Þjóðólfur - 19.06.1908, Qupperneq 1
60. árg.
Reykjavík, föstudaginn 19. júní 19 08.
M 28.
Unðirtektir þj&ðarinnar.
%
Það er nú að eins liðinn rúmur mánuður
síðan frumvarp sambandslaganefndarinnar
varð heyrum kunuugt. A svo stuttum
t(ma verður ekki ætlazt til þess, að al-
menningur hafi fullkomlega áttað sig á
málinu, þvl að þótt það hafi verið rætt
nokkuð ítarlega í blöðunum og á nokkr-
um fundum á stöku stað, þá er það hvergi
nærri til hlítar orðið kunnugt almenningi
víðs vegar um land. En það fer að verða
það smátt og smátt úr þessu.
Eptir því sem þegar er kunnugt um
undirtektirnar, þá virðast þær yfirleitt
stefna í mótspyrnuáttina gegn frumvarp-
inu óbreyttu, og þessi mótspyrnualda mun
einmitt aukast, en ekki minnka, eptir því
sem menn kynna sér málið nánar og fá
Ijósari skýringar á annmörkum þess. Það
er allt eða flest, sem einmitt bendir í
þessa áttina, en fátt eða ekkert í hina,
að fylgi við frumvarpið aukist við nánari
athugun. En menn verða að íhuga það
ofsalaust og frekjulaust, og varast að láta
gamalt flokksfylgi og flokksofstæki villa
sér sýn og blinda dómgreind sína í jafn-
þýðingarmiklu máli. Það á ekki og má
ekki vera flokksmál, ekki miðast við per-
sónulega velvild eða óvild til einstakra
manna, heldur við það eitt, sem ættjörð
vorri er fyrir beztu í nútíð og framtíð.
Öllnm sannfrjálslyndum mönnum og góð-
um íslendingum ætti að vera það jafn-
mikið áhugamál, að komizt yrði að sem
allra heppilegastri niðurstöðu 1 málinu.
En það heppnast bezt með rólegri og
stillilegri íhugun, en ekki með frekju og
fruntaskap, sem reyndar hefur ekki bólað
til muna á hingað til. Nefndarmennirnir
íslenzku verða að láta sér lynda, þótta-
og þykkjulaust, að þjóðin grannskoði
gerðir þeirra og andmæli því alvarlega,
er henni þykir ískyggilegt og óaðgengi-
legt í samningnum. Nefndarmennirnir
hafa skoðað umboð sitt allt of víðtækt,
ef þeir hafa litið á það á þann veg, að
það, sem þeir gerðu, væri smiðshöggið,
væru fullnaðarúrslit á málinu, og þjóðin
ætti eða mætti ekki hrófla við nokkru í
samþykkt þeirra. Sllkt nær vitanlega
engri átt. Hlutverk nefndarmannanna var
ekki annað, en leggja einhvern samninga-
grundvöll í málinu, og það hafa þeir gert.
En svo kemur til úrskurðar þjóðarinnar
um, hversu sá grundvöllur sé traustur og
ábyggilegur, hversu heppilega undirstaðan
sé lögð af nefndarmönnum. Og um það
skiptast skoðanir manna nú. Nú er ann-
aðhvort að hrökkva eða stökkva. Þjóðin
verður að taka fasta, ákveðna stefnu í
málinu nú fyrir kosningarnar í sumar.
Þær verða eingöngu að miðast við þetta
mál> Þvl að öll hreppapólitlk og allur
héraðakritur er sannarlega létt á metun-
um ( samanburði við þetta, þar sem um
frelsi og sjálfstseði landsins er að tefla
gagnvart erlendu drottinvaldi. Enginn
íslendingur má þV( iáta sér { léttu
rúmi
hggja, hvermg þessu máli reiðir af, því
að verði úrslit þess á þann hátt, er ver
gegnir, og frumvarpið t. d. samþykkt öld-
ungis óbreytt, bíður þjóð vor þess að lík-
indum aldrei bætur, hvernig sem reynt
verður síðar meir að losa um hnútana.
Það er optast nær hægra að binda en
leysa.
Samkvæmt því, sem frétzt hefur víðs-
vegar að af landinu, er óánægja yfir frum-
varpi nefndarinnar áð mun almennari og
víðtækari, en ánægjan yfir því. Og jafn-
vel þeir, sem þykjast vera ánægðastir með
það, munu fæstir vera það allskostar
undir niðri. Það mun því naumast of-
hermt, þótt sagt sé, að byr frumvarpsins
sé enn sem komið er harla lítill meðal
þjóðarinnar yfirleitt, og Ktið útlit fyrir,
að hann aukist. Og þótt svæsnustu for-
mælendum frumvarpsins kunni ef til vill
að takast í bili á stöku stað, að fá eitt-
hvert yfirborðs-fylgi með frumvarpinu ó-
breyttu, þá er afar hætt við, að slíkt fylgi
byggist ekki á fastri sannfæringu, að það
verði endingarlítið og óábyggilegt við
hinar leynilegu kosningar, því að þá varpa
menn af sér allri sannfæringarþvingun og
kjósa eingöngu eptir því, sem þeim sjálf-
um finnst réttast og heppilegast, enda er
það einn aðalkosturinn við leynilegar
kosningar, að ístöðulitlir kjósendur geta
þar miklu betur notið sín. Opinberar
yfirlýsingar eða ályktanir, sem ef til vill
er þröngvað inn á kjósendur, þeim hálf-
þvert um geð, missa allan krapt og allt
gildi við þessa kosningaraðferð. Nú skiptir
mestu, að almenningur sannfærist
um, hvað rétt sé eða órétt í hverju máli.
Æsingar eða gauragangur, á hvora hlið
sem er, mun því litla eða enga þýðingu
hafa. Menn fara að sínum munum við
kosningarnar, og kjósa eptir því trausti,
sem menn hafa á pólitiskum drengskap
hvers þingmannsefnis.
Ekki dettur oss í hug að balda því
fram, að þeir sem knýja vilja frumvarpið
fram óbreytt, séu yfirleitt minni ættjarðar-
vinir, en andmælendur þess. En vér
hinir, sem ekki getum fallizt á frumvarpið,
eins og það er, teljum að meðhaldsmönn-
um þess missýnist, og að þeir geri rangt
í því, að spyrna gegn öllum umbótum og
lagfæringum á frumvarpinu, umbótum, er
það þarfnast svo mjög, til þess að geta
talizt aðgengilegt fyrir íslenzku þjóðina.
Það er blekking ein, að halda því að
þjóðinni, að alls engar breytingar séu fá-
anlegar, það sé þrautreynt. Því fer harla
fjarri, því að þótt nefndarmennirnir hafi
ekki komizt lengra en þetta, þá 'sannar
það ekki, að fulltrúaþing þjóðarinnar geti
ekki komizt lengra áleiðis, ef það gæti
orðið nokkurn veginn einhuga í kröfun-
um, svo að þær hefðu verulegan krapt.
Dönum mun einmitt vera áhugamál, að
binda enda á þessa deilu við Islendinga,
svo að þeir munu alls ekki ófúsir á, að
teygja sig mun lengra í samningunum, en
þeir þegar hafa gert. Og þótt þeir ef til
vill gengju ekki að ö 11 u m breytingar-
kröfum þingsins, þá má hér um bil ganga
að því vísu, að þeir tækju ýmsar þeirra
til greina, og kæmi þá til álita, hvort sú
miðlun væri næg, til að gera frumvarpið
aðgengilegt. En færi svo óhklega, að
þeir neituðu öllu harðlega eða vilduengu
sinna af hinum þýðingarmeiri kröfum, þá
gæti naumast komið til nokkurra mála,
að samþykkja frumvarpið. Sumir eru að
vlsu svo ákafir, að vilja láta fella frum-
varpið umsvifalaust, því að það verði hvort
sem er aldrei lagfært svo, að það verði
viðunanlegt, svo að það sé að eins tíma-
töf og þarflaus rekistefna, að vera nokkuð
að lappa upp á það með breytingum.
En það teljum vér alls ekki rétta skoðun.
Það er hrein og bein skylda fulltrúaþings
þjóðarinnar, að gera allt, sem í þess valdi
stendur, til að endurbæta frumvarpið, og
hafna því ekki, fyr en allar slíkar um-
bótatilraunir reyndust árangurslausar. Það
væri alveg sama gerræðið af þinginu, að
fella frumvarpið, án þess að krefjast nokk-
urra breytinga á því, eins og að sam-
þykkja það óbreytt, án þess að krefjast
nokkurra breytinga. Hvorttveggja væri
jafnrangt og óviðurkvæmilegt.
Um undirtektir almennings mun mega
fullyrða, að Gullbringu- og Kjósarsýslu-
búar, Dalamenn og Borgfirðingar séu al-
mennt frumvarpinu andstæðir óbreyttu.
Sama er sagt úr Barðastrandar- og
ísafjarðarsýslum, og úr Árness- og
Rangárvallasýslum að miklu leyti, að
því er heyrzt hefur, þótt ekki hafi það
komið opinberlega í ljósenn. Húnavatns-
sýsla og Norður-Múlasýsla eru og sagðar
þeim meginn. Um önnur héruð ekki full-
kunnugt enn. I Dalasýslu fékk sá maður,
er þangað var sendur héðan í þingmennsku-
umleitunum, engan byr, sakir þess. að
hanu var með frumvarpinu, en Bjarni frá
Vogi, er býður sig þar til þingmennsku,
og heldur fram breytingum á frumvarpinu,
fékk hvarvetna góðar undirtektir. Á fund-
um, er nýlega voru haldnir í Borgarfirði,
voru bæði þingmannaefnin þar (Kristján
Jónsson háyfirdómari og Björn dbrm. í
Grafarholti) báðir á sama máli um breyt-
ingar á frv., og voru héraðsbúar eindregið
á sama máli í því, þótt engar ákveðnar
ályktanir væru um það teknar á fundum
þessum. Sama hafði og verið uppi á ten-
ingnum á fundi, er ráðherrann hélt á Isa-
firði, á leið hingað norðan úr Eyjafirði.
Maður, sem verið hafði á fundunum norð-
ur þar, bæði á Grund, Möðruvöllum og
Dalvík, hefur sagt, að menn hefðu vottað
ráðherranum traust sitt, en færzt heldur
undan því að taka ályktanir í málinu,
með því að þeir hefðu ekki enn áttað sig
á því til fullnustu, enda var á síðasta
fundinum (í Dalvík) engin ályktun tekin.
Á þingmálafundi, er Jóhannes sýslumaður
Jóhannesson hélt á Seyðisfirði 12. þ. m.,
urðu ein 4 atkvæði á bandi sýslumanns,
þ. e. vildu aðhyllast frumvarpið óbreytt,
en 35 á móti. Margir greiddu ekki at-
kvæði. Það eru því alls ekki vænlegar
horfur fyrir sýslumanninn þar á Seyðis-
firði, hvernig sem Stefárii kennara gengur
í Skagafirði. Um það hefur ekkert frétzt
enn, að eins um viðtökurnar, er hann
fékk á Skjaldborgarfundinum á Akureyri
og getíð var um 1 síðasta blaði, og þar
alveg rétt hermt, þótt sum blöð hér séu
að reyna að breiða yfir það, og kalla
mótspyrnuna þar »unglinga-ærsl« ein. En
varasamt gæti verið, að kalla alla mót-
spyrnuna gegn frumv. slíku nafni. Vér
hyggjum, að jafnþroskaðir menn séu í
þessu stjórnmálafélagi Akureyrar yfirleitt,
eins og í öðrum slíkum félögum, að
Reykjavíkur-»Fram« meðtöldum.
Skipun prestakalla
og laun sóknarpresta
á íslandi.
Hvað viðvíkur lögum um skipun presta-
kalla, þá er það athugavert, að lög þessi
fækka prestaköllum svo mjög, að sumar
sameiningar ná engri átt, og fá því ekki
staðizt til lengdar. Nefnd sú, er skÍDuð
var til að íhuga kirkjumál landsins, hefur
ekki haft næga þekkingu á staðháttum
þess, enda voru sumir nefndarmenn ekki
heppilega skipaðir; ekki leiðrétti alþingi
að neinu ráði gallana á frumvarpi nefnd-
innar, heldur gekk það enn Iengra í sam-
einingaráttina, en án efa hefur sú gamla
sparnaðarhugsun alþingis ráðið hér, sem
vanalega hefur setið við stýrið, er um
fjárveitingar til prestakalla hefur verið að
ræða, og það á meðan prestastéttin gat
öllu ráðið þar.
Úr göllum þessum má þó bæta með
4. gr. laganna, en betra hefði þó verið,
að skipun prestakalla hetði verið þannig
ákveðin, að sem minnst þyrfti á því að
halda, að beita 4. gr. og grauta þannig
í henni.
Þegar svo er litið til launanna, þá virð-
ast þau vera allhæfilega ákveðin. Launin
hækka smámsaman eptir þjónustuárum,
eins og á sér stað í Danmörku með laun
ýmsra embættismanna. Það geta verið
skiptar skoðanir um það, hvort ekki hefði
átt eins vel við, að skipta prestaköllunum
1 launaflokka.
Bezt hefði verið, að engin erfiðleika-
uppbót hefði átt sér stað, enda verða þær
uppbætur ávallt óstöðugar og reikular.
Sum prestaköll fá hana nú, sem hægari
eru en þau, sem ekki öðlast hana. Dæmi
þess er hægt að finna. Erfiðleikauppbæt-
urnar hefðu þá unnizt til að launa með
prestaköllin.
26. gr. í launalögum þessum er alveg
óhafandi sakir ranglætis, og gegnir það
mestu furðu, að alþingi skyldi láta lögin
þannig úr garði gerð frá sér fara.
Samkvæmt 26. gr. eru prestar, og það
á mjög tekjulitlum brauðum, útilokaðir
frá því að fá launabót laganna fyr en
þeir eru orðnir 60 ára að aldri, þá ná
þeir henni þó loks allir. — Gefist yngri
prestum ei kostur á að taka breytingunni,
þ. e. losni ekki í þeirra embættistíð ná-
búabrauðið, sem algerlega eða að nokkru
leyti á að sameinast þeirra brauðum*)
verða þeir að sitja við hin sárliílu laun,
sem eru ósamboðin sérhverjum embættis-
manni sem slíkum. Og þótt prestar þessir
vilji sækja burtu, þá er 20 ára reynsla
fyrir því, að ýmsra orsaka vegna, þar á
meðal vegna kosningalaganna, sem. að
réttu lagi geta eigi samþýðst þjóðkirkju,
eiga þeir miklu erfiðara en aðrirembætt-
ismenn með að skipta um embætti, enda
hefur sama reynsla sýnt, að síðan um
1890 hefur aðsóknin að prestaembættum
farið ákaflega minnkandi, þótt aldrei hafi
að tiltölu fleiri útskrifazt úr latlnuskólan-
*) Þannig mun stjórnarráðið skilja lögin
og ltklega dómstólarnir, þótt einhverjir geist-
legir herrar leggi aðra óskiljanlega þýðingu
í þau, því reynt verður að bióða prestinum
brauðið.