Þjóðólfur - 13.09.1907, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 13.09.1907, Blaðsíða 3
MÓÐÖLFUR. 151 af 12 tegundum, þar á meðal margar nýjar teg. t. d. »Beacon« og »Daisy«, skínandi fallegar og léttar, nýkomnar til Lárusar G. Lúðvigssonar. Ennfremur allskonar skófatnaður fyrir full- orðna og börn. 91. Hvanneyri: Hvanneyrarsókn. 92. Kvíabekkur: Kvíabekkjarsókn. 93. Vellir í Svarfaðardal: Valla-, Stærra- Arskógs-, Tjarnar-, Urða- og Upsa- sóknir. 94. Möðruvallaklaustur: Möðruvalla-, Bægisár-, Bakka- og Myrkársóknir. 95. Akureyri: Akureyrar, Lögmannshlíð- ar- og Glæsibæjarsóknir. 96. Grundarþing: Grundar-, Munka- þverár-, Kaupangs-, Saurbæjar-, Möðruvalla, Miklagarðs- og Hóla- sóknir. XIX. Suður-Pingeyjarprófastsdœmi. 97. Laufás: Laufás-, Svalbarðs-, Greni- víkur- og Þönglabakkasóknir. 98. Háls 1 Fnjólkadal: Háls-, Illugastaða- Draflastaða- og Brettingsstaðasóknir. 99. Þóroddsstaður: Þóroddsstaðar- og Ljósavatnssóknir. 100. Skútustaðir: Skútustaða-, Reykja- hllðar- og Lundarbrekkusóknir. 101. Grenjaðarstaður: Grenjaðarstaðar-, Nes-, Einarsstaða- og Þverársóknir. 102. Húsavík: Húsavíkursókn. XX. Norður-Pingeyjarprófastsdœmi. 103. Skinnastaðir: Skinnastaða-, Garðs-, Presthóla- og Víðihólssóknir. 104. Svalbarð í Þistilfirði: Sválbarðs- og Ásmundarsta ð arsóknir. 105. Sauðanes: Sauðanessókn. 2. gr. I Reykjavíkurprestakalli skulu vera tveir þjóðkirkjuprestar: dómkirkju- prestur og annar prestur honum jafnhliða. Landstjórnin, í samráði við biskup, skipar fyrir um aðstöðu þeirra hvors til annars, samband sln á milli og verkaskiptingu í söfnuðinum. 3. g r. Landstjórnin hlutast til um, að þær breytingar á skipun prestakalla, sem að ofan eru ákveðnar, komist á, eptir því sem prestaköllin losna, svo fljótt, sem þvt verður við komið. 4. gr. Nú vilja menn breyta skipun sókna eða takmörkum prestakallaeðaleggja niður kirkju, færa úr stað eða taka upp nýja kirkju, og skal þá mál það koma fyrir safnaðarfund eða safnaðarfundi, ef fleiri en einn söfnuður eiga í hlut. Ef breytingin viðkemur að eins einum söfn- uði, ræður meiri hluti atkvæða á lögmæt- um safnaðarfundi. Séu söfnuðirnir tveir, ræður meiri hluti atkvæða á báðum fund- um. Séu söfnuðirnir fleiri en tveir, ræð- ur meiri hluti safnaðafunda. Samþykki héraðsfundur tillögu safnaðarfundar (eða safnaðafunda) er rétt, að landstjórnin, í samráði við biskup, veiti leyfi til að breyt- ing sú, sem um ræðir fái fram að ganga. 5. gr. Þegar lénskirkja er lögð niður, fellur sjóður hennar til þeirrar kirkju, eða þeirra kirkna, sem sóknin er lögð til. Svo er og um skrautgripi (ornamenta) kirkj- unnar og áhöld (instrumenta), og andvirði fyrir kirkjuna sjálfa. 50. Um laun prófasla. (Próföstum skulu veitt auk þeirra launa, sem þeir hafa haft hingað til, 200 kr. laun hverj- um úr prestlaunasjóði, nema pröf. í Aust- ur-Skaptafells- Vestur-Skaptafells- Borg- arfjarðar- Mýra- Dala- Vestu-ísafjarðar- Stranda- og N orður-Þingeyj arpró í’asts- dæmi; þeir fá að launum 100 kr. hver)- 51. Um sölu kirkjufarða. 52. Um skipun sóknarnefnda og hér- aðsnefnda. 53. Um ellistyrk presta og eptirlaun. 54. Um skyldu presta til að kaupa ekkjum sínum lífeyrí. Mislingarnir hafa, eins og við mátti búast, rutt sér braut um bæinn; þeir eru komn- ir á hér um bil 40 heimili, svo að kunnugt sé; eg geri mér ekki leng- ur von um, að þeir verði stöðvaðir hér í bænum. Þó er ekki loku fyrir skotið, að einstök heimili í bænum geti varið sig. Og sveitunum á að vera innan handar að verja sig. Þess vegna verður haldið áfram að merkja þau hús hér í bænum, sem veikin kemur í, til leiðbeiningar öll- um þeim, er varast vilja veikina. Frekari aðgerðir geta ekki framar komið til greina, verða ekki fram- kvæmdar, svo að nokkurt lið sé í, þegar veikin er komin um allan bæ- inn. Nú er um að gera, að bæjarmenn og sveitamenn leggist á eitt, reyni að halda veikinni innan takmarka bæjarins. Þess vegna er skorað á bæjarmenn að varast og sporna við því eptir megni, að ungt fólk, sem ekki hefur haft mislinga, fari út úr bænum með- an veikin gengur. Og þess vegna er skorað á alla landsmenn utan Reykja- víkur, að sporna við því eptir mætti, að þeir menn fari ferðir hingað, sem ekki hafa haft mislinga. Yil jeg að lokum minna menn á þær leiðbeiningar, um varnir gegn veikinni og meðferð á sjúklingunum, sem staðið hafa nýlega í flestum blöð- um landsins. Eg kann blöðunum þakkir fyrir að hafa flutt þær leiðbeiningar og vil mælast til að þau Hka taki upp þessa grein. G. Björnsson. €rlenð síraskeyii til Pjóðólfs frá R. B. Kaupmh. 10. sept., kl. 5u, e. h. Trésmíðadeilan áendakljáð. Lýstyfir, að vinnuteppunni sé hætt og þeir aptur teknir til vinnu. Jarðarför Grieg’s. Símað er frá Björgvín, að Grieg hafi verið jarðsettur á mánudaginn (9. sept.) með mikilli viðhöfn á kostnað rikisins. Wellmann hættir að likindum við heimskautaförina þetta ár. Uppþot ákaft í Vancouver i British Columbia gegn Japönum og Kínverjum og sá hluti bæjarins, er þeir búa í, eyddur af skríln- um, en margir menn særðir. Kanada- stjórn hefur af alefli skorizt í leikinn. Franska skáldið. Sully Prudliomme, sá er fyrstur fekk bókmenntaverðlaun afNóbelssjóðnum,er látinn. Konungsfólkið Alexandra drottning, Dagmar keisara- ekkja og Georg Grikkjakonungur eru komin hingað. 12. sept. kl. 4,40. Skipstrand. F'rá Helsingfors er símað að rússneska keisaraskipið »Standard« hafi strandað á skeri. Keisarafólkið var á skipinu og fór yfir á annað skip. Gjaldþrot. Verzlunarhúsið Alexander Warburg’s Sön Co. í Kaupmannahöfn hefur orðið að hætta útborgunuin vegna misheppnaðra fjárgróðatilrauna. Skuldirnar áætlaðar U/a miljón kr. Farið að gera upp úeikn- inga yflr skuldaskiptin. Látinn er fyrv. hermálaráðherra Stang i Kristj- aníu. __________ Sgslumannsembœttið í Rangárvallasýslu er veitt Björgvin Vig- fússyni sýslumanni Skaptfellinga. Mlslingarnip eru óðum að breiðast út hér f bænuui. Eru komnir í 40 hús eða fleiri. Sumir liggja allþungt haldnir. Enginn efi er á því, að sýkin fer um allan bæinn. Sjaldgæfa sjón fengu Reykvíkingar að sjá hér í fyrra dag. Það voru þrír Grænlendingar (Skrælingjar eða Eskimóar): einn karlmaður (prestur) og kona hans og frændkona hennar, er hingað komu á dönsku Grænlandsfari, er varð að hverfa frá Austur-Grænlandi vegna ísalaga, en heldur af stað þangað aptur. Konurnar voru í grænlenzkum þjóðbúningi, og varð bæjar- búum starsýnt á þær. Thomsen konsúll kom með Grænlendinga þessa upp í þing- hús í fyrra kveld, til að sýna þeim það og láta þingmenn sjá þá, en múgur og marg- menni fylgdi á eptir, en aðrir stóðu fyrir utan, meðan þeir voru inni. Þá er þeir fóru út aptur, var tekin ljósmynd af þeim. Ekki voru stúlkur þessar forkunnarfríðar, en stilli- legar að sjá, og munu hafa verið utan við sig út af öllum þessum látum í kringum þær. Önnur þeirra var auðsjáanlega kynblend- ingur, en hin af óblönduðu Skrælingjakyni. Karlmaðurinn tók þeim ekki fram að fegurð. Öll voru þau fremur smá vexti, eins og Eskimóar eru yfirleitt. Brunar. Hinn 4. þ. m. brann fjós, eldhús og eitt- hvað fleira af húsum, ásamt 70 hestum af heyi í Lambhaga í Mosfellssveit. Halda menn, að neistar úr eldhússtrompnum hafi lent í heyinu og kveikt í því. I Norðurkoti í Grímsnesi kviknaði einnig í heyi frá neistum úr ofnpípu 5. þ. m., og brunnu þar 3 hey, er stóðu samsíða. Dáin er hér í bænum 5. þ. m. ekkjufrú Oddný Smith, 65 ára að aldri, (fædd 19. janúar 1842). Foreldrar hennar voru Þorsteinn bóndi Helgason á Grund i Svínadal, af hinni fjölmennu Bolholtsætt úr Rangárþingi, og Sigurbjörg Jónsdóttir prests á Auðkúlu Jónssonar, systir séra Daníels í Ögurþingum og þeirra systkina. Oddný var gipt Boga Smith í Arnarbæli á Fellsströnd, syni M. Smith kaupmanns og konsúls í Rvík og Ragnheiðar Bogadóttur frá Staðarfelli. Mann sinn missti hún 4. maí 1886 ásamt tveimur sonum sínum, 17 og 15 ára göml- um. Börn þeirra á lífi eru: Ragnheiður gipt Helms bústjóra á Fjóni, Sigurbjörg kona séra Vigfúsar Þórðarsonar á Hjalta- stað, Hlíf kona séra Péturs Þorsteinssonar aðstoðarprests í Heydölum, Sofifia og Guðrún. Oddný heit. var væn kona og vel metin, en átti við langvinnt heilsuleysi að stríða. Veðurátta. Til óþurka brá um næstliðna helgi, eptir rúmlega 4 mánaða stöðuga þurka að kalia má, og hefur verið úrkoma síðan,) og stundum allmikil. Látinn er 1. þ. m. Guðmundur Oddsson bóndi á Hafrafelli við Skutulsfjörð á 52. aldursári (f. 6. des. 1855), einhver merkasti bóndi í Isafjarðarsýslu og dugnaðarmaður mikill. Hann var bróðir Péturs kaupmanns Odds- sonar í Bolungarvík. Sterling" kom hingað frá útlöndum í fyrra dag. Meðal farþega voru séra Magnús Helgason kennari í Flensborg, Einar Benediktsson f. sýslumaður og séra Árni Þorsteinsson á Kálfatjörn. »Laura“ kom af Vestfjörðum í gær. Með henni Arom frá ísafirði séra Guðm. Guðmundsson (fyr t Gufudal) og frá Dýrafirði Matthías Ólafsson kaupm. í Haukadal. Alþlngl hefur verið lengt að nýju um 2 daga, og verður slitið á morgun. Fjárlögin koma t sameinað þing f þetta sinn, eptir því sem horfur eru á, því að fjárlaganefnd efri deildar hefur enn á ný gert breytingar á neðri deildar frurnvarpsins. Christensen & Wedel. Islenzk umboðsverzlun. Kaupmannahöfn K. Símnefni: Wedelchrist. Jarðarför frú Oddnýjar Smith fer fram frá heimili hennar, Hafnarstræti 16, laugar- daginn 14. þ. m. kl. IP/2 f. h. Bann. Við undirskrifaðir bönnum stranglega hér með öllum, sem ekki eru fullra 26 ára aðaldri, að koma á heimili okkar, meðan mislingar eru að ganga í Reykjavík eða annarsstaðar hér nálægt. Krísuvík og Nýjabæ 31. ágúst 1907. Jón Magnússon. Guðm. Jónsson. Cggert Slacsscn yflrréttarmálaflntDiMsmaöur. Lækjargötu 12 B. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Tals. 16. Köbenhavns Tilskærer-Skole. stjórnað af frk. Thomsen, er hefur stundað nám við stærstu háskóla erlendis og fengið beztu einkunn. Iðnskóli fyrir stúlkur, sem vilja verða full- numa í þvl, að sníða utan- hafnarföt, kjóla, barnaföt og lérept, eptir hinni nafnkunnu »favorit«-aðferð. Námssskeið í kjóla- saum. Kennsla allan daginn. Pilestræde 42*, Kjöbenhavn. Til íslenzku þjóðarinnar. Alstaðar í heiminum, þar sem eg hef flutt inn hinn viðurkennda Kína-lífs- elixír minn, hafa óskammfeilnir gróða- brallarar leitazt við að líkja eptir hon- um. Til að koma í veg fyrir, að fs- lenzkir neytendur hins ekta Kína-lífs- elixírs verði flekaðir til að kaupa svikið og áhrifalaust meðal af slíkum piltum, skora eg hér með á alla Islendinga að gæta þess nákvæmlega, að á ein- kennismiðanum er Kínverji med glas í hendinni, einnig firmanafnið Valde- mar Petersen, Frederikshavn, Köben- havn, en merkið -x?.- { grænu lakki á flöskustútnum. Biðjið beinlínis um hinn ekta Kína- lífs-elixír frá Valdemar Petersen, Frederikshavn, Kóbenhavn. Séuð þér í vafa um, hvort þér hafið fengið hinn ekta Kína-lífs-elixír, skuluð þér skrifa beint til Valdemar Peter- sen, Nyvej 16, Kóbenhavn V. yfirréttarmálaflutningsm., Kirkjustr. 10, tekur að sér öll málfærslustörf, kaup og sölu á húsum og lóðum o. s. frv. Heima kl. I01/*—ll1/^ og .4—5.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.