Þjóðólfur - 26.06.1908, Síða 3

Þjóðólfur - 26.06.1908, Síða 3
ÞIOÐOLFUR. 109 Heykjavíkurkaffi er bragdbest og drjúgast. Fæst aðeins hjá 1 ijans petersen, Skólastræti 1. Taisími2i3. Kappglíma grísk-rómversk fór fram í Bárubúð 22. þ. m. milli Jóhannesar Jósepssonar frá Akureyri og sænska mannsins Gottfrid Thoren, er skorað hafði Jóhannes á hólm. Jóhannes vann sigur í öllum glímunum þremur. Ceres kom hingað frá útlöndum 23. þ. m., og með henni Skúli Thoroddsen ritstj. og frú hans, Ólafur H. Johnsen f. yfir- kennari frá Árósum, Oddur Gíslason yfir- réttarmálafærslumaður, P. J. Thorsteinsson kaupm., nokkrir stúdentar frá Höfn og allmargir enskir ferðamenn. Embsettispróf við prestaskólann tóku 22. þ. m.: Þorsteinn Briem með 1. eink. 95 st. Guðbrandur Björnsson t> 1. — 87 — Brynjólfur Magnússon » 1. — 84 — Tollsvlk hafa komizt upp um einn kaupmann hér f bænum, Hjört A. Féldsted, er einnig hefur gert sig sekan í ólöglegri áfengis- sölu. Hann fékk 200 kr. sekt fyrir toll- svik á áfengisvörum og 100 kr. sekt fyrir ólöglega sölu þeirra án veitingaleyfis. Hann varð og að greiða þrefaldan toll af hinum tollsviknu vörum eitthvað um 300 kr., og loks voru gerðar upptækar hjá honum allar birgðir áfengra drykkja, er kvað hafa verið allmiklar. Kvaðst hann hafa keypt áfengið hjá brytanum á »Ster- ling«, og fékk sá vínsali 150 kr. sekt fyrir vikið. Hitt og þetta. 128 ára garnall öldungur. Rússneskt blað skýrir frá því, að ný- lega hafi komið til Pétursborgar 128 ára gamall öldungur. Hann heitir M i k a e 1 Budnikoff, ættaður frá bænum Kal- uga. Árið 1797 gekk hann í herþjón- ustu, og gegndi hann því starfi samfleytt 80 á r. Hann hefur tekið þátt í mörg- um stríðum allt frá ófriðnum við Frakka (Napoleonsstríðinu) um næstslðustu alda- mót, og hefur hlotið öll stig Georgsorð- unnar og fjöldann allan af heiðurspen- ingum. Hann tók sér nýlega ferð á hendur til Pétursborgar, til þess að taka þar 5 þfis. rúblur, sem hann hafði unnið í hlutaveltu. Annars fær hann 1200 rúblur um árið í eptirlaun fyrir sína löngu herþjónustu. Budnikoff er ekki orðinn lotinn ennþá, og heyrnin er ágæt. Sam- kvæmt þessu er hann fæddur árið 1780, sama árið og Reynistaðarbræður urðu úti hér á íslandi, og hefur verið rúmlega fertugur, er Napóleon lézt á St. Helenu (1821). Einkenrtileg ferð umhverfis hnöttinn. Hinn 12. f. m. kom skrítinn ferðalangur til Hamborgar. Hann heitir Anton Hau- s 1 i a n , og er frá Vfnarborg. í rúmlega 7^/2 ár hefur hann verið á ferðalagi um- hverfis jörðina gangandi, og hefur ekið konu sinni og barni á undan sér í hjól- börum. 12. sept. 1900 lagði hann á stað frá Vínarborg 1 þetta einkennilega ferða- lag, sem nú er loks á enda, og var það vegna veðmáls, að hann tókst það á hendur. Hauslian hefur gengið, að því er hann sjálfur segir frá, um 50 þús. kíló- metra á ferðinni, eða um 19 kílómetra á dag. Hann eyddi 104 skóm og tók 18 þús. ljósmyndir. Hann fór yfir Evrópu, Ameríku, Ástralíu og Kfna. Þar flæktist hann i stríðið milli Rússa og Japana, og lá nærri, að hann yrði skotinn sem njósn- armaður. Kona hans fékk svo mikla taugaveiklun af þessu, að það reið henni að fullu í fyrra. Verstu þrautirnar þoldi | Hauslian í Arizona (í Norður-Ameríku), | því að þar kom hann ekki auga á nokkra mannabyggð í sex daga samfleytt, og í 4 daga gat hann ekki náð í nokkurn vatns- dropa. Opt varð hann að eiga í höggi við panþerdýr, tígrisdýr, ljón og högg- orma. Dóttir hans hefur þolað prýðis- vel allar þrautirnar, og ekki hafa þær dregið úr fegurð hennar. Hauslian fær ekki nema helminginn af veðmálinu, eða 18 þús. kr., útborgað vegna þess, að kon- an hans er dáin. Hann ætlar nú að lifa það sem eptir er æfinnar í kyrrð og næði á Englandi. [Eptir Neues Wiener Tagblatt]. Tekjur landsímans um 1. ársfjórðung 1908. Símskeyti: Innanlands..... ....kr. 1194,96 Til útlanda...kr.8402,50 Þar af hluti út- landa.....—7Q37.4I Hluti íslands............— 1365,09 Frá útlöndum, hluti ís- lands..................— 837,99 Símasamtöl...............— 3946,85 Talsímanotendagjald......— 1995,66 Aðrar tekjur.............— 397,46 Samtals kr. 9738,01 Reykjavík *°/6 ’o8. í fjarveru landsímastjórans. Smith. Veðnrskýrsluágrip frá 13. til 26. júní 1908. Júní Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. 13- f 5-3 + 2,4 + 3,6 -r- 0,4 + 4,2 + 7,3 14- + 4,9 + 3,4 + 7,o -t- «,o + 3,7 + 4,9 15. + 8,0 + 3,4 + 3,5 -é- 1,3 + 2,5 + 4,4 l6. + 4,3 + 5,i + 3,6 -r- 0,7 + 3,i + 5,2 17. + 6,0 + 6,5 + 8,0 + 6,0 + 8,5 + 5,1 18. + 8,5 + 7,o + 8,o + 7,5 + 4,2 + 6,S 19- + 9,4 + 4,i + 6,5 + 3,5 + 5,7 + 7,i 20. + 7,7 + 7,4 + 8,7 + 7,5 +12,2 + 7,6 21. + 94 + 10,1 +11,0 + 7,o + 11,8 + 8,8 22. + 9,o +12,0 +i3,o + 9,4 +13,5 + 11,2 23- + 7,o + 4,2 +12,3 + 8,6 + 10,5 +10,1 24. + 8,5 + 7,8 + 13,5 + 8,5 + 13,5 + 8,5 25- + [0,0 + 10,4 + n,5 + 10,5 + 10,0 + 9,5 2Ó. + 11,8 + n,8 + 16,2 + 13,5 +18,4 +12,0 Samkvæmt 12. gr., 5. b í fjárlög- unum og eptir sam ráðivið stjórnar- ráðið, fer eg að forfallalausu með »Hólum« 7. ágúst 1908 til AustlJarða, dvel á Seyðisfirði frá 13.—29. ágúst og held svo áfram með »Ceres« um Akureyri, Sauðárkrók, Blönduós og ísafjörð til Rvíkur. Heima verður mig því ekki að hitta frá 7. ágúst til 4. septbr. Björn Ólafsson. Rauöur hestur með mark: stýft og tvö undirben apt. hægra, ójárnaður, óafrak- aður og með rauðum borða hnýttum í fax- ið, á að gizka 5 vetra, er í óskilum f Gölt í Grímsnesi. Réttur eigandi vitji hans og borgi áfallinn kostnað. Sfðastliðið haust var mér dregið svart gimburlamb með fjármarki mfnu: tvístýft apt. hægra, heilrifað vinstra. Þar eð eg ekki á þetta lamb, getur réttur eigandi vitj- að andvirðis þess og samið um markið. Vatnsleysu í Biskupstungum 3s/s ’o8. Einar Guðmundsson. Sparid ykkur tíma og pen- inga, med þvi að kaupa skil- vindurnar Örn og Serya, sem a'n alis efa eru þœr hentugustu, ódýrustu, og jafn- framt hinar langbeztu skilvindur, sem hœgt er að fd. Örn kostar 55, 85, 100 og 125 krónur. Serva, sem er einkar hentug fyrir smdbú, skilur 40 pt. um kl.t. og kostar að eins kr. 35,00. Aðaluinboðsmenn fyrir Island: Blöndahl & Einarsson, Lækjargata 6. Reykjavik. Telefon 31. Telegr. Adr. Gullfoss. fyrir fullorðna og börn, svo og allskonar annar skófatnaður, ódýrastur og beztur hjá íárusi 6. £ú3vígssyni úngólfsstrceti 3. selur daglega í matardeildinni í Thomsens Magasíni og i kjötbiið Jóns Pórðarsonar: Nýtt nautakjöt, medisterpylsur, kjötfars, rullupylsur, saltað sauðakjöt, saltað síftuflesk, hangikjöt, tólg, íslenzkt smjör o. fl. Björn Ámason gullsmiður (frá ísafirði) smíðar á Langavegi 5 allskonar nýja Frímerki. Allskonar brúkuð íslenzk frímerki kaupir og tekur í skiptum undir- ritaður, er skrifar dönsku, ensku og þýzku. Hæsta verð fyrir »í gildi 02—03« og þjónustufrímerki. Undir- ritaður óskar að fá sent við fyrsta tækifæri verðlista eða skrifleg tilboð. Bafn, Sölystgade 34. Aarhus, Danmark. Di in er ómótmælanlega bezta og langádýrasta A il líftryggingarfélagið. — Sérstök kjör fyrir bindindismenn. — Langhagfeldustu kjör fyrir sjó- menn. Allir ættu að vera liftrygðir. Finnið að máli aðalumboðsm. L). 0STLUND. Kvik. SRip tií sötu. Gufuskipið »Uller«, sem nú stund- ar fiskiveiðar hér við land, er til sölu með öllum veiðarfærum, bæði til fiskiveiða með línum og til síld- veiða, með netum og herpinót. Skipið er að stærð 150 registertons netto, byggt árið 1874, og hefurný- lega verið gert við það. Nánari upplýsingar gefa O. Wat- hnes erfingjar á Seyðisfirði og skip- stjórinn H. Jondahl. er tski an að fá sér góð og ódýr föt i jjankastrzti 12. 15°/o afslslttRLi* er geíinn á öllum fataefnum nú fyrst um sinn (NB. ekkert lánað). Mikið úrval af ýmsum efn- um í sumarfrakka, spariföt, hversdagsklæðnaði. — Einstök vestisefni og buxnaefni o. fl. Allt alullar ^nýtizkuefni. Pantanir afgreiddar fljótt og vönduð vinna. ppa Klæðaverzlunin jngólfur'. Guðm. Sigurðsson. Talsími 77. Hans Brogesgade 2, Aarhus. Skólinn, sem stofnaður er af hinni józku verzlunarstétt, og stendur undir umsjón ríkisins og nýlur styrks af ríkissjóði, byrjar árskennslu og hálfs árs kennslu sína 1. nóvember og 1. maí. Kennsluskrá er send, ef óskast. Henningsen forstöðumaður (skólans) veitir inntökubeiðnum móttöku.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.