Þjóðólfur - 26.03.1909, Side 2
50
ÞJOÐOLFUR
Styrkbciðni
kvennaskólans í Reykjavík.
Eptir að hafa lesið nefndarálit fjárlaga-
nefndarinnar um frumvarp til fjárlaga 1910
—1911 þá get jeg ekki stillt mig um að
fara nokkrum orðum um það, að því er
snertir fjárveitingu til kvennaskólans 1
Reykjavík á þessu í hönd farandi fjár-
hagstlmabili.
Sótt hafði verið um 7000 kr. ársstyrk
handa skólanum, og auk þess 3000 kr.
styrk einu sinni fyrir allt, til þess að
kaupa fyrir húsbúnað, rúroföt og mat-
reiðsluáhöld. Þessi beiðni er færð niður
1 1500 kr. — helming af því, sem beðið
var um.
Kvennaskólanum eru þar áætlaðar 3000
kr. hvort árið, auk 300 kr., sem ætlaðar
eru sem námsstyrkur handa sveitastúlkum,
er á skólann ganga; og ennfremur er þar
gert ráð fyrir, að skólinn fái 40 kr. tillag
með hverri námsmey, allt að 2000 kr.
Þetta er innihald nefndarálitsins, að þvf
er snertir kvennaskólann. Eins og kunn
ugt er, voru skólanum veittar 5000 kr
hvort árið í síðustu fjárlöguro, og reynsl
an hefur sýnt, að sú áætlun mátti ekki
lægri vera, miðað við aukinn reksturs-
kostnað skólans, er stafar af óhjákvæmi
legri hækkun á borgun kennslunnar —
frá 50 au. upp 1 75 au. (um stundina)
munnlegar greinar, og frá 35 au. upp í
50 au. verklegar greinar.
Rekstur skólans kostaði síðastl. ár,
miðað við 7 */» mánuð — frá 1. okt. til
14. maí — þetta:
Kennslukaup ogjtil prófdómenda (haust-
og vorpróf ............
Laun forstöðukonu . .
Húsaleiga (að meðtöld-
um 299 kr. fyrir vefnað-
ardeild utanhúss) eldi-
viður og ræsting . . .
Ymisleg gjöld ....
3162 kr. 37 a.
800 — 00 -
1099
289
«5 -
83 -
Samtals: 5352 kr. 05 a.
En nú verður húsaleigan eptirleiðis f
hinu nýja húsi, er skólinn flytur í næsta
haust, og leigt hefur verið til 5 ára, 2200
kr. auk hita, ljóss og ræstingar, að við-
bættu því, að skólinn þarf þá eitthvert
fast starfsfólk.
En nú ætlar skólinn á næsta hausti
auk þess að færa út kvfarnar að mun,
með því að vaxandi aðsókn aðskólanum
og auknar kröfur nútímans gera það ó-
hjákvæmilegt.
Skólinn hefur nú allt of lftið rúm á
sínum gömlu stöðvum-, því til sönnunar
má geta þess, að ein deild hans —vefn-
aðardeildin — komst ekki fyrir í húsinu,
og varð að hafa hana utanhúss. Og hús-
stjórnardeild sú, er verið hefur við skól-
ann nokkur undanfarin ár, varð að hætta
síðastliðið ár, sökum rúmleysis í skólanum.
Auk þess hefur orðið að synja mörg-
um um upptöku í skólann hin síð-
ustu ár, vegna rúmleysis. Síðastl. haust
varð t. d. að synja yfir 20 stúlkum um
upptöku í skólann; þar með eru taldar
stúlkur þær, er sóttu um upptöku í hús-
stjórnardeild skólans, sem leggja varð
niður, eins og áður hefur verið sagt.
Það þótti því öllum, er báru vöxt og
viðgang kvennaskólans fyrir brjósti, hið
mesta happ, er herra Steingrímur Guð
mundsson húsbyggingameistari réðist í
upp á eigin spýtur að reisa skólanum
hús, sniðið eptir þörfum hans, gegn því,
að skólinn festi leigu á því um ákveðinn
tíma — fimm ár — fyrst um sinn. Húsið
er nú vel á veg komið, og verður, eins
og sjá má, stæðilegt steinsteypt hús. En
nú verður húsaleigan eptirleiðis í hinu
nýja húsi yfir 2000 kr. auk hita, ræsting-
ar og ljóss. Þótti nú vel hafa ræzt úr J
vandræðahorfum skólans, því engan grun- j
aði, að skólanum yrði synjað ura nauð-
synlegt starfsfé. Allir töldu víst, að þetta
alþingi, sem meðal annars hafði á stefnu-
skrá sinni: »jafnrétti fyrir konur og karla«,
myndi veita skólanum nauðsynlegt fé. Og
Ijárbón sú, er nefnd kennaraskólans lagði
fyrir þingið, var vissulega ekki há, miðuð
við £það, hvað starfssvið skólans átti að
stækka* mikið. I sambandi við stækkun
skólans varð að gera ráð fyrir mikið
auknum kostnaði, bæði að því er snertir
húsaleiguna og einnig að því er snertir
rekstur skólans.
Það má gera ráð fyrir, að hækka verði
kennslugjöld frá því sem nú er, 75 au.,
upp 1 90 au. eða 1 krónu, eins og verzl-
unarskóli Islands og jafnvel barnaskóli
Reykjavíkur borga nú, því það er lítt
hugsanlegt, að þeir sem taka að sér
kennslu við kvennaskólann, séu þeim mun
nægjusamari en kennarar við hina skól-
ana, að þeir framvegis verði fáaniegir til
að kenna þar fyrir minni borgun en þeim
býðst annarstaðar, og því sfður þar sem
skólinn leitast við að fá hina beztu kenn-
ara í hverri námsgrein, sem kostur er á.
Gæti það þá álitizt ósanngjarnt að
styrkja þann kvennaskóla nokkru meira,
sem hefur öll skilyrði til þess að geta
veitt bezta og fullkomnasta kennslu, með-
al annars af því, að hann er hér 1 höfuð-
stað landsins, þar sem hægt er að fá
kennara þá beztu, sem kostur er á í hverri
námsgrein, þvf flestra dómur hlýtur það
að vera, að tvær eða þrjár kennslukonur
við afskekktan skóla geti ekki í öllum
greinum fullnægt fyllstu kröfum góðrar
kennslu.
Nokkrir af þingmönnum hafa tekið það
fram, að undarlegt sé, hversu lítið Reykja-
vlkurbær styrki skóla þennan, er þeir telja
— þótt það sé langt frá því að vera
rétt — koma bæ þessum að mestum not-
um, enda þótt hann sé nálega sóttur úr
öllum sýslum landsins. Dálítið hefur þetta
þó við að styðjast, þegar það er athugað,
hversu rfflega Húnvetningar styrkja sinn
kvennaskóla; og mjög vel myndi það
mælast fyrir, ef hin háttvirta bæjarstjórn
Reykjavlkur vildi athuga þetta mál sem
fyrst, og sýna í verki, að hún sé hlynnt
skólanum, með þvl að auka að mun styrk
þann, er skólinn hefur frá bænum.
Skólinn vill leitast við í starfsáætlun
sinni að sameina bóklegt og verklegt nám
kvenna, því vér lítum svo á, að það sé
hollasta stefnan fyrir íslenzkar konur.
Skólinn gerir ráð fyrir milli 25—30 heima-
vistum, og eiga stúlkur úr sveitum að
ganga fyrir bæjarstúlkum f þær. Ætlazt
er til, að stúlkur borgi svipað fyrir fæði
á skólanum og það er selt annarstaðar.
Auk þess eiga og aðrar námsmeyjar skól-
ans að geta keypt fæði á skólanum, og
er þannig til þess ætlazt, að skólinn geti
jafnframt orðið heimili utanbæjar náms-
meyja. Flestum flnnst það miklu skipta,
að áhrif þau, er nemendur skólanna —
piltar eða stúlkur —verða fyrir utan skól-
anna, séu holl; þess vegna het eg heyrt
margar raddir utan að, er hugsa gott til
þess, að kvennaskóli Reykjavíkur gefi
mörgum nemendum sínum kost á því, að
eignast framvegis, meðan á náminu stend-
ur, heimili á skólanum. Kvennaskólinn
með heimavistum og hússtjórnarkennslu
ætti að geta átt góðan þátt í því, að
■leggja grundvöllinn undir farsæld margra
heimila, og þannig undir farsæld þjóðar-
innar í heild sinni, því heimilin eru þó
undirstaðan undir þjóðarþrifunum; og
skyldi nokkur neita því, að starf kon-
unnar sé þar þýðingarmikið.
Styrkur sá, er háttv. fjárlaganefnd vill
veita skólanum, er svo langt frá því að
fullnægja auknum þörfum skólans, að
styrkurinn, er skólinn hafði á síðasta fjár-
hagstímabili, er færður niður, og er slíkt
eins dæmi, ef álitjskólans hefur ekki rýrn-
að á þeim tíma — frá -síðustu tjárveiting
alþingis.
Þetta er þó elzti og líklega um leið
helzti kvennaskóli á landinu, sem um meir
en mannsaldur hefur starfað í vfngarði
þeim, sem var alveg óyrktur áður, en
hann hóf starf sitt með engum efnum, en
einbeittum vilja á því, að greiða eitthvað
fyrir menntun kvenna á Islandi.
Mjög lítið er það fé, sem öll þessi ár
hefur verið varið til þessarar stofnunar —
miðað við^ það, hvað aðrir skólar hafa
kostað; og þegar skólinn nú er kominn
á það þroskastig, að hann þarf meira fé,
þá finnst mörgum það siðferðisleg skylda,
að honum sé veittur sá styrkur, sem er
skilyrði fyrir þvf, að hann geti tekið þeim
framförum og fullnægt þeim kröfum, sem
kvennþjóðin, já, og öll þjóðin, getur gert
og á að gera, til sérskóla handa konum,
til eflingar menntun kvenna á Islandi.
Því hvað stoða fögur fyrirheit um »jafn-
rétti kvenna og karla«, ef hinar uppvax-
andi konur, sem eiga að njóta þeirra gæða,
fá ekki nauðsynlega menntun, andlega og
líkamlega.
Það væri fróðlegt dæmi, en þó alls ekki
flókið, að reikna út, hve miklu landið ver
árlega til þess að mennta dætur sínar?
Eg er viss um, að mörgum karlmanni,
sem ann jöfnum réttindum kvenna og
karla, mun þykja upphæð sú æði smá, er
kemur á hverja íslenzka konu. En þá
fyrst sanna karlmennirnir, að hugur fylgi
máli lofsverðum ummælum þeirra í kven-
réttindabaráttunni, er þeir styðja að fram-
förum og menntun kvenna f hvívetna, og
undirbúa þannig hinar uppvaxandi konur,
að þær með sæmilegri menntun, og þar
af leiðandi þroska, geti notið hinna dýr-
mætu réttinda, sem nú virðast vera hér
í vændum.
Eg vona, að hið háttvirta alþingi 1909
taki svo í þetta mál, að undirtektir þess
beri það með sér, að þær eigi sanngjarn-
ar kröfur, kröfur til eflingar menntun og
framförum, hvort heldur þær koma frá
konum eða körlum, góðum byr að fagna.
Reykjavík 2°/3 1909.
Ingibj'órg H. Bjarnason.
i
(Árétting).
Það er hvorttveggja, að eg hafði aldr-
ei búizt við því, að grein mín um að-
flutningsbannið mundi fá lof og samþykki
allra, er hana læsu, — til þess þekkti eg
of vel einsýni bannmannanna, — enda
lítur út fyrir, að prentsmiðjurnar ætli að
fá nóg að starfa f bráðina við prentun
»andmælanna« — það kemur sjer líklega
ekki illa um þetta leyti — og auðsýnilegt
er það, að bannmönnum þykir nú mikið
liggja við, því að nú mun öllum útvörð-
unum hrint fram til atlögu. Aðferðin
þeirra söm og áður, þegar komið hefur
fram einhver heilbrigð hugsun um þetta
mál, að hauga upp svo miklum langlok-
um og lokleysum, að rétt hugsun kafni,
og um fram allt, að halda sér á gamla
grundvellinum, þeim, að snerta sem minnst
við kjarna málsins.
Mitt mál var ekki margbrotið: Viður-
kendi þörfina á útrýming áfengis b ö 1 s -
in s og taldi til þess eina leið örugga,
fræðsluleiðina, en sýndi fram á, að
b a n n 1 e i ð i n væri hættuleg.
Eg hef orðið þess var, að mig hafa skilið
til fulls allir óblindaðir menn, er eg hef
haft tal af, en enginn bannvinur, og veit
eg nú af lestri »andmælanna«, að þetta
er ofur-eðlilegt, því að bannmenn láta
þar berlega í Ijósi, að þeir viti ekki,
hvaðáfengisböl er, og hafði jeg
þó reynt að koma þeim f skilning um
það. Undarlegt er það, en þó er það
satt, að svaramenn Gt.-reglunnar vita ekki
hvað það er í raun og veru, sem félag-
ið hefur verið að stríða við í 25 ár(!), og
ræð eg af því, að bannástin hafi leikið
heila þessara herra eitthvað álíka og þeir
segja að áfengið hafi farið með heila hóf-
semdarmannanna.
Bannmenn halda sem sé, að áfengis-
bölið sé áfengið sjálft! Hinc illæ la-
crymæ!
Væri ímyndun þeirra rétt, þá væri eg
þeirra maður, því að þá væri rétt haldið
í horfið. Nú er hún röng og því reyni
eg að berjast móti henni eptir mætti.
Eg veit, að ekki þaff að útskýra þetta
frekar fyrir þeim, sem geta og vilja skilja
mælt mál. Þeir vita það, að böl þjófs-
ins er ekki krónan, sem stolið er, heldur
sú ástrfða, sem rekur þjófinn til glæpsins.
Afengisbölið er, eins og eg tók fram fyrri
daginn, fólgið í tilhneigingu manna til
ofnautnar eða nautnar áfengis, er f huga
fólksins, eins og böl þjófsins liggur í hon-
um sjálfum, en ekki f buddu náungans.
Það er vitium animi, rangur hugsunar-
háttur, öfugar hvatir, illar ástríður þjóðar-
innar, sem áfengisbölinu veldur, og eigi
bölið að bæta, verður að grafa fyrir ræt-
urþess, enþæreru ekkiíbrenni-
ví ns t un n u nn i, heldur í huga
f ó 1 k s i n s. Þar er áfengisbölið rótgróið
og þaðan þarf að rífa það upp. Slíkt verð-
ur ekki gert í hendingskasti; til þess þarf
langvarandi baráttu, og þeir menn, sem
hyggja, að hægt sé með snöggu lagaboði
að nema burtu öfugar hvatir mannkyns-
ins, gætu eins vel fundið upp á því, að
setja lög um breytingu á ferðaáætlun jarð-
arinnar.
Og í þessu sambandi má ekki gleyma því,
að áfengið, meðalið til að fullnægja þessari
rótgrónu ástríðu, hverfur aldrei úr heimin-
um. Templarar geta þess vegna eins f
dag og á morgun strykað burt úr »tak-
marki« sínu forboðið um tilbúning áfeng-
is — að eins geta þeir unnið að því að
færri og færri drekki það.
Benda mætti bannvinum á það, að 1
þessu máli sem öðrum, verður ekki hjá
því komizt, að tekið sé ofurlítið tillit til
heimsins eins og hann er, og að menn-
irnir verða ekki á svipstundu að alvitr-
um englum. Þeir muna og, að Island
heldur áfram að standa í sambandi við
umheiminn, þótt aðflutningsbann komizt
á, og loks, að engar lfkur eru til þess,
að aðfl.bann kornizt á í nágrannalöndun-
um í fyrirsjáanlegri framtíð. Dæmi Norð-
manna verður eflaust öðrum til fyrir-
myndar f þvf efni.
Enda þótt eg þurfi ekki að svara nein-
um af þessum þremur herrum, sem ritað
hafa um mig og grein mfna, þá vildi eg
þó senda þeim kveðju mína tii marks
um það, að eg hafi lesið »andmælin«.
Fljótastur á sér varð hr. Pétur Zóphóní-
asson — honum kvað hætta við þvf —
enda mun hann yztur allra útvarða í
varnarsveit templara. Kvað hann passa
vel í stöðuna að dómi templara, sem
mest þykir undir því komið, að mjöður-
inn sé þunnur, en þeim mun meiri að
vöxtunum. Þetta veit skýr Pétur, enda.
hefur hann ekki misst sjónar á því templ-
ara-»takmarkinu«, er hann reit pésa sinn;
hann er sem sé allur í lengdinni og
þynnkunni, og líkist þvf mjög í ættsína.
Annars er bæði herra Pétur og pési
mér hreinasta ráðgáta. Maðurinn hlýtur
að vera um þessar mundir að semja
kennslubækur í ýmsum fræðum og rugl-
ast svo í öllu saman. Þarna ægir sam-
an landafræði, hagfræði, stjórnfræði,.
læknisfræði, — að eins sakna eg eðlis-
fræðinnar, þvf að eg veit, að hr. Pétur
hefur nýlega fengizt við að skýra fyrir