Þjóðólfur - 05.07.1907, Side 2
IIO
ÞJÓÐÓLFUR.
í fundarlok stakk fundarstjóri upp á
því, að fulltrúar og aðrir viðstaddir legðu
eitthvað af mörkum til að standast kostn-
að við fundarhaldið og undirbúning þess,
og var því mjög vel tekið. Safnaðist við
Öxarárbrúna eitthvað á 3 hundrað krónur
í þessu skyni. Eptir uppástungu eins
fulltrúa (B. J. ritstj.) komu nokkrir full-
trúar saman síðar um kveldið til að ræða
um ákveðið skipulag eða félagsskap fram-
vegis í þessu máli. En ýmsum mun hafa
þótt það offijótt upp borið og varð hlut-
takan í þeim fundi þvf ekki almenn að
sögn.1)
Veður var gott um daginn, en hvasst
nokkuð. Um 400 manna mun hafa verið
alls á fundinum.
Alþing'i.
I.
Alþingi varsett 1. þ. m. Séra
Friðrik Friðriksson prédikaði í dómkirkj-
unni og lagði út af 5. Mós. 5, 1—6.
Að því búnu söfnuðust þingmenn saman
í þingsal neðri deildar, og las þá ráð-
herrann upp skipunarbréf konungs um
setning alþingis og lýsti yfir, að það
væri sett. Aldursforseti þingsins, Tryggvi
Gunnarsson, gekk þá til forsetasætis.
Rannsakað vár kjörbréf hins eina nýja
þingmanns Steingríms Jónssonar sýslu-
manns (6. kgk.) og fannst ekkertvið það að
athuga. Forseti sameinaðs þings var því
næst kosinn Eirfkur Briem með 23
atkv. (Jóh. Jóhannesson fékk 11 atkv.
Gekk þá hinn nýkjörni forseti til for-
setastóls og jnælti þar nokkrum minn-
ingarorðum um hinn nýlátna konung
vorn Kristján 9., en allir þingmenn stóðu
upp 1 sætum sínum, meðan þau orð voru
flutt. Varaforseti sameinaðs þings var
þvf næst kosinn Lárus H. Bjarnason með
23 atkv. (Stef. Stef. kennari fékk 12), en
skrifarar: Hannes Þorsteinsson með 22
atkv. og Guðm. Björnsson með 21 atkv.
Samkv. 3. gr. þingskapanna var kosin 5
manna nefnd til að prófa kjörbréf og
rannsaka kosningar, er þingið hefur
frestað, en sú nefnd hefur reyndar ekkert
hlutverk á þessu þingi, og þótti því sum-
um kosningin óþörf. Kosnir voru Sk.
Thoroddsen. Steingrfmur Jónsson, Guðl.
Guðm., Lárus H. Bjarnason og Ól. Briem.
Forseti neðri deildar var kosinn
Magnús Stephensen með 16 atkv.
(Stef. Stef. kennari fékk 11 atkv.). Sam-
kvæmt nýju þingsköpunum eiga varafor-
setar deildanna að vera tveir. Var
Magnús Andrésson kosinn fyrri varafor-
seti með 17 atkv., en annar varaforseti
Tryggvi Gunnarsson með, lóatkv. Skrif-
arar: Árni Jónsson og Jón Magnússon
með 17 atkv. hvor.
Forseti efri deildar varð Júlíus Hav-
s t e e n , fyrri varaforseti Jón Jakobsson
og annar varaforseti Guðjón Guðlaugsson.
Skrifarar Björn M. Ólsen og Sigurður
Jensson.
Ókomnir til þings, er þing var sett,
voru 2 þingmenn: Ólafur Thorlacius, er
kom síðar um kveldið og Guðjón Guð-
laugsson, sem væntanlegur er þessa dag-
ana.
Skrifstofustjóri alþingis er nú Morten
Hansen skólastjóri. Jafnvel þótt enginn
efist um, að hann sé því starfi vaxinn, og
maðurinn sé alkunnugt lipurmenni, þá er
samt mikil óánægja meðal alls þorra þing-
manna yfir því, að forsetar þingsins hafa
hafnað hinum fyrverandi skrifstofustjóra
dr. Jóni Þorkelssyni landskjalaverði, er
1) Þess skal getið að ritstjóri þessa blaðs
var ekki á þeim fundi, átti því engan
þátt í kosningu þeirri, er þar fór fram og
er því heldur ekki í stjórnarnefnd þeirri, er
„Lögre'tta" minnist á. H. Þ.
orðinn var starfinu þaulvanur og rækti
það mjög ötullega, eins og honum er
lagið. En breyting þessi mun stafa af
undirróðri einstakra manna, er hafa viljað
skipa sýslan þessa eptir sínu höfði og
hnekkja dr. J. Þ. frá henni af einhverjum
persónulegum ágreiningi. En forsetar
þingsins eiga að vera hafnir yfir að beita
slíkum títuprjónum í þágu einstakra
manna utan þings eða innan.
Á skrifstofu alþingis eru Pétur Hjalte-
sted cand. pnil., Valdimar Steffensen cand.
med. og séra Ólafur Ólafsson uppgjafa-
prestur (frá Staðarhóli).
RuOning úr landsdómnum.
Samkv. lögum um landsdóm 20. okt.
1905 4. gr. ruddi efri deild á fundi í
fyrra dag 24 mönnum úr dómnum, eða
2 tylftum af þeim 6 tylftum(72), er sýslu-
nefndir og bæjarstjórnir höfðu kosið í
dóminn. Hlutfallskosning eptir nýrri að-
ferð (d’e Hondt’s aðferðinni), var viðhöfð
nú í fyrsta skipti á þingi. Meiri hluti
deildarinnar, er hafði 7 atkv. (einn þing-
mann af því liði, Guðj. Guðl., vantaði)
ruddi 14, en minni hlutinn, er hafði 5
atkv., ruddi 10.
Þessir 14, er meiri hlutinn ruddi úr
dóminum, voru þessir eptir nafnaröðinni
á listanum:
Einar Benediktsson sýslumaður,
Jens Pálsson próf. í Görðum.
Jón Gunnarsson veizl.stj. í Hafnarfirði,
Bjarni Jensson sýslun.m. í Ásgarði,
Pétur Oddsson kaupm. í Bolungarvík,
Halldór Jónsson sýslun.m. á Rauðumýri,
Björn Sigfússon bóndi á Kornsá,
Björn Þorláksson pr. á Dvergasteini,
Jón Guðmundsson pr. í Nesi,
Þorleifur Jónsson hreppstj. í Hólum,
Þórður Thoroddsen bankagjaldkeri í Rvík,
Einar Hjörleifsson ritstjóri,
H. S. Bjarnarson konsúll á ísaf.,
Árni Jóhannsson skrifari í Rvík.
Þeir 10, er minni hlutinn ruddi burt
voru:
Halldór Jónsson bankagjaldkeri í Rvík,
Sæm. Halldórsson kaupm. í St.hólmi,
Guðm. Guðmundsson hreppstj. á Þúfnav.,
Sigurjón Friðjónsson bóndi á Sandi,
Jón Jónsson hreppstj. Hafsteinsstöðum,
Sigfús Daníelsson verzlstj Eskifirði,
Kolbeinn Jakobsson hreppstj., Unaðsdal,
Árni Jóhannesson pr. Grenivík,
Jón Einarsson hreppstj. Hamri,
Benedikt Einarsson hreppstj., Hálsi.
Eru því eptir 48 dómsmenn, en af þeim
4 tylftum verða tvær dregnar út með
hlutkesti í sameinuðu þingi, og þeir 24
menn skipa þá dóminn, þangað til enn
frekari ruðning á sér stað, er til máls-
sóknar kemur, en hinir 24, sem eptir
verða í hlutkestinu, verða til vara, eí
einhver hinna kjörnu dómenda deyr,
missir kjörgengi eða forfallast.
Kirkjumálanefnd i e. d.
Efri deild kaus 1 fyrra dag Eirík Briem,
Guttorm Vigfússon, Þórarinn Jónsson,
Sigurð Stefánsson og Sigurð Jensson í
nefnd um frv. til laga um skipun sóknar-
og héraðsnefnda, og til sömu nefndar
var þá vísað tveimur öðrum kirkjumála-
frumv. (um skipun prestakalla og um um-
sjón og fjárhald kirkna). Öll kirkjumála-
frumvörpin verða lögð fyrir efri deild, og
á þessi 5 manna nefnd þar, er nú var
getið, að taka þau öll á sína arma.
Fjárlögin.
Nefnd skipuð í þau í n. d. í gær með
hlutfallskosningu:
Tryggvi Gunnarsson (formaður).
Jón Jónsson (Múla) (skrifari).
Eggert Pálsson.
Þórhallur Bjarnarson.
Árni Jónsson.
Skúli Thoroddsen.
Stefán Stefánsson 2. þm. Skagf.
Reikningslaganefnd:
Ólafur Briem, Guðl. Guðmuudsson,
Magnús Kristjánsson. Fjáraukalögunum
1904—1905 vísað til þeirrar nefndar.
Tollaukalög
(framlenging á gildi þeirra) og skipun
milliþinganefndar 1 skattamálum. Nefnd
í n. d. Lárus Bjarnason, Pétur Jónsson,
Guðmundur Björnsson, Hermann Jónasson,
Björn Kristjánsson, Ólafur Briem, Ólafur
Ólafsson. Til þeirrar nefndar vísað frv.
um gjald af innlendri vindlagerð og til-
búningi á bitter, frv. um vitagjald af
skipum og frv. um tollvörugeymslu og
tollgreiðslufrest.
Dáinn
er 28. f. m. Jón Jónsson danne-
brogsmaður í Skeiðháholti, bróðir séra
Guðmundar heit. á Stóruvöllum (J- 1889)
á 93. aldursári (f. 2. sept. 1814).
Æfiatriða þessa merkismanns verður síð-
ar getið.
»Sterling«
(Emil Nielsen) fór héðan til útlanda 1.
þ. m. Með skipinu tóku sér far 12 far-
þegar þar á meðal: Arthur Gook trú-
boði frá Akureyri, Jón Ófeigsson cand.
mag., Frú Henrietta Brynjólfsson, Lára
Þorsteinsson, Henriksen danskur agent,
Petersen danskur múrari, Karl Ólafsson
ljósmyndari, fröken Ingibjörg Guðmunds-
dóttir o. fl.
Frá Seyðisfirði
er sfmað 2. þ. m., að Hansen kon-
súll þar sé látinn; hafi dáið úr heila-
blóðíalli. — Brytinn á gufuskipinu »Pros-
pero* hafði verið sektaður um 80 kr.
fyrir ólöglegar áfengisveitingar.
Mislingar
eru komnir upp í Stykkishólmi, á 5
börnum, eptir því sem landlæknir var
sfmað frá Grund á þriðjudaginn. Hafði
veikin borizt þangað með farþega (Þor-
leifi Þorleifssyni) er hingað kom með
»Lauru« fyrir skömmu og hafði þó gefið
vottorð »upp á æru og samvizkuc, að
hann hefði haft mislinga áður, og var því
leyfð landganga. En vitanlega varðar
slíkt atferli þessa manns hegningu. Land-
læknir fór vestur í Stykkishólm 2. þ. m.
til að gera ráðstafanir gegn útbreiðslu
veikinnar.
Sjálfsmorð.
Geðveik stúlka, Sigríður Guðmunds-
dóttir frá ísafirði, tvítug að aldri, fyrirfór
sér nú fyrir skömmu á hinu nýja geð-
veikrahæli á Kleppi, henti sér út um
glugga og steypti sér í sjóinn, hafði hún
tvisvar eða þrisvar áður gert tilraun til
að fyrirfara sér með því að varpa sér út
um glugga, allmikla hæð, Virðist það
undarlegt mjög, að betri umbúnaður var
ekki hafður eða meiri gætur á stúlkunni
en þetta, úr því að hún hafði gert þessar
ítrekuðu tilraunir til sjálfsmorðs. Er all-
mikið um þetta talað hér í bænum, sem
eðlilegt er, og þykir ekki happaleg byrj-
un hjá hinum nýja lækni spítalans að
hafa ekki strangara eptirlit en þetta með
sjúklingunum.
SáttmálaundirstaOan.
Það er eitt atriði í ályktun Þingv,-
fundarins, er sérstaklega hefur verið gert að
blaðamáli og rangfært (í »Reykjavíkinni«)
á þann hátt að ályktunin feli beinlínis í
sér að Islendingar ætli að setja konginn
af(!!) hvenær sem þeim sýnist, þar sem
talað er um, aðsáttmálinn sé upp-
segjanlegur. Því fer svo fjarri, að álykt-
unin geti orðið skilin á þann hátt, að
það er skýrt tekið fram, að g r u n d-
v ö 11 u r sáttmálans skuli vera, að ísland
sé frjálst sambandsland í konungssam-
bandi við Danmörku og með fullu valdi
yfir öllum sínum málum. Þessi grund-
völlur er óhagganlegur, það er samninga-
undirstaðan sjálf, er sáttmálinn bygg-
ist á, eins og hús á .grunni. Eins og
húsinu má breyta, eða rífa það niður, án
þess að raska undirstöðunni, eins má
segja sáttmála þessum upp frá beggja
hálfu, án þess að hrófla við grundvellin-
um, undirstöðunni sjálfri. Þetta ætti ekki
að þurfa að taka fram, en vegna ein-
hverra, sem kunna að hafa misskilið á-
lyktanina, þykir rétt að láta þessa getið,
enda þótt hún sé svo ljóst orðuð, j að
hún geti naumast orðið misskilin.
Heimspekisprof
hafa tekið: Magnús Gfslason og Stefán
Scheving Thorsteinsson með ágætiseink-
unn; Jóhannes Askevold Jóhannessen með
1. eink. og Pétur Jónsson með 2. eink.
Embættispróf
í læknisfræði við læknaskólann hafa
tekið:
Valdimar Steffensen með 1. einkunn
158 st. og
Guðmundur T. Hallgrímsson með 2.
einkunn 149 st.
Prófdómandi var Jón H. Sigurðsson
læknir Rangæinga.
Veltt prestaköll
Mýrdalsþing eru veitt séra Þorvarði
Þorvarðarsyni á Fjallaþingum, Skeggja-
staðir séra Ingvari Nikulássyni fyr presti
í Gaulverjabæ og Hvammur í Laxárdal
séra Arnóri Árnasyni fyr presti á Felli f
Kollafirði.
Lausn frá embætti
hefir fengið séra Ólafur Ólafsson í
Staðarhólsþingum sakir vanheilsu.
Prófastur
skipaður í Eyjafjarðarsýslu séra Geir
Sæmundsson á Akureyri, er verið hefir
settur prófastur þar um hríð.
€rlenö símskeyti
til Pjóðólfs frá R. B.
Kaupmannahöfn, 2. júlí kl. 5 e. h.
Konungsförin.
Konungur hefur boðið með sér í íslands-
förina Lucher sæmyndamálara og Laurit-
zen fiskikaupmanni frá Esbjærg.
Konungurinn i Siam
er hér í kynnisför við hirðina og fer í
kveld.
Vilhjálmur keisari
kemur á morgun.
Óeirðirnar á Frakklandi.
Frá Parfs er sfmað, að 620 hermenn, er
gert höfðu óhlýðnissamblástur í vínyrkju-
héruðunum hafi verið sendir til Tunisv
Stórþingið norska
hefur veitt fé til veðuráttuhraðskeyta frá
íslandi og 10,000 kr. ársstyrk Wathneserf-
ingjum til gufuskipaferða.
Panamaskurðurinn.
Mesta óstjórn við Panamskurðargröpt-
nn og vinnu nálega hætt.
Dómsmálaráðgjafinn
hefur vísað frá kærunni gegn A. T. Möller.
4. júlí kl. 8 e. h.
Heimsókn Þýzkalandskeisara.
Mikil hirðveizla í gærkveldi. Hjartan-
leg ræðuhöld af beggja hálfu konungsog
keisara. Keisarinn heldur áfram ferð
sinni á morgun til Noregs.
Morðingí Petkows
ráðaneytisforseta í Búlgaríu hefur verið
dæmdur til dauða.