- pólitíkinni, sem stundum bólar á í þing- málum. Annars er það ekki fyrst og fremst þetta, sem liggur til grundvallar fyrir til- lögunni um stækkun kjördæmanna, heldur hitt, að stækkun er nærfellt óumflýjanleg •eigi hitt nýmælið, hlutfallskosningarnar, að komast í framkvæmd, og njóta sín til fulls. Með þessu ákvæði vill frumv. sporna við því, að lítill meiri hluti kjósenda geti borið stóran minni hluta algerlega ofurliði, og er það óneitanlega réttlátt, að stjórn- málaflokkar landsins hafi fulltrúa á þingi í réttu hlutfalli við fylgi flokkanna meðal þjóðarinnar. Að þessu leyti mun og nokk- urt misrétti hafa átt sér stað undanfarið, þótt eigi hafi það verið til mikilla muna; hefur vanalega unnizt upp í einu kjördæminu það, sem hallazt hefur á í öðru. En hugs- anlegt er, að misrétti þetta gæti orðið meira en raun hefur á orðið hingað til, og fyrir því verður eigi annað sagt, en að stefna frumv. sé einnig að þessu leyti í sjálfu sér byggð á fullri sahngirni. Síðan málið var fyrir þinginu síðast, hefur sú breyting verið á því gerð, að kjósendur eru nú eigi, fremur en þeir vilja, bundnir við þá röð, sem þingmannaefnin standa í á framboðslistunum. Miðar það ákvæði að því að gefa kjósendum frjáls- ari hendur til að styðja þann bezt, er þeir álíta þess verðastan, svo þeir neyðist eigi til að fara eptir áliti flokkastjórnar eða neins annars í því efni. » »Lögrétta« hefur fyrir nokkru skýrt frá efni og tilgangi frumvarps þessa, og tek- ur hún fram allt það, er mælt getur með frumvarpinu og hér hefur í aðalatriðum verið bent á. Að hinu leytinu virðist ýmislegt geta talizt frumvarpinu til andmæla, og er svo um það sem önnur mál, að líta verður á þau frá fleiri hliðum en einni, svo að eigi sé réttu máli hallað, og menn gætu séð um seinan, að þeir hafi rasað fyrir ráð fram, er þeir hafa ráðið málinu til lykta. Mætti svo fara, að menn fyndu við nánari at- hugun þá annmarka á frumvarpi þessu, að tvfsýnt yrði, hvort kostirnir gerðu meira en vega þá upp, og væri þá engu spillt, þótt eigi væri hrapað að úrslitum þess. Það er vitanlegt, að ákvæðin um hlut- fallskosningar eru sniðin eptir útlendum lögum, sem þar hafa þótt vel gefast. En á hitt ber og að líta, að þar horfir þetta mál allt annan veg við en hér. Má fyrst á það benda, að stjórnmála- flokkar hér á landi eru hvergi nærri svo ákveðnir, enn sem komið er, eða föstum takmörkum bundnir, sem í öðrum lönd- um. En auðsætt er, að hlutfallskosningar eiga aðallega við þar, sem stjórnmála- þroski er allmikill og stjórnmála- flokkar fast ákveðnir, enda er slfkra laga þar brýnust þörf. Virðist mega gera ráð fyrir, að samkomulag um þingmanna- efni mundi fara nokkuð í handaskolum fyrst f stað, framboðslistar verða óhæfi- lega margir, og mundi þá tiltölulega fá- mennur flokkur kjósenda geta haft mikil áhrif á kosningaúrslit. G æ t i jafnvel svo farið, að m i s r é 11 i flokkanna yrði e n n meira en nú, ef annar stjórnmálaflokk- urinn safnaði sér saman um einn lista fyrir allt kjördæmið, en hinn hefði þá marga. Reynsla sú, sem fengin er af hlutfallskosningum til bæjarstjórna, virðist benda í þessa átt, að lögin séu enn sem komið er vel við vöxt, tæplega tímabær sakir þroskaleysis kjósenda. I kaupstöð- unum er það stéttapólitfkin, sem óleikinn gerir; út um landið mundi hreppapólitík- in gera svipaðan óleik. Aðalgalli þessa fyrirkomulags yrði þá án efa víðátta kjördæmanna. Strjálbygð landsins veldur því, að kjördæm- in þurfa að vera afarstór, svo að hiut- fallskosningar geti notið sín. Erlendis gætir þess margfallt minna, þar sem þétt- býli er miklu meira og samgöngufæri öll í betra lagi. Svo æskilegt sem það er, að réttur stjórnmálaflokkanna sé eigi fyrir borð bor- inn, er hitt engu að sfður nauðsynlegt, að kjósendur og frambjóðendur geti náð sam- an og talazt við. Kjósendur verða að eiga rétt á að kynnast skoðunum allra, sem í kjöri eru, svo að þeir geti valið úr; og þingmannaefnum og þingmönnum verð- ur að vera kleift að kynna sér þarfir og vilja kjósenda sinna bæði í almennum málum og þeim, sem kjördæmin varða sérstaklega. Hefur einatt verið kvartað yfir því, að þetta samband milli kjósenda og þ i n g ro a n n a e f n a væri allt of lítið, kjósendum hafi eigi gef- izt nægilegt færi á að kynnast skoðunum frambjóðenda og hafi því stundum »keypt köttinn í sekknum«. En þessi hætta mun vissulega verða mörgum sinni meiri, sem kjördæmin eru mörgum sinni stærri. Það er ofætlun hverju þingmannsefni að ferðast um allt svæðið t. d. frá Kúðafljóti austur og norður um land allt að Vopna- firði, og halda þingmálafundi svo vfða, að kjósendum öllum geti talizt kleift að sækja þá. Mundu og fáir verða til að takast þá langferð á hendur, að dæmi Flosa Þórðarsonar, sér til liðsafla. Þing- tímann á nú að flytja yfir á vetrarmán- uðina af þeirri ástæðu, að þá eiga menn fremur heimangengt til þingfarar. En kosningaleiðangurinn bæri upp á hinn mesta annatíma ársins, fyrri hluta hausts, og þurfa flestir þá að gæta búa sinna og atvinnu. Kosning í hverjum hreppi er leidd í lög til að gera kjósendum hægra að sækja kjörfundi. En þurfi nú kjósend- ur samt sem áður að ferðast ef til .vill margar mílur vegar til viðtals við fram- bjóðendur, þá má það heita tekið með annari hendi, sem gefið er með hinni. Afleiðingin yrði sú, að kjósendur neyddust til að byggja álit sitt að miklu eða öllu leyti á frásögnum meira eða minna vand- aðra atkvæðasmala, sem frambjóðendur yrðu að útvega sér víðsvegar um kjör- dæmið, og má það teljast mjög óheppi- legt fyrirkomulag. Það hefur verið álitið illa til fallið, að þingið væri að miklum hluta skipað em- bættismönnum, eins og undanfarið hefur viljað raun á verða og má telja víst, að hjá alþýðustétt landsins taki að vakna og sé þegar vaknaður áhugi á að kippa þessu í lag. En kosningalagabreytingin stefnir í gagnstæða átt. Það er vitanlegt, að menn af alþýðustétt, þótt nýtir menn séu og vænlegir til þingsetu, eru almennt lítt þekktir utan síns héraðs, og mundu þeir því verða út undan með fylgi í miklum hluta kjördæmanna. Kjósendur mundu taka þekktu nöfnin — þ. e. nöfn embætt- mannanna — fram yfir þau, er þeir vissu engin eða mjög lítil deili á. Á þann hátt mundi víðátta kjördæmanna verða til þess aðefla fylgi embættismannanna, en bola bændum og öðrum alþýðumönn- um frá kosningu. Tölumerkin við nöfn frambjóðenda gera ráð fyrir allmiklum þroska kjósenda, og mundu vafalaust verða mörgum að hefndargjöf fyrst 1 stað. Hafi ýmsum veitt full erfitt að setja krossinn rétt eptir gild- andi lögum, hvað mun þá um tölustafina? Mundi eigi afleiðingin verða ógilding all- margra seðla? Eða munu þeir eigi vera tiltölulega nokkuð margir, sem yrðu nauð- ugir viljugir að sætta sig við röðina á kjörseðlinum af ótta fyrir þvl að hann verði ógildur, ef þeir færu að setja tölur við nöfnin? Þeir sem kunnugir eru rit- leikni alþýðu, munu bezt geta um það dæmt, hvort reynslan mundi ekki verða eitthvað á þessa leið. Frumv. vill færa kosningadaginn frá 10. sept. til 10. okt. Einsætt er að færa dag- inn, þvf eins og er, kemur hann mjög í bága við atvinnu manna. En 10. okt, er heldur ekki he'ppilegur dagur. Þá standa yfir haustannir, réttir, ferðalög, fjársala o. fl. Mundi öllu betra að draga kosning- ar fram yfir veturnætur. Þá er hauststörf- um að mestu lokið, en tíð og færi vana- lega eigi tekið svo að spillast, að bagi sé að, þegar kosningin fer fram í hverjum hreppi. En nú, þegar um það er að ræða að fastákveða nýja kjördæmaskipun og tölu þingmanna í kjördæmi hverju, þá kemur fram spurning um, hvort þetta sé ekki að tjalda til einnar nætur. Margar raddir hafa þegar heyrzt um afnám konung- kjörinna þingmanna, og líklegt er, að þær verði æ fleiri og háværari, svo að þingið sjái sér eigi fært að daufheyrast lengi við þeim. Sýnist líka erfitt að sam- rýma þetta tvennt: óskorað þjóðræði og V7 þingmanna konungkjörinn, eða því sem næst. Þetta atriði þyrfti því án efa að taka til athugunar um leið og kjör- dæmaskipuninni er breytt, láta þau tvö mál verða samferða. Annars ræki ef ti vill að því, að setja þyrfti nýja bót á kosningalögin að örskömmum tíma liðn- um, umsteypa kjprdæmaskipuninni að nýju. ÞegaT á allt er litið, virðist mikið vafa- mál, hvort fyrirliggjandi breytingar séu til bóta eða eigi. Að minnsta kosti er full þörf á að þjóð og þing athugi nákvæm- lega alla málavöxtu, og hrapi eigi að breytingum þessum, fyr en fullséð er, að annað muni eigi betur gegna. S. Kj ördœmaskiptingin samkvæmt frv. stjórnarinnar (1. gr.) er þannig. Landið skiptist í 7 kjördæmi: Fyrsta kjördæmi tekuryfirReykja- vík og Gnllbringu- og Kjósarsýslu og kýs 6 alþingismenn. Annað kjjördæmi tekur yfir Árnes- sýslu, Rangárvallasýslu, Vestmannaeyjur og Dyrhóla- Hvamms- og Álptavershreppa af Vestur-Skaptafellssýslu, kýs 5 alþing- ismenn. Þriðja kjö)rdæmi tekur yfir Borg- arfjarðarsýslu, Mýrasýslu, Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, Dalasýslu og Austur- Barðastrandarsýslu, kýs 5 alþingismenn. Fjórða kjörd)æmi tekuryfirVestur- Barðastrandarsýslu, Vestur-ísafjarðarsýslu, Isafjarðarkaupstað og Norður-ísafjarðar- sýslu, kýs 4 alþingismenn. Fimmta kjördæmi tekur yfir Strandasýslu, Húnavatnssýslu, Skagafjarð- arsýslu, svo og yfir Hvanneyrar, Þórodds- staða og Svarfaðardalshreppa í Eyjatjarð- . arsýslu, kýs 5 alþingismenn. Sjötta kjördæmi tekur yfir hina aðra hreppa Eyjafjarðarsýslu, Akureyrar- kaupstað, Suður-Þingeyjarsýslu og Skeggja- staða- og Vopnafjarðarhreppa í Norður- Múlasýslu, kýs 5 alþingismenn. Sjöunda kjördæmi tekuryfirhina aðra hreppa Norður-Múlasýslu, ísafjarðar- kaupstað, Suður-Múlasýslu, Austur-Skapta- fellssýslu og Vestur-Skaptafellssýslu, vest- ur að Kúðafljóti (Leiðvallar- Skaptártungu- Kirkjubæjar- og Hörgslandshreppa), og kýs 4 alþingismenn. Ráðherrann kom úr Kaupmannahafnarför sinni með »Skálholti« snemma í morgun. Með sama skipi kom og Jón Magnússon skrifstofu- stjóri. L

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.