Þjóðólfur - 23.04.1909, Blaðsíða 2
66
ÞJOÐÖLFUR
það talið fullveðja. Hins vegar eru Dön-
um með því afsöluð til meðferðar um
aldur og æfi utanríkismál landsins og her-
mál og landið þar með að vorri skoðun
innlimað Danmerkur ríki alla ókomna
daga, og svo hafa góðir lagamenn einnig
skilið það. Og Danir hafa sjálfir nú fyrir
löngu lýst því yfir, að meiri hluti íslenzku
sambandsnefndarmannanna hafi haft rangt
fyrir sér um þetta efni, og að skilningur
Vóf óg flokicsmanna vórrá væri réttUf.
Kemur það meðal annars fram í „Natiöttál-
tidende" 25. sept. 1908, einu af hinum
merkari »hægri«blöðum Dana. Þar segir
svo: Það er vísindalegt orðsatriði, hvort
menn vilja kalla ísland „ríki“ eða ekki
eptir sambandslaganefndaruppkastinu; um
það er hægt að deila og um það hefur
verið deilt. . . . Hins vegar er það ómót-
mælanlegt, að fslandi er eptir Uppkastinu
ekki ætluð sú staða, að vera fullveðja
„ríki“. Og nú á hinum síðustu tímum
hefur hinn danski ritari sambandsnefnd-
arinnar, dr. Knud Berlin, hvað eptir ann-
að lýst sama elni yfir, bæði fyrir sig og
dönsku sambandsnefndarmennina, og tek-
ið það meðal annars harðlega fram, að
skýringar þær allar til sjálfstæðis, er
byggðar hefði verið á því, að danski og
íslenzki textinn voru ekki vel samhljóða,
og íslenzki textinn oss hagfeldari, væri,
eins og allar skýringar meiri hluta sam-
bandsnefndarinnar, þar sem þá greindi á
við oss, með öllu heimildarlausar, og að
íslandi væri ekkert fullveldi ætlað með
frumvarpinu. Enn er við það kannast af
dr. Knud Berlín, að fiskiveiðaréttur vor
sé samkvæmt Uppkastinu jafnvel verri
en eptir þvi, sem Danir hafi ætlað að
skammta oss í hinum svo nefndu stöðulög-
um frá 2. janúar 1871, því að eptir 3. gr.
þeirra sé fiskiveiðarnar sérmál íslands, og
geti Islendingar þvl bannað öllum öðrum
en Islendingum allar fiskiveiðar í land-
helgi Islands.
Af öllum þeim, er um frumvarp þetta
hafa ritað, hafa fáir gert það jafnskýrt
sem prótessor N. Gjelsvik, norrænn
maður, og táir hafa sýnt það með færri
og ljósari orðum, hve fjarri það væri því,
að veita oss þau þjóðréttindi, sem vér
eigum að lögum, jafnframt því, sem hann
sýnir, hver þau réttindi tvímælalaust séu,
og hvernig samband það við Danmörku
megi vera, sem þeim sé samboðið. Vér
látum því prenta ritgerð þessa manns
meðal fylgiskjala þeirra, er vér nú látum
verða samferða þessu nefndaráliti, en það
eru flest forn gögn þjóðríkisréttinda vorra,
er oss þykir rétt að helga nú stað i þing-
tíðindum landsins, enda er þar handhægt
að þeim að ganga fyrir alþingi í fram-
tíðinni.
Af því, sem nú hefur um hríð verið
tjáð og talið hér, mætti ætla, að trú flestra
manna á frumvarp þetta sem hentugan
sáttmála Islendingum til handa væri held-
ur farin að dofna. Danskir rithöfundar
hafa að lyktum lýst þvi, að þetta sé inn-
limunarsamningur, og Danir sé með frum-
varpinu að innlima oss Danmörku um alla
ókomna tíð, og vér sjáum, að góðir menn
og óhlutdrægir, sem áður héldu frum-
varpi þessu fram í góðri trú, hafa nú gef-
izt upp á því, og gera ráð fyrir, að það
verði fellt. Ekki viljum vér þó — til þess
að girða ekki fyrir hagfeldari jsamninga,
ef svo mætti verða, úr því út á þessa
braut var lagt — ráða hinni háttvirtu
deild til þess að fella trumvarp þetta með
öllu. Vér höfum því tekið þann upp, að
gera breytingartillögur við frumvarpið, er
vér ráðum deildinni til að samþykkja;
fara þær í nokkuð svipaða stefnu og
breytingartillögur minni hlutans í sam-
bandsnefndinni (Skúla Thoroddsens), cg
miða allar að því, að fullveldi íslands sem
ríkis sé tryggt í konungssambandi einu
við Danmörku, og að öll önnur sam-
bandsmál íslands og Danmerkur séu fal-
in Danmörku fyrst um sinn til meðferð-
ar sem umboð, séu öll uppsegjanleg, nema
konungssambandið eitt, og að engum
fornum réttindum lands vors sé afsalað.
Er þó farið svo hóglega í kröfurnar af
vorri hendi, sem oss þótti trekast fært, að
ekki yrði spillt fyrir því að samkomulags-
tilraunir mættu enn takast.
Fyrir hverri einstakri breytingartillögu
hirðum vér ekki að gera sérstaklega grein
hér, en geymum það framsögunni í mál-
inú«.
Tveir nefndarmenn í meiri hlutanum,
Skúli Thoroddsen og Ólafur Briem, hafa
ritað undir álitið með sérstökum athuga-
semduin hvor um sig, að því er snertir
röksemdafærslu álitsins, en um málið
sjálft og breytingar á frumvarpinu ber
meiri hlutanum öllum saman.
Minni hlutinn (Jóh. Jóhannesson, Jón
Magnússon og Jón Ólafsson) hafa samið
sérstakt álit, en það höfum vér ekki enn
séð. Ráðgert, að útbýta álitinu öllu (meiri-
og minni hluta) í neðri deild í dag, og
gæti þá málið, með þir.gskapa-afbrigðum,
komið til framhalds 1. umr. á morgun,
annars á mánudaginn.
Alþingi.
X.
Elgnarn áms-helmll d.
Sig. Stefánsson flytur frv. um, að bæj-
arstjðrn ísafjarðarkaupstaðar veitist heim-
ild til, að láta eignarnám fara fram á lóð
undir barnaskólahúsbyggingu þar.
Sala á prestsetrinu Hósavík.
Stgr. Jónsson flytur frv. um, að Húsa-
vlkurhreppi verði veitt heimild til, að
kaupa prestsetrið Húsavík, að undan-
skildu túni og húsum, og kirkjujörðina
Þorvaldsstaði fyrir eigi minna, en 24,000
krónur.
Mat jarðabóta á Vestnrlandi.
Þingsályktunartillögu flytur Sk. Th. um,
að landsstjórnin hlutist til um, að á
Vesturlandi, norðan Gilsfjarðar, sé lagt
þriðjungi minna af jarðabótum 1 dags-
verkið, en í öðrum héruðum landsins, er
um styrk úr Iandssjóði til búnaðarfélaga
ræðir. — Vísað til landbúnaðarnefndar.
Lending í Bolnngarvík.
Sk. Th. flytur þingsályktunartillögu, að
landsstjórnin hlutist til um, að verkfræð-
ingur verði sem fyrst, á kostnað lands-
sjóðs, látinn skoða og gera tillögur um,
á hvern hátt nauðsynlegar umbætur
verði gerðar, sem kostnaðarminnstar á
lendingunni í Bolungarvíkurverzlunarstað.
— Samþ. í neðri deild 20. þ. m.
Landsbankinn.
Meiri hluti peningamálanefndarinnar
flytur frv. um, að í stjórn landsbankans
skuli vera 2 bankastjórar, er ráðherrann
skipar með 4000 kr. launum hvor og einn
lögfræðislegur ráðunautur, er sameinað
þing kýs til 4 ára í senn, er hefur að
launum 1500 kr. Ráðherra skipar bókara
og féhirði bankans, og skal bókarinn hafa
3000 kr. að launum og féhirðir 2400 kr.
auk Í5 %° af öllum greiddum pen-
ingum og bankaseðlum í féhirzlu bankans
eða úr, allt að 2600 kr. Féhirði ber að
setja hæfilegt veð, er ráðherra tiltekur.
Bankastjórar mega ekki hafa embættis-
störf á hendi né aðra atvinnu. Auk
framangreindra launa fá bankastjórar og
ráðunautur ro°/o af því er afgangs verður
að greiddum i°/0 af seðlaskuld bankans
1 landssjóð, 1% í byggingarsjóð og 2% í
varasjóð. Með ráði bankastjórnar getur
ráðherra veitt bankastjórum í eptirlaun
allt að helmingi fastra launa.
Ráðherra getur vikið bankastjórum frá
um stundarsakir, öðrum eða báðum, þeg-
ar honum þykir brýn nauðsyn til bera,
og að fullu eða öllu, ef miklar eru sakir,
en gera skal hann þeim grein fyrir skrif-
lega hvað veldur.
Hlntabréf I íslandsbanka.
Peningamálanefndin í Nd. flytuf svo-
hljóðandi frv.
1. gr. Stjórnarráði Islands veitist heim-
ild til, að kaupa hlutabréf í Islands banka,
allt að 2 miljónum króna og borga hluta-
bréfin með allt að 101 hundraðið. Hluta-
bréfunum fylgja arðmiðar frá 1. júlí 1909,
og séu kaupin gerð frá þeim tíma.
2. gr. Til greiðslu á hlutabréfum þess-
um skal landssjóði heimilt að gefa út
jafnháa upphæð í landssjóðs-skuldabréfum.
Skulu greiðast 4T/a % ársvextir af skulda-
bréfum þessum og greiðast þeir 2. janúar
og 1. júlf ár hvert. Skuldabréf þessi
kaupir Islands banki fyrir að minnsta
kosti 98 hundraðið. Mismun á verði
hlutabréfa bankans og skuldabréfa lands-
sjóðs skal greiða í peningum.
3. gr. Upphæð skuldabréfanna skal
vera 500,1000 og 2000 krónur.
4. Landssjóðurskal innleysa landssjóðs-
skuldabréf þessi eptir hlutkesti, er fari
fram í fyrsta sinn í desember 1910, og
sé fyrsti innlausnargjalddagi 1. júlí 1911.
Skal innleysa 7s° hluta skuldabréfanna á
ári með 40,000 krónum, þannig, að lands-
sjóður hafi leyst þau öll til sín á 50 ára
fresti.
Landssjóði er þó heimilt að leysa bréfin
til sín aptur að fullu eptir 1. júlí 1919.
5. gr. Þær 2 miljónir, sem landssjóður
kaupir í hlutabréfum íslands banka, skal
landssjóður skyldur að geyma sem trygg-
ingu fyrir skuldabréfum þeim, er hann
hefur keypt hlutaféð fyrir og sem eru í
umferð.
6. gr. Landritari og dómendur í yfir-
réttinum skulu fyrir landssjóðs hönd fara
með atkvæði landssjóðs sem hlutabréfs-
eiganda á aðalfundum Islands banka. —
Skulu þeir hver um sig hafa atkvæði fyrir
7« miljón hlutafjár. Fyrir starfa þennan
fá þeir 250 króna þóknun á ári hverju.
Byggingr. ábúð og úttekt jarða.
Landbúnaðarnefndin flytur frv. um
breyting þeirra laga 12. jan. 1884, að
landsdrottinn taki nokkurn þátt í kostn-
aði leiguliða fyrir unnar jarðabætur o. fl.
Botnvörpuveiðar.
Fiskiveiðanefndin í Nd. flytur frv. um,
að landsstjórnin megi. ef sérstakar ástæð-
ur mæla með, veita skipum, er skrá-
sett eru sem eign hér á landi, undanþágu
um eitt ár í senn frá ákvæðum laga 8.
júlí 1902, er banna fiskiveiðaskipum að
hafa botnvörpur í landhelgi. Skyld skulu
skip þessi að sýna sérstakt og glöggt
merki samkvæmt fyrirmælum landsstjórn-
arinnar.
Almenni menntaskólinn.
Meiri hluti kennslumálanefndarinnar
I
flytur svohljóðandi þingsályktunartillög” :
Neðri deild alþingis ályktar að skora
á stjórnina að láta sem fyrst endurskoða
og bæta reglugerð hins almenna mennta-
skóla, en gera tafarlaust þá breytingu,
að fella burt efra aldurstakmarkið, sem
nefnt er í 18. gr. í bráðabirgðareglugerð
fyrir hinn almenna menntaskóla f Reykja-
vík, 9. septbr. 1904, og slíkt hið sama
neðra aldurstakmarkið um viðtöku í lær-
dómsdeildina, og enn að breyta nú þegar
12. gr. svo, að nemendur utan skólans
megi ganga undir öll próf skólans.
Enn skorar deildin á stjórnina að koma
á samræmi urn* námstfma og aldurstak-
mark milli hins almenna menntaskóla og
gagnfræðaskólans á Akureyri.
»Thore«-félagið.
Meiri hluti samgöngumálanefndarinnar
flytur svohljóðandi frv.
1. gr. Landsstjórninni veitist heimild
til að kaupa hlutabréf í gufuskipafélaginu
»Thore« fyrir 500 þúsund krónur með
þeim skilyrðum, sem hér fara á eptir:
a. að hlutafé félagsins verði 800,000
krónur;
b. a ð hlutir landssjóðs verði 4% for-
réttindahlutir;
c. a ð þessar breytingar verði gerðar &
núverandi skipastól félagsins:
1. I stað skipanna »Kong Helgec og
»Perwie« komi nýtt skip eða ný-
legt með líkri stærð og gerð eins
og skip félagsins »Sterling« og með>
eigi minni hraða.
Þetta skal vera framkvæmt áður
en landssjóður tekur hluti í félaginu.
2. a ð keypt verði nýtt eða nýlegt-
skip með líkri stærð og gerð eins
og skip félagsins »Sterling« og með
jafnmiklum hraða að minnsta kosti.
3. að keypt verði 2 ný eða nýleg
strandferðaskip með hér um bil
150 smálesta farmrúmi, farrúmi fyrir
10—15 farþegja á 1. farrými, 20—
25 farþegja á 2. farrými og með
9 mílna hraða að minnsta kosti.
4. a ð útbúin verði kælirúm f 2 skip-
um að minnsta kosti af framan-
greindum skipastól, sem ganga
landa á milli.
d. a ð landssjóður eigi rétt á, að leysa
til sín fyrir ákvæðisverð hvenær sem
er hina almennu hluti í félaginu;
e. að alþingi skipi stjórn félagsins að
hálfu — 3 menn, — og ráðherra ís-
lands sé auk þess sjálfkjörinn formað-
ur stjórnarinnar,
f. að skip »Thore«-félagsins, sem nú eru,
með þeirri breytingu, sem ræðir um
undir staflið c. 1., verði afhent hinu
nýja félagi fyrir það verð, er þau,
verða metin.
Matið skal framkvæmt af 3 mönn-
um, dómkvöddum af landsyfirrétti Is-
lands,
g. a ð þær breytingar verði gerðar á lög-
um »Thore«-félagsins, sem fulltrúar
alþingis og ráðherra Islands telja
nauðsynlegar til að tryggja rétt lands-
sjóðs.sem forréttinda-hluthafa í félaginu.
Félagið hafi varnarþing á íslandi.
2. gr. Til þess að kaupa hlutabréf þau„
sem um getur 1 1. gr., veitist landsstjórn-
inni heirnild til að taka 500,000 króna
lán, sem afborgist með jöfnum afborgun-
um á 20 árum, og mega vextir af þvfc
eigi fara fram úr 4^2 % e^a sem
svarar.
Heimildin til að kaupa hlutabréfin er
því skilyrði bundin, að lán þetta fáist
með eigi lakari kjörum.
Lög frá alþingi.
15. Um almennan ellistyrk.
1. gr. í hverjum kaupstað og hreppi á
landinu skal stofna styrktarsjóð handa elli-
hrumu fólki. í sjóð þennan rennur styrkt-
arsjóður handa alþýðufólki, sem til er i
kaupstaðnum eða hreppnum.
Sjóðir þessir skulu styrktir með árlegu
tillagi'úr landssjóði, er nemur 50 aurum
fyrir hvern gjaldskyldan mann til sjóðs-
ins það ár.
2. gr. Gjaldskyldir til ellistyrktarsjóðs-
ins eru“allir, karlar og konur, sem eru
fullra 18 ára og ekki yfir 60 ára, nema
þeir, er nú skal greina:
a. Þeir, sem njóta sveitarstyrks.
b. Þeir, sem fyrir ómaga eða ómögum
eiga að sjá, sem og þeir, er fyrir
heilsubrest eða af öðrum ósjálfráð-
um ástæðum eigi geta unnið fyrir
kaupi, ef þessir menn hvorirtveggja
að áliti hreppsnefndar eru fyrir fá-
tæktar sakir ekki færir um að greiða
gjaldið, enda greiði ekkert aukaútsvar.