Þjóðólfur - 15.04.1908, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 15.04.1908, Blaðsíða 1
60. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 15. apríl 19 08. JU 18. Sjónleikar. »Þjóðníðingur« (»En Folkefjende«) eptir Ibsen, var leikinn í fyrsta skipti í islenzkri þýðingu hér í Iðnó á sunnudags- kveldið var (12. þ. m.). Það er »Leik- félag Reykjavíkur«, sem á heiðurinn fyrir að hafa sýnt þennan fræga leik sjónleika- skáldsins norska á íslenzku leiksviði. Það þurfti töluvert áræði til þess, einkum af því, að vér höfum hér engan leikanda, er fær sé um að taka að sér Stockmann lækni, manninn, sem ber allan leikinn á herðum sér að heita má. En vitanlega má fyr vel við una, en valið sé. Og vér fáum hér aldrei góða leikendur, ef þeir fá ekki tækifæri til að glíma endrum og sinnum við erfið og vandasöm hlutverk. Það stælir kraptana og leiðir þá hæfileika fram, sem til eru hjá leikandanum, hæfi- leika, sem ekki fá notið sln við smávægi- leg og lítilsháttar hlutverk. En hins vegar verður hver leikandi að hafa næga sjálfs- þekkingu til að vita, hvað hann má ætla sér, og varast að binda sér nokkru sinni þyngri byrðar, en hann getur sjálfur lypt og borið slindrulaust. En slíks hófs er því miður ekki jafnan gætt, og veldur því opt metnaður og misskilningur eða þekk- ingarskortur á eigin kröptum. Þetta leikrit Ibsens, sem nú er farið að leika hér, er samið árið 1882, og er meðal annars einkennilegt að því leyti, að með þessum leik ruddi skáldið sér fyrst til rúms á leiksviðum Norðurlanda, og var Ibsen þá nálega hálfsextugur að aldri, en leik þennan, »Þjóðníðing«, samdi hann aðallega til að hefna sín á lands- mönnum sfnum, fyrir viðtökur þær, er leikrit hans höfðu fengið hjá þeim, eink- um »Apturgöngur« (Gengangere«), er hann hafði þá slðast samið (1881). Það leynir sér heldur ekki, að »Þjóðníðingur« er rit- aður af allmikill gremju, og að höf. hegg- itr bæði hart og títt og ristir óþyrmilega á hinum daunillu óþverrakýlum smásálar- skaparins, heigulsháttarins og vesalmennsk- unnar. En þott Norðmenn hafi eflaust kennt sviða undan þeim spjótalögum, þá er þeim það samt til heiðurs, að þeir könnuðust við hina miklu yfirburði þessa 'ieiks og bægðu honum ekki burtu, enda voru þeir þá farnir að sjá, að þeim sómdi illa að reyna að knésetja Ibsen, en eink- um sárnaði þeim það, að sænskur leik- stjóri (Aug. Lindberg) varð fyrstur til þess að leika »Apturgöngur« Ibsens á leiksviði í Kristjanfu, og hafði afarmikla aðsókn, sömu kveldin sem blásinn var niður með pípum og óhljóðum leikur sá (frakkneskur) er Þjóðleikhúsið var þá að leika. Var þetta um það leyti eða rétt eptir að »Þjóð- níðingurs var kominn út. Þetta fargan hafði þau áhrif, að Þjóðleikhúsið í Krist- janíu flýtti sér að fá »Þjóðníðinginn«, til að leika hann, en þá hefndi Ibsen sín með því, að heimta helmingi hærri borg- Un fyrir þann rétt, en hann var annars vanur að heimta, og varð leikhússtjórnin að ganga að því. Svo segir Henrik Jæger í hinni stóru, norsku bókmennta- sögu sinni. Efni leiks þessa er í stuttu máli að sýna, hvemig framfara- og endurbótatil- raunir hugsjónamanns og föðurlandsvinar stranda á skerjum rótgróinna hleypidóma, oddborgaraskapar og lítilmennsku. Þar er lýst, hvernig óeigingjörn og áhugamikil viðleitni til að bæta hag lýðsins, er eign- uð eigingjörnum og lúalegum hvötum, og hvernig almúginn lætur leiðast hugsunar- laust í bandi yfirboðara sinna, hversu þrælslundin er rík hjá öllum þorranum, hinum »þéttskipaða meiri hluta«, og hversu allt gott og satt og göfugt á erfitt upp- dráttar vegna þvergirðingsháttar, eigin- girni og skilningsleysis yfirmannanna, og vegna staðfestuleysis, hræsni og heiguls- háttar lægri stéttanna. Menn trúa ein- hverjum ákveðnum rígbundnum kreddum hugsunarlaust og í blindni, og vilji ein- hver brjótast út úr þeirri hugsunarkví og og fara sinna ferða, þá er hann harðlega víttur af almenningsálitinu, og meira að segja grýttur, allra ráða neytt, til að kúga hann inn í kvína aptur og fá hann til að fella niður sérkreddurnar, en takist það ekki, þá er honum ógnað með atvinnu- missi og ofsóknum, og þær ógnanir fram- kvæmdar hllfðarlaust að svo miklu leyti, sem í þeirra pilta valdi stendur, er mynda hinn þéttskipaða meiri hluta— »denkom- pakte majoritet« — er Ibsen kallar svo, og aldrei hafi á réttu að standa. Stock- mann læknir fær og skarþefinn af því, að setja sig á móti vilja bæjarfógetans og helztu forvlgismanna bæjarins. Hann er sviptur atvinnu sinni, honum er sagt upp húsnæðinu, dóttir hans rekin frá kennslu við skóla, sonum hans vísað burt úr skólanum og vinur hans einnig rekinn frá atvinnu sinni fyrir það, að hann léði honum húsrúm til að halda 1 fyrirlestur og gera bæjarbúum heyrum kunnar skoð- anir sínar, er svo mikið óp var gert að vegna sáryrða ræðumanns í garð fjöld- ans, að hann var eltur heim og grjóti varpað inn um gluggann hjá honum. En Stockmann lætur ekki bugast. Hann er búinn til bardaga við lygina, lubbaskap- inn og lævísina. Hann stælist við stríðið, og honum finnst það vera helg skylda sín, að hopa ekki af hólmi. Þess vegna hættir hann við að hörfa til Ameríku, en ákveður að láta fyrirberast í bænum, og bjóða mótstöðumönnum sínum byrgin, fullviss um, að góður málstaður muni að lokum fullan sigur vinna, enda þykist hann nú fullstyrkur til að hefja barátt- una, þótt fátt sé um fylgismenn. »Sá er sterkastur, er stendur aleinn«, segir hann, og það eru hin síðustu orð hans 1 leikn- um, síðustu orð skáldsins, er fela 1 sér höfuðefni leiksins. Það er kjarkurinn, krapturinn, trúinn á mátt sinn og meginn, trúin á sigur hins sanna og rétta gegn lygi og ranglæti, það er þetta, sem er sterkast afl í mannheimi, þótt maður standi einn og óstuddur. En hvernig tókst nú að sýna þennan veigamikla leik hér á leiksviði ? Það er naumast sanngjarnt, að dæma um það nú þegar. Leikendunum fer eflaust fram við frekari æfingu. Það var auðséð, að leik- urinn var ekki nándanærri nógu vel sam- æfður. Það var t. d. mikill misbrestur á kunnáttu margra leikendanna. Stockmann læknir er svo umfangsmikið og erfitt hlut- verk, að þess var ekki að vænta, að Jens Waage réði við það. Eu hann gerði sér auðsjáanlega mikið far um, að halda þvf vel uppi. Sérstaklega bar á þreytu hjá honum í síðari hlutanum. Og hin langa ræða hans á borgarafundinum fór að miklu leyti í mola og vantaði nægan krapt og sannfæringarhita. Var og því nokkuð um að kenna, hversu sá þáttur mistókst, að einn leikandinn varð skyndi- lega veikur, og annar ókunnur kom í stað hans. En ekki olli það öllum misfellunum. Vér efumst ekki um, að þessi þáttur takist betur, eptir því sem optar verður leikið og höfuðleikarinn æf- ist í hlutverki sínu, enda þarf þar um- bóta við, svo að viðunanlegt sé. Álykt- arorð Stockmanns hin síðustu, þau er fyr var getið, voru sögð of kraptlaust og á- herzlulaust. Þau verða að vera sögð með mikilli áherzlu og alvöruþunga, sem eink- unnarorð læknisins, atriðisorð og kveðju- orð leiksins. Þetta getur einnig lagazt síðar, og þarf að lagast, þvf að Stock- mann ber allan leikinn á herðum sér. Með honum stendur eða fellur hann. Hvorki Pétur Stockmann, eða Áslákur prentari, sem mest ber á auk hans, geta haldið honum uppi, þótt vel væru leiknir. Þeir eru báðir leiknir laglega. Helgi Helgason leikur Pétur Stockmann bæjar- fógeta bróður læknisins, og tekst allvel að sýna embættishroka hans, þröngsýni og þumbarahátt. Árni Eirfksson leikur Áslák, og eru víða mjög góð tilþrif hjá honum, t. d. sem fundarstjóra og víðar. Friðfinnur Guðjónsson, sem leikur Kiil sútara, er furðu skoplegur, þá er hann kemur fyrst fram á leiksviðið, og er hlegið dátt að honum. En vafasamt er, hvort karl sá er þar rétt tekinn, er t. d. miklu eðlilegri sfðar í leiknum og nær sanni. En leikandinn má vera hárviss um, að hin skoplega framkoma hans skemmtir fólkinu afarmikið, enda hefur Friðfinnur fært sönnur á það til fulls, að það er öldungis óhætt að trúa honum fyrir skop- legum hlutverkum. Það gera naumast aðrir betur. Hovstad ritstjóri (Páll Stein- grímsson) er fremur viðvaningslega leikinn og sker lltt úr, en vansalaust þó. Hlut- verk kvennfólksins (frú Stefaníu og Guð- rúnar Indriðadóttur) eru smávægileg, og því ekki unnt að sýna mikla leiklist í þeim. Sama má segja um Billing aðstoðarmann ritstjórans. Hann er lítilsháttar auka- persóna. Sá, er leikur hann (Jónas H. Jónsson) gæti þó á stöku stað lagt við- kunnanlegri áherzlu á orðin, en hann gerir, og ætti sá, er leiðbeinir við leik- inn, að benda honum á það. Það má ekki eiga sér stað, að áheyrendur brosi eða hlægi að tilsvörum, sem allir finna að alvara eða kraptur verður að fylgja, en alls ekki eru brosleg í sjálfu sér. Það er eitthvað bogið við þá áherzlu. i [Tíðarfar. — Fjársalan og slátrunarhúsið. — Hneykslanleg og skaðleg ullarvöndun. — Endurbætur bráðnauðsynlegar. — Rjóma- búin. — Hækkandi kaupgjald. — Gadda- vírsgirðingar. — Lán til jarðabóta]. Tíðin hefur verið yfirleitt góð; þó er öllu gefið hér enn full gjöf. Fyrirfarandi daga 3 hefur verið bezta þíðvindi af landsuðri og því orðið mjög snjólítið; en í dag rauk hann upp úr suðvestri með byl, — hvað sem það verður nú lengi; vonandi, að svo verði ekki. Yfirleitt eru menn heldur góðir með hey, og skepnuhöld líklega í allgóðu standi, enda má víst segja, að þessi líðandi vetur sé með beztu vetrum. En aptur á móti var sláttur með allra stytzta móti; víðast ekki nema 7V2 vika, sem kom af því, hvað seint fór að spretta í fyrra vor og hvað snemma fór að snjóa (2. september), og frá þeim tíma var tíð mjög stirð, enda batnaði engin skepna neitt frá þeim tfma, og því eink- um hross og ær með allra rýrasta móti í haust, enda veit eg það, að hefði ekki tíðin verið eins góð f vetur og hún hefur verið, hefðu menn almennt orðið að farga mjög miklu af heyjum, enda drýgði kon- ungskoman ekki heyskap hér vlða am Förgun hefur ekki verið mjög mikil hér á fé, nema skitupest var töluverð í lömb- um í haust. Þegar maður lítur yfir liðna árið, þá virðist það heldur hafa verið rýrðarár fyrir okkur landbændurna. Fjársala tölu- vert lakari en í fyrra, bæði var sauðfé með rýrara móti, sem mikið hefur komið af því, hve sumarið var stutt og hve tíð- in var stirð í haust, og fé fór að leggja snemma af, og enda seint selt af eðlileg- um ástæðum, þar slátrunarhúsið var svo síðla tilbúið; auk þess var verð á öllu rýru fé 2-—4 aurum lægri í haust, heldur en 1 fyrra. Þó er enginn vafi á, að fjár- sala hefði verið miklu verri, hefði Slátr- unarhúsið ekki verið til, því til Reykja- víkur og Hafnarfjarðar hefur víst verið rekið fé með allra mesta móti. I ár hafa kaupmenn borgað vorullina 80—83 a. pundið, en í fyrra 93 a. Þetta er ekki svo lítill verðmunur, og þó alltútlit fyrir^ að hún lækki ekki minna næsta ár, og er það ekki glæsilegt. En við hverju er að búast, þegar ekkert er gert til þess að gera ullina að brúkandi vöru. Bænd- ur hafa nú orðið reynslu fyrir því, að þótt þeir vandi ullina sína, einn og einn, fá þeir ekki meira fyrir hana en hinn, sem hugsar ekki um annað en að hafa hana sem allra þyngsta. Þess eru víst dæmi, að hún þyngist við þvottinn, og þá er ekki von á góðu. Mér hefur opt dottið í hug, að kaupmenn þyrftu og ættu að »númera« ullina eptir gæðum, t. d nr. 1, 2, 3i °g gefa mismunandi verð fyrir hana; en þegar eg athuga það betur, finnst mér að við naumast getum ætlazt til þess af þeim, því fyrst er nú það, að fáir þeirra hafa að fyrra bragði gert sér mikið far um að vanda vörur sínar, sem þeir verzla með, enda mjög auðvelt að skilja það, að þeir eigi ekki svo gott með að vera mjög vandlátir að vöru sinni, þar sem alltaf eru einhverjir kaupmenn til í hverju kauptúni, sem alltaf taka vöruna, hvernig sem hún er, enda þykist eg vita, að hvað ullina snertir, eins og nú er, að færi kaupmaður að vera mjög vandlátur við reikningsmann sinn og vildi »númera« ullina hans eins og eg hef talað um hér að framan, yrði það ekki til annars en reikningsmaðurinn færi til hins næsta kaup- manns og léti hana þar. Það er því eðlilegt frá kaupmanna hlið skoðað, að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.